Morgunblaðið - 20.06.2000, Síða 46

Morgunblaðið - 20.06.2000, Síða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Fögur er E sj an Hugmyndir hafa aldrei numið land hér nema með ferlegum skipbrotum og ber Reykjavík merki þess. Fólki kann stundum að þykja göngulag mitt skrýtið en þá er það vegna þess að ég er að reyna að forðast að stíga á heliumót í gangstéttinni. Oftast er mér alveg sama en stundum stend ég mig að því að hafa gengið langa leið án þess að hafa stigið á ein einustu hellumót. Þetta tekst með réttri hrynjandi í skrefunum: Eitt langt tvö stutt, eitt langt tvö stutt. Þetta eru hníg- andi þríliðir. Svona getur taktur- inn orðið þegar vel gengur en minnsta truflun getur sett mann út af laginu. Það hleypur kannski hundur í veg fyrir mann eða bam. Kannski hætta hellumar og eitt- hvað annað tekur við; minni hellur, of litlar fyrir skó númer 45, slétt og tilbreytingarlaust malbik, gras eða möl, hún er langverst. Þá annað- hvort breytist takturinn eða hug- urinn reikar í aðra átt. Róin sem uinunDC rúðustrikað VlvrlUKF landslag helln- annaogtakt- fast göngulag- ið hafði fært á Eftir Þröst Helgason hugann víkur fyrir slitróttum hugsunum og öngþveiti sem skap- astaflífiíborg. Michel de Certeau, sem var franskur félagsfræðingur, hélt því fram að labb sem þetta, labb í borg, hefði merkingu, að labb í borg væri merkingarbær athöfn rétt eins og að skrifa og tala eru merkingarbærar athafnir. Hug- myndin er í sjálfu sér einfóld og skýr. Þegar við göngum um borg þá erum við að taka þátt í menn- ingarlegri og sögulegri samræðu. Borgin er full af sögu sem við les- um með fótunum, ef svo má segja, götur og hús mynda texta sem seg- ir frá athafna- og hugmyndalífi fólksins sem reisti þau, sem gekk göturnar og bjó í húsunum. Við þennan texta er sífellt verið að bæta, gömul hús eru rifin og ný bætast við, og fólkið breytir um takt í kjölfarið. Borgarráfið skapar sinn eigin texta. Séð ofan af llOdu hæð World Ti-ade Center er Manhattan eins og latnesk málfræði, sagði de Cert- eau. Þetta er frámunalega vel skipulögð borg. I samanburði við Manhattan er Reylgavík eins og sundurlaus setning. Gatnakerfið er rökfræðilegt klúður og arki- tektúrinn nykraður. Reykjavík endurspeglar þjóðareðlið: Hana skortir aga og úthald. Það er ekk- ert samspil, engin samræða og þess vegna er heldur engin niðurs- taða, engin heildarmynd. Tilviljun- in ræður. í New York horfir maður til himins, upp eftir þrítugu mann- gerðu stálinu og þráir frelsi víðátt- unnar. í Reykjavík rýnir maður í hornrétt landslag hellnanna og þráir staðfestu, reglu á víðáttuvit- lausar hugsanir. Þegar maður gengur um götur Reykjavíkur leit- ar maður reglunnar, hugsunarinn- ar og skynseminnar sem ekki er að finna í skipulagi og ásýnd borgar- innar. Þama er, held ég, aðal- skýringin á helluhoppi mínu. Þótt það vanti einhverja heild- stæða hugmynd á bak við skipulag Reykjavíkur þarf það ekki að þýða að hún sé verri borg en New York. Hún er bara öðruvísi, eins og Is- lendingar. Hugmyndir hafa aldrei numið land hér nema með ferleg- um skipbrotum ogber Reykjavík merki þess. Nema reykvískir skipulagsfræðingar hafi aðhyllst hugmyndir hins kunna arkitekts Negroponti sem vildi brjóta upp gamla borgarskipulagið með torgi 1 miðjunni og hringum utanum, eins og í París. Hann raðaði léttum pappakössum á gólf og hleypti her af maurum í gegn. Þeir ýttu köss- unum hingað og þangað og riðluðu allri uppröðun, - og þar með var komið nýtt borgarsldpulag. Að minnsta kosti höfnuðu Reykvík- ingar hinni fomu og skynsömu hringhugmynd sem Guðjón Sam- úelsson reyndi að innleiða hér á fyrri hluta aldarinnar, en enda- slepp Hringbrautin mun vera eini eða einn af fáum vitnisburðum þeirrar tilraunar. Skortur á (heildar)hugsun í sldpulagi borgarinnar þarf heldur ekki að þýða að borgin sé ljót. Reykjavfli er ekki ljót borg. En ég held reyndar að íslendingar meti fegurð borga og bæja á annan hátt en aðrar þjóðir. Þetta rann upp fyrir mér á Ijósmyndasýningu Kristínar Hauksdóttur í sal Is- lenskrar grafíkur í apríl síðastliðn- um. Þai- hengu tvær myndir hlið við hlið af sinni borginni hvor. Sú vinstra megin sýndi New York- borg rísa úr hafinu eins og stuðla- berg. Myndin var tekin um borð í ferju sem siglir milli Manhattan- eyju og Statten Island. í forgranni var ein af þessum jámgrindum sem einkenna svo mjög stórborg- ina og byrgja tfl að mynda fiesta glugga hennar en er hér notuð tfl að vama farþegum feijunnar að fara fyrir borð. Myndin hægra megin sýndi Esjuna rísa úr sæ í allri sinni dýrð. I forgranni var hafið eitt, en myndin var tekin frá Reykjavík. Þessar myndir afhjúpa reyk- vískt ef ekki íslenskt fegurðar- skyn, að minnsta kosti þegar borg- in er annars vegar. New York-búinn, sem Kristín Hauks- dóttir var vel að merkja sjálf um nokkurt skeið, horfir til borgar- innar í leit að fegurð hennar en Reykvfldngurinn horfir frá borg- inni í leit að fegurð hennar. Þetta gæti virst svolítið einstrengingsleg túlkun í fyrstu en henni til stuðn- ings má benda á hvað Islendingar hafa alltaf verið uppteknir af bæj- arstæðum (og svei mér ef bæjar- stæði er ekki séríslenskt hugtak). Islendingar tala mikið um að bæj- arstæði séu falleg, en minna um að bæir séu fallegir. Kannski er þetta til komið vegna þess að íslending- ar tíðkuðu enga afgerandi bygg- ingarlist fram eftir öldum heldur bjuggu í moldarbyngjum sem féllu inn í landslagið. Kannski er þetta arfleifð Gunnars sem sagði: Fögur er hlíðin. En ekki: Fagur er Hlíð- arendi. Og þótt íslendingar séu famir að stunda einhvers konar byggingarlist þá tölum við svona enn. Þegar sflfurmaðurinn Egfll Helgason innti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra eftir áliti hennar á því hvort Reykjavík væri fijgur borg á Skjá einum í vetur, þá nefndi hún fyrst Esjuna og hið fal- lega bæjarstæði. Það komu svo hálfgerðar vöflur á Bjöm Ólafs, einn víðkunnasta skipulags- aridtekt íslands, þegar hann var spurður sömu spumingar, en hann nefndi einnig fallegt bæjarstæðið, - sagði reyndar að Reykjavík væri eitt fallegasta bæjarstæði í heimi. Sjálfur myndi ég líka segja þetta, fögur er Esjan, en hugarró og staðfestu í þessarí borg finn ég í samræmdu göngulagi: eitt langt tvö stutt, eitt langt tvö stutt, eitt langt tvö stutt... Sérkennsla - Sérkennarar hafa áhuga á að hagnýta tölvu- tæknina á markvissan hátt í kennslu og aðlögun námsgagna. Inga Rún Sigurðardóttir hitti að máli Sigurð Fjalar Jónsson sem hjálpaði kennurunum að nálgast þetta takmark á nýlegu námskeiði Símenntunarstofnunar KHI. >S;V Morgunblaðið/Arnaldur Námskeiðið var að stærstum hluta verklegt og byggðist á því að þátttakendur lærðu á tæknina um leið og þeir notuðu hana. Aðsóknin á námskeiðið var mikil og komust færri að en vildu. Tölvur í starfí sérkennara • Stór hluti af verki sérkennara er að aðlaga námsefni • Tölvur eru tímasparandi og geta breytt starfi kennarans mikið SÍMENNTUNARSTOFNUN Kennaraháskóla íslands stóð fyrir tölvunámskeiði ætluðu sérkennurum þann 13.-16. júní sl. „Sérkennarar hafa viljað nýta sér tölvutæknina betur á þeirra eigin forsendum," segir Sigurður Fjalar Jónsson, annar umsjónarmanna nám- skeiðsins. Hann segir að námskeiðið hafi verið ætlað kennurum með mis- munandi reynslu og undirstöðu á sviði upplýsinga- og samskipta- tækni. Aðsóknin á námskeiðið var mikil og komust færri að en vildu. „Við höfðum einungis sext- án tölvur til umráða hér í ferða- tölvuveri Símenntunarstofnunar en alls voru umsóknirnar í kring- um 80 talsins. Þörfin er fyrir hendi og áhugi sérkennara er greinilega til staðar,“ segir Sig- urður Fjalar. Auk Sigurðar hafði Guðrún Hallgrímsdóttir umsjón með námskeiðinu en líkt og Sigurður Fjalar kennir hún við starfsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Starfsbrautin er aðallega ætluð fötluðum nemendum en þar er mikil áhersla lögð á hagnýtingu tölvu- og upplýsingatækni í allri kennslu. Hagnýt tölvutækni Námskeiðið var að stærstum hluta verklegt og byggðist á því að þátttakendur lærðu á tæknina um leið og þeir notuðu hana. Mikil áhersla var lögð á að sýna hvernig hægt er að hagnýta tölvutæknina á markvissan hátt í kennslu og nýsköpun. „Stór hluti af verki sérkennara er að aðlaga námsefni þannig að það henti nemendum þeirra. Til dæmis fórum við í umbrotsforrit- ið Publisher og hvernig hægt er að nota það til að útbúa nám- sefni,“ segir Sigurður Fjalar. Að sögn Sigurðar var nám- skeiðið tvíþætt. „í fyrsta lagi var lögð áhersla, á tölvutækni í starfi kennarans. I öðru lagi var litið á það hvernig hægt er að nota tölv- ur í námi nemendanna og þá á ég við bæði sérhæfð kennsluforrit og Word,“ segir hann. Upphaf námskeiðsins fór í það að kenna á stafrænar myndavélar og fjalla um hvernig hægt er að nota stafrænar myndir í sér- kennslu. „Þær geta boðið upp á óhefðbundin tjáskipti ef til vill við nemendur sem tala ekki. Við fórum líka í forrit Náms- gagnastofnunar, „Bókin sem tal- ar“. Forritið er margmiðlunar- forrit og er því hægt að blanda saman texta hljóði og myndum, bæði stafrænum og teiknuðum,“ segir hann. Forrit sótt á Netinu Sigurður Fjalar talar einnig um mikla möguleika Netsins í þessu sambandi. „Það er mjkil út- gáfa á forritum á Netinu. A nám- skeiðinu sóttum við á Netið til dæmis forrit til að vinna með stafrænar myndir, eins konar stafrænt myndaalbúm," segir hann. Góður staður til að sækja forrit á Netinu er t.d. á www.soft- seek.com. Sigurður fór sérstak- lega í það á námskeiðinu hvernig á að bera sig að við það en allar kennslutölvurnar voru nettengd- ar. „Eg lagði líka áherslu á það að kenna á forrit sem bjóða upp á skapandi möguleika svo sérkenn- arar geti lagað þau að eigin þörf- um. Einnig fórum við í Windows notendaviðmótið. Þar er mörgu hægt að breyta til að einfalda notkun þess. Sem dæmi má nefna er hægt að hægja á músinni og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.