Morgunblaðið - 20.06.2000, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Jim Smart
Sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup Islands, predikaði við vígslumessuna.
Grafarvogskirkja vígð á sunnudag
Þjónar stærsta
og1 yngsta söfnuði
landsins
GRAFARVOGSKIRKJA var vígð á
sunnudag að viðstöddu fjölmenni, en
kirkjan er næststærsta kirkja íslands
og þjónar íjölmennustu sókninni. Sr.
Karl Sigurbjömsson, biskup Islands,
vígði kirkjuna og predikaði við vígslu-
messu en sr. Vigfus Þór Amason,
sóknarprestur við Grafarvogspresta-
kall, þjónaði fyrir altari. I predikun
sinni óskaði sr. Karl söfnuðinum til
hamingju með þennan góða áfanga.
„Það eru hin mörgu handtök hinna
ótal mörgu, handtök stór og smá, það
er örlæti og góðvild, fómfysi og sam-
staða hinna mörgu, sem hér hefur
unnið svo vel að verki. Guð gefi að það
verði til blessunar Grafarvogssókn og
borgarbúum öllum,“ sagði sr. Karl.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
afhenti kirkjunni glerlistaverk eftir
Leif Breiðfjörð, altarisglugga sem
jafnframt er altaristafla og sýnir
kristnitökuna á íslandi árið 1000.
Listaverkið er gjöf ríkisstjómar Is-
lands til Grafarvogskirkj u og er gjöf-
in sérstaklega tileinkuð æskunni í
landinu, en í Grafarvogi er fjölmenn-
asta barnasókn landsins, þar sem
rúmlega 7.000 sóknarbama eru yngri
en 16 ára.
Við athöfnina var fluttur vígslu-
sálmur eftir sr. Sigurbjöm Einarsson
biskup. Sr. Sigurbjöm orti sálminn
sérstaklega af þessu tilefni og færði
Grafarvogsbúum að gjöf. Sálmurinn
var fluttur við lag Þorkels Sigur-
bjömssonar tónskálds og sonar Sig-
urbjöms.
Siglingakeppnin milli Paimpol og Reykjavíkur
Besta
hafði for-
ystu á öðr-
um degi
SIGLINGAKEPPNIN milli
Paimpol og Reykjavíkur hófst klukk-
an 11.00 um morguninn á sunnudag
er Sigríður Snævarr, sendiherra ís-
lands í Frakklandi, ræsti skúturnar
13, sem taka þátt í kappsiglingunni.
Meira en 150 bátar fylgdu skútunum
úr höfn og fjöldi fólks fylgdist með
fyrsta sprettinn. Veðrið var með all-
ra besta móti, heiður himinn, 27 stiga
hita og 15 til 20 hnúta vindur af
austri.
Um er að ræða 1.330 mílna leið og
er reiknað með 7-13 daga siglingar-
tíma. Er leiðin sú sama og frönsku
góletturnar fóru á ámnum 1852-1935
en þær vora síðan að veiðum á Islan-
dsmiðum í sex mánuði eða frá því í
febrúar og fram á haust.
Skútan Besta með íslenskri áhöfn
náði forystu á innan við hálftíma en
hún var nr. 11 í röðinni út. í íslensku
áhöfninni era okkar reyndustu sigl-
ingakappar í þremur liðum, sem
skiptast á um að standa fjögurra
tíma vaktir. Skipstjóri er Baldvin
Björgvinsson. Tveir nýgræðingar
era þó í hópnum, þau Böðvar Frið-
riksson og Linda Björk Ólafsdóttir.
Böðvar kemur inn sem styrktaraðili
en Linda hefur frá áramótum verið
með skipverja í ströngum þrekæf-
ingum, enda útheimtir sigling yfir
Atlantshafið mikið úthald.
Það var ekki vandræðalaust að fá
hentuga skútu leigða eða keypta til
keppninnar og vannst áhöfninni ekki
tími til reynslusiglingar á þessari
skútu sem þau leigja frá Paimpol.
Þau era þó hvergi bangin og era
staðráðin í að ná markinu á vikutíma
og verður þá hægt að taka á móti
þeim í Reykjavíkurhöfn 25. júní nk.
A hádegi 19. júní var Besta enn
með forystuna og vora þau þá á sigl-
ingu suður af Irlandi í góðum byr.
Aðrar áhafnir era að mestu leyti
skipaðar Frökkum fyrir utan eina
skútu frá Belgíu. Tveir franskir sjó-
menn frá Paimpol, sem komnir era á
eftirlaun, era í einni áhöfninni. Þeir
voru á togara við íslandsstrendur á
sjöunda áratugnum og telja sig hafa
góða möguleika á sigri þar sem þeir
þekki siglingaleiðina mjög vel.
Mikil viðhöfn var í Paimpol vegna
keppninnar, fjölbreytt dagskrá var
skipulögð síðustu dagana og má því
segja að bærinn hafi verið undir-
lagður. íslenska áhöfnin segir, að
bæjarbúar hafi verið þeim einstak-
lega hjálpsamir og greinilegt sé að
þeir finni fyrir sterkum vináttu-
tengslum við Islendinga enda er saga
bæjarins samofin veiðum við Island.
Allur undirbúningur keppninnar
og viðtökur hafa gengið vonum fram-
ar og verður því unnið að því að gera
siglingakeppni frá Paimpol til
Reykjavíkur að árlegum viðburði.
Islenska áhöfnin er með heimasíðu
www.besta.is þar sem hægt verður
að fylgjast með ferð hennar yfir haf-
ið.
Meiri líkur en minni á
allstórum skjálfta
RAGNAR Stefánsson jarðeðlisfræð-
ingur telur meiri líkur en minni á að
allstór jarðskjálfti gæti orðið vestur
af upptökunum 17. júní og allt vestur
um Bláfjöll eða Brennisteinsfjöll,
þótt ekki sé hægt að segja um þetta
með neinni vissu. Líklegast er að
slíkir skjálftar verði minni en skjálft-
inn 17. júní. Hann segir að vísinda-
menn hafi lengi granað að upphafs-
staður næsta stóra skjálfta á
Suðurlandi yrði í Holtunum og
byggðist það mat m.a. á því að frá
sögulegum tíma hafi vantað skjálfta
þama og auk þess hafi í mörg ár ver-
ið örsmáir skjálftar á þessu svæði.
Hann segir að nokkur önnur slík
svæði séu á sama hátt gransamlegri
en önnur og að þeim beini jarðvís-
indamenn augum núna, og þá er átt
við svæðið allt frá Skeiðum og vestur
um Bláfjöll og Brennisteinsfjöll.
Spenna vestur af
skjálftasprungunni
Ragnar segir að nú verði vart
margra smáskjálfta víða á þessu
svæði sem gefi til kynna að spenna
hefur vaxið. Aðallega eigi þetta við
um svæðið vestur af skjálftasprang-
unni en einnig séu eftirskjálftar á
skjálftasprangunni sjálfri. Þeir
skjálftar sem era meira til vesturs,
eða frá Skeiðum og vestur fyrir Kleif-
arvatn og norður í Biskupstungur og
Haukadal, gefa hins vegar til kynna
mikla spennu á þessum slóðum og
meiri en venjulega.
„Við reynum að skilgreina þá staði
þar sem era mestar líkur á að eitt-
hvað stærra muni gerast, svo hægt
verði að veita viðvaranir, sem þó er í
sjálfú sér ekki hægt að lofa að hægt
verði að efna. En það er líklegra en
ekki að það verði annar skjálfti nokk-
uð stór vestur af upptökum skjálft-
ans 17. júní. Líklegast er þó að hann
verði minni en fyrsti skjálftinn en
samt það stór að nauðsynlegt er að
hafa varann á. Slíks skjálfta með
upptök í Bláfjöllum eða Brenni-
steinsfjöllum myndi gæta mikið á
höfuðborgarsvæðinu. Skjálfta upp á
6 til 6,5 myndi gæta nokkuð sterklega
á höfuðborgarsvæðinu öllu og mun
meira en skjálftinn 17. júní gerði.“
Ragnar segir að 1929 hafi orðið
jarðskjálfti skammt vestan við Blá-
fjöll sem talinn er hafa verið 6,3 stig
og ekki hafi orðið teljanlegt tjón af
honum í Reykjavík. Ahrifin gætu
orðið önnur núna þar sem byggð hafi
breiðst mikið út á þessum tíma. „Öll
hús á þessu svæði eiga hins vegar að
vera byggð í samræmi við byggingar-
staðla þar sem gert er ráð fyrir því að
jarðskjálftar af stærðinni 6,5 geti
orðið á þéssum slóðum," segir Ragn-
ar.
Hann telur litlar líkúr á því að hús
hrynji við slíka skjálfta en meiri líkur
séu á því að þungir hlutir og innan-
stokksmunir færist úr stað og geti
slasað fólk.
Ragnar segir að ekki hafi tekist að
greina neina forboða á undan skjálft-
unum en núna sé unnið að því að
finna í gögnum hugsanlega forboða
og greina þá til þess að nýta þá við
síðari skjálfta. Það sé ekki síst á
þessu sviði sem menn dragi lærdóm
af skjálftanum 17. júní.
Þjónusta númer eitt!
Til sölu Audi A3 ambition
nýskráður 0701.2000 ekinn
5.000 3 dyra 5 gíra sóllúga 16
tommu álfelgur spoiler og fl.
ásett verð 1.950.000-
Nánari upplýsingar hjá Bfla-
þingi Heklu, sími 569 5500.
Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-18
laugardagar kl. 12-16
BÍLAÞING HEKLU
Nume-r e-iH~ > nofv<?v/Y> bílvml
Laugavegi 174,105 Reykjavlk, slmi 569-5500
Morgunblaðið/Jim Smart
Davíð Oddsson, forsætisráðherra Islands, og Brian Tobin, forsætisráð-
herra Nýfundnalands, kveðja íslending.
S
Islendingur
kvaddur
VÍKIN GASKIPIÐ íslending-
ur sigldi úr Reykjavíkur-
höfn síðdegisþann 17. júní.
Þar með hófst ferð skipsins
til Kanada og Banda-
ríkjanna í kjölfar Leifs
heppna. Mikill mannfjöldi
var við höfnina til að kveðja
áhöfnina, sem verður um
fimm mánuði í siglingunni.
Brian Tobin, for-
sætisráðherra Nýfundna-
lands og Labrador, sagðist,
ekki hafa áhyggjur af því að
von væri á víkingum til Kan-
ada. „Miðað við þann góða
árangur sem afkomendur
víkinganna, sem settust að á
íslandi, hafa náð í fiskveiði-
stjórnun mætti hugsa sér að ástand
fiskistofna væri betra við
Nýfundnaland hefðu víkingamar
haldið þar áfram búsetu,“ sagði
Tobin sem afhenti Gunnari Marel
Eggertssyni skipstjóra Islendings
leiðarbók. Davíð Oddsson for-
Morgunblaðið/Bryiyar Gauti
Islcndingur fékk góðan byr
í upphafi ferðar.
sætisráðherra Iét Gunnar Marel fá
jaspísstein en nýlega var sýnt fram
á að jaspíssteinar sem vom notaðir
til að tendra eld í L’Anse aux Mead-
ows á Nýfundnalandi komu frá
vesturhluta íslands.