Morgunblaðið - 20.06.2000, Síða 18

Morgunblaðið - 20.06.2000, Síða 18
18 ÞRIÐ JUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Garðar P Vignisson .Það er alltaf gaman á 17. júní. Hefðbundin 17.júníhá- tíðarhöld í Grindavík Morgunblaðið/Sigurgeir Grindavík - Það voru hefðbundnir fastir liðir sem einkenndu 17. júní hátíðarhöld Grindvíkinga eins og svo oft áður til að byrja með, karamellu- regn, skrúðganga, fjallkonan o.s.frv. Það var ekki alveg eins hefðbundið seinni part dagsins því að þessu sinni spunnust inn í þjóðhátíðarskemmt- unina lok menningardaga sem hafa verið í Grindavík síðan 4. júní. Það var vel við hæfi að leikþáttur eftir Berg Ingólfsson skyldi vera frumsýndur í Grindavíkurkirkju þennan dag og efnið var um lifshlaup og starf uppfinningamannsins og frumkvöðuls í björgunarmálum sjó- manna, sr. Odd V. Gíslason. Þá var hluti síðdegisskemmtunar- innar í Bláa lóninu þar sem meðal annars var boðið upp á dixieland- band Árna ísleifssonar og bömin fengu prins póló og kók. Um kvöldið sáu Karl Ágúst Úlfs- son og sönghópurinn Smaladreng- irnir um að allir skemmtu sér vel. Botninn í þjóðhátíðardag Grindvík- inga slógu síðan meðlimir hljóm- sveitarinnar Blístró með dansleik. Kristni- tökuhátíð í skugga jarð- skjálfta Vestmannaeyjum - Síðastliðinn sunnudag var haldin kristnitökuhátíð í Vestmannaeyjum í skugga hins mikla jarðskjálfta sem skók allt land- ið sl. laugardag. Hætt var við að syngja messu úti í Löngu, þar sem fyrsta kirkjan í kristni var reist á Islandi árið 1000, á Hörgaeyri. Stórt bjarg hafði runnið niður skriðuna í Löngu og ekki var talið hættulaust að vera þar og var því sungin messa í virkinu á Skansinum á því svæði sem nú er verið að reisa stafldrkju í tilefni af kristnitökunni. Séra Kristján, ásamt séra Báru Friðriksdóttur, hafði veg og vanda að hátíðinni, ásamt mörgum leikmönn- um. Hann sagði að sennilega hefði þátttaka í hátíðinni verið meiri ef ekki hefði jarðskjálftinn dunið yfir á laug- ardeginum, því margir hefðu haldið sig heima og verið dasaðir eftir spennuna. Um 200 manns tóku þátt í hátíð- inni, Guði var sungið lof og allir sem tóku til máls þökkuðu að enginn skyldi slasast þegar jarðskjálftinn reið yfir. Þeir sem tóku þátt í kristni- tökuhátíðinni voru, auk prestanna og leikmanna, fulltrúar frá Hvítasunnu- söfnuðinum og sjöundadags aðvent- istum. Þá söng kirkjukórinn og litlu lærisveinamir auk þess sem lúðra- sveit Vetmannaeyja kom fram. Þá fór séra Bára með nokkra krakka útí Kaplagjótu og hentu þau flöskuskeyt- um með kristilegum boðskap í sjóinn. Eitt skeyti verður sent með togskip- inu Jóni Vídalín og því hent í sjóinn vestan við Surtsey. Tölvufyrirtækið Tölvun sendi kveðjur frá Kristnitöku- hátíðinni á nokkur netföng. Taktu eina rauða með í sumarleyflðJ Skólavöröustíg, Kfinglunni og Smáratorgí Morgunblaðið/Albert Kemp Sungu í veðurblíðunni Fáskrúðsfirði - Árleg árshátið hjá leikskólanum Kærabæ var haldin á dögunum. Börnin sungu og sýndu myndir sem þau höfðu unnið í vet- ur. Grillað var í boði foreldrafélags leikskólans. Einnig voru eldri nem- endur útskrifaðir af leikskólanum. EVRÓPUMIÐSTÖÐ IMPRU IÐNTÆKHISTOFNUN KYNNINGARMIÐ^TÖÐ EVROPURANNSOKNA HÁSKÓLIÍSLANDS RAMNÍS Kynningarfundur: Styrkir Evrópusambandsins til nýsköpunarverkefna Evrópusambandið auglýsir eftir umsóknum um styrki til nýsköpunar- verkefna. Styrkirnir geta numið allt að 1,7 millj. evrum, eða um 124 millj. kr. Umsækjendur geta m.a. verið eftirtaldir: ■ Þjónustu- og framleiðslufýrirtæki ■ Fjármálastofuanir ■ Ráðgjafar ■ Opinberar stofnanir ■ Háskólar, viðskiptaskólar, tækniskólar og aðrir framhaldsskólar ■ Tækni- og rannsóknastofnanir ■ Hagsmunasamtök atvinnuiífsins ■ Opinberir og einkareknir stuðningsaðilar við atvinnulifið Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 22. júní í Borgartúni 6, kl. 08:30-09:30. Umsjón með kynningunni hefur Emil B. Karlsson, alþjóðafulltrúi á Evrópumiðstöð Impru á Iðntæknistofnun. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 570 7267. Höttur og 10-11 átoppnum ÞEIR láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna félagar í knattspyrnudeild Hugins/Hattar og yfirmaður 10-11 verslunarinnar á Egilsstöðum. Þeir gerðu þeir sér lítið fyrir og klifu fjall- ið Hött, sem íþróttafélagið er nefnt eftir, og undirrituðu á toppnum samning milli knattspyrnudeildar- innar og 10-11 verslunarinnar. Þessi gönguferð var liður í loka- undirbúningi fyrir átök liðs meist- araflokks Hugins/Hattar en nú er annað sumarið sem Seyðfirðingar og Egilsstaðabúar sameina krafta sína og tefla fram sameiginlegu liði í 3. deildinni. Veður til ferðarinnar var einstaklega gott og voru menn ánægðir með daginn. Má búast við að félagarnir stefni á að halda sig á toppnum í fleiri en einni merkingu í sumar en keppnistímabilið er svo til nýhafið. Það voru þeir Hróar Björnsson, yfirmaður 10-11 verslunarinnar á Egils- stöðum, Ami Ólason og Hjalti Þorkelsson frá Hetti sem undirrituðu samninginn. Á milli þeirra er Björn Hafþór Guðmundsson, bæjarstjóri Austur-Héraðs, sem var göngustjóri hópsins. Hátíðarhöld á 17. júní á Egilsstöðum Sól skein á gesti Egilsstöðum - Hátíðardagskrá 17. júní á Austur-Héraði var haldin í Lómatjarnargarðinum í blíðskapar- veðri. Dagskráin hófst með messu í Eg- ilsstaðakirkju og gengið var í skrúðgöngu frá kirkjunni, um Selás og yfir í garðinn. Nemendur úr 3. bekk Egilsstaða og Eiðaskóla vöktu athygli á umhverfismálum með áróðursspjöldum og lásu svo tveir nemendur upp ljóð. Hátíðarræðu flutti Sigrún Theodórsdóttir og Fanney Ingadóttir var í hlutverki fjallkonunnar. Skrítnir gestir komu og tróðu upp, en það var uppgjafar dægurlaga parið Geiri og Villa, en þau spauguðu við Héraðsbúa og sungu gömul dægurlög. Kaffiveit- ingar voru á boðstólum víða um þorpið og dansað var til miðnættis en þá slógu Greifarnir upp balli í Valaskjálf og þeir sem vildu halda áfram dansi gerðu það fram á nótt. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir 17. júní hátfðarhöld á A-Héraði voru haldin í blíðskaparveðri.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.