Morgunblaðið - 20.06.2000, Page 18
18 ÞRIÐ JUDAGUR 20. JÚNÍ 2000
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Garðar P Vignisson
.Það er alltaf gaman á 17. júní.
Hefðbundin 17.júníhá-
tíðarhöld í Grindavík
Morgunblaðið/Sigurgeir
Grindavík - Það voru hefðbundnir
fastir liðir sem einkenndu 17. júní
hátíðarhöld Grindvíkinga eins og svo
oft áður til að byrja með, karamellu-
regn, skrúðganga, fjallkonan o.s.frv.
Það var ekki alveg eins hefðbundið
seinni part dagsins því að þessu sinni
spunnust inn í þjóðhátíðarskemmt-
unina lok menningardaga sem hafa
verið í Grindavík síðan 4. júní. Það
var vel við hæfi að leikþáttur eftir
Berg Ingólfsson skyldi vera
frumsýndur í Grindavíkurkirkju
þennan dag og efnið var um lifshlaup
og starf uppfinningamannsins og
frumkvöðuls í björgunarmálum sjó-
manna, sr. Odd V. Gíslason.
Þá var hluti síðdegisskemmtunar-
innar í Bláa lóninu þar sem meðal
annars var boðið upp á dixieland-
band Árna ísleifssonar og bömin
fengu prins póló og kók.
Um kvöldið sáu Karl Ágúst Úlfs-
son og sönghópurinn Smaladreng-
irnir um að allir skemmtu sér vel.
Botninn í þjóðhátíðardag Grindvík-
inga slógu síðan meðlimir hljóm-
sveitarinnar Blístró með dansleik.
Kristni-
tökuhátíð
í skugga
jarð-
skjálfta
Vestmannaeyjum - Síðastliðinn
sunnudag var haldin kristnitökuhátíð
í Vestmannaeyjum í skugga hins
mikla jarðskjálfta sem skók allt land-
ið sl. laugardag.
Hætt var við að syngja messu úti í
Löngu, þar sem fyrsta kirkjan í
kristni var reist á Islandi árið 1000, á
Hörgaeyri. Stórt bjarg hafði runnið
niður skriðuna í Löngu og ekki var
talið hættulaust að vera þar og var því
sungin messa í virkinu á Skansinum á
því svæði sem nú er verið að reisa
stafldrkju í tilefni af kristnitökunni.
Séra Kristján, ásamt séra Báru
Friðriksdóttur, hafði veg og vanda að
hátíðinni, ásamt mörgum leikmönn-
um. Hann sagði að sennilega hefði
þátttaka í hátíðinni verið meiri ef ekki
hefði jarðskjálftinn dunið yfir á laug-
ardeginum, því margir hefðu haldið
sig heima og verið dasaðir eftir
spennuna.
Um 200 manns tóku þátt í hátíð-
inni, Guði var sungið lof og allir sem
tóku til máls þökkuðu að enginn
skyldi slasast þegar jarðskjálftinn
reið yfir. Þeir sem tóku þátt í kristni-
tökuhátíðinni voru, auk prestanna og
leikmanna, fulltrúar frá Hvítasunnu-
söfnuðinum og sjöundadags aðvent-
istum. Þá söng kirkjukórinn og litlu
lærisveinamir auk þess sem lúðra-
sveit Vetmannaeyja kom fram. Þá fór
séra Bára með nokkra krakka útí
Kaplagjótu og hentu þau flöskuskeyt-
um með kristilegum boðskap í sjóinn.
Eitt skeyti verður sent með togskip-
inu Jóni Vídalín og því hent í sjóinn
vestan við Surtsey. Tölvufyrirtækið
Tölvun sendi kveðjur frá Kristnitöku-
hátíðinni á nokkur netföng.
Taktu eina
rauða með í
sumarleyflðJ
Skólavöröustíg, Kfinglunni og Smáratorgí
Morgunblaðið/Albert Kemp
Sungu í veðurblíðunni
Fáskrúðsfirði - Árleg árshátið hjá
leikskólanum Kærabæ var haldin á
dögunum. Börnin sungu og sýndu
myndir sem þau höfðu unnið í vet-
ur. Grillað var í boði foreldrafélags
leikskólans. Einnig voru eldri nem-
endur útskrifaðir af leikskólanum.
EVRÓPUMIÐSTÖÐ IMPRU
IÐNTÆKHISTOFNUN
KYNNINGARMIÐ^TÖÐ
EVROPURANNSOKNA
HÁSKÓLIÍSLANDS
RAMNÍS
Kynningarfundur:
Styrkir Evrópusambandsins
til nýsköpunarverkefna
Evrópusambandið auglýsir eftir umsóknum um styrki til nýsköpunar-
verkefna. Styrkirnir geta numið allt að 1,7 millj. evrum, eða um
124 millj. kr.
Umsækjendur geta m.a. verið eftirtaldir:
■ Þjónustu- og framleiðslufýrirtæki
■ Fjármálastofuanir
■ Ráðgjafar
■ Opinberar stofnanir
■ Háskólar, viðskiptaskólar, tækniskólar og aðrir
framhaldsskólar
■ Tækni- og rannsóknastofnanir
■ Hagsmunasamtök atvinnuiífsins
■ Opinberir og einkareknir stuðningsaðilar við atvinnulifið
Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 22. júní í Borgartúni 6,
kl. 08:30-09:30.
Umsjón með kynningunni hefur Emil B. Karlsson, alþjóðafulltrúi
á Evrópumiðstöð Impru á Iðntæknistofnun.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 570 7267.
Höttur og
10-11 átoppnum
ÞEIR láta sér ekki allt fyrir brjósti
brenna félagar í knattspyrnudeild
Hugins/Hattar og yfirmaður 10-11
verslunarinnar á Egilsstöðum. Þeir
gerðu þeir sér lítið fyrir og klifu fjall-
ið Hött, sem íþróttafélagið er nefnt
eftir, og undirrituðu á toppnum
samning milli knattspyrnudeildar-
innar og 10-11 verslunarinnar.
Þessi gönguferð var liður í loka-
undirbúningi fyrir átök liðs meist-
araflokks Hugins/Hattar en nú er
annað sumarið sem Seyðfirðingar og
Egilsstaðabúar sameina krafta sína
og tefla fram sameiginlegu liði í 3.
deildinni. Veður til ferðarinnar var
einstaklega gott og voru menn
ánægðir með daginn. Má búast við
að félagarnir stefni á að halda sig á
toppnum í fleiri en einni merkingu í
sumar en keppnistímabilið er svo til
nýhafið.
Það voru þeir Hróar Björnsson, yfirmaður 10-11 verslunarinnar á Egils-
stöðum, Ami Ólason og Hjalti Þorkelsson frá Hetti sem undirrituðu
samninginn. Á milli þeirra er Björn Hafþór Guðmundsson, bæjarstjóri
Austur-Héraðs, sem var göngustjóri hópsins.
Hátíðarhöld á 17. júní á Egilsstöðum
Sól skein á gesti
Egilsstöðum - Hátíðardagskrá 17.
júní á Austur-Héraði var haldin í
Lómatjarnargarðinum í blíðskapar-
veðri.
Dagskráin hófst með messu í Eg-
ilsstaðakirkju og gengið var í
skrúðgöngu frá kirkjunni, um Selás
og yfir í garðinn. Nemendur úr 3.
bekk Egilsstaða og Eiðaskóla vöktu
athygli á umhverfismálum með
áróðursspjöldum og lásu svo tveir
nemendur upp ljóð. Hátíðarræðu
flutti Sigrún Theodórsdóttir og
Fanney Ingadóttir var í hlutverki
fjallkonunnar. Skrítnir gestir komu
og tróðu upp, en það var uppgjafar
dægurlaga parið Geiri og Villa, en
þau spauguðu við Héraðsbúa og
sungu gömul dægurlög. Kaffiveit-
ingar voru á boðstólum víða um
þorpið og dansað var til miðnættis
en þá slógu Greifarnir upp balli í
Valaskjálf og þeir sem vildu halda
áfram dansi gerðu það fram á nótt.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
17. júní hátfðarhöld á A-Héraði voru haldin í blíðskaparveðri.