Morgunblaðið - 20.06.2000, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 20.06.2000, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Gunnarsstofnun, Skriðuklaustri, tekín í notkun Morgunblaðið/Jim Smart Foreldrar Bjarkar: Guðrnundur Gunnarsson og Hildur Rún Hauksdóttir ásamt Einari Erni Benediktssyni, en hann framdi símagjörning til New York við athöfnina. B j örk valin borgarlista- Þungamiðja í menn- ingarlegum umsvif- um á Austurlandi maður 2000 Margt var um manninn á Skriðuklaustri á sunnudag. BJÖRK Guðmundsdóttir var út- nefnd borgarlistamaður Reykja- víkur 2000 í Listasafni Reykjavík- ur, Hafnarhúsi, á laugardag, en útnefningin fer fram 17. júní ár hvert. Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu SM, tók við verðlaun- unum fyrir Bjarkar hönd, en hún er stödd í New York að vinna að gerð nýrrar plötu sem kemur væntanlega út á næsta ári. Verð- launin veitti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Við athöfnina gerði Guðrún Jónsdóttir, formaður menningar- málanefndar, grein fyrir vali nefndarinnar. Einar Órn Bene- diktsson annaðist símagjörning við New York, Bragi Olafsson flutti Ijóð, Sjón kynnti söng og texta en þær Ásgerður Júníus- dóttir messósópran og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari fluttu Unglinginn í skóginum eft- ir Jórunni Viðar við ljóð Halldórs Laxness og Yfirlýsingu eftir Morgunblaðið/Jim Smart Viðurkenning borgarlistamanns Reykjavíkur 2000. Hjálmar H. Ragnarsson við Ijóð Magneu Matthíasdóttur. Utnefning borgarlistamanns er heiðursviðurkenning til handa reykvískum listamanni sem með listsköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalffi. stuðla að alþjóðlegum menningar- tengslum og standa fyrir listvið- burðum ýmiss konar. Skúli Björn Gunnarsson, for- stöðumaður Gunnarsstofnunar, sagði að þótt sér virtist skrefið lítið sem verið væri að stíga á þessum degi, þá væri það reyndar stórt stökk fram á við í menningarlegu tilliti hér á Austurlandi. Gunnar Björn Gunnarsson, afkomandi Gunnars Gunnarssonar, flutti ávarp og kvað niðja Gunnars vera sátta og ánægða með niðurstöðu í máli Gunnarsstofnunar og að nú nyti hún þeirrar virðingar sem hún ætti skilið og að geðþóttaákvarðanir um eigur og verðmæti sem tilheyrðu Gunnarshúsi heyrðu nú sögunni til. Gunnarsstofnun að Skriðuklaustri er nú opin almenningi frá 11-17 alla daga nema mánudaga. Veitinga- stofa er í húsinu og verður hún opin á þessum sama tíma. Þeim, sem hafa áhuga á að fræðast enn betur um Gunnarsstofnun er bent á heimasíðu á slóðinni www.austur- land.is/skriduklaustur. Egilsstöðum. Morgunblaðið. GUNNARSSTOFNUN að Skriðu- klaustri í Fljótsdal á Héraði var tekin formlega í notkun nú um helgina. Á annað hundrað manns var viðstatt opnunina. Björn Bjarnason menntamálaráðherra flutti ávarp í tilefni opnunarinnar og sagði að langþráð markmið hefðu náðst með þetta fyrirkomu- lag um Gunnarsstofnun. Ráðherra sagði stofnunina vera þungamiðju í menningarlegum umsvifum á Aust- urlandi, a.m.k. um þessar mundir. Hann þakkaði stjórn Gunnars- stofnunar, sérstaklega Helga Gísla- syni formanni og niðjum Gunnars Gunnarssonar, fyrir vel unnin störf og fagnaði því að sættir hafa náðst í þessu mikilvæga menningarmáli. Hlutverk Gunnarsstofnunar er m.a. að leggja rækt við bókmennta- rækt með áherslu á ritverk og ævi Gunnars Gunnarssonar. Rekinn verður dvalarstaður fyrir lista- og fræðimenn en á Skriðuklaustri er íbúð til afnota fyrir listafólk. Stofn- unin kemur til með að hafa áhrif á atvinnuþróun á Austurlandi og efla rannsóknir á austfirskum fræðum, Morgunblaðið/Anna Björn Bjarnason menntamála- ráðherra flutti ávarp. Myndlistardeild Listaháskóla Islands Ráðið í fjórar stöður prófessora Anna Líndal Tumi Magnússon Einar Garibaldi Ingólfur Öm Eiríksson Amarsson REKTOR Listaháskóla íslands hefur ráðið í fjórar stöður prófess- ora við myndlistardeild skólans. Ráðin voru Anna Líndal, Einar Garibaldi Eiríksson, Ingólfur Örn Arnarsson og Tumi Magnússon. Ráðning hvers þeirra er til allt að þriggja ára. Þá hefur Gunnar Harðarson, heimspekingur og dós- ent við Háskóla íslands, verið ráð- inn gestaprófessor við deildina. Umsóknir um prófessorsstöður voru alls átján. Dómnefnd um mat á hæfi umsækjenda komst að þeirri niðurstöðu, að átta umsækjendur teldust „vel hæfir“, þrír „hæfir“, en sjö töldust ekki uppfylla sett skil- yrði. Anna Líndal stundaði mynd- listarnám við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1981-86, og síðan framhaldsnám við Slade School of Fine Art, University College, í London. Hún hefur verið virkur þátttakandi í íslensku listalífi síð- astliðinn áratug og haldið fjölmarg- sar sýningar sem hafa vakið at- hygli, einnig á erlendum vettvangi. Myndlist hennar hefur m.a. vakið spurningar um kynbundin gildi í myndlistinni og í samfélaginu og um samfélagslegt hlutverk listar- innar almennt. Einar Garibaldi Eiríksson lauk námi frá Myndlista- og handíða- skóla íslands 1985 og hélt síðan til framhaldsnáms við Accademia di belle Arti di Brera í Mflanó og út- skrifaðist þaðan 1991. Síðan þá hef- ur hann verið mjög virkur í ís- lensku listalífi, bæði sem myndlistarmaður og kennari. I list sinni hefur Einar einkum gllmt við spurningar um merkingu og tákn- mál. Ingólfur Örn Arnarsson hefur víðtæka reynslu sem starfandi listamaður og hefur sýnt verk sin á virtum sýningarstöðum, bæði inn- anlands og utan. í list sinni hefur hann einkum unnið á því sviði sem er á mörkum þess sýnilega og þannig kannað grunnþætti mynd- málsins. Ingólfur stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann 1976-79 og við Jan van Eyck Aka- demie í Maastricht 1979-1981. Þá hefur hann að baki margra ára reynslu sem kennari í myndlist og verið virkur við skipulagningu sýn- inga, jafnt erlendra sem innlendra listamanna. Tumi Magnússon stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann 1976-78 og við AKI Akademie voor Beeldende Kunst í Enchede 1978- 80. Síðan hann lauk námi hefur hann haldið fjölda sýninga með verkum sínum, innanlands sem ut- an, og auk þess tekið þátt í sam- sýningum víða um heim. Tumi hlaut gullverðlaun fyrir verk sín á tvíæringnum í Sao Paolo 1994. Hann hefur einkum vakið athygli fyrir áleitnar spurningar í list sinni um virkni myndmáls og sjónskyns, og um tengsl myndmáls, tungumáls og veruleika. Tumi á að baki lang- an feril sem kennari í myndlist. Peningagjöf fyrir flutn- ing laga Hallbjargar LÉTTSVEIT Kvennakórs Reykjavíkur hefur borist kr. 70.000 að gjöf frá Jens Jörgen Fisher Nilsen vegna flutnings sveitarinnar á verkum látinnar eiginkonu hans, frú Hallbjargar Bjarnadóttur. Hann vill með þessu votta sveitinni þakklæti sitt fyi-ir að halda nafni hennar á lofti. Léttsveitin var á söngferða- lagi í maí sl. og flutti þar m.a. lög Hallbjargar í útsetningu Aðalheiðar Þorsteinsdóttur, píanóleikara kórsins. Sýning framlengd Hótel Skaftafell, Freysnesi SÝNING Kristínar Þorkels- dóttur verður framlengd til 25. júní. Sýndar eru vatnslitamyndir frá Vatnajökulssvæðinu og nefnist sýningin Ljósdægur á Islandi. Sýningin er opin alla daga og er aðgangur ókeypis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.