Morgunblaðið - 20.06.2000, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 20.06.2000, Qupperneq 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Mikið fjölmenni á kosningafundi andstæðinga Mugabes Spá stjórnarand- stöðunni sigri Harare. Reuters, AP, AFP. ALLT að 30.000 Zimbabwebúar söfnuðust saman á íþróttaleikvanga í Harare á sunnudag til að hlýða á ræður leiðtoga stærsta stjómarand- stöðuflokksins, MDC, sem spáðu stjómarandstöðunni sigri í þing- kosningunum í Zimbabwe um næstu helgi. Um fimm sinnum færri vom á kosningafundi Roberts Mugabe for- seta á sama íþróttaleikvangi daginn áður. „Þetta mikla fjölmenni sýnir að MDC er ekki aðeins stjómarand- stöðuflokkur heldur einnig verðandi stjómarflokkur," sagði Morgan Tsvangiral, leiðtogi flokksins. Nokkur ungmenni á fundinum réðust á þrjá unga menn, sem gmn- aðir vora um að styðja Mugabe for- seta, og gengu í skrokk á þeim. Mennirnir neituðu því að þeir styddu Mugabe en einn þeirra viðurkenndi að hafa verið í bol með mynd af for- setanum. Hann kvaðst hafa farið á fundinn úr vinnunni og vinnuveit- endur hans hefðu skipað starfs- mönnum sínum að klæðast bolum með mynd af Mugabe. Lögreglan var með mikinn við- búnað við fundarstaðinn, lokaði veg- um, leitaði í bílum og yfirheyrði öku- menn. David Colart, lagafulltrúi MDC, fordæmdi ofbeldið á kosningafundin- um og sagði flokkinn vilja stuðla að því að kosningarnar fæm friðsam- lega fram. Að minnsta kosti 29 manns, flestir þeirra stjómai-andstæðingar, hafa beðið bana í pólitíska ofbeldinu fyrir kosningamar og árásum stuðnings- manna stjómarflokksins sem hafa lagt undir sig hundmð búgarða hvítra bænda frá því í febrúar. Um 50 stuðningsmenn forsetans réðust einnig á heimili Margaret Dongo, leiðtoga þriðja stærsta flokks landsins, ZUD, á simnudag. „Þeir komu í rútu og köstuðu grjóti á húsið og bílinn minn,“ sagði Dongo og bætti við að einn starfsmanna hennar hefði særst. Forystumenn stjórnarflokksins, ZANU-PF, báðu Mugabe forseta af- sökunar á því hversu fáir mættu á fund hans á laugardag. Hann viður- kenndi þá í fyrsta sinn að stjórnar- flokkurinn stæði frammi fyrir mjög öflugri andstöðu í Harare, þar sem tekist verðui’ á um 19 þingsæti af 120 í kosningunum. Aðeins um 6.000 manns mættu á kosningafundinn, sem var haldinn á íþróttaleikvangi þar sem rúmlega 100.000 manns söfnuðust saman árið 1980 til að fagna Mugabe þegar hann kom úr útlegð til að taka við völdunum í landinu. Tsvangiral sagði að það væri tákn- rænt að fundur MDC skyldi hafa verið haldinn á sama stað og Mugabe sór embættiseið forseta Zimbabwe, fyrstur blökkumanna. „Á þessum íþróttaleikvangi fyrir tuttugu ámm stóð Mugabe og tilkynnti að Zimb- abwe væri sjálfstætt ríki. En nýir kúgarar tóku þá við af gömlu kúgur- unum í Zimbabwe. Þjóðin byrjar nú að telja dagana þar til hún fær raun- vemlegt frelsi.“ Skoðanakönnun, sem birt var á fóstudag, bendir til þess að MDC fái 70 þingsæti af þeim 120 sem em í veði. Samkvæmt stjórnarskránni á forsetinn að skipa 30 þingmenn til viðbótar. Tsvangirai sagði að MDC myndi Framtíðin hefst... núna! TOSHIBA heimabíó Nýjasta og fullkomnasta tækni á einstöku verði! TOSHIBA eru fremstir í tækniþróun. Hönnuðir Pro-Logic heimabíókerfisins, Pro-Drum myndbands- tækjanna og DVD mynddiskakerfisins. • 3 Scarttengi að aftan • 2 RCA Super VHS/DVD tengi að aftan • Super VHS, myndavéla- og heyrnartækja- tengi að framan • Barnalæsing á stöðvar • Glæsilegur skápur á hjólum með 3 hillum TOSHIBA heimabíótækin kosta m/öllu þessu aðeins frá 134.900, Önnur TOSHIBA tæki fást í stærðunum frá 14"-61" stgr. TOSHIBA DVD • SD 3109 5. kynslóð DVD mynddiskaspilara, 540 línur, fullkomnari en aðrir bjóða! • Super-5 Digital Blackline myndlampi • 180-300W magnari • 6 framhátalarar • 2 bassahátalarar • 2x2 bakhátalarar *Staðgreiðsluafsláttur er 5% AP Morgan Tsvangirai, leiðtogi stærsta sljórnarandstöðuflokks Zimbabwe, MDC, heldur á tákni flokksins á kosningafundi á íþróttaleikvangi í Har- are á sunnudag. reyna að skerða rétt forsetans til að skipa þingmenn ef flokkurinn sigrar í kosningunum. Kjörtímabili Mugabes lýkur eftir tvö ár og flokkur hans og banda- menn hans em nú með 147 af þing- sætunum 150. Skýrt var frá því í gær að stjóm Zimbabwe hefði vikið sautján mönn- um frá Kenýa og Nígeríu úr eftir- litsnefnd á vegum Evrópusambands- ins sem á að fylgjast með framkvæmd kosninganna. Stjómin sakaði mennina um að ganga erinda Breta, nýlenduherranna fyrrver- andi, sem hún hefur meinað að taka þátt í kosningaeftirlitinu. Varafor- maður nefndarinnar sagði að eftir- litsmennirnir tengdust á engan hátt Bretlandi. Landamærastnð Eþiopiu og Entreu Friðarsáttmáli vekur von Genf, Addis Ababa. AP. VONIR standa til að friðarsáttmáli sem Eþíópía og Erítrea undirrituðu sl. sunnudag geri hundmðum þús- unda flóttamanna kleift að snúa aft- ur til síns heima, að sögn talsmanns Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Stjómvöld í Erítreu áætla að hálf milljón landsmanna hafi flúið síðan um miðjan síðasta mánuð vegna stríðsins við Eþíópíu. Rúmlega 85 þúsund hafa farið til nágrannaríkis- ins Súdans þar sem þeir hafa verið skráðir opinberlega sem alþjóðlegir flóttamenn. Eþíópíumennirnir slógust þar í hóp 150 þúsund Erítreumanna er höfðu hrakist jfir landamærin vegna fyrri átaka. Aætlanir Flóttamanna- hjálparinnar um að koma þeim til síns heima urðu að engu þegar átök bratust út á ný í maí. Tahir Ali, æðsti embættismaður Flóttamannahjálparinnar í Asmara, höfuðborg Erítreu, sagði í yfirlýs- ingu, sem gefin var út í kjölfar undir- ritunarinnar, að nauðsynlegt væri að staðið yrði við sáttmálann í raun og veru. Flóttamannahjálpin hóf flutn- ing hjálpargagna til Asmara á sunnudag, og var flogið þangað með sjúkratjöld, byggingarefni, teppi og aðrar birgðir. BETRA KYNLÍF MEÐ ASTROGLIDE FÆST í APÓTEKUM FÁIÐ PRUFU f APÓTEKINU ymus.vefurinn.is astrogIide.com Reuters Konur og börn á flótta í Erítreu. Sumir hafa leitað yfir til ná- grannaríkjanna, aðrir hafast við í hellum uppi í fjöllum og auk þess hafa alþjóðlegar hjálpar- stofnanir hjálpað mörgum. Eþíópíustjórn sagði í gær að haf- inn væri brottflutningur herliðs frá bænum Teseney í Erítreu, sem Eþíópíuher tók herskildi í síðustu viku. Þá hófst í gær önnur lota í frið- arsamningum ríkjanna, og snýst hún m.a. um lausn þúsunda eþíópískra borgara sem forsætisráðherra Eþíópíu hefur sagt að séu í fanga- búðum í Erítreu. Eþíópía og Erítrea, sem era meðal tíu fátækustu ríkja heims, hafa átt 1 stríði síðan 1998 vegna landamæra. Erítrea var hérað í Eþíópíu þar til 1991 og varð sjálfstætt ríki tveim ár- um síðar, eftir að skæruhernaður hafði staðið í 30 ár.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.