Morgunblaðið - 19.05.2000, Page 69

Morgunblaðið - 19.05.2000, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ FÓLKí FRÉTTUM FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 69 MYNDBONP Einmana húsmóðir Borð fyrir einn (A Table for One) Spennudrama ★% Leikstjórn og handrit: Ron Senk- owski. Aðalhlutverk: Rebecca De Mornay og Michael Rooker. (90 mín.) Bandaríkin, 1999. Bergvík. Bönnuð innan 16 ára. BORÐ fyrir einn er sjónvarps- mynd sem lýsir ástum og afbrýði- semi, tvöfeldni og geðveiki í lífí Ruth, einmana en kyn- þokkafullrar hús- móður. Ruth grun- ar að eiginmaður- inn sé ekki allur þar sem hann er séður og hefur því fyllt húsið af dauðagildrum ef ske kynni að hann reyndi að myrða hana. Hún veit hins vegar ekki að eiginmaðurinn á aðra konu og tvö börn sem hann heimsækir þegar hann segist vera á viðskiptaferðalög- um. Það líður að sjálfsögðu ekki á löngu áður en allt fer í handaskolum og því langa og leiðinlega ferli fær áhorfandinn að fylgjast grannt með. Þó eru nokkrir Ijósir punktar í öllum lélegheitunum sem varða persónu- sköpun aðalsöguhetjunnar. Ymsar ástæður eru gefnar fyrir yfírvofandi sturlun hennar og spilar einmanaleg tilvera heimavinnandi húsmóðurinn- ar þar stórt hlutverk. Þessi viðleitni nægir að minnsta kosti til að gefa áhorfandanum örlitla samúð með umræddri persónu. Heiða Jóhannsdóttir Afram er haldið Börnin á kornakrinum 666: ísak snýr aftur (Children of the Corn 666: Isaac’s Return) Hrollvekja ★vfe Leikstjóri: Kari Skogland. Handrit: John Franklin og Tim Sulka. Aðal- hlutverk: Stacy Keach, Nancy Allen og Natalie Ramsey. (92 mín.) Bandaríkin, 1999. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. LIÐIN eru rúm fimmtán ár frá því að kvikmynd var gerð eftir sögu Stephens King um Börnin á korn- akrinum. Það er hreint ótrúlegt hvað reynt er að moða úr þessari einu smásögu, en hér er komin sjötta myndin í röðinni. Það er svo sem fátt um myndina að segja, hún er greinilega ekki sú síðasta í röðinni, þar sem endirinn er mjög opinn fyrir framhaldi. Leik- stjórinn virðist þó metnaðarfullur og hær að skapa nokkuð skuggalegt andrúmsloft með listrænum tilburð- um. Gert er út á óhugnaðinn úr upp- i'unalegu sögunni, það glittir í ljái og börn innan um kornstöngla og spá- maðurinn ísak rís úr dái. Annars virðist ætlast til að menn hafi séð alla súpuna því söguþráður myndarinnar er losaralegur og almennt mjög óskiljanlegur. Satt að segja er þetta hin undarlegasta kvikmynd. Heiða Jóhannsdóttir Úr verinu Með Skítamóral í nýjum fötum Nú fer að koma að því að sumarsmellunum fer að rígna yfir þjóðina. Hljómsveitin Skítamórall er þessa dagana í hljóðveri að hljóðrita framlag sitt fyrir sumarið. Birgir Örn Steinarsson, sem veit hvað „allir þessir takkar á skrítna borðinu“ gera, heimsótti piltana í verið. ÞAÐ er hægt að líkja íslensku tón- listarári við fótboltaleik. I fyrri hálf- leik, sem er sumarvertíðin er fólk mun afslappaðra og orkumeira. Þá kemur út aragi’úi af tónlist sem til þess eins er gerður að framkalla bros á drukknum vörum ballgesta. í seinni hálfleik, jólavertíðinni, verða allir snælduvitlausir af stressi og að- eins sú dýrslega frumhvöt að ryðja keppinautum sínum úr vegi til þess að skora mark áður en dómarinn flautar til leiksloka ræður ríkjum. Hljómsveitin Skítamórall hefur verið ein af vinsælustu hljómsveitum sumarvertíðarinnar síðastliðin þrjú ár og verður að teljast með þeim duglegustu. Söngmelódíur þeirra hafa fest sig það fast inn í þjóðarsál- ina að jafnvel hörðustu flösuþeytar- ar hafa staðið sig að því að raula lög- in þeirra á rölti sínu um bæinn, þótt þeir myndu líklegast aldrei viður- kenna það. Tvö ný lög í sumar Piltamir eru þessa dagana staddir í Grjótnámunni að hljóðrita næstu tvo slagara sem munu eflaust berg- mála af vörum þjóðarinnar í sumar. „Við erum að vinna í nýju um- hverfi, með nýjum mönnum," segir Addi Fannar, gítarleikari Skítamór- als. „Lögin sem við erum að taka núna upp enda á safnplötunni „Svona er sumarið 2000“,“ sem er þriðja platan í sumarsafnplöturöð Skífunnar, þar sem óhagganlegir listamenn hrista fram grípandi dæg- urflögur úr ermavösum sínum jafnt því sem nýjar stjörnur fæðast. „Þetta er sumarsafnplata, og er óvenjulega sterk þetta árið,“ segir Addi Fannar. Skítamóralsmenn hafa gefið út plötu síðastliðin fjögur sumur en hafa ákveðið þetta árið að lögin tvö, sem enda á safnplötunni, verði þau einu sem hljómsveitin gefur frá sér þetta sumarið. Þeir fullyrða þó að þeir eigi nægt efni á lager nú þegar í tvær breiðskífur. Þeir segja að svona geti hljómsveitin endurhlaðið batt- eríin og komið ferskari að sumrinu en áður. „I fyrra vorum við allt of lengi í hljóðverinu," útskýrir Addi Fannar. „Við vorum tæpa fjóra mán- uði að gutla.“ „Svo vorum við líka í fullri spila- mennsku og í vinnu líka,“ bætir Ein- ar Ágúst við og virðist enn hálfvank- aður eftir ævintýri sitt í Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva. „Þegar hlutir eru farnir að taka Leyndardómar brotna taktsins Hann heitir James Allsop, hefur listamanns- nafnið „Perfect Combination" en vinir hans kalla hann bara Jimbo. ÞAÐ ER nánast hægt að tala um Breakbeat- áhangendur sem með- limi sértrúarsafnaðar. Tryggðin er slík að það gerist alltaf reglulega að tónlistaráhugamenn fá kalda gusu í andlitið frá undiröldu neðanjarðar- geirans. Það er líklegast þessi tryggð við raftón- list sem heldur vínyl- plötuútgáfunni lifandi í heiminum í dag. í kvöld ætlar plötu- snúðurinn James Allsop (sem einnig er þekktur undir listamannanafninu Perfect Coinbination) að sýna plötuspilarakúnstir sínar á Thomsen. Hann kemur frá Manchester í Bretlandi og er einn þeirra sem stendur að baki „M/CR“-hreyfíng- uimi, en hún saman- stendur af Breakbeat og Drum & Bass-tónlistar- mönnum frá heimabæ hans. Þar vinna þeir allir undir sama hatti í þeim tilgangi að allir geti lært hver af öðrum innstu leyndardóma brotna taktsins. Hann rekur einnig sitt eigið út- gáfufyrirtæki, Freeform records, og hefur nú þegar gefið út fjórar smáskífur og eitt samansafn á geislaplötu sem ber nafnið „Free- formin: The Manchester Movement Album vol 1“. James kemur hingað í boði Virkni félagsskaparins sem saman- stendur af innsta kjarna brotna taktsins á íslandi, þar á meðal má finna Eldar Ástþórsson, einn helsta trúboða safnaðarins, en hann er einmitt annar umsjónarmaður út- varpsþáttanna „Skýjum ofar“ sem er á dagskrá Rásar 2 á fímmtudags- kvöldum. Fyrir áhugasama er vert að benda á heimasíðu íslenskra aðdá- enda brotna taktsins, www.break- beat.is þar sem trúarbrögðum þessa samheldna hóps eru gerð góð skil. Morgunblaðið/Kristinn Smellsmiðirnir í Skítamóral tóku sér nokkurra mínútna pásu frá smíð- um fyrir Ijósmyndarann. svona mildð af manni er geðheilsan oft í húfi,“ bætir hann við á merki- lega sannfærandi hátt. gífurlegur kostur að hafa tvo söngv- ara í hljómsveitinni, t.d. ef annar skyldi næla sér í kvef fyrir ball. Söngvaraskipti? Tímamót Sú óvenjulega þróun hefur orðið í hljómsveitinni á síðustu tveimur ár- um að Gunnar, sem áður var einn söngvari hljómsveitarinnar, deilir nú sviðsljósinu með Einari Ágústi, sem hefur verið styst í hljómsveitinni. Er hugsanlegt að Gunnar sé að reyna draga sig úr kastljósinu til að nýlið- inn geti fengið meira pláss? „Við skiptum þessu alveg jafnt á milli okkar,“ útskýrir Einar Ágúst. „Þetta hefði aldrei getað gerst nema með lokasamþykki Gunna. Þetta ein- hvemveginn æxlaðist svona. Ég hef oft sagt og segi það enn að mér fínnst Gunnar vera einn óeigingjarnasti tónlistarmaður á íslandi fyrir að láta þetta gerast.“ „Það eru tveir aðalsöngvarar í hljómsveitinni," bætir Addi Fannar við. „Þeir skipta t.d. þessum tveimur nýju lögum á milli sín.“ Síðan benda þeir piltar á að það sé Eiga aðdáendur von á einhverjum tónlistarbeygjum með nýju lögun- um? „Þetta eru náttúrulega rosaleg tímamót á ferli okkar að vinna með Þorvaldi Bjarna,“ segir Einar Ágúst. „Hann kemur líklega með ferskar hugmyndir fyrir okkur þannig að við getum núna tekið skref lengra í tón- listinni." En skyldi vera einhver for- múla fyrir smellsmíðum? „Það sem kemur út úr hljómsveitinni er bara það sem dettur út úr okkur hverju sinni og það sem hentar okkur,“ út- skýrir Einar Ágúst. „Við erum bara mjög heppnir með það að ná mjög vel saman á þessum forsendum. Við megum ekki skipta um flokk, það held ég að gerist alls ekki.“ „Við færum aldrei að svíkja neinn,“ bætir Addi Fannar við. „Fólk gengur bara að okkur eins og við er- um.“ Nœturqatinn simi 587 6080 í kvöld leikur hljómsveitin Hafrót. Frítt inn til miðnættis. k, ¥ Dansleikur Gömlo og nýju dansarnir í Glæsibæ í kvöld, föstudaginn 19. maí, kl. 22—2. Guðmundur Haukur og Krístbjörg Löve sjá um fjörið. Allir velkomnir. Danssporíð — klúbbur dansáhugafólks. wr SkemmtistQðurinn Bohem Opið alla daga vikunnar frú kl. 20. BOHE1N Cmnsósveg 7 • Símor: 553 3311 / 896 3662 Erótískur skemmtistaður Nú einnig opið á mánudagskvöldum. Enginn aðgangseyrir. msm Grandrokk spilar föstudags- og laugardagskvöld. Eikin er ein frumlegasta og kröftugasta rokksveit aldarinnar. Síðustu tónleikar þeirra í óákveðinn tíma. Grandrokk - þar sem hjartað slær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.