Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 47
MENNTUN
stilla lyklaborðið þannig að það
henti betur nemendum með sér-
þarfír,“ segir Sigurður Pjalar.
Gagnagrunnur
fyrir sérkennara
Hann kynnti einnig forritið
„Sérkennsluþjóninn“ en í því geta
sérkennarar skráð allar upplýs-
ingar sem tengjast nemendum.
„Þetta er gagnagrunnur fyrir
sérkennara og það eru margir
sem nýta sér forritið," segir
hann.
Sigurður Fjalar segir að tölvu-
námskeiðið sé það fyrsta í nokk-
urn tíma sem haldið er sérstak-
lega fyrir sérkennara. „Með því
að halda námskeið ætlað sér-
kennurum er hægt að afmarka
námsefnið. Námskeiðið verður
því mun markvissara," segir
hann.
Námskeiðið er þrátt fyrir þetta
frekar yfirgripsmikið. „Avinning-
urinn fyrir hvern og einn þátttak-
anda fer auðvitað eftir því hvað
hann gerir við alla þessa nýju
þekkingu eftir að námskeiðinu
lýkur. Ég mundi segja að nám-
skeiðið gefi ágætt yfirlit yfir þá
möguleika sem eru til staðar fyr-
ir sérkennara í tölvuheiminum.
Þetta ýtir þeim af stað á mörgum
sviðum. Fólk þarf að fá hvatn-
ingu og jafnframt tækifæri til að
kynnast tækninni sem til er.
Hópurinn á námskeiðinu hefur
verið mjög námsfús og skemmti-
legur í alla staði,“ segir Sigurður
Fjalar.
„Ef tölvutækni er nýtt á réttan
hátt þá getur hún breytt starfi
kennarans verulega mikið. Til að
mynda er það mjög tímasparandi
ef kennarar kunna að notfæra sér
alla möguleika tölvunnar. Þá á ég
við í námsefnisgerð og aðlögun
námsefnis fyrir nemendur með
sérþarfir enda er það hlutur sem
við höfum einbeitt okkur mikið að
á námskeiðinu."
Ályktanir
SAMFOK
Á AÐALFUNDI SAMFOK
þriðjudaginn 16. maí sl. voru
eftirfarandi ályktanir sam-
þykktar:
1. „SAMFOK telur tíma-
bært að lengja skólaár nem-
enda í íslenskum grunnskól-
um til samræmis við það
sem gerist hjá nágranna-
þjóðum okkar. Jafnframt því
að nota stærri hluta ársins
til kennslu, öllum til hags-
bóta, þarf að endurskipu-
leggja og laga skólastarfið
að þeim aðstæðum sem börn
og foreldrar búa við nú á
tímum. Aðalfundur SAM-
FOK skorar því á yfirvöld
fræðslumála í landinu og í
Reykjavík að hefja þegar í
stað þá vinnu sem fram þarf
að fara til að hægt sé að
lengja skólaárið sem allra
fyrst.“
2. „Aðalfundur SAMFOK
skorar á yfirvöld mennta-
mála, félagsmála og heil-
brigðismála að finna strax
lausn á því hvernig fjár-
magna eigi sérúrræði í
grunnskólunum og hvernig
standa eigi að þjónustunni.
Fjöldi grunnskólabarna fær
ekki þá aðstoð og þjónustu
sem þörf er á því ekki er
ljóst hvar ábyrgðin hvílir."
3. „Aðalfundur SAMFOK
hvetur Reykjavíkurborg til
að bæta um betur í sérúr-
ræðum fyrir börn í grunn-
skólum Reykjavíkur. í því
samhengi skorar fundurinn á
Fræðslumiðstöð og fræðslur-
áð Reykjavíkur að birta sem
fyrst niðurstöður könnunar á
þessum málaflokki sem gerð
var síðastliðið ár og leggja
fram tillögur um hvernig
megi bæta þessa þjónustu.“
EMMA
MAGNÚSDÓTTIR
+ Emma Magnús-
dóttir fæddist 5.
ágúst 1921 í Kúvík-
um í Árneshreppi á
Ströndum. Foreldr-
ar hennar voru
Magnús Hannibals-
son, f. 14.4. 1874, d.
1.3. 1963, og Guðf-
inna Guðmundsdótt-
ir, f. 6.9. 1895, d.
19.5. 1973. Alsystk-
ini Emmu eru: 1)
Ester Lára, f. 29.4.
1917, maki Guð-
mundur Pétur
Águstsson, f. 11.12.
1912, d. 30.10. 1997, og eiga þau
tvo syni. 2) Trausti Bi eiðfjörð, f.
13.8. 1918, maki Hulda Jónsdótt-
ir, f. 10.3.1921, og eiga þau fimm
börn. 3) Vilborg Magnúsdóttir, f.
1920, d. 1928. Hálfsystkini
Emmu frá fyrra hjónabandi
Magnúsar eru Klara, Guðrún,
Vilma, Magnús, Helga og Lára.
Eiginmaður Emmu
var Sveinn Guð-
mundsson, f. 17.12.
1913, d. 10.6. 1984.
Börn þeirra eru: 1)
Kamilla, f. 7.5. 1942,
maki Hans Ove Han-
sen, f. 7.8. 1943. Börn
þeirra eru Selma og
Sveinn og eiga þau
tvö barnabörn. 2)
Guðrún, f. 2.1. 1944,
d. 10.4. 1944. 3) Guð-
mundur Sveinsson, f.
11.12. 1946, d. 17.2.
1995, maki Guðlaug
Kristmundsdóttir, f.
29.2. 1956. Börn þeirra eru Sveinn,
Kristmundur og Helga. 4) Gunn-
laugur Sveinsson, f. 30.6. 1950,
maki Elín Ástráðsdóttir, f. 7.12.
1954. Börn þeirra eru Pétur og
Þóra.
Útfór Emmu fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Hún Emma frænka er dáin. Lát
hennar kom okkur, sem þekktum
hana, ekki á óvart. Hún hafði í
nokkur ár átt við vanheilsu að
stríða en samt finnst mér hafa
skapast nokkurt tómarúm í tilveru
minni við fráfall hennar. Fyrstu
minningar mínar um hana og
hennar fjölskyldu er frá þeim ár-
um er við áttum öll heima í Djúpa-
vík. Heimili hennar og Sveins,
mannsins hennar, var á vissan hátt
mitt annað heimili. Ekki spillti fyr-
ir að amma og afi áttu heima í
sama húsi og þau. Á blómaskeiði
Djúpavíkur vann hún við sfldar-
söltun þar og tvö síðustu sumurin
sem við fórum til vinnu þangað
vann hún ásamt mömmu í matsöl-
unni sem þar var starfrækt.
Emma fékk snemma að kynnast
því að lífið er ekki eilífur dans á
rósum. Þegar hún var u.þ.b. sex
ára lamaðist móðir hennar skyndi-
lega. Má nærri geta hvílíkt álag
það hefur verið á heimilið þegar
húsmóðirin lá rúmföst mánuðum
saman. I fyrstu yar Emma í fóstri
á Steinstúni í Árneshreppi og er
ég þess fullviss að þar hefur verið
vel hugsað um hana. Síðar fór hún
sem barnapía inn á Dranganes í
Steingrímsfirði. Ái'ið 1941 giftist
hún Sveini Guðmundssyni, miklum
sómamanni. Hann ólst upp í Kjós
frá ellefu ára aldri hjá Petrínu
ömmu minni og seinni manni
hennar, Jóni Daníelssyni. Þannig
voru hann og pabbi að hluta til
uppeldisbræður og þannig vildi til
að þeir kvæntust systrum og
bjuggu nánast allan sinn aldur í
nágrenni hvor við annan.
Þegar fór að halla undan fæti í
atvinnusögu Djúpavíkur var ekki
um annað að ræða en flytja sig um
set. Emma og Sveinn fóru að hafa
vetursetu fyrir sunnan og árið
1957 fluttu þau alfarin frá Djúpa-
vík og settust að í Hafnarfirði, þar
sem þau bjuggu allar götur síðan.
Ég hef oft leitt að því hugann
hversu erfitt hlýtur að vera fyrir
fólk sem hefur byggt sér heimili á
stöðum eins og Djúpavík að þurfa
að yfirgefa eignir sínar og byrja
upp á nýtt. Því hús á svona stöðum
eru verðlaus og auk þess þarf að
greiða af þeim skatta og skyldur.
En þetta fólk var ekkert að
kvarta. Vol og væl nútímans var
ekki til í þeirra orðabók. Þau
Emma og Sveinn festu sér íbúð við
Öldugötu 44 í Hafnarfirði og þar
var heimili þeirra allt til æviloka.
Eins og áður er getið var lífið
ekki alltaf jafnblítt við Emmu.
Næstelsta barn hennar, stúlka að
nafni Guðrún, lést aðeins þriggja
mánaða gömul. Sveinn maður
hennar lést skyndilega hinn 10.
júní 1984 og Guðmundur eldri son-
ur hennar féll frá í ársbyrjun 1995
eftir erfið veikindi.
Emma var glaðlynd og félags-
lynd kona. Heimili þeirra Sveins
stóð ávallt opið vinum og ættingj-
um og ekki síður vinum barna
hennar. Þar var því oft glatt á
Hjalla. Var Emma oftar en ekki
hrókur alls fagnaðar. Það er
áreiðanlegt að létt lund hefur
hjálpað henni á erfiðum stundum í
lífinu. Þegar heilsunni fór að hraka
kom vel í ljós að hún átti marga
góða vini sem litu til hennar og
réttu henni hjálparhönd. Hún vildi
búa á sínu heimili eins lengi og
kostur væri. Með hjálp vina og
ættingja tókst henni það. Ég fann
það oft hversu þakklát hún var
þessu fólki.
Þegar ljóst var nú í vor á hversu
alvarlegt stig veikindi Emmu voru
komin átti hún sér tvær óskir.
Önnur var sú að fá að lifa fram yf-
ir fermingu Helgu, sonardóttur
sinnar, og hin var að lokabaráttan
tæki ekki langan tíma. Fyrri óskin
rættist en það er spurning um þá
síðari.
Elsku Milla og Hans Ove, Gulli
og Ella, Gulla og fjölskyldur. Við
Hanna og fjölskylda okkar sendum
ykkur innilegar samúðarkveðjur.
Minningin lifir þótt maðurinn falli.
Emma mín. Þakka þér fyrir allt
sem þú gerðir fyrir mig og mitt
fólk.
Hvíl í friði.
Magnús Guðmundsson.
í dag kveð ég kæra vinkonu
mína Emmu Magnúsdóttur sem
lést á Vífilstaðaspítala að kveldi 9.
júní sl. Vinátta okkar Emmu er
búin að vara um 30 ár og finnst
mér að Emma hafi alltaf verið til
staðar fyrir mig í mínu lífi.
Það eru svo ótal margar minn-
ingar sem koma fram í huga minn
nú á þessum dögum. Við vorum
nágrannar í mörg ár á Öldugötu
44, Hafnarfirði. Þangað fluttu fjöl-
skyldur okkar í nýtt sambýlishús
haustið 1959. Þar myndaðist gott
samfélag með góðu fólki.
Við Óli maðurinn minn vorum
yngst hjóna í húsinu en það kom
ekki að sök því að við féllum vel
inn í þennan hóp. Það var margt
brallað saman og góð vinátta
myndaðist á milli okkar allra. Má
til nefna að einu sinni fórum við í
ógleymanlega ferð í Þórsmörk og
man ég að fólk sem við hittum þar
fannst mjög skrítið að fjölskyldur
úr sama stigagangi í fjölbýlishúsi
færu saman í skemmtiferð en
þetta var sérstakt samfélag, við
stóðum saman í gleði og sorg, það
fékk ég að reyna þegar ég missti
Óla hvað ég átti þarna góða vini.
Þetta breyttist ekki þó að ég flytti
í burtu. Þessir góðu vinir voru allt-
af til staðar.
Margt breytist á löngum tíma.
Fólk hverfur úr hópnum eins og
gengur en Emma var á sinni Öldu-
SIGRIÐUR GUÐNY
GUÐJÓNSDÓTTIR
+ Sigríður Guðný
Guðjónsdóttir
fæddist á Eskifirði 4.
nóvember 1917. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Reykjavíkur í Foss-
vogi 29. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Sólveig
Þorleifsdóttir og
Guðjón Jónsson. Sig-
rfður var yngst af sjö
systkinum. Hún var
alin upp af fósturfor-
eldrum frá sex vikna
aldri. Þau hétu Karl-
ína G. Stefánsdóttir
og Gunnlaugur Guðmundsson.
Fóstursystkin Sigríðar voru
þrjú.
Sigríður giftist Friðgeiri Eir-
íkssyni árið 1951 og eignuðust
þau þrjú börn, Karlínu Guðrúnu,
Jón Kristin og Gunnlaug Jó-
hann. Barnabörnin eru fimm og
barnabarnabörnin þrjú.
Utför Sigríðar var gerð frá
Fossvogskapellu hinn 8. júní síð-
astliðinn í kyrrþey, að ósk hinn-
ar látnu.
Hve undurhægt vaggast bátur þinn
yið landsteina eigin bemsku.
Á mjúkum silkispegli,
bak við langa ævi
horfist þú í augu við litla telpu.
Slegið hár hverfist í leik smárra fiska,
í sólskini fljúga þeir á gullnum
vængjum
inn í laufgrænan skóg.
(Jón úr Vör.)
Elsku mamma, nú er lokið lífi
þínu á jörðinni að þessu sinni. Það
var bjart og fagurt veður þegar þú
sveifst á braut til fundar við skap-
ara þinn. Það var líka bjart og frið-
ur yfir ásjónu þinni á þeirri
stundu. Þreyttum og sjúkum er
hvíldin kær, þó það
sé alltaf sárt að sjá
eftir sínum nánustu
þá er gott að hugsa
til þín, elsku mamma
mín, heilbrigðrar
með fulla heyrn í
faðmi frelsarans, og
allra hinna sem þér
þótti vænt um og á
undan eru gengnir.
Ég hugsa með þakk-
læti til bernskunnar,
þú varst alltaf til
staðar og þið pabbi
bjugguð okkur ör-
uggt heimili. Ég
minnist daga með ilmi af nýsteikt-
um kleinum og daga sem amma
Kalla kom og þú settir bylgjur í
hárið hennar. Þá hafðir þú heyi-n-
ina og þið spjölluðuð margt saman,
mér fannst gaman að fylgjast með
og hlusta á ykkur. Þú varst alltaf
tilbúin að liðsinna öðrum ef þú
gast.
Elsku mamma hafðu þökk fyrir
allt og allt.
I náð legg ég mig lausnarans
líf mitt er á valdi hans.
Gæskan þín hefur grát minn stillt.
Guð, far þú með mig sem þú vilt.
(H.P.)
Karlína Guðrún.
Elsku amma mín. Nú er víst
komið að kveðjustund að sinni. Á
svona stundu koma margar góðar
minningar upp í hugann. Mér
verður hugsað til allra góðu stund-
anna sem við óttum saman þegar
ég kom til ykkar afa á sumrin. í
Skólagerðinu varstu með sérstaka
hillu sem þú safnaðir í alls konar
krukkum og dósum fyrir mig í búið
og voru þetta hinir mestu dýrgrip-
ir í mínum augum sem ég tók svo
alsæl með mér heim í sveitina.
Og þegar ég fór að heiman til
götu. Þangað var alltaf hægt að
koma, hún var alltaf til staðar og
margar stundir sátum við saman í
eldhúskróknum hennar og rædd-
um málin. Ekki vorum við nú alltaf
sammála vinkonurnar, báðar pínu-
lítið frekar og stjórnsamar en það
var nú allt í góðu, við hlógum mik-
ið saman eða jafnvel grétum á
stundum.
Ekki fór Emma mín varhluta af
sorginni. Hún missti unga dóttur á
fyrsta ári, son sinn Guðmund í
blóma lífsins frá konu og þremur
börnum, mikinn mannkostamann,
og var það henni þung raun. Eig-
inmann sinn, Svein Guðmundsson,
missti hún 10. júní 1984. Sveinn
var mikið ljúfmenni og var hans
sárt saknað af þeim sem til han.fr
þekktu.
Eftirlifandi börn þeirra hjóna
eru Kamilla, búsett í Danmörku,
og Gunnlaugur búsettur í Hafnar-
firði.
Emma átti góða fjölskyldu sem
annaðist hana vel og var hún þeim
þakklát fyrir það. Emma átti við
erfið veikindi að stríða síðustu ár
og settu þau mark sitt á hana, en
Emma var létt í skapi og átti sínar
góðu stundir. Fram undir það síð-
asta var hún hress og sagði brand-
ara. Þegar ég heimsótti hana síð-
ast var mjög af henni dregið en
samt gátum við hlegið pínulítið
saman. Hún vissi að endalokin
voru skammt undan og kveið þeim
ekki.
Emma var vinmörg, sýndi það
sig best í veikindum hennar. Hún
laðaði að sér fólk á öllum aldri, var
hrókur alls fagnaðar á góðum
stundum og sannur vinur í raun.
Emma mín, ég á eftir að sakna
þín mikið en jafnframt gleðst ég
yfir að þú ert búin að fá hvíldina.
Ég er þakklát að hafa átt þig sem
vinkonu öll þessi ár, það er mér
mikils virði.
Fjölskyldu þinni allri sendi ég
góðar kveðjur. Guð geymi þig. *
Þóra V. Antonsdóttir.
borgarinnar í skóla átti ég alltaf
öruggt skjól hjá ykkur afa á Dun-
haganum, þau voru ófá kvöldin
sem ég var með heimþrá en ákvað
þá að taka strætó til ömmu og afa
og fékk að sofa á stofugólfinu yfir
helgina og varð þá alltaf allt betra.
Mér leið alltaf svo vel hjá ykkur,
fannst lengi vel heimili ykkar vera
mitt annað heimili, sjálfsagt hefur
það stafað af því að þú tókst að þér
að gæta mín þegar ég var lítið kríli
og mamma þurfti að fara að vinna.
Núna þegar þú ert farin sé ég
hvað þú hefur verið mikill hluti af,
lífi mínu og þótt ég hafi ekki komið'
eins oft og ég hefði viljað nú í
seinni tíð þá hef ég alltaf haft hug-
ann hjá ykkur.
Þegar þú varst á spítalanum
núna síðast hugsaði ég með mér að
þú kæmir heim eftir smá tíma eins
og svo oft áður og þá ætlaði ég að
bjóða ykkur afa á nýja heimilið
mitt. Eg vildi ekki horfast í augu
við það að nú væri tíma þínum að
Ijúka hér hjá okkur en innst inni
vissi ég það og þegar mamma og
pabbi komu til að segja mér að þú
værir látin vissi ég áður en nokkuð
var sagt að nú værir þú farin til
betri heima.
En þó að það sé erfitt að hugsa
sér veröldina án þín er huggun
mín sú að nú ert þú laus undan
líkamlegum þrautum og að englar
Guðs taka á móti þér og vísa þér
leiðina heim.
Blessuð sé minning þín.
Við sjáum að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo brjóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og
hljótt,
svo blaktir síðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson.)
Sólveig Harpa.. -