Morgunblaðið - 20.06.2000, Side 38

Morgunblaðið - 20.06.2000, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Skáldaleyfi BÆKUR I ijóð LJÓÐS MANNS ÆÐI eftir Ásgrún Inga Amgrímsson. Höfundur gefur sjálfur út. 2000 - 52 bls. UNG skáld læra af þeim eldri. Oft má lesa lærdóminn út úr kvæðum þeirra. Aðrir verða þeim andlegir lærimeistarar á fleiri sviðum. Þó hygg ég að mikilvægasti skóli sér- hvers skálds sé útgáfa fyrstu bókar- innar. Ásgrímur Ingi Amgrímsson er í þessum sporum. Hann er að ljúka burtfararprófi úr fyrstubókar- skólanum og ég fæ ekki betur séð en pilturinn standi sig með láði. Ljóðs manns æði heitir bók hans og titill- inn speglar dálítið meginaðferð hans við yrkingar. Ásgrímur leikur sér nefnilega ótæpilega að orðum og orðatiltækjum. Þar skortir raunar ekkert á hugmyndaauðgina. Ljóðmál Ásgríms er ágætlega fág- að. Það á hann vafalaust nokkuð að þakka Þórði Helgasyni sem hann raunar þakkar sérstaklega í bók sinni. En hann hefur einnig valið sér sem fyrirmyndir Ijóðskáld sem þekkt eru að vönduðum vinnubrögð- um, ekki síst þá Stein Steinarr og Tómas Guðmundsson. Hann vísar oft til kvæða þeirra og sum ljóða hans eru eins konar tilbrigði við þeirra kvæði. Svo markvisst er til þeirra vísað. Titl- ar eins og Háa- loftið á Hótel Jörð segja sína sögu og þver- stæður eins og lesa má í eftirfar- andi hendingu vísa vitaskuld í ljóðaheim Steins Steinarr: Tálsýn ein var heimur okkar hálfur o_g hitt var bara draumur einn og sér. Eg lifði í þessum draumi og dó þar sjálfur og draumurinn hann lifði og fórst í mér. Tvennt einkennir form ljóðanna. Annars vegar er Ásgrímur liðtækur sonnettusmiður. Mörg kvæða hans eru ort undir enskum sonnettuhætti og hann leitast við að aðhæfa það form íslenskum bragreglum. Þar að auki er margt prósaijóða í ljóðabók hans. Hvað inntakið varðar er í sjálfu sér ekki mikið að segja. Mörg kvæðin eru æfingar ungs manns og rista kannski ekki ýkja djúpt. En Ásgrímur er hnittinn og víða skemmtilegur í orðaleikjum sínum. I prósaljóðinu Hlaup kemst hann svo að orði: Við komum hlaupandi hvor úr sinni áttinni og rákumst saman við húshomið. Eg bað hann afsökunar en þegar hann svaraði sá ég ekki betur en ég væri að tala við sjálfan mig. Ég spurði hann hreint út hvort svo væri. Þá kom í ljós að ég hafði heldur betur hlaupið á mig. Studdum verður þessi leikur að orðum ansi tvíræður eins og í kvæð- inu Sífliss: Hún hafði verið einkennalaus síðan á gelgju- skeiðinu og allt benti til þessað komist hefði verið fyrir sjúkdóminn. En svo gerðist það í miðjum samræðum að síílissið tók sig upp aftur og hún smitaði alla viðstadda. I upphafl bókar setur Ásgrímur fram umsókn um skáldaleyfi sem hann segist skila ásamt með mynd til Listamafíunnar á Islandi. Ætli rit- dómarar geti ekki talist fulltrúar þeirrar mafíu þótt undirritaður vilji síst af öllu feta i fótspor útlendra guðfeðra. Eigi að síður hygg ég að bók Ásgríms sé rituð með þeim hætti að óhætt sé að taka hann í fang listafjölskyldunnar. Því er honum hér með veitt skáldaleyfi. Skafti Þ. Halldórsson Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Elisaveta Kopelman var marg- klöppuð upp eftir einleikstón- leika sína í Egilsstaðakirkju. Píanótón- leikar í Egilsstaða- kirkju Egilsstöðum. Morgunblaðið. RÚSSNESKI píanóleikarinn Elisa- veta Kopelman hélt einleikstónleika í Egilsstaðakirkju. Tónleikarnir voru liður í dagskránni Bjartar nætur í júní, á vegum Óperustúdíós Austur- lands, sem er haldin um Austurland. Á efnisskrá tónleika Elisavetu voru Myndir á sýningu eftir Modest Mussorgsky, lög úr Árstíðunum eftir Pjotr Tchaikovsky og Ungversk rapsódía eftir Franz Liszt. Elisaveta var 5 ára gömul þegar hún hóf nám í píanóleik í Moskvu. Framhaldsnámi lauk hún frá Konunglega tónlistar- háskólanum í Manchester í Eng- landi. Hún vann tónlistarverðlaun árið 1995 og hefur komið fram í öll- um helstu tónleikasölum og á tónlist- arhátíðum Englands og Evrópu. Hún hefur haldið einleikstónleika víðar, m.a. í New York og Moskvu. ------+++------- Orgelleikur í Dómkirkjunni MARTEINN H. Friðriks- son leikur á orgel Dóm- kirkjunnar fjögur kvöld í júní og verða fyrstu tónleikarnir í kvöld, þriðju- dagskvöld, kl. 22. Aðrir tónleikar verða föstudaginn 23. júní, þá laugardaginn 24. júní og fjórðu tónleikarnir verða 27. júní. Á efn- isskrá eru verk eftir Bach, Mend- elssohn, Pál Isólfsson, Jón Þórar- insson, Jón Nordal og Hjálmar H. Ragnarsson. Orgelleikurinn stendur í 40 mín- útur og aðgangur er ókeypis. i LACDE Dagana 27. til 30. ágúst nœstkomandi verður haldin í Háskólabíó alþjóðleg ráðstefna um viðbúnað gagnvart náttúruvá og öðrum ógnum. Ráðstefnan er skipulögð af Sambandi fslenskra sveitarfélaga, Umhverfisráðuneytinu og Slysavarnafélaginu Landsbjörg, í samstarfi við LACDE , sem eru alþjóðleg samtök sveitarfélaga. Meginþema ráðstefnunnar lýtur að samstarfi vísindamanna og sveitarfélaga um viðbúnað gegn hamförum og meðal þess sem fjallað verður um eru snjóflóð, jarðskjálftar, eldgos, flóð, mengunarslys, áhœttustjórnun, tryggingarmál, og margt fleira. SAMBAND ÍSLENSKRA SVEITARFÉLAGA Umhverfisráðurteytið 2* Slysavamafélagið Landsbjðrg Athygli er vakin á því að ráðstefnugjaldi hefur verið stillt mjög í hóf fyrir íslenska þátttakendur. Cjaldið er aðeins krónur 12.500,- fyrir þá sem staðfesta þátttöku fyrir l.júlí næstkomandi en 15.000,- krónur fyrir þá sem skrá sig til leiks frá og með 1. júlí 2000. Local Authorities Confronting Disasters & Emergencies - LACDE <L> O o3 inmendir oq erlendir GO Ö crí rjO c GO meðal annarra: Alcira Kreimer, framkvœmdastjóri hjá Aíþjóðabankanum í Washington Ernst Goldschmitt, Iðnaðar- og umhverfisskrifstofa Sameinuðu þjóðanna Freysteinn Sigmundsson, forstöðumaður Norrœnu eldfjallastöðvarinnar María J. Vorel, forstoðumaður "Project Impact" áætlunar FEMA í Bandaríkjunum Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði Ólafur Proppé, fyrrverandi formaöur Slysavarnafélagsins Landsbjargar Phillipe Boulle, framkvcemdastjóri hamfaramiöstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Genf Ragnar Stefánsson, jarðskjálftafrœðíngur á Veðurstofu fslands Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra Sigrún Árnadóttír, framkvcemdastjóri Rauða kross islands Sólveig Þorvaldsdóttir, framkvcemdastjóri Almannavarna ríkisins Tómas Jóhannesson, Veöurstofa íslands Walter Ammann, snjóflóðarannsóknarstöðinni í Davos í Sviss Upplýsingar hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, ráðstefnudeild Samvinnuferða Landsýnar og hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg en einnig er hægt að skrá þátttöku beint á heimasíðu ráðstefnunnar www. samband. is/lacde. ■ ■■■■■■ V:..- yM-XWtWXX?. xAi ARVJÐBÚNAÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.