Morgunblaðið - 20.06.2000, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 31
ERLENT
ySTUTT
Bólusótt
fyrir
trassaskap
AD minnsta kosti átta í Vladí-
vostok á Kyrrahafsströnd
Rússlands hafa sýkst af bólu-
sótt en þau komust í tæri við
gamalt bóluefni, sem nota átti
kæmi til sýklahernaðar. Segja
má, að bólusótt hafi verið út-
rýmt um allan heim, en síðasti
faraldurinn var 1977 í Afríku.
Rússneskir læknar segja, að
um sé að ræða mjög væga sýk-
ingu og bömin ekki í hættu en
þó er talið líklegt, að þau muni
bera örin eftir bóluna ævilangt.
I fyrstu var ekki ljóst um
hvaða sjúkdóm var að ræða og
ekki fyrr en í ljós kom, að börn-
in höfðu verið að leika sér með
glös, sem starfsfólk farsótta-
stöðvar hafði fleygt. Lágu þau
eins og hráviði á stóru svæði.
Er trassaskapur af þessu tagi
allalgengur í Rússlandi og hef-
ur valdið ýmsum sjúkdómum,
þar á meðal alnæmi.
745 milljarða
fyrir far-
símakerfi
ÞÝSKA fjármálaráðuneytið
býst við að fá um 745 milljarða
íslenskra króna þegar boðin
verða út leyfi fyrir næstu kyn-
slóð farsíma í næsta mánuði.
Er um að ræða fjögur til sex
leyfi. Torsten Albig, talsmaður
ráðuneytisins, sagði, að féð
yrði notað til að greiða niður
skuldir ríkisins en um 37 millj-
örðum króna yrði þó varið til
að auka framlög til menntunar-
og samgöngumála. Starf-
ræksla nýja farsímakerfisins
hefst 2002 en þá verður m.a.
boðið upp á netaðgang og þá
verður unnt að fylgjast með og
taka þátt í ráðstefnum um
farsímann.
Hryðjuverk í
Nýju-Delhí
TVÆR sprengjur sprungu á
sunnudag með fimm mínútna
millibili á stærsta markaðinum
í Nýju-Delhí, höfuðborg Ind-
lands. Urðu þær tveimur að
bana, fullorðnum manni og
átta ára gamalli stúlku. Engir
hafa gengist við ábyrgð á
hryðjuverkinu en lögreglan
hefur áður kennt aðskilnaðar-
sinnum í Kasmír um svipuð til-
ræði. Tólf sprengjur hafa
sprungið í Nýju-Delhí sl. þrjú
ár og aðallega í þeim hluta
borgarinnar, sem er byggður
múslímum.
Erlendir
fjölmiðlar
bannaðir
YFIRVÖLD í Líbanon bönn-
uðu í síðustu viku sjö erlenda
fjölmiðla og er þeim gefið að
sök að hafa móðgað minningu
Hafez al-Assads Sýrlandsfor-
seta en hann lést fyrir 11 dög-
um. Var ekki skýrt frá þessu
fyrr en í gær en um er að ræða
The Herald Tribune, Le
Monde, Liberation, Financial
Times, Economist, Time og
Newsweek. I yfirlýsingu frá
líbsanska öryggismálaráðun-
eytinu sagði, að áðurnefndir
fjölmiðlar hefðu svert minn-
ingu Assads og sært tilfinning-
ar þeirra, sem nú ættu um sárt
að binda.
Fimmtíu og
átta létust í
flutningabíl
London. AP.
FIMMTÍU og átta lík fundust í
flutningabfl í borginni Dover í Bret-
landi í fyrrakvöld, að því er lögregla
greindi frá. Tveir menn fundust á lífi
í bflnum og voru fluttir á sjúkrahús.
Þeir eru ekki í lífshættu. Hafin er al-
þjóðleg lögreglurannsókn á málinu.
Talið er að hinir látnu hafi verið
flóttamenn frá Kína. Einn maður
hafði í gær verið handtekinn vegna
málsins og hermdu fregnir að um
væri að ræða bflstjóra flutningabíls-
ins, en lögregla vildi ekki segja frá
því hver maðurinn væri.
Fimmtíu og fjórir hinna látnu
voru karlmenn og fjórir konur og
talið er að þau hafi kafnað í flutn-
ingavagni bflsins. Bfllinn kom til Do-
ver skömmu fyrir miðnætti á sunnu-
dag, sem var heitasti dagur ársins í
Bretlandi og Norður-Evrópu og
hafði hitastig farið í um þrjátíu
gráður. Bfllinn hafði farið frá Zeebr-
ugge í Belgíu íyrr um daginn með
tómatafarm.
Tollverðir sögðu að leitað hafi
verið í bflnum þegar hann kom til
Dover vegna þess að hann hafi átt
við lýsingu á grunsamlegum farar-
tækjum, þ.e. ekki verið kunnugleg-
ur og flutningafyrirtækið sem á
hann hefði ekki notað þessa flutn-
ingaleið íyrr. Þá hafði bflstjórinn
greitt fargjaldið í reiðufé í Belgíu.
Bresk stjórnvöld hafa undan-
fama mánuði gert átak til þess að
stemma stigu við auknum fjölda
flóttafólks sem kemur til landsins á
vegum alþjóðlegra glæpahringja er
rukka um ríflega tvær milljónir
króna á mann. í fyrra leituðu um 71
þúsund manns eftir hæli í Bretlandi
á þeim forsendum að þau sættu of-
sóknum í eigin heimalandi. Árið áð-
ur sóttu um 46 þúsund um hæli í
Bretlandi.
Siirnarbílar
1 Vmotskiim
1 Nýjor álfelgur
2 Ný radíal sumardekU
3 Nýr geislaspilari
4 Vandlega gfirfarnir
-ungir í annað sinn
Sumarbílar Bílalands hafa endurheimt frískleika 09 eldmóð æskunnar.
heir eru með nýjum geislaspilara, alfelgum, sumardekkjum og
vandlega gfirfarnir af fagmönnum svo þeir eru nánast eins 09 ngir.
Skelltu þér í Bílaland og fáðu þér flottari bíl á frábæru verði.
HYUNDAl ACCENT GlSl
nýskr. 6/97, árg. 1 998,
ek. 65 þíis.
Verð 750.000
RENAULT CLIO RT
mjskr. 8/97, árg. 1 998,
ek 61 hús
M Verð 790.000
HYUNDAl ACCENT ISl
ngskr 1 /96, árg. 1996,
ek 68 bús.
P Verð 590.000
BYUNDAl ACCENT GLSl
nýskr. 8/96, árg.1 996,
ek41 þás.
Verð 750.000
HYUNDAl SONATA GLSl
ngskr. 3/94, árg. 1994,
ek 1 08 þús.
Verð 630.000
Grjóthálsi I
Simi 575 1230
www.bl.is
HYUNDAl SONATA GlSl
ngskr.l 0/95,árg.l 996,
'l73Þ“ Verð 950.000
HYUNDAl ACCENT GSl
nýskr.6/95, árg. 1 995,
ek 92 þús.
Verð 510.000
HYUNDAl ACCENT GlSl
nýskr. 9/96, árg. 1 997,
ek 44 þús.
Verð 740.000
HYUNDAl ACCENT GLSl
nýskr 8/95, árg. 1 995,
'l35|"iS Verð 680.000
HYUNDAl COUPÉ FX
nýskr. 9/97, árg. 1 997,
ek 52 þús.
Verð 1290.000