Morgunblaðið - 20.06.2000, Page 33

Morgunblaðið - 20.06.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 33 ERLENT Reuters Kínverskur hjólreiðarmaður fer framhjá strætisvagni með auglýsingu um vinsælt kínverskt vefsetur í miðborg Peking. Kínverska samfélagið er orðið mun frjálsara og líflegra vegnaþeirrar stefnu stjórnvalda að opna það fyrir umheiminum. Sögulegt mikilvægi aðildar Kína að WTO eftir Jeffrey D.Sachs © Project Syndicate BANDARÍKIN hafa fylgt dæmi Evrópu og samþykkt skilyrði um umbætur í efnahagsmálum sem Kína þarf að uppfylla til að fá inn- göngu í Alþjóðaviðskiptastofnun- ina (WTO). Þar með er tónninn gefinn fyrir aðild Kínverja að stofnuninni í lok ársins 2000. Með inngöngu Kína í Alþjóðaviðskipta- stofnunina bætast 1, 3 milljarðar manna, meira en fimmtungur jarð- arbúa, formlega við meginstraum hins alþjóðlega hagkerfis. Þetta er söguleg stefnubreyting Kínverja í samskiptum við umheiminn, sam- skipti sem má rekja til atburða fyr- ir fimm öldum. Fyrir hagfræðinga og sagnfræð- inga sem sjá hlutina í víðu sam- hengi er Kína þó nokkur ráðgáta. Komum okkur beint að efninu; af hverju er svo mikil fátækt í Kína nú á dögum? Þjóðarframleiðsla á mann er að meðaltali 3.200 dollarar í samanburði við 25.000 dollara að meðaltali í Bandaríkjunum og Evrópu sé miðað við jafnvirðis- gildi. Ráðgátan tengist þeirri stað- reynd að frá 550 til 1500 e.Kr. var kínversk siðmenning fremst á sviði tækni og líklega einnig í efnahags- legri velmegun. Þessi hlutfallslega mikla hnignun Kína á síðustu fimm hundruð árum er eitt mesta rann- sóknarefni heimssögunnai-. Förum sex aldir aftur í tímann, rétt eftir 1400. Kína gat státað af tækniundrum eins og áttavita, þekkingu í siglingafræði, prentvél, flugeldum og sprengiefni sem átti engan sinn líka annars staðar í heiminum. Kínverska ríkið hafði verið sameinað í meira en 1500 ár og stjórnsýsla þess var nokkuð þróuð. Kínverskt postulín er gott dæmi um listræna hæfileika þjóð- arinnar. Það var eftirsótt næstu aldirnar og óviðjafnanlegt hand- bragðið á engan sinn líka fyrr né síðai-. Eitt mikilfenglegasta dæmið um afrek þeirra snemma á 15. öld voru miklir leiðangrar kínverska flotans. Á árunum 1405-1431 sigldu risastór skip um höf Suðaustur-As- íu til Indlands og jafnvel til Austur- Afríku. Því til vitnis eru postulíns- brot sem fornleifafræðingar hafa fundið í Kenýa og Tansaníu. En upp frá þeim tíma dró smám saman úr yfirburðum Kínverja. Hagfræðingar, sagnfræðingar, stjórnmálaskýrendur og lýðfræð- ingar hafa allir sína skoðun á ástæðunni en mín skoðun er sú að fyrst og fremst hafi Kína snúið Þetta er söguleg stefnubreyting Kín- verja í samskiptum við umheiminn, sam- skipti sem má rekja til atburða fyrir fimm öldum síðan. baki við umheiminum. Á þriðja áratug 15. aldar hættu Kínverjar öllum úthafssiglingum og flotinn var leystur upp. Keisarahirðin átti í fjárhagskröggum og þurfti að verjast innrás hirðingja frá Mið- Asíu. Þeir hættu úthafssiglingum, fluttu höfuðborgina til Peking og einangrun Kína næstu aldirnar hófst. Hver opinber tilskipunin rak aðra, skipasmíðastöðvum og höfn- um var lokað og Kínverjum var bannað að yfirgefa meginlandið. Verslun og önnur viðskipti voru í kjölfarið ekki nema svipur hjá sjón. Kína kaus að hverfa af sjónar- sviðinu og afsalaði sér hlutverki sínu meðal þjóðanna. Um það leyti sem Adam Smith ritaði Auðlegð þjóðanna (1776) lýsti hann Kína nokkuð vel sem miklu samfélagi sem haldið væri aftur af með fomfálegum lögum og einangrun í verslun. Honum fannst Kínverjar einnig sýna erlendn verslun algjöra lítilsvirðingu. Á meðan Kína hörfaði inn í skel sína stökk Evrópa fram á sjónarsviðið. Smith taldi uppgötvun sjóleiðar- innar til Asíu (fyrir suðurodda Afríku) og til beggja álfa Amenku vera tvo merkustu atburði mann- kynssögunnar. Alheimsvæðingin kom fram á sjónarsviðið en það var Evrópa en ekki Kína sem tók að sér leiðtogahlutverkið. Kína þurfti enga utanaðkomandi hjálp við að sólunda efnahagslegri og tæknilegri getu sinni. Þegar leiðir Evrópu og Kína lágu aftur saman í Ópíumstríðinu 1839-1842 var tæknilegt forskot Evrópu mik- ið. Yfirburðir álfunnar á hernaðar- sviðinu voru slíldr að Kínverjar ját- uðu sig sigraða og þurftu að gefa eftir sem var mjög niðurlægjandi fyrir þá. Það voru innrásir Evrópu- manna sem leiddu til þess að veru- lega hrikti í stoðum kínverska keis- araveldisins og samfélags þess. Keisaraveldið hrundi árið 1911 vegna þrýstings utan frá og vegna krafna innanlands um breytingar. En breytingar gengu ekki auð- veldlega fyrir sig. Eftir hrun keis- araveldisins fylgdu borgarastyrj- öld, innrás Japana á fjórða áratug tuttugustu aldar, heimsstyrjöldin síðari, annað borgarastríð og loks þrjátíu ár hörmunga og ógnar- stjómar einræðisherrans Maó Tse Tung og kínverska kommúnista- flokksins. Það var ekki fyrr en með stjórn Deng Xiaoping árið 1978 að Kína opnaði dyr sínar fyrir umheimin- um. Að sjálfsögðu var áhersla Deng fremur á umbætur í efna- hagsmálum en aukið frjálsræði á stjórnmálasviðinu. Hið aukna frjálsræði sem ríkt hefur allt frá 1980 á samt sem áður engan sinn líka í sögu Kína. I fyrsta skipti í margar aldir hefur alræðisríkið Kína tileinkað sér frelsi í verslun og viðskiptum við umheiminn af fúsum og frjálsum vilja. Innganga Kína í Alþjóðaviðskiptastofnunina mun styrkja umbæturnar sem hóf- ust árið 1978. Það gera þeir með því að samþykkja fijálsa verslun og gangast undir alþjóðlegar leik- reglur í viðskiptalífinu sem full- valda ríki og sem jafningi annarra ríkja í alþjóðasamfélaginu. Þeir sem gagnrýna frjálsa versl- un við Kína segja að pólitískt stjómskipulag þess byggi enn á valdboðum að ofan. Þeir hafa rétt fyrir sér en þessi staðreynd skiptir ekki höfuðmáh. Satt er það að póh- tískt stjórnskipulag Kínveija ein- kennist af valdboðum og lögboðin hlýðni við yfin’öld hefur verið kraf- an í tvöþúsund ár. Enda er það staðreynd að eingöngu alræðis- stjóm hefði getað lokað landamær- um sínum með opinberri tilskipun í margar aldir. Að sama skapi hefði eingöngu alræðisstjórn getað fært ríkinu hungursneyð af manna völd- um, misheppnaða efnahagsstefnu og menningarlega eyðileggingu sem einkenndi stjórnartíð Maós. Breyting Kína í átt til opnara samfélags hefur haft mikil áhrif og samfélagið er orðið mun frjálsara og h'flegra en það hefur hingað til verið. Unga kynslóðin í Kína og þær sem á eftir koma munu vilja og krefjast frelsis til stjórnmálaskoð- ana samfara auknum efnahagsleg- um tækifærum og þátttöku í at- burðum heimsins. Opnun Kína fyrir umheiminum mun á næstu áratugum einnig opna fyrir lýð- ræði í ríkinu, eitthvað sem eru góð- ar fréttir fyrir Kínverja og einnig okkur hin. Jeffrey D. Sachs er Galen L. Stone-kennari í hagfræði og forstöðumaður Miðstöðvar alþjóðaþróunar við Harvard-háskóla. Barak reynir að bjarga ríkisstj órninni Ehud Barak, forsætisráðherra Israels. Jerúsalem. AFP, Reuters. AVRAHAM Shcihat, íjánnálaráðherra í Isra- el og náinn samverka- maður Ehud Baraks, forsætisráðherra ísra- els, sagði um helgina, að líklega næðust samn- ingar við Shas-flokkinn, flokk heittrúaðra gyð- inga, um að hann tæki aftur upp stuðning við stjórnina. Leiðtogi Shas, Eli Yishai, ítrek- aði hins vegar í gær, að flokkurinn myndi segja sig úr stjórninni form- lega í dag eða síðar í vik- unni. Shas-flokkurinn, sem er þriðji stærsti flokkurinn á ísraelska þing- inu, Knesset, hefur ítrekað hótað að draga sig út úr stjórninni á síðustu mánuðum vegna deilna um opinber- ar fjárveitingar til skóla sem hann rekur. Flokkurinn krefst þess að fá aukin framlög til skólanna og einnig aukið forræði yfir þeim. Skólamir lúta nú yfirstjóm menntamálaráð- herra ísraels, Yossi Sarid. Meirihluti kjósenda vill að Shas fari út úr stjórninni Sáttafundir hafa verið haldnir milli fulltrúa stjórnarflokkanna und- anfarna daga og fyrir helgi var áætl- að að þeir héldu áfram næstu daga. Annar flokkur innan ríkisstjórnar ísraels, Meretz-flokkurinn, sem er veraldlegur gyðinglegur flokkur, hefur hótað að hætta þátttöku í stjómarsamstarfinu fái hinir heittrú- uðu aukið faglegt forræði yfir skól- um sem starfræktir em á þeirra veg- um. Forystumaður flokksins og við- skiptaráðherra Israels, Ran Cohen, hefur kallað Shas „flokk fjárkúgara". Barak hefur undanfarið átt í mikl- um vandræðum með að halda ríkis- stjóminni saman. Nýleg skoðana- könnun leiddi í ljós að meirihluti íbúa ísraels telur að Barak eigi að slíta samstarfinu við Shas. Hins vegar er ljóst að óvissan sem það hefði í för með sér gæti haft slæm áhrif á frið- arferlið, sem raunar virðist þegar vera í uppnámi. Krabbameins- félagsins l/fÁ/fHÍttia* - 2000 Renault Laguna 2.0 station sjálfskiptur kr. 2.100.000 24635 Bifreið eða greiðsla upp í íbúð kr. 1.000.000 99839 Úttekt hjá verslun eða ferðaskrifstofu kr. 100.000 853 23321 48188 66454 2722 25109 49026 67445 2892 27431 50128 70327 4374 27604 50332 72526 5244 28540 50682 72589 5506 29512 51525 73010 5968 30831 53342 73675 6762 32939 54237 74861 9673 33214 54472 75500 11478 35627 54557 77111 12211 36268 54779 77507 12688 36396 55168 77977 16695 38307 56512 78411 16890 38928 57122 79679 18606 39051 57287 82015 18962 39342 58263 83822 20238 41622 61573 84439 20675 42145 61771 85092 20902 42538 61913 86224 23050 42679 62545 86504 23118 43801 63188 87625 23312 46955 63734 88133 89408 111732 130335 148294 89460 111816 131467 148300 92139 113761 132400 148836 92667 113800 132441 149369 93553 115949 133104 151055 94465 116111 134314 151686 95790 117718 134785 152220 97781 118115 135843 152525 98175 118480 137052 152642 99767 118583 137057 153741 99847 119129 138899 153831 100471 119172 138936 153876 103182 119178 139032 155292 103276 121441 140057 155748 104672 122005 140188 155915 105496 123714 140821 158054 105784 125770 141391 106886 126998 141905 108163 127061 143554 109003 127736 143683 109130 128849 146929 111365 129962 147452 . c/ors:i//Hi/}u>/sui/e/qyitf/)a/{Aaf' landsmönnunvoeittan/stuðnúup YL Krabbameinsfélagið Handhafar vinningsmiða framvisi þeim á skrífstofu Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, sími 540 7 900.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.