Morgunblaðið - 20.06.2000, Page 22

Morgunblaðið - 20.06.2000, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jim Smart Vélbátaábyrgðar- félag ísfirðinga Sjóvá-Al- mennar taka að sér reksturinn GERT hefur verið samkomulag um að Sjóvá-Almennar trygg- ingar hf. taki að sér rekstur Vél- bátaábyrgðarfélags Isíirðinga til ársloka 2000. Vélbáta- ábyrgðarfélagið hefur átt við erfiðleika í rekstri að stríða og er samkomulagið gert til þess að tryggja hag hinna vátryggðu. Samkomulagið felur meðal annars í sér að Sjóvá-Almennar taka í sínar hendur allan dag- legan rekstur Vélbátaábyrgðar- félagsins, þar með talda fjár- málaumsjón og mat og uppgjör tjóna ásamt umsjón með bók- haldi. Jafnframt munu Sjóvá-Al- mennar yfirtaka vátrygginga- stofn félagsins og fer sú ráðstöf- un fram í fullu samráði við Fjármálaeftirlitið en að öðru leyti samkvæmt lögum nr. 60/ 1994 um vátryggingastarfsemi, að þvf er fram kemur í fréttatil- kynningu frá Sjóvá-Almennum ti-yggingum hf. Sigurður Sigurkarlsson fjár- málastjóri Sjóvár-Almennra hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Vélbátaábyrgð- arfélags ísafjarðar á því tíma- bili sem Sjóvá-Almennar annast rekstur þess. Mats Runström frá höfuðstöðvum Gateway í Svíþjóð og Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtak- anna, handsala samninginn. Við hlið þeirra situr Olafur W. Hand, sölusljóri hjá Aco, og fyrir aftan Jón Baldur Lor- enz, forstöðumaður tölvusviðs Bændasamtakanna, og Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri átaksins Aform. Gateway, Aco og Bændasamtökin gera samning um netvæðingu „Færum heiminn lieim í hlað“ „FÆRUM heiminn heim í hlað“ er heiti átaks til að auka notkun ís- lenskra bænda á tölvum og Netinu. Bændasamtökin hafa gert samning við tölvuframleiðandann Gateway á Norðurlöndunum og Aco, umboðsað- ila Gateway á íslandi, um að íslensk- ir bændur fái verulegan afslátt af fullkomnum margmiðlunartölvum. Ólafur W. Hand, sölustjóri hjá Aco, segir í samtali við Morgunblaðið að markmiðið sé að selja íslenskum bændum þúsund tölvur næsta árið. Aco var söluhæsti dreifingaraðili Gateway í Evrópu á síðasta ári, að sögn Ólafs. í kjölfarið höfðu for- svarsmenn Gateway á Norðurlönd- unum samband við Aco í þeim til- gangi að koma á samningi við íslenska bændur, en Gateway var einmitt stofnað af bændasonum í Bandaríkjunum. í samningnum felst að íslenskum bændum verður veittur u.þ.b. 30% afsláttur af margmiðlun- artölvum frá Gateway þannig að tölva sem venjulega kostar um 190 þúsund krónur verður boðin bænd- um á 130-140 þúsund krónur, að sögn Ólafs. í samningnum felst ennfremur að Gateway mun stofna sjóð sem bænd- ur geta sótt um styrki úr til ýmiskon- ar tölvuverkefna, einfaldra og flók- inna, auk námsstyrkja. Sjóðurinn er 15 þúsund bandaríkjadalir að stærð eða um 1.100 þúsund íslenskar krón- ur, og verður rekinn til þriggja ára til að byrja með, að sögn Olafs. Á hverju ári verða valdar nokkrar hug- myndir til að þróa frekar. í samtali við Morgunblaðið segir Baldvin Jónsson, verkefnisstjóri hjá Bændasamtökunum, að kynning samningsins meðal bænda fari nú í hönd. Hann segir íslenska bændur mjög framsýna og muni vafalaust taka tilboðinu vel. Hann segir samn- inginn hluta af því að alþjóðavæð aumhverfi bænda á Islandi. Að sögn Baldvins verður í fram- haldinu opnuð vefsíða sem mun ein- falda boðleiðir á milli bænda. „Það er spennandi að Gateway skuli velja ís- lenska bændur til samstarfs í þessu tilraunaverkefni. Það er víðar dreif- býli en á íslandi og þetta tilrauna- verkefni, sem verður lögð mikil rækt við, mun áreiðanlega nýtast Gateway á öðrum mörkuðum. Það gefur þessu ákveðið gildi,“ segir Baldvin. Að sögn Ólafs W. Hand er tilgang- ur verkefnisins „Færum heiminn heim í hlað“ að gera íbúum sveita- bæja kleift að njóta sömu möguleika og íbúar þéttbýlis, að auka notkun ís- lenskra bænda á Netinu, minnka ein- angrun á afskekktum stöðum og auð- velda bændum aðgang að nýjustu fréttum og ýmsum upplýsingum. Íslandssími í samstarf við Global One ÍSLANDSSÍMI hefur gengið frá samningi við fjarskiptafyrirtækið Global One, dótturfyrirtæki France Telecom. Með samningum getur ís- landssími boðið viðskiptavinum sín- um upp á gagnaflutning á kerfi Global One víða um heim. í fréttatilkynningu kemur fram að viðskiptavinum Islandssíma á ferða- lögum verði gert auðveldara að kom- ast í netsamband og inn á staðarnet fyrirtækja sinna. Global One var áð- ur samstarfsvettvangur Deutsche Telecom, France Telecom og Sprint. Þar voru félögin með sínar langlínur og línukerfi fyrir fyrirtæki. France Telecom hefur nú keypt DT og Sprint út úr fyrirtækinu fyrir 400 milljarða íslenskra króna. Með þessum samningi verður Is- landssími umboðsaðili Global One á íslandi. Jafnframt veitir Íslandssími Global One fjarskiptatengingu við ísland. Afkoma Virg- in-flugfélags- ins versnar STJÓRNARFORMAÐUR Virgin Atlantic-flugfélagsins, Sir Richard Branson, greindi frá því nýlega að hagnaður flugfélagsins á þessu ári mundi minnka um að minnsta kosti helming frá síðasta ári. Branson sagði eftirspurn eftir sætum vera góða og þess vegna vonaðist hann eftir betri afkomu á næsta ári. Sem skýringu á versnandi afkomu nú nefndi hann hækkandi olíuverð og sagðist óttast að það héldist hátt enn um hríð. Fréttir um minni hagnað, eða jafnvel taprekstur, hafa borist frá fleiri félögum enda olía nokkuð stór þáttur í kostnaði flugfélaga. Þannig skýrði British Airways til dæmis fyr- ir skömmu frá töluverðu tapi og fé- lögin SAS og Finnair hafa kennt háu olíuverði um slaka afkomu. Flugfélög nota framvirka samn- inga til að verjast sveiflum í olíu- verði, en misjafnt er hversu miklar varnir þau hafa. Gera má rá& fyrir a& öll ný hlutabréf ver&i í framtí&inni rafrænt skráb hjá Ver&bréfaskráningu Islands. Rafræn skráning á eldri útgáfum hlutabréfa fer þannig fram a& hlutafélag sem hefur tekið ákvörðun um að skrá hlutabréf félagsins rafrænt ógildir pappírsbréfin. Eigendur hlutabréfanna þurfa ekki að skila bréfunum inn, heldur munu þau ver&a ógild frá og með auglýstum degi. Á þeim degi ver&a bréfin rafrænt skráð, VS-reikningar í nafni eigenda hlutabréfanna stofnaðir hjá Verðbréfa- skráningu og hlutur hvers og eins færður beint inn á reikning viðkomandi. Verðbréfafyrirtæki, bankar, sparisjóðir og aðrir aðilar á fjármagnsmarkaði veita nánari upplýsingar um rafræna skráningu verðbréfa. Rafræn skráning verbbréfa - augljós ávinningur, engin fyrirhöfn. VERÐBREFASKRANING ISLANDS HF The Icelandic S ecurities Depository Itd. HafnarhYOÍl • íryggvagötu 11 • Sími 540 5500 • www.vtírdbrefaskraning.is AÐALFUNDUR FRJÁLSA LÍFEYRISSJODSINS MIÐVIKUDAGINN 21.JÚNÍ Aðalfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn (Ársal Hótel Sögu miðvikudaginn 21. júní nk. kl. 8:15. Sjóðsfélagar Frjálsa lífeyrissjóðsins eru hvattir til að mæta. Dagskrá • Aðalfundarstörf skv. grein 5.3 í samþykktum sjóðsins. • Önnurmál. Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Sóltúni 26, sími 540 5000, www.frjalsi.is FRJALSI LlFEYRISSJÓÐURINN - elstí PtztnH séttipmrUfmfrinjfifíur landsim

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.