Morgunblaðið - 19.05.2000, Page 70

Morgunblaðið - 19.05.2000, Page 70
70 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLKí FRÉTTUM Rómanskt hauskúpurapp! CYPRESS HILL halda velli aðra vikuna í röð á toppi Tónlistans og selja enn mun meira en aðrir. Þessir rómönsku rappkóngar hafa átt hug og hjarta ís- lenskra rappunnenda allt síðan fyrsta breiðskífa þeirra, sem bar nafn sveitarinnar, kom út árið ■ 1991. Þeir félagar Sen Dog, Mellow Man Ace, DJ Muggs og B-Real stofnuðu fyrst saman hljómsveit árið 1986 sem þeir kölluðu DVX en árið 1988 skiptu þeir um nafn og fóru að kalla sig Cypress Hill. ÞaöerDJ Muggssem aðallega erábyrgurfyrir tónlist sveitarinnar á meðan B-Real sér henni fýrir flestum textum. Cypress Hill eru taldir hafa haft ríkuleg áhrif á tónlistarþróunina og hefur bæði ver- ið nefnt þvítil stuónings lágstemmt G-Fönk Dr. Dre og hið eöalsvala trip-hopfrá Bristol í Bretlandi. Núna er tíminn! DÚETTINN Moloko náði alheimseyrum í fyrrasum- ar með endurhijóðbiöndun af lagi sínu „Sing It Back" sem var að finna á afbragðs- skífu þeirra „I Am Not A Doctor". ''Sfcf • Fyrsta plata þeirra „Do You Like My r4wr Tight Sweater?”. sem kom út árið •^jaá 95 hét eftir fyrstu setningunni sem ■ söngkona sveitarinnar, Roselyn Murphy. sagði við samstarfsmann tBK sinn þegar þau kynntust í gleðskap. 'jgn Á þeirri plötu vart.d. að finna hiðfrá- OK bæra lag „Fun For Me". ' Núna mæta þau aftur til leiks og koma sér fyrir í 26. sæti listans meö þriðju breið- skífu sína. „Things To Make And Do". Nýjasta smáskífulag þeirra „The Time Is Now" er greini- lega að grípa athygli landsmanna. Nr. ;var;vikur; ' i Diskur i Flytjandi Útgefandi i Nr. _ i » » *1.; 1; 3 ; i Skull & Bones : Cypress Hill Sony i 1. 2. ; 5 1 5 1 ÍPIay :Moby Mute 1 2. 3.; 2! 9 ; i Pottþétt 19 jfmsir Pottþétt j 3. 4. ; 13 ; 9 ; : Hoorey For Boobies ; Bloodhound Gang Universol j 4. 5. | ís ; u : : Best Of jCesoria Evoro BMG ; 5. 6. ; 11 ; 9 ; ; Englor Alheimsins i Hilmar Örn/Sigur Rós Krúnk j 6. 7. ; 8 i 31 ; ; Distonce To Here ÍLive Universol j 7. 8. ; 3 ; 25 ; i Supernotural iSontana BMG i 8. 9. i 4 i 21 i i On How Life Is :Macy Gray Sony : 9. 10. i 9 i 3 i ; Toni Braxton :The Heat BMG :10. íl.i 14; 3 : : Silver & Gold : Neil Young Warner ! 11. 12.: 6: 50 : Ö: Ágætis byrjun | Sigurrós Smekkleysoj 12. 13.; 18 ; 3 ; : Pottþétt Rokk 2 ; Ýmsir Pottþétt j 13. 14.; 29; 3 ; [ Jeff Buckley i Mystery White Sony j14.» 15.; 10 i 26 i ; S&M ÍMetollica Universol i 15. 16. i 7 i 32 ; i 12. ógúst 1999 ;Sólin Hans Jóns Míns Spor i 16. 17. i 27 i 3 i i No Strings Attoched ÍNSync EMI : 17. 18. i 23 i 19 i ; Slipknot : Slipknot Roadrunner: 18. 19.: 192: 1 ;H:Trilenium jSosh Edel :19.» 20.: 26; 30 : : Reload jTom Jones V2 j 20. 21.: 92 : 2i : 1 Söknuður: Minning um Vilhjólm Vifhjólmss.; Ýmsit Skífan ■ 21. 22.; i6: 28: • Human Clay ;Creed Sony j 22. 23.; 35; 1 ; ; System Of A Down ; System Of ADown Sony i 23. 24.i 36; 1 ; i Return Of Saturn ÍNo Doubf Universal ; 24. 25.i 37; 1 i i Next Friday : Úr kvikmynd EMI 125. «26.: : 1 ÍNÍ Things To Make & Do : Moloko Roodrunner: 26. 27.: 17:39: : Significant Other jlimp Bizkit Universal j 27. 28. 25! 13 i : Writings On The Wall j Destinys Child Sony j 28. 29.: 12: ii : > Vonda Shepard jAlly McBeal II Sony j 29. 30.: 2i; n : ; Aguarius ; Aqua jUniversall j 30. í Tónlistonum eru Tóníisfinn ei unninn eru Bókvoi Akureyri, Bónus, Hogkoup, Jopís Brautorholli, — og Myndir Austurstræti, Músik og Myndir Mjódd.Somfónlis! Kringlunni, Skífon Kringlunni, isonwinnu t,Músík ú 26. Þýskt skautahallarpartí! ÞÝSKA stuðteknósveitin Sash! samanstendur af þremur stuö- boltum; Sascha Lappessen, Thomas Alison og Ralf Kapp- meier, en einhverra hluta vegna er hinn fyrstnefndi eina andlit sveitarinnar. Síðan 1993 hefur Sash! átt fjöldan allan af partísmellum sem lokkað hafa heimsbyggóina út á dansgólfió og nægir þar aö nefna hiö eitilhressa „Ecuador". Sash! verður í öndvegi heljarinnargieði í Skautahöllinni 11. júní sem er liður í Tónlistar- hátíöinni í Reykjavík. Nýjasta breiðskífa sveitar- innar „Trilenium", sem inniheldurm.a. smellinn „Adelante" er hástökkvari vikunnar og dans- þyrstir landsmenn greinilega farnir að koma sér í réttu stellingarnar. Lifandi englarödd! MYSTERY WHITE BOY sem innheldur safn tónleikaupptakna með Jeff heitnum Buckley þeysist upp listann þessa vikuna. Buckley virðist ætla að falla í flokk þeirra listamanna sem náð hafa meiri hylli fólks liðnir en lífs því allt of fáir höfðu uppgötvað einstaka hæfileika hans þegar hann féll sviplega frá árið 1997 liðlega þrít- ugur að árum. Þaö var móðir Buckleys Mary Gui- bert sem safnaöi hljóöritununum, sem gerðar voru á árunum 1994-96, saman með dyggri að- stoð hljómsveitar hans, einkum þó gítarleikar- ans Michael Tighe. Haföi Guibert að leiöarljósi að leiða saman öll bestu augnablik sonar síns á sviöinu og mynda úr þeim verðugan minnisvaröa um ógleymanlegan listamann. ERLENDAR oooooo Vilhelm Anton Jónsson, liðsmaður hljómsveitarinnar 200.000 naglbíta, skrifar um Enema of the State, breiðskífu Blink 182. Drykkur með blárri froðu og regnhlífum SÓL, SANDUR, nærbuxur, tattú og grænn drykkur með blárri froðu og regnhlífum og fín veisla. Hér er í raun allt komið fram af minni hálfu ‘og það sem á eftir kemur skylduupp- fylling. Hljómsveitin Blink 182 var án efa stofnuð í Bandaríkjum Norður-Am- eríku á ofanverðri 20. öld. Meðlimir eru þrír, sem hefur oft gefist vel (sjá t.d. Cream) og spila á þessi venjulegu hljóðfæri, bassa, gítar og trommur. Mark Hoppus leikur á bassa og syng- ur, Tom DeLonge leikar á gítar og syngur og á trommur leikur Travis nokkur Barker og er það vel. Ailar nánari upplýsingar um þá félaga er hægt að nálgast á heimasíðu Blink, ^ wmv.blinkl82.com. "" I fyrsta lagi; Flott að diskurinn er líka CD-ROM, boðið er uppá stutt myndband og fullt af einhverju dóti sem menn geta dundað sér við að skoða í tölvunni sinni. Forsíðuna prýðir hin barmmikla Janine sem hefur, eftir heimildum undirritaðs, getið sér gott orð fyrir ^^[eik í erótískum kvikmyndum og þykir af sumum vera fremst meðal jafningja. Við fyrstu hlustun rann diskurinn átakalaust í gegn að mig minnir. Það eru nokkur flott Kalíforníunörda- rokklög sem eru alveg tilvalin í bílinn (búi menn svo vel að vera með tæki og tól til tónlistameyslu þar) eða út á svalir í stuttermaskyrtu og þannig dóti. Við seinni hlustanir kemur hann skemmtilega á óvart. Tónlistin er gít- arsúpa þar sem hausarnir á söngvur- unum fljóta ofan á eins og ólífur. Það er mikið af röddunum sem gera súp- una rjómalagaða og gefa henni aukna vídd, ef svo má að orði komast. Þegar ég er að skrifa þetta get ég ekki hætt að hugsa um sand og seglbretti, nú eða steypu og hjólabretti. Grænn drykkur með blárri glimmerfroðu er enn að trufla mig svínslega. Hvernig reyndist diskurinn við ákveðnar aðstæður? Með morgunnmat: Mjög vel, sem kom nett á óvart. Það er mjög gott að vakna við hann með Cheerios og kaffi. Sennilega er það krafturinn og raddirnar sem gera þetta, annars veit ég það sosum ekki. Gott með mopgunnmat. A leiðinni í skólann; Fínt. Enda virkar flest á leiðinni í skólann og það er svo kalt að manni er skítsama. Með hádegismatnum: Nú verð ég að viðurkenna að ég kann að hafa hlaupið á mig og hef e.t.v. hlustað ful- loft á hann með litlu sem engu milli- bili. Þetta jaðrar við einhverja veiki reikna ég með. Eg tek mér frí í há- deginu. Heima með sjónvarpinu: Furðuvel til að byrja með en svo verður barátt- an fljótlega vonlaus þegar Logi Bergmann kemur á skjáinn. Logi sogar mann einfaldlega að skjánum og Blink bíður lægri hlut og ég slekk á þeim til auka ekki á þjáningar þeirra. í bíl á leið í veislu: Svínslega við- eigandi. Hér er diskurinn á heima- velli. Fjórir strákar í bíl að drekka gos og borða popp. Tónlistin er frá- bær til að þegja og hlusta á, a.m.k. flest lögin og svo er hún sannarlega vel til þess fallin að fara með hlutverk bakgrunns undir háværu tali um fót- bolta og þannig... Þéttur hljómur, kraft- ur og keyrsla sem og skemmtilegar radd- aðar laglínur gera einkar gott mót. Eiga ótrúlega vel við ljós- astaurana sem þjóta hjá... „AU the small things. True care, truth brings, ITl stak- el forthreift bester sentre ... Na Na Na- !“eða þannig. Sem sagt gott. I veislunni: Það er ekki hægt að segja að menn hafi sett hljóða þegar Blink voru sett- ir í spilarann. Það er mjög gaman að öllum virðist vera sama hvaða tónlist er spiluð í veislum og enginn nennir að koma með þá tónlist sem honum eða henni þyk- ir vænst um. Um leið og eitthvað er sett á sem er ekki algerlega smurt og allir þekkja verður allt ömurlegt og allir með stæla og einhverja vitleysu. Spilaðu Red Hot, nei Metallica, nei Dj Mutherfucker And The Clan. Nei Napalm Death eða ég er farinn út. Farðu þá út aumingi. Hvað kallarðu mig? Viðbjóður. Drullist báðir út. Strákar! Spilum Blink. Vilt þú líka fara út? Nei nei Britney er fín, áttu kók? Já ég er að meina það ég er ekki að grínast í þér, ég færi aldrei að fífla þig... Blink virkar samt alveg í veislum. Heima eftir veisluna: Uppí rúm og Blink í geislaspilarann. Já, já gott, skemmtileg flétta hér. Nú og hér fer allt að snúast. Jú það er ekki um að villast ég snýst bæði um x-ás og y-ás þá er mál að slökkva á allri tónlist og toga sængina upp fyrir haus og vona. Góða nótt. Diskurinn er mjög fínn, alveg til- valinn. Mikill kraftur, flottar laglín- ur, mikill gítar, flott stelpa framan á, flott tattú. Ég myndi kaupa hann ef ég hefði ekki fengið hann fyrir að skrifa þennan plötudóm. Purpura- popp TÓNLISTARMAÐURINN Prince hefur meira verið í fréttum vegna nafns síns heldur en tónlistar und- anfarið. Á tímabili kallaði hann sig „Táknið" en hefur nú aftur tekið upp nafið Prince. En eitt sinn var það tónlistin hans sem vakti mesta athygli fólks og var þá platan Purple Rain og samnefnd kvik- mynd í hávegum höfð. En frést hefur að uppi séu áform um að gera skopstælingu á metsölucmyndinni „Purple Rain“ sem kom tónlistarmanninum Prince almennilega á kortið árið 1984. Nýja myndin mun bera nafnið „Velvet Hail“ eða flauelshaglél og segir frá miðaldra rokkstjörnu sem lifir á forni frægð þó stjarna hans hafi löngu dofnað. Myndin vcrður líkt og Purpuraregnið söng- og dansamynd. Leikstjóri Haglsins hefur óskaleikara í huga fyrir aðal- hlutverkið og er það hinn þraut- reyndi gamanleikari Chris Rock sem sást nú síðast í hlutverki þrett- ánda postula Krists í mynd Kevin Smith „Dogma". Popp- arinn Prince. Reuters

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.