Morgunblaðið - 20.06.2000, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 20.06.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 11 V estfirskir stjórnmála- menn vaskir og vopnfimir Þátttaka Vestfírðinga í íslenskri stjórnmála- baráttu var til skoðunar á málþingi sem hald- ið var á Isafirði á sunnudaff. Davíð Logi Sig- urðsson fylgdist með málþinginu en þar kom m.a. fram að mýtan um þróttmikla vestfírska stjórnmálamenn ætti við rök að styðjast. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjömsson Halldór Blöndal, forseti Alþingis, setur málþingið. Lengst til hægri er Jón Páll Halldórsson, sem var fundar- stjóri, við hlið hans er Ólafur Þ. Harðarson. Halldóri á hægri hönd er Guðmundur Hálfdanarson, þá Svavar Þór Guðmundsson og Jóna Símonía Bjarnadóttir. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjðmsson Sögusýningin í Gamla spítalanum var vel sótt. AMILLI flmmtíu og sextíu manns sóttu málþing um Vestfirði og stjórnmál sem haldið var síðastliðinn sunnudag í Edinborgarhúsinu á Isa- fii'ði. Fyrr um daginn hafði verið opn- uð sögusýning um vestfirska stjóm- málamenn í Gamla sjúkrahúsinu á ísafirði, en þar gat að líta myndir og æviágrip allra þeirra níutíu og átta al- þingismanna sem segja má að tengist eða hafi tengst Vestfjörðum með ein- um eða öðrum hætti. Meðal þeirra stjórnmálamanna sem fæddust á Vestfjörðum og þjón- uðu landshlutanum á Alþingi eru þeir Jón Sigurðsson forseti, Skúli Thor- oddsen, Bjöm Jónsson ráðhema, Hannibal Valdimarsson, Matthías Bjarnason og Þorvaldur Garðar Kristjánsson. Hannes Hafstein ráðherra, Asgeir Asgeirsson forseti, Tryggvi Þórhalls- son forsætisráðherra, Hermann Jón- asson forsætisráðherra, Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Sighvatur Björgvinsson em hins veg- ar dæmi um stjórnmálamenn sem fóm í framboð á Vestfjörðum án þess að hafa fæðst þar. Þann fríða flokk fólks sem fæddist á Vestfjörðum en fór í framboð annars staðar á landinu fylla síðan þau Jón Baldvinsson, Ingi- björg H. Bjamason, Benedikt Grönd- al forsætisráðherra, Auður Auðuns, Finnbogi Rútur Valdimarsson, Sverrir Hermannsson, Olafur Ragn- ar Grímsson forseti, Jón Sigurðsson og Jón Baldvin Hannibalsson, svo einhverjir séu nefndir. I ræðu við opnun sýningarinnar á sunnudag sagði Einar K. Guðfinns- son, fyrsti þingmaður Vestfjarða- kjördæmis, að um það þyrfti ekki að deila að menn gætu sannarlega verið stjórnmálamenn annars vegar, og vestfírskir hins vegar. Spurningin væri síðan hvort það hefði einhverja sérstaka merkingu - og þá hvaða - að vera vestfírskur stjómmálamaður. Kvaðst hann vonast til að á málþing- inu síðai' um daginn fengjust einhver svör við þessari spumingu. Penninn vopn Jóns forseta fremur en sverðið Það var Isafjarðarbær sem stóð fyrir málþinginu á sunnudag og komu ungmenni úr bæjarvinnunni m.a. að undirbúningi sýningarinnar á gamla spítalanum. Leikhópurinn Morrinn, sem einnig er skipaður vestfirskum ungmennum, flutti stuttan leikþátt og í kjölfarið fengu gestir leiðsögn niður að Edinborgarhúsi, þar sem málþingið var hafið. Var stiklað á stóra í stjórnmálasögu bæjarins á þessari stuttu eftirmiðdagsgöngu. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, setti málþingið í Edinborgarhúsinu og sagði hann skýrt mega dæma af sögusýningunni hversu merkir stjórnmálamenn hafi komið frá Vest- fjörðum í gegnum tíðina. Sagði Hall- dór að fyrr á öldinni hefðu menn alist upp við að minning Jóns Sigurðsson- ar forseta væri sveipuð dýrðarljóma og að einmitt þess vegna yrði áhuga- vert að heyra hvemig sagnfræðingar íjölluðu nú um þessa sjálfstæðishetju Islendinga. Jón Sigurðsson var einmitt við- fangsefni Guðmundar Hálfdanarson- ar, dósents í sagnfræði við Háskóla Islands, en hann sagði í erindi sínu að skoðanir Jóns hefðu staðist tímans tönn og vel það. Hins vegar væri ljóst að þekkíng á Jóni hafi lengi verið ábótavant. Það kæmi til af því að skrif Jóns hefðu svo sem ekki verið nein al- þýðuskemmtun, auk þess sem Jón Sigurðsson væri mjög sérstæð þjóð- hetja. „Vopn hans var penninn fremur en sverðið og í þeim omistum sem hann háði féll enginn óvígur, a.m.k. ekki í eiginlegri merkingu þess orðs,“ sagði Guðmundur. Ekkert tragískt væri við lífshlaup Jóns Sigurðssonar sem gæti kryddað ævisögu hans og mönn- um hefði reynst erfitt að gera úr hon- um rómantíska hetju, en það kæmi hins vegar m.a. til af því að Jón hefði verið afar heilsteyptur persónuleiki og líf hans verið án allra stóráfalla. Miður hversu Jón hefur breyst í íjarlægt tákn í hugum fólks Guðmundur sagði miður hversu Jón hefði í raun breyst í fjarlægt og næsta líflaust tákn í hugum flestra Is- lendinga. Stjórnmálaskoðanir Jóns ættu nefnilega mikið erindi við Is- lendinga samtímans og framlag hans til íslenskra stjórnmála hefði verið bæði varanlegra og reyndar nokkuð annað en margir héldu. Þannig væri minningu þjóðemissinnans Jóns Sig- urðssonar helst haldið á lofti en hún hefði tæpast verið helsta leiðarljósið í stjórnmálastarfi hans þó að hún hafi vissulega verið áberandi í skrifum hans. Pólitík forsetans einkenndist miklu fremur af raunsæi, f'rjálslyndi og óbilandi framfarahyggju. Um tenginguna við Vestfirði sagði Guðmundur að fslendingar gætu sannarlega þakkað Vestfirðingum fyrir að leggja sér til þjóðhetjuna Jón Sigurðsson enda hefðu skoðanir hans verið vegvísir inn í nútímann. Eðli- legt væri að líta á Jón sem táknrænan föður íslensks nútímasamfélags. Hitt væri annað mál að stjómmálaskoðan- ir Jóns hefðu vart fæðst í heima- byggð hans heldur endurspegluðu þær fyrst og fremst skoðanir og þjóð- félagshugmyndir sem vora útbreidd- ar í öllum norður- og vesturhluta Evrópu um miðja 19. öld. Eins væri greinilegt að Jón taldi sig alla tíð fremur þingmann íslands alls en tals- mann vestfirskra sérhagsmuna. Líflegar uraræður um Skúlamál Svavar Þór Guðmundsson, sagn- fræðingur á ísafirði, fjallaði um hin þekktu Skúlamál í tölu sinni á mál- þinginu en þau tengjast voveiflegu mannsláti í nágrenni ísafjarðar árið 1892. Rakti Svavar hvernig Skúli Thoroddsen sýslumaður hafði reynt að fá mann sem kallaður var Sigurður „skurður" tO að játa á sig morð og hvemig í kjölfarið spunnust harðvít- ugar pólitískar deilur um embættis- færslu Skúla sem urðu til þess að hann hraktist úr embætti. Svavar sagði það skoðun sína að Sigurður „skurður" hefði sannai'lega átt þátt í því að umræddur maður, Salomón Jónsson, lést á heiðinni, en að líklega hefði þar verið um eins konar óhapp að ræða. Jafnframt að Skúli hefði vissulega ekki sést fyrir í embættisfærslu sinni í tengslum við málið en að málareksturinn gegn Skúla hefði síðan verið afar ofstækis- íúllur af hálfu Magnúsar Stephensen landshöfðingja og Lárasar H. Bjamasonar, sem settur var til að rannsaka embættisfærslu Skúla. Fjöragar umræður urðu um erindi Svavars og augljóst að sitt sýnist enn hverjum um þessi mál. Hélt Einar Oddur Kristjánsson alþingismaður m.a. uppi vörnum fyrir Sigurð „skurð“ og taldi söguna hafa dæmt hann sekan þrátt fyrir að Sigurður hafi aldrei verið ákærður fyrir þessi mál og ætíð neitað því að hann hefði myrt Salómón. Að þessu loknu fjallaði Jóna Sím- onía Bjamadóttir, sagnfræðingur á ísafirði, um þriðja áratuginn í ís- firskum stjórnmálum en í bæjar- stjómarkosningum 1921 komust vinstri menn þar í fyrsta skipti í meirihluta. Hófu þeir ýmsar fram- kvæmdir sem deilur urðu um en til- drög þess að Alþýðuflokkurinn komst í meirihluta rakti Jóna Símon- ía m.a. til Skúlamála enda hefði Skúli notið stuðnings meðal alþýðunnar og verið eins konar forfaðir verkalýðs- hreyfingar á staðnum. Vora ekki allir fundarmenn jafn sáttir við þá kenn- ingu að Skúli hafi verið sósíalisti, eins og fram kom í umræðum að loknu er- indi Jónu Símoníu. Átakahefðin orsök pólitísks þróttar vestfirskra manna? Ólafur Þ. Harðarson, dósent í stjómmálafræði við Háskóla Islands, var síðastur á mælendaskrá og leitað- ist hann við að svara þeirri spurningu hvort eitthvað væri til í því að Vest- firðingar væru sérstakir skörangar í stjórnmálum. Ólafur beitti m.a. þeirri aðferð að rifja upp hverjir hefðu verið (forsætis)ráðherrai' frá 1904 og kom þá í ljós að þingmenn úr Reykjavik hafa setið lengst í embættinu, eða 26.5 ár. Vestfú'ðingar koma þar hins vegar næst á eftir með 23,5 ár en í þriðja sæti era Reyknesingar með 13.5 ár. Sagði Ólafur að af þessu mætti ráða að vissulega hefðu Vestfirðingar látið til sín taka og átt framámenn í stjórnmálum. Jafnframt sagði Ólafur að tafla sem þessi skipti talsverðu máli því sú staðreynd að forsætisráð- herrar hefðu svo gjarnan tengst Vestfjörðum styrkti mjög pólitíska ímynd Vestfjarða. Annað sem orðið hefði til þess að vekja sérstaka athygli á Vestfjörðum í pólitísku samhengi væri sú stað- reynd að tvö dæmi væra um að feðg- ar hefðu látið að sér kveða í stjóm- málum svo um munaði og bæði væra þau frá Vestfjörðum. Var Ólafur þar að vísa til feðganna Hannibals Valdi- marssonar og Jóns Baldvins, og síðan Hermanns Jónassonar og Stein- gríms. Loks má nefna að Ólafur taldi það til að helstu flokkaflakkarar íslands- sögunnar (Hannibal, Ásgeir Ásgeirs- son, Ólafur Ragnar Grímsson o.fl.) tengdust Vestfjörðum en slíkir menn fengju gjaman umfjöllun og athygli og væra því hluti skýringarinnar. Aukinheldur tengdust 2 _af 5 forsetum lýðveldisins (Ásgeir og Ólafur) sömu- leiðis Vestfjörðum. Var það því niðurstaða Ólafs að mýtan um vestfirska stjórnmála- menn ætti við rök að styðjast, þeir hefðu sannarlega látið að sér kveða í íslenskri stjórnmálasögu. Aðspurður um það hvort sú átakahefð, sem eink- ennt hefur vestfirsk stjórnmál, réði miklu um þennan pólitíska þrótt vest- firskra manna sagði Ólafur það at- hyglisverða kenningu, kenningu sem vert væri að rannsaka frekar. Sæmd heiðursmerki fálkaorðunnar VIÐ athöfn á Bessastöðum hinn 17. júní 2000 sæmdi forseti íslands fjórtán íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þeir eru: Auður Garðarsdóttir, formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnai’ í Reykjavík, riddarakross fyrir störf að safnaðarmálum, Bjarni Guð- ráðsson, organisti, Nesi í Reyk- holtsdal, riddarakross fyrir störf að kirkjutónlist og varðveislu menningarminja, Bolli Gústavsson, vígslubiskup, Hólum í Hjaltadal, stórriddarakross fyrir störf í þágu kristni og kirkju, Halldór Ásgríms- son, utanríkisráðherra, Reykjavík, stórriddarakross með stjörnu fyrir störf í opinbera þágu, Halldór Blöndal, forseti Alþingis, Reykja- vík, stómddarakross fyrir störf í opinbera þágu, Helga Soffía Kon- ráðsdóttir, formaðui’ Prestafélags íslands, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu kristni og kirkju, Jóhannes Mathijs Gijsen, biskup kaþólskra, Reykjavík, stórriddara- kross fyrir störf í þágu kristni og kirkju, Karl Sigurbjörnsson, bisk- up, Reykjavík, stórriddarakross með stjömu fyrir störf í þágu kristni og kirkju, Kristín Möller, Reykjavík, KFUK, riddarakross fyrir kristilegt starf, Rannveig Fríða Bragadóttir, óperusöngkona, riddarakross fyrir tónlistarstörf, Sigurður Sigurðarson, vígslubisk- up, Skálholti, stórriddarakross fyr- ir störf í þágu kristni og kirkju, Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri, Seltjamarnesi, riddarakross fyrir störf að sveitarstjórnarmálum, Sól- veig Pétursdóttir, kirkjumálaráð- herra, Reykjavík, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu og Vil- borg Dagbjartssdóttir, kennari og rithöfundur, Reykjavík, riddar- kross fyrir fræðslu og ritstörf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.