Morgunblaðið - 19.05.2000, Síða 65

Morgunblaðið - 19.05.2000, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 65 Áheitasöfnun fyrir MS-félagið í sumar Hjólar frá Akureyri til Reykja- víkur HANN Siggi ætlar að hjóla frá Ak- ureyri til Reykjavíkur í suraar og safna áheitum fyrir MS-félag ís- lands. Hann mun leggja af stað 3. júlí og áætlar að vera íjóra daga suður. Mjólkurbú Flóamanna verður að- alstyrktaraðilinn og íslensk erfða- greining hefur gefið hjólið, sem er 20 gíra hjól frá Markinu, einnig gaf IE þjálfun fyrir Sigga svo hann verði nú í fínu formi í ferðinni. Þess má geta að Siggi hefur sjálfur aflað styrkjanna að mestu leyti en MS- félagið aðstoðað við það. Félagið mun síðan afla áheita þegar nær dregur ferðinni og munu Stöð 2 og Bylgjan fylgja Sigga eftir á ferða- laginu. Siggi, sem heitir fullu nafni Sig- urður Tryggvi Tryggvason, hefur alið með sér þennan draum frá 9 ára aldri en nú er komið að því en Siggi er að verða 13 ára. Ágóðinn mun renna til aðstöðu fyrir fólk ut- an af landi sem þarf á þjónustu eða rannsóknum að halda í Reykjavík um lengri eða skemmri tíma. Frá afhendingu hjólsins. Frá vinstri Frfða Sigurðardóttir, mamma Sigga, Ingibjörg Erla, systir Sigga, Vilborg Traustadóttir, formaður MS-félagsins, Siggi, Áslaug og Aðalbjörg Jónasdætur sem afhentu hjól- ið f.h. Islenskrar erfðagreiningar. Vilja skjótari endurgreiðslu vegna kreditkortaveltu MORGUNBLAÐIÐ hefur fengið eftirfarandi fréttatilkynningu frá stjórn SVÞ: „Stjórn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu hefur samþykkt að fara þess á leit við kortafyrirtækin að þau bjóði söluaðilum skjótari endur- greiðslu vegna kreditkortaveltu en tíðkast hefur. Algengasta úttektartímabil kreditkorta er 30 dagar og reiknast frá 18. degi mánaðar til 17. dags næsta mánaðar. Uppgjör kredit- kortaveltu við söluaðila vegna þessa tímabils fer fram annan virka dag næsta mánaðar eftir að úttektar- tímabili lýkur. Þannig geta nú liðið 45 dagai’ þar til söluaðili fær greitt vegna sölu út á kreditkort. SVÞ vill að kortafyrirtækin bjóði söluaðilum að velja hversu fljótt þeir kjósa að fá endurgreiðslu vegna sölu út á kreditkort. Samtökin benda á að nánast allar gi-eiðslur með kredit- kortum séu nú rafrænar og þannig rauntímasendingar til kortafyrir- tækja frá söluaðilum. Því sé engin ástæða til að tefja uppgjör jafn lengi og tíðkaðist áður en þessu tæknistigi var náð. Auk þess hafi bæði korta- fyrirtækin, Europay ísland og Visa Stálvaskar Intra stálvaskarnir fást í mörgum stærðum og geröum. Þessi vaskur ber nafnið Eurora og hefur hlotið margvislegar viðurkenningar fyrir frábæra hönnun. dt.-iTnB-liill II TCflGI Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 • Fax: 564 1089 • tengi.is ísland, nú verið skráð sem lánastofn- anir og geti því veitt korthöfum sín- um þá fjármálafyrirgreiðslu sem þeir hafa þörf á. Ekki sé rétt að blanda söluaðilum í þá fjármálaþjón- ustu. SVÞ vonast til að kortafyrirtækin skoði þetta erindi með velvild og vilja til að hefja greiðslumiðlun á nýtt svið þar sem þarfir söluaðila og korthafa móti viðskiptin og þjónustuna meira en áður.“ Hátíð í Efra Breiðholti EFNT verður við hverfishátíðar í Efra Breiðholti - Fellum, Bergum og Hólum - laugardaginn 20. maí. Hátíðin er liður í hverfisverkefn- inu „Efra Breiðholt - Okkar mál“ sem íbúar og starfsfólk í hverfinu hafa unnið að undanfarna mánuði. Á hátíðinni ættu íbúar að finna eitthvað við sitt hæfi. Boðið er upp á morgungöngu kl. 10.30 frá Fellaskóla um hverfið og er hún skipulögð af nági’önnunum í leik- skólanum Hraunborg, félags- starfinu í Gerðubergi og Heilsu- gæslustöðinin Hraunbergi. Opið hús verður í Tónskóla Sigursveins upp úr hádeginu þar sem m.a. er boðið upp á einkatíma í söng. Skrúðganga hefst svo 14.45 en gengið verður frá Fella- og Hóla- kirkju að íþróttahúsi við Austur- berg við lúðraþyt. Útidagskrá hefst kl. 15 við íþróttahúsið og þar verður sungið, spilað, dansað og flutt talað mál. Leiktæki og veit- ingar verða á svæðinu. Breiðholts- laug býður frítt í sund milli kl. 16 30 og 20. — ....—---w-v ■ --i- EIGNAMIÐLIJNIN Wo tftákm M MJtíHMmKámlk, t,ismUmntíá. /A < fjJju ilJ. t. 1. | l| „I \ ii-m ir.1i riiXii 1 ávtim K iii,- Ifri i úLmIm I i r|.||-|- taiiJl m 1J M í ^ nm ínii 9090 * I'a.\ mm' 909.1 * Síóumiila 2 Bræðraborgarstígur 16 - öll eignin Vorum að fá í einkasölu alla þessa húseign sem stendur á góðum stað í vesturborginni. Um er að ræða u.þ.b. 1.000 fm verslunar-, skrifstofu-, lager- og íbúðarhúsnæði á 1-3 hæðum. Möguleiki er á viðbyggingarrétti þar sem byggja mætti íbúðir og hugsanlega breyta öllu húsinu í íbúðir. Húsið er laust til afhendingar fljót- lega. Allar nánari uppl. veita Sverrir og Stefán Hrafn. 9490 NÓATÚNI • ROFABÆ • HÓLAGARÐl • HAMRABORG • HVERAFOLD FURUGRUND • ÞVERHOLTI. MOS. • JL-HÚSINU • KLEIFARSELI • AUSTURVERI Elizabeth Arden y#úifiá'fí _ _ kynning í Hygea Laugavegi 23 f dag og á morgun, laugardag. Kynnt verður nýtt 24-stunda andlitskrem, MILLENIUM ENERGST, sem strekkirá húðinni og gerir hana stinna og verkar mjög róandi á viðkvæma húð. u y»TT vl n , H Y G E A Sími: 511 4533 Ath. Þessi glæsilegi kaupauki fylgir ef þú kaupir Arden-vörur fyrir 3.500 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.