Morgunblaðið - 19.05.2000, Page 72

Morgunblaðið - 19.05.2000, Page 72
72 FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Kvikmyndahátíðin í Cannes Rödd Bjarkar Dancer in the Dark fékk almennt lofsam- lega dóma eftir frumsýninguna í fyrrakvöld og Björk þykir vinna leiksigur. Pétur Blöndal, sem staddur er í hringiðunni í Cannes, skoðar gagnrýni á myndina. „STJARNA er fædd“ er umsögnin um Björk í frönsku dagblaði og grunntónninn í flestum dómum um myndina Dancer in the Dark, sem frumsýnd var í fyrrakvöld á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Gagnrýn- endur skiptast þó í tvö horn um gæði myndarinnar og það virðist veggur á milli þeirra, því ýmist rífa þeir hana niður eða hefja upp til skýjanna. Það er athyglisvert að renna yfír dóma í frönskum fjölmiðlum. Þegar dómar frá fímmtán gagnrýnendum eru skoðaðir hafa þeir gefið þeim fimmtán keppnismyndum, sem sýndar hafa verið fram til þessa, alls sextán sinnum fulit hús stiga. Oftast Jiefur það komið í hlut myndarinnar „Yi Yi“ eða fjórum sinnum. Það segir meira en mörg orð að Dancer in the Dark fékk fullt hús stiga hjá ellefu af þessum fimmtán gagnrýnendum. Spenna í aðalkeppninni Dómarnir eru misjafnari þegar lit- ið er til annarra fjölmiðla. Danir halda vart vatni yfir myndinni og fær hún fullt hús stiga hjá Politiken, Bo Green Jensen hjá Weekend Avisen og flestum öðrum fjölmiðlum. It- alska blaðið La Republica og Diario ,ABC frá Spáni gefa henni einnig fullt hús stiga. Gagnrýnandinn Der- ek Malcolm hjá Guardian fer varleg- ar í sakirnar og gefur henni mið- lungsdóma. í kvikmyndatímaritinu Screen er þessi söngvamynd Triers sögð fyrst til að skapa spennu og eftirvæntingu í aðalkeppninni og sagt er frá því í Moving Pictures að lögreglan hafi verið kölluð að hátíðarhöllinni til þess að halda aftur af markaðsfólki, sem ekki fékk aðgang að myndinni þrátt fyrir að vera með miða. Var sú ákvörðun tekin að blaðamenn hefðu forgang, þar sem ljóst væri að fullt yrði á sýninguna, og var baulað á þá þegar þeir gengu upp dregilinn í höllina. Þegar Ijóst varð að ekkert af fólk- inu sem beið eftir aðgangi kæmist inn reyndu öryggisverðir að ýta því frá aðaldyrunum og upphófst mikill troðningur, enda þrjú hundruð manns sem biðu í röðinni og voru ekkert á því að láta vísa sér frá. Mov- ing Pictures hefur eftir „sjóuðum" hátíðargesti um myndina: „Þetta er ekki meistaraverkið sem við biðum eftir, en hún vinnur líklega gullpálm- ann.“ Við altari söngleikja í Hollywood Dómurinn um myndina í blaðinu Screen er lofsverður og er henni sagt svipa til Brimbrots Triers. „í stað raddar Guðs krýpur Selma [sem leikin er af Björk] við altari söngleikja í Hollywood og leitar at- hvarfs í gildum þeiiTa,“ segir í dómn- um. Því til stuðnings segir Selma á einum stað í myndinni: „Það gerist aldrei neitt hræðilegt í söngleikjum." En gagnrýnandinn Allan Hunter heldur áfram: „Opinberun myndar- innar er án efa frumraun söngfugls- ins Bjarkar, sem virðist vaxa ásmeg- in í tignarleika og dýpt, eftir því sem líður á myndina." Ennfremur segir: „Þótt hún sé stundum dálítið vand- ræðaleg á það vel við persónuna. Síð- ar sýnir hún fram á að hún er fullfær um að standa undir hinum miklu kröfum sem gerðar eru til hennar. Hún er að öllu leyti jafn góð og [Em- ily] Watson var í framúrskarandi frumraun sinni í Brimbroti.“ Watson var sem kunnugt er tilnefnd til Osk- arsverðlauna fyrir frammistöðu sína í þeirri áhrifaríku mynd Triers. Gagnrýnendur skiptast í tvö horn En gagnrýnendur skiptast eins og áður segir í tvö horn, og það er Der- ek Elley frá Variety, sem tekur sér sæti í skammakróknum. Hann rakk- ar niður flesta þætti myndarinnar og spáir því að hún að muni valda von- brigðum hvað aðsókn varðar, þótt „[myndin] virðist til þess fallin að eignast einhverja aðdáendur, og gæti aflað tekna með snjallri mark- aðssetningu, sem snýst um aðalleik- konuna, íslensku söngkonuna Björk...“ Það sem helst er gagnrýnt er myndatakan, en Trier notast við handheldar upptökuvélar, eins og í Laugavegi 54 - sími 552 5201 Kvartbuxur 3.990 Bolir 990 Jakkar 4.990 Anorakkar 3.990 Litir: Svart, dökkblát Stærðir: S,M,L,XL Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Kjóll Bjarkar vakti mikla athylgi og fór kliður um áhorfendur er hún mætti til frumsýniningar Dancer in the Dark í fyrradag. Sá sem á heið- urinn af kjólnum heitir Marjan Plejoski og er frá Makedóníu. undanförnum myndum sínum. Auk þess þykir Catherine Deneuve ekki trúverðug í hlutverki verkakonu. „Frammistaða Bjarkar er á stund- um hrífandi, en oftast vandræðaleg,“ segir í dómnum og ennfremur að dá- lítið vanti hjá henni upp á leiklistar- gáfuna, sem Emily Watson notaði sér í Brimbroti. Þessi dómur er þó undantekning, svo mjög að það er umtalað, og þegar allt kemur til alls er ljóst að Trier hefur farið með sig- ur af hólmi í Cannes, hvort sem gullpálminn fellur honum í skaut eð- ur ei. Hver reynist sannspár að lok- um verður tíminn að leiða í Ijós. Framlag Islendinga til kvikmyndagerð- ar í sviðsljósinu FRÍÐRIK1HÖR FRiÐRÍKSSÖN "WUeH IWAS 6R0WING UP fHfHfc WflS *ö UiHHÍA HER£, THLRE WAS N5THIH6 70 speak about. sir mi ik HFE WflS Tð CREflTE SOMEiHtNGWHICH C0UL0 8E cjoiEo iDEiflNBic cimémt BpoKS-ta nk | n Fjallað er um Friðrik Þór í nýjasta tölublaði Dazed and Confused. ÍSLENDINGAR eru áberandi í nýjasta tölu- blaði breska tímarits- ins Dazed and Confus- ed. Söng- og leikkonan Björk er þar í aðahlut- verki; prýðir forsíðu blaðsins sem einnig inniheldur langt viðtal við hana. Þar segir hún m.a. frá vinnunni við kvikmyndina Dancer in the Dark sem frum- sýnd var á kvikmynda- hátíðinni í Cannes í vik- unni. Á öðrum stað í blað- inu er viðtal við tónlist- armanninn Damon Al- barn þar sem hann fjallar um kvikmyndina 101 Reykjavík en hann semur tónlistina í myndinni. En það eru fleiri ís- lendingar en Björk sem vekja áhuga blaðsins og er leikstjórinn Friðrik Þór Friðriksson þar í stóru hlutverki. Dazed and Confused valdi, í samstarfi við upplýsingvefinn Up- rush, átta evrópska leikstjóra sem að þeirra mati hafa helst gert evrópska kvikmyndagerð að því sem hún er í dag. í grein í blaðinu er Friðriki Þór skipað í hóp goðsagna á borð við Ital- ann Bernardo Bertolucci, Bretann Mike Leigh, ÞjóðveijansWim Wend- ers, Júgóslavann Emir Kusturica, Peter Greenway, Pólverjann Roman Polanski og Bretann Ken Loach. í grein um Friðrik í blaðinu er honum lýst sem guðföður íslenskrar kvik- myndagerðar, sem fyrstum manna tókst að festa á filmu „fegurð, menn- ingu og önnur sérkenni íslands". Þá er viðtal við Friðrik þar sem hann m.a. lýsir áhrifum Islendingasagna á kvikmyndagerð, bæði sína eigin og á alheimsvísu. MYNPBOND Bragðlaus tugga Óvinur óvinar míns (Enemy of My Enemy) S p e n n ií in y n (I Leikstjóri: Gustavo Graef-Marino. Handrit: Mark Amin og Robert Boris. Aðalhlutverk: Peter Weller, Daryl Hannah og Tom Berenger. (90 mín.) Bandaríkin, 1999. Sam- myndbönd. Bönnuð innan 16 ára. ÓVINUR óvinar míns er ein af þessum spennumyndum sem gleym- ast manni um leið og þær hafa lokið sér af. Allt sem í henni er hefur sést ótal sinnum og ekki vottar íyrir ferskum fleti. Sem sagt „pólitísk“ njósnamynd sem gerir serbneska hryðjuverkamenn að vonda kallinum og fléttar leifum úr kalda stríðinu inn í söguþráðinn. Það er hins vegar ekkert út á myndina að setja sem slíka, ekkert er áberandi illa gert og leikarar fara með sína rullu sam- viskusamlega. Einhvern veginn hef- ur leikkonan Daryl Hannah hafnað þeÚTa á meðal. Nafn hennar og and- lit utan á kápunni eiga eflaust eftir að snapa myndinni nokkra áhorfend- ur. Annars er þetta bragðlaus tugga sem ekki er tímans virði. Heiða Jóhannsdóttir Reuters Leikkonan Shirley MacLaine hefur Ieyst frá skjóðunni. MacLaine í ástarsambandi við Palme o g Karl mikla BANDARÍSKA leikkonan Shirley MacLaine sagði í sjónvarpsviðtali að hún hefði átt í ástarsambandi við 01- of Palme, fyrrverandi forsætisráð- herra Svía, og einnig við Karl mikla Frankakonung. Þetta kom fram í viðtali við MacLaine í bandaríska fréttaþættin- um 60 Minutes, en sagt er frá því í netútgáfu sænska dagblaðsins Aft- onbladet. Frásögn hennar af sambandinu við Olof Palme forsætisráðhen’a, sem var myrtur í Stokkhólmi árið 1986, hefur ekki verið dregin í efa, en skiptar skoðanir eru um hvort þau Karl mikli hafi eytt mörgum stund- um saman. Karl mikli var uppi á ár- unum 742-814. MacLaine. segir að hún hafi hitt Karl í fyrra lífi þegar hún var í pílagrímsferð á Norður- Spáni. Olof Palme segir hún að hafi verið Karl mikli endurfæddur. MacLaine vildi ekki segja hvenær hún hefði átt í sambandi við Palme, en sagði þó að það hefði verið í for- sætisráðherratíð hans. Leikkonan sagðist í viðtalinu gera sér grein fyrir að mörgum þætti hún skrýtin vegna trúar hennar á endur- holdgun og þess að hún segðist vera í sambandi við geimverur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.