Morgunblaðið - 20.06.2000, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 20.06.2000, Qupperneq 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rætt um flutning Byggðastofnunar og fleiri rfkisstofnana til Sauðárkróks Vísir að stjórnsýslu- miðstöð á Sauðárkróki Flutningur hluta af starfsemi Byggðastofn- unar og íbúðarlánasjóðs til Sauðárkróks hefur reynst vei. Fram kemur í grein Helga Bjarnasonar að hugmyndir um flutning höfuðstöðva Byggðastofnunar og jafnvel Jafnréttisstofu norður mælast vel fyrir á staðnum. Morgunblaðið/Einar Falur Ingólfsson Hugmyndir eru uppi um flutning fleiri ríkisstofnana til Sauðárkrdks. MÉR LÍST vel á þessar hugmyndir, ekki bara fyrir hönd okk- ar Skagfirðinga heldur tel ég að þess- ar stofnanir geti að langmestu leyti rækt sitt hlutverk alveg jafn vel úti á landi og þær hafa gert í Reykja- vík,“ segir Snorri Björn Sigurðsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Skaga- fjarðar, um hugmyndir um flutning höfuðstöðva Byggðastofnunar og jafnvel Jafnréttisstofu til Sauðár- króks. A Sauðárkróki eru nokkrar ríkis- stofnanir með hluta af starfsemi sinni. Nefna má þróunarsvið Byggðastofnunar og innheimtusvið íbúðalánasjóðs. Einnig má nefna nýstofnaða Hestamiðstöð Islands sem raunar er samstarfsverkefni ríkisins og sveitarfélagsins. Stjórn- endur þessara deilda telja að flutn- ingur til Sauðárkróks hafi gefist vel og að starfið sé jafn vel rækt, ef ekki betur, eftir flutning stofnananna. Af hverju Sauðárkrókur? Það vekur samt athygli að Sauð- árkrókur er sérstaklega nefndur í þeim umræðum sem nú fara fram um flutning tveggja ríkisstofnana út á land. Stjóm Byggðastofnunar hef- ur lagt til við iðnaðar- og viðskipta- ráðherra að Byggðastofnun verði sameinuð á Sauðárkróki en það þýð- ir flutning yfirstjórnar og lánasviðs stofnunarinnar norður. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, er með þessa tillögu til meðferðar og hefur lýst því yfir að hún muni láta gera hagkvæmnimat áður en ákvörðun verður tekin um framtíð Byggðastofnunar. Páll Pét- ursson félagsmálaráðherra hefur lýst yfir áhuga sínum á að Jafnrétt- isstofa, sem tekur við verkefnum Skrifstofu jafnréttismála, verði sett upp á landsbyggðinni og mun á ein- hverju stigi málsins hafa lýst sér- stökum áhuga á Sauðárkróki í því sambandi. Fleiri sveitarfélög eru þó um hituna og engin ákvörðun hefur verið tekin um flutning stofnunar- innar og þá hvert. En af hverju Sauðárkrókur? Snorri Björn hefur sínar skýringar á því: „Það eru ekki margir staðir utan höfuðborgarsvæðisins sem koma til greina. Skagafjörður er einn þeirra og til þess liggja ýmsar ástæður. Ég held að það hafi hjálpað okkur að við höfum forðast að vera með mikinn barlóm og yfirleitt borið okkur vel. Viðhorfið til Skagafjarðar almennt og heimafólksins sjálfs til framtíðarinnar er þannig að ástæða er til að veðja á svæðið." Við umræðu um byggðamál og uppbyggingu svokallaðra þróunar- svæða hefur frekar verið rætt um önnur svæði, svo sem Eyjafjarðar- svæðið, Mið-Austurland og jafnvel Isafjörð. Snorri Björn segir að ekki megi gleyma því að Skagafjörður sé íjölmennari en Fljótsdalshérað og Isafjörður og hljóti að koma jafn vel til greina sem þróunarsvæði. Spurð- ur að því hvort ekki væri nær að flytja ríkisstofnanir til Akureyrar en Sauðárkróks segir hann að mikil- vægt sé fyrir Akureyri að hafa bak- land, bæði á Eyjafjarðarsvæðinu öllu og í nágrannahéruðum eins og Skagafirði og Þingeyjarsýslum. „Margfeldisáhrif vegna uppbygg- ingar í Skagafirði munu skila sér til Akureyrar en aftur á móti skilar uppbygging á Akureyri sér seint hingað. Best er að svæðin nái vel saman og nái bæði að blómstra," segir Snorri Björn. Rökrétt framhald Varðandi þær hugmyndir sem nú eru til athugunar segist Snorri Björn ekki vera í vafa um að Byggðastofnun eigi að vera úti á landi og að hún muni rækja hlutverk sitt betur þar en á höfuðborgar- svæðinu. Þá sé flutningur Byggða- stofnunar til Sauðárkróks rökrétt framhald af flutningi þróunarsviðs stofnunarinnar á sínum tíma. Segir hann að reynslan af flutningi þróun- arsviðsins sé ágæt og undir það tek- ur Bjarki Jóhannesson, forstöðu- maður þróunarsviðsins. Segir Bjarki að starf sviðsins hafi verið mótað alveg upp á nýtt eftir flutn- inginn til Sauðárkóks. Sjálfur hafi hann komið með ákveðnar hug- myndir frá Svíþjóð þar sem hann starfaði áður en hann tók við stöðunni og þær hafi fallið vel að nýjum áherslum stjórnar Byggða- stofnunar og sérstaklega þáverandi formanns, Egils Jónssonar. Enginn af fyrri starfsmönnum þróunarsviðs Byggðastofnunar í Reykjavík flutti með því í Skagafjörð en starfsmaður þess sem hafði aðsetur á Akureyri hélt áfram störfum. Tekur Bjarki undir þau orð að vegna þessara að- stæðna hafi í raun ekki verið um að ræða flutning stofnunar heldur upp- byggingar nýrrar. Þannig hafi þurft að byggja starfsemina nánast frá grunni, meðal annars hafi öll sam- bönd og ákveðin þekking horfíð með því starfsfólki sem hætti. „Stærsti kostur staðsetningar hér er að við störfum í því umhverfi sem við erum að vinna fyrir. Maður finn- ur að fólk í Reykjavík hugsað öðru- vísi. Þá er það ótvíræður kostur að við fáum tiltrú fólksins sem við vinn- um með af því að við erum hluti af þeirra hópi,“ segir Bjarki. Gallinn við flutning norður felst að hans mati helst í því að fara þarf til Reykjavíkur vegna samskipta við aðrar opinberar stofnanir. Segir hann að það hafi að hluta til verið leyst með samskiptum með mynd- fundabúnaði. Bjarki segir að lánastofnun geti verið hvar sem er, þegar hann er spurður að því hvemig honum lítist á flutning höfuðstöðva Byggðastofn- unar til Sauðárkróks, og segir að það sé ákveðinn kostur að hafa alla starfsemina á einum stað. Ekki ódýrara Snorri Bjöm segir að rökin fyrir staðsetningu Jafnréttisstofu á Sauð- árkróki séu ekki eins augljós og flutningur Byggðastofnunar. Jafn- réttisstofa verði tiltölulega fámenn stofnun og stjórnvöld meti það svo að hún geti starfað utan höfuðborg- arsvæðisins. „Ég tel að hér muni hún fá gott umhverfi til að starfa í og er sannfærður um að hún muni rækja hlutverk sitt jafn vel og áður,“ segir bæjarstjórinn. Hann vekur athygli á því að það taki aðeins 40 mínútur að fljúga frá Reykjavík til Sauðárkróks og þrjá tíma að aka á milli. „Ég hef þurft að búa við það alla mina tíð sem bæjar- stjóri hér að eiga ýmis samskipti við aðila í Reykjavík. Ég geri það mest símleiðis. Og það skiptir ekki máli hvaðan eða hvert maður hringir,“ segir hann. Þróunarsvið Byggðastofnunar er ásamt fjölda annarra stofnana og hluta af starfsemi bæjarskrifstofa Skagafjarðar í stjómsýsluhúsi bæj- arins. Bæjarstjórinn hefur lýst því yfir opinberlega að flutningur stofn- ana norður verði ekki látinn stranda á húsnæðismálum og að unnt sé að rýma til í stjómsýsluhúsinu þannig að Byggðastofnun komist þar fyiir. Ekki er vitað hvaða hugmyndir em uppi varðandi húsnæðismál Jafn- réttisstofu ef henni verður valinn staður á Króknum. Snorri Bjöm bæjarstjóri vill leggja á það áherslu að flutningur ríkisstofnana frá Reykjavík og út á land sé byggðamál. íslendingar verði að gera það upp við sig hvort þeir vilji búa á íslandi eða í borgríki. I því felist rökstuðningurin fyrir þessum aðgerðum en ekki í mögu- legum sparnaði. „Við eigum að segja það hreint út að það er ekki ódýrara að reka stofnanir úti á landi,“ segir Snorri Bjöm. Leggja sig sérstaklega mikið fram Innheimtusvið íbúðalánasjóðs hóf starfsemi á Sauðárkróki í byrjun síðasta árs. Fyrst vom þar sex starfsmenn en bætt hefur verið við verkefnum og nú em þeir tíu í átta stöðugildum. Svanhildur Guð- mundsdóttir, forstöðumaður inn- heimtusviðsins, segir að starfsemin felist einkum í upplýsingaþjónustu sem veitt sé í gegnum síma. Fast- eignasalar, bankamenn og almennir skuldunautar sjóðsins hringja til að fá upplýsingar um stöðu lána og fleira. Þá er skuldabréfasafn íbúða- lánasjóðs, 170 til 180 þúsund bréf, varðveitt hjá innheimtusviðinu og öll umsýsla með bréfin, svo sem skráning nýrra lána, uppgreiðsla eldri lána og breytingar á skjölum, fer fram hjá sviðinu. Svanhildur segir að starfíð hafi gengið mjög vel. Spurð um töf á út- gáfu húsbréfa og ýmsa erfíðleika sem gagnrýndir hafa verið hjá íbúðalánasjóði segir Svanhildur að margir hafi talið að vandamálin tengdust flutningi starfsemi inn- heimtusviðsins til Sauðárkróks. Svo sé alls ekki, margumræddir flösku- hálsar séu annars staðar. „Það er ekki annað að heyra en fasteignasal- ar sem eiga mikil samskipti við okk- ur og aðrir viðskiptavinir séu ánægðir með þá þjónustu sem hér er veitt. Það kann að vera að við leggj- um okkur sérstaklega mikið fram, til að réttlæta flutninginn, því menn væru fljótir að gagnrýna ef eitthvað færi úrskeiðis," segir Svanhildur. Til tals hefur komið innan Ibúða- lánasjóðs að auka starfsemina á Sauðárkróki og telui- Svanhildur að góðar aðstæður séu til þess að ýmsu leyti enda stór hluti starfsemi íbúðalánasjóðs með þeim hætti að ekki skipti máli hvar hún fari fram. Svanhildur segir að hið sama eigi um margar aðrar ríkisstofnanir. Unnt sé að flytja ýmsa starfsemi, til dæmis upplýsingagjöf þar sem ekki þurfi að taka persónulega á móti fólki, út á land. Húsnæði sé ódýi-ara úti á landi og stofnunum haldist bet- ur á fólki þar, sérstaklega þegar mikil þensla er á höfuðborgarsvæð- inu. Gott fyrir aðra en starfsmenn Flutningur stofnana milli byggð- arlaga raskar mjög högum starfs- manna viðkomandi stofnunar og reynslan sýnir að fáir vifja eða hafa aðstöðu til að flytja með stofnunum sínum. „Við höfum alla tíð sagt að flutningur stofnana út á land væri góð ráðstöfun sem kæmi sér vel fyr- ir alla, fyrir utan starfsmenn við- komandi stofnunar,“ segir Snoni Björn bæjarstjóri. Hann segir að umræða um þann þátt megi þó ekki yfirgnæfa allt annað og blöskrar að heyra þá umfjöllun sem verið hafi um málefni starfsmanna Skrifstofu jafnréttismála, meðal annars af hálfu framkvæmdastjóra BHM. „Núna er besti tíminn til þess að flytja ríkisstofnanir. Það er mikil þensla í Reykjavík og ég efast ekki um að þeir starfsmenn sem ekki geta flutt sig með stofnunum sinum geti fengið störf við sitt hæfi,“ segir bæjarstjórinn. Bjarki Jóhannesson bendir á að ákveðnir erfiðleikar geti verið fyrir maka starfsmanna viðkomandi stofnana að fá vinnu á Sauðárkróki. Það hafi verið vandamál með þróun- arsviðið. Telur hann að til þess að gott starfsfólk fáist að stofnunum þurfi makarnir að eiga kost á vinnu. Lýsir hann þeirri skoðun sinni að sveitarfélögin ættu að hjálpa upp á sakirnar í þessu efni enda sé það mikilvægt fyrir þau að fá starfsemi stofnananna til sín. Snorri Björn neitar því ekki að flutningur einstaka stofnana út á land leysi í sjálfu sér ekki byggða- vandann. „En það hlýtur að vera staðfesting á vilja stjórnvalda. Má ekki búast við frekari aðgerðum ef þetta nær fram að ganga? Er það kannski skýringin á tregðunni í embættismannakerfinu og þeim harkalegu viðbrögðum sem ávallt verður vart við þegar rætt er um flutning ríkisstofnana út á land?“ spyr Snorri Björn Sigurðsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.