Morgunblaðið - 20.06.2000, Page 36

Morgunblaðið - 20.06.2000, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Unnið að uppbyggingu Skaftfells sem menningarmiðstöðvar á Seyðisfírði Sambönd við evrópskt listalíf Hópur áhugamanna vinnur að viðgerðum á Skaftfelli á Seyðisfírði og uppbyggingu menningarmiðstöðvar. Hópurinn er með metnaðarfull áform um sýningarhald enda með tengsl við evrópskt listalíf. Helgi Bjarnason kynnti sér uppbygginguna. Morgunblaðið/Ásdís Garðar Eymundsson húsasmíðameistari gaf Skaftfell til lista- og menn- ingarstarfs og Gréta, dóttir hans, er nú framkvæmdastjóri menningar- miðstöðvarinnar. ETTA er allt að ganga fram. Það er svo kraftmik- ill hópur sem starfar að uppbyggingunni og íbú- arnir eru að átta sig á því að þetta er ekki tóm vitleysa," segir Garðar Eymundsson, trésmíðameistari á Seyðisfírði. Garðar og kona hans, Karólína Þorsteinsdóttir, gáfu húsið Skaftfell til lista- og menningarstarfs fyrir nokkrum árum og hefur verið unnið skipulega að endurgerð húss- ins og uppbyggingu menningarmið- stöðvar. Bjami Þ. Sigurðsson Skaftfell gullsmiður byggði húsið árið 1907 og var þar með verkstæði sitt auk þess sem fjölskyldan rak veitinga- og gistihús, að því er fram kemur hjá Þóru Guðmundsdóttur arkitekt í Húsasögu Seyðisfjarðarkaupstaðar. Síðar voru verslanir í húsinu. Á síld- arárunum eignaðist norskur sér- trúarsöfnuður Skaftfell og rak þar norskt sjómannaheimili. Eftir síldar- árin dró úr umsvifum og norski söfn- uðurinn gaf Seyðisfjarðarsöfnuði það árið 1975. Afburða sýningarsalur Garðar Eymundsson segir að ætl- unin hafi verið að nota húsið sem safnaðaheimili en fljótlega hafi kom- ið í ljós að það hentaði ekki. Hann samdi við söfnuðinn um að taka húsið upp í safnaðarheimili sem hann smíð- aði og þangað flutti hann trésmíða- verkstæði sitt. Húsið var um tíma ónotað eftir að Garðai’ færði tré- smíðaverkstæðið annað. Á afmælisári Seyðisfjarðar 1996, þegar kaupstaðurinn varð 100 ára, kviknaði sú hugmynd hjá Garðari að gefa húsið til lista- og menningar- starfs. „Það var erfitt fyrir mig að fara að selja húsið og mér fannst fara vel á því að gefa það til þessarar starfsemi," segir hann. Sjálfur er Garðar áhugamaður um listir, fylgist vel með myndlist og málar í frístund- um. í upphafí tók áhugamannafélag við gjöfinni, svokallaður Skaftfellshópur, en 1997 var stofnuð sjálfseignar- stofnun um uppbyggingu og rekstur Skaftfells sem menningarmiðstöðv- ar. Síðan hefur verið unnið að gagn- gerum endurbótum á húsinu. Fyrsti áfanginn var að útbúa sýn- ingarsal á fyrstu hæð hússins. Er sal- urinn um 160 fermetrar með góðri lýsingu og fær lof listamanna sem þar sýna, enda hannaður af mynd- listarmanninum Bimi Roth. Sýning- arsalurinn var formlega tekinn í notkun á síðasta ári. Á þessu ári hefur verið útbúin veit- ingastofa og kaffihús í kjallara húss- ins og var hún opnuð á þjóðhátíðar- daginn, 17. júní, um leið og listahátíðin Á seyði. Að sögn dóttur Garðars og Karólínu, Grétu Garðai-s- dóttur, framkvæmdastjóra Skaft- fells, er tilgangurinn með kaffihúsinu að hleypa meira lífi í starfið í húsinu og reyna að skapa grundvöll til að nýta það allt árið. I kaffihúsinu er ætlunin að hafa bækur, sýningarskrár, tímarit, póst- kort og fleira til að skoða og kaupa og tölvu með netsambandi. Listamenn- imir Pétur Kristjánsson og Eggert Einarsson tóku að sér að skipuleggja veitingastofuna og reka til reynslu fyrstu tvo mánuðina. Þeir leggja áherslu á kaffihúsastemmningu og einfaldan matseðil. Einnig er verið að innrétta lista- og fræðimannsíbúð með vinnuað- stöðu á efstu hæð hússins og er stefnt að því að hún verið tekin í notkun í haust. Gréta segir að hugmyndin sé meðal annars að listamenn geti dval- ið í íbúðinni og unnið að list sinni, jafnvel fyrir sýningar í húsinu. Kraftmikill hdpur Þriðji áfangi endurgerðar Skaft- fells er eftir en það er að gera við húsið að utan og koma þvi í uppruna- lega mynd. Garðar segir reyndar að sumt hafi verið lagað jafnóðum en enn sé töluvert átak eftir. Meðal ann- ars þurfi að brjóta niður steintröppur og smíða nýjar úr tré. Þóra Guð- mundsdóttir er arkitekt breyting- anna. Töluverð lóð fylgir húsinu, meðal annars grunnar fallinna úti- húsa. Garðar segir að hugmyndin sé að koma þar upp sýningarsvæði fyrir útilistaverk. Þær viðgerðir sem ráðist hefur verið í hafa kostað um 15 milljónir kr. og er þá ótalið framlag sjálfboðalið- anna, en það er mikið að sögn Garð- ars og í raun forsenda þess sem gert hefur verið. Ríkissjóður og fleiri op- inberir aðilar hafa veitt styrki til framkvæmdarinnar. „Þetta hefur gengið betur en við höfðum trú á í upphafi," segir Gréta og faðir hennar bætir við: „Já, róður- inn hefur orðið léttari en ég átti von á. Við erum þakklát fyrir þá velvild sem við höfum notið. Það er kraft- mikill hópur sem starfar að uppbygg- ingunni og íbúarnir eru að átta sig á því að þetta er ekki tóm vitleysa," segir hann. Alþjöðlegar sýningar Gréta segir að því stefnt að setja upp þrjár góðar myndlistarsýningar á ári í Skaftfelli og er í því efni ekki síður litið til alþjóðlegra listamanna en íslenskra. Raunar hafa verið sett- ar upp sýningar í húsinu áður og á meðan á viðgerðum hefui’ staðið og hafa þær vakið athygli. Sérstök sýninganefnd velur sýn- ingarnar og hefur hún mikinn metn- að. Meðal nefndarmanna eru lista- mennirnir Björn Roth og Bernd Koberling, þekktir menn í mynd- listarheiminum hér og í Evrópu. Garðar segir að Dieter Roth, sem nú er látinn, og Bjöm sonur hans hafi stutt uppbyggingu og sýningarhald í Skaftfelli með ráðum og dáð og nú hafi Koberling bæst við. Tengsl við þessa menn skapi mikil og góð sam- bönd við listaheiminn í Evrópu og gefi þeim tækdfæri að fá alþjóðlega þekkta listamenn til að sýna í húsinu. Hápunktur starfsins í sumar er sýn- ing á verkum þekkts norsks listmál- ara, Olavs Christophers Jenssens, en hún er einmitt sett upp fyrii' orð Koperlings. Áuk þriggja stórra sýninga er reiknað með að inn á milli verði tæki- færi til að setja upp minni sýningar. Þótt myndlistin sé í öndvegi í Skaftfelli hafa verið ýmsir aðrir list- viðburðir í menningarmiðstöðinni og Gréta leggui- áherslu á að sá þáttur verði aukinn eftir því sem húsakynn- in bjóði upp á. Þá er hugmyndin að hefja'útgáfustarfsemi sem tengist starfseminni í húsinu og auka áherslu á fræðslu, meðal annars með vönduðum námskeiðum fyrir börn og unglinga. Og starf menningarmiðstöðvar- innar verður ekki bundið við húsið Skaftfell. Nú hefur hópurinn sem að henni stendur tekið að sér að varð- veita og gera upp húsið sem alþýðu- listamaðurinn Ásgeir Jón Emilsson, Geiri, bjó í. Ásgeir er látinn en utan húss og innan er fjöldi verka hans. Húsið verður safn til heiðurs og í minningu Ásgeirs og er að sjálfsögðu kallað Geirasafn. Vinnubúðir listamanna Garðar bindur vonir við að fræði- og listamannsíbúðin verði lyftistöng fyrir listalífið á staðnum. Telur hann að Seyðisfjörður henti að mörgu leyti vel til að byggja upp aðstöðu fyrir al- þjóðlega listamenn, nokkurs konar vinnubúðir listamanna. Nefnir hann sem dæmi að listamenn sem vinna með málma og tré geti fengið aðstöðu í vélsmiðju og á trésmíðaverkstæði og góð aðstaða sé fyrir stærri við- burði í félagsheimili og íþróttahúsi. „H^lldór er einn af þeim fáu sem dæmir ekki“ í Salnum í Kópavogi hefur síðustu dagana staðið yfír sannkölluð söngveisla en henni lauk í gærkvöldi með hátíð til heiðurs Hall- dóri Hansen barnalækni og tónlistarunn- anda. Margrét Sveinbjörnsdóttir brá sér í Kópavoginn í gær og náði tali af fínnsku söngkonunni Margaretu Haverinen og hinni kínversku Violet Chang. „ÉG KYNNTIST Halldóri Hansen í gegnum Dalton Baldwin. Við hitt- umst fyrst fyrir um tuttugu árum í New York, þar sem ég stundaði nám,“ segir finnska sópransöngkonan Margareta Haverinen. Baldwin hafði leyft Halldóri að heyi-a hljóðritanir af söng hennar og heillaðist sá síðar- nefndi. Eftir þennan fyrsta fund þeirra hafa þau skipst á bréfum. „Við tölum um allt í heiminum í þessum bréfum okkar,“ segii’ hún. „Halldór er ein af þeim fáu mann- eskjum sem ég þekki sem dæmir ekki. Ég hef aldrei heyrt hann gagn- rýna nokkum mann eða hallmæla nokkmm. Hann hefur sinn eigin smekk en hann metur fólk eins og það er og reynir ekki að breyta því - þó að hann geti látið í Ijósi sínar skoðanir," segir Haverinen. Hún kveðst hafa verið mjög ung þegar hún hitti hann fyrst og þau hafi strax tengst óijúfan- legum böndum. „Halldór er bama- læknir og hefur mjög næman skilning á bömum og ungmennum. Og svo býr hann yfir þessari ástúðlegu ró,“ segir hún og bætir við að sjálf hafi hún aldrei átt föður og því hafi það verið kærkomið að tengjast Halldóri svo sterkum böndum. „Halldör tök mér sem þeirri manneskju sem ég var“ „Oft er það þannig með hæfileika- ríkar ungar manneskjur að allir vilja breyta þeim og móta eins og leir. Segja að maður eigi að gera svona eða hinsegin. Halldór leyfði mér að vera ég sjálf og reyndi ekki að breyta mér. Hann tók mér sem þeirri manneskju sem ég var. Það var stórkostlegt." Haverinen neyddist til að aflýsa tónleikum í Stokkhólmi sl. föstudag sökum slæmsku í hálsi og var orðin dauðhrædd um að þurfa l£ka að hætta við að syngja á íslandi. „Þegar ég fór að hugsa mig um sá ég þó að þetta snerist ekki eingöngu um að syngja á tónleikum heldur fyrst og fremst að hitta Halldór og gleðja hann,“ segir hún og er yfir sig sæl með að vera komin alla leið. Og röddin er öll að koma til. Jörðin, vindurinn og vatnið Það var líka píanóleikarinn kunni Dalton Baldwin sem kynnti kínversku sópransöngkonuna Violet Chang fyr- ir Halldóri Hansen á sínum tíma. Hún hefur einu sinni áður komið hingað til lands. „Það eru mörg ár síðan. Þá söng ég m.a. fyrir forsetann, frú Vig- dísi Finnbogadóttur,“ segir hún. Violet Chang er heilluð af íslenskri náttúru. „Ég trúi því að jörðin, vind- urinn og vatnið móti manneskjuna - og röddin er sálin,“ segir hún. Auk þess að taka þátt í sönghátíðinni í Salnum og hylla Halldór Hansen kveðst hún vera hingað komin til að efla tónlistarleg tengsl Islands og Kína, m.a. með því að fá efnilega ís- lenska söngvara til að taka þátt í fyrstu stóru alþjóðlegu kínversku söngvarakeppninni sem haldin verð- ur í Guangdong í Suður-Kína í nóvem- ber næstkomandi. „Mig langar til að bjóða fjórum íslenskum söngvurum að taka þátt í keppninni," segir hún og nefnir í því sambandi sérstaklega Finn Bjamason, sem hún hefui’ mik- inn hug á að fá í keppnina. Auk þess langar hana til að finna fallegt ís- lenskt þjóðlag til að bæta á efnisskrá sína. Komin til að sækja inniskóna Violet Chang er fleira til lista lagt en að syngja, því hún hefur mikið yndi af matargerð. Hún rifjai’ upp fyrstu heimsókn sína til Halldórs en þá bjó hún heima hjá honum og eldaði dýr- indis krásir. „Og svo lásum við upp ljóð hvort fyrir annað og við grétum bæði og hlógum. Eftir tónleikana fór ég út með Ijóðskáldi, leikara, gítar- leikara og dansara og við dönsuðum alla nóttina. Ég var orðin svolítið sein út á flugvöll um morguninn, svo ég þurfti að pakka niður með miklum hraði og gleymdi inniskónum minum. j| Síðan eru liðin mörg ár og í hvert sinn f sem ég hef hitt Halldór síðan í New York hefur skóna borið á góma. Hann ® segir alltaf: „Ég ætla ekki að koma með skóna til þín, þú kemur sjálf og sækir þá.“ Og nú er ég loksins komin til að ná í skóna,“ segir Chang, sem lét heldur ekki hjá líða í þetta sinn að leika listir sínar í eldhúsi Halldórs. „Við Dalton Baldwin sáum um mat- inn, hann eldaði spaghetti og ég gerði „cosmopolitan“-salat byggt á franskri k uppskrift, auk þess sem ég hafði með : mérýmislegtgóðgætifráKína,“segir ■ hún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.