Morgunblaðið - 20.06.2000, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 49
hann höfðu ákveðið að setja upp
hringana á sama tíma, hann í New
York og hún í Reykjavík. Þetta var
eftirminnileg og ánægjuleg stund.
Nokkru síðar kom Nanný til New
York til að giftast Bjama. Áður hafði
ég fengið símskeyti frá fóður hennar
með beiðni um að vera svaramaður
dóttur sinnar. Það tók ég að mér með
mikilli ánægju. Brúðkaupið fór fram í
fallegri, lítilli kii-kju sem heitir, þýtt á
íslensku, ;,Litla kirkjan fyrir handan
hornið". Eg fann til mikillar ábyrgð-
ar, 24 ára gamall, að leiða fallega,
brosandi brúði inn kirkjugóliið í átt
að altarinu, þar sem unnusti hennar
beið ásamt svaramanni sínum og vini,
Stefáni Wathne. Andrúmsloftið í litlu
kirkjunni var þrungið af trú, von og
kærleika.
Nanný og Bjarni stofnuðu síðan
heimili og bjuggu á stríðsárunum
lengst af í Forest Hills, í nágrenni við
Soffíu og Stefán Wathne og fleiri
góða vini sem þar settust að. Eg naut
mikillar gestrisni þeirra og vináttu og
minnist jóla og fleiri ánægjulegra
samverustunda.
Þegar heimsstyijöldinni lauk,
fluttust Nanný og Bjami til íslands.
Þau eignuðust fjóra mannvænlega
syni, tengdadætur, bamabörn og
barnabamaböm, sem öll hafa notið
umhyggju góðrar móður og ömmu
sem vakti yfir velferð þeirra. I lífinu
eignast flestir marga kunningja, en
fáa vini, og vinátta sem stofnað er til í
æsku lifir lengur, jafnvel þó leiðir
skilji um lengri eða skemmii tíma
vegna starfa, tómstundaiðju eða
skyldustarfa fyrir nánustu ættingja.
Vinátta Nannýjar brást aldrei.
N anný var miklum og góðum eigin-
leikum gædd. Glaðværð og hlátur-
mildi var henni í blóð borin. Hún hafði
glöggt skyn fyrir því sem var spaugi-
legt. Þó gladdist hún aldrei yfii’ óför-
um annarra. Eins og hjá öllum sem
öðlast marga lífdaga, skiptast á skin
og skúiir. Þegar ský dró fyrir sólu var
Nanný þolinmóð og hugprúð. Hún
elskaði lífið og henni var tamt að vera
Ijósberi sem bar sólargeisla í hús ætt-
ingja og vina. Hún var alltaf jákvæð í
hugsun og tali. Aldrei heyrði ég hana
taka þátt í neikvæðum umræðum um
menn eða málefni.
Mér brá mikið þegar ég frétti af al-
varlegum veikindum Nannýjar. Þá
kom upp í hugann: Á ég aldrei eftir að
heyra hinn fallega, hreina og fölskva-
lausa hlátur hennar. Jafnframt hugs-
aði ég, hvemig skyldi frændi minn
bregðast við? Eg býst við að fyrst í
stað hafi þjáningin verið Bjarna
næstum óbærileg. En þeir sem
þekkja hann vissu að hann myndi
ekki bugast. Vafalaust hefur hann
hugsað tii foreldra sinna og hvemig
þeir hefðu bmgðist við, hvað Nanný
hefði gert í hans spomm og til þeirra
heita sem vora unnin í litlu kirkjunni
á Manhattan. Bjami seldi einbýlishús
þeirra og flutti í litla íbúð í Árskógum.
Þar gat hann búið nálægt ástvini sín-
um og verið henni stoð og stytta nótt
sem nýtan dag. Örlögunum tók hann
ekki sem byrði, heldur sem köllun og
verki sem sá sem öllu ræður fól hon-
um að vinna.
Nú þegar Nanný hefur fengið
hvíldina, sé ég fyrir mér ungu stúlk-
una sem gekk inn kirkjugólfið fyrir
mörgum ámm, ganga brosandi upp
sólarströndina í fyrirheitna landinu.
Við Lilla áttum margar og ánægju-
legar stundir saman með Nanný og
Bjama. Fyrii- þær og góða vináttu
þökkum við. Við sendum Bjama og
öllum ástvinum Nannýjar hugheilar
samúðarkveðjur og vonumst til að
minningamar mildi mikla sorg og
brúi það tómarúm sem nú hefur
myndast.
Það hefði verið líkt Nanný að segja
við ástvini sína: verið ekki sorgmædd,
verið þakklát, verið glöð. Horfið
björtum augum framá veginn.
Óttarr Möller.
Elsku góða; glaða Nanný hefur
kvatt okkm-. Ometanlegt er að eiga
ekkert nema góðar og Ijúfar minning-
ar um hana. Kynni okkar hófust er við
urðum nágrannar fyrir um 25 ámm.
Það bar aldrei skugga á okkar vin-
skap. Við áttum okkur sameiginlegt
áhugamál, sem við báðar stunduðum
af ástríðu. Það var garðrækt. Nætur
og daga vomm við að gróðursetja tré
og blóm. Sköpuðum hólótt landslag í
görðunum okkar, skiptumst á jurtum
og nutum lífsins. Ógleymanleg er í
mínum huga júnínótt, nokkum veg-
inn á sama tíma og Nanný hverfur frá
okkur nú. Nanný og hennar góði eig-
inmaður vora að koma til síns heima.
Eg stóð úti í yndislegri vomóttinni og
sprautaði vatni á garðinn minn, eins
og ég tryði því, að ekki myndi rigna
aftur. Nanný stansaði hjá mér og
sagði: „Er ekki gaman, er þetta ekki
yndislegt?“ Við nutum þess af öllu
hjarta, að vera til á þessum vor- og
sumarnóttum.
Við voram svo bjartsýnar á að allt
myndi vaxa og dafna í görðunum okk-
ar, að við voram að setja niður tré
langt fram á haustið. Hann var nú dá-
lítið efins póstmaðurinn, sem gekk
fram á okkur þai’ sem við voram að
setja niður furar í einn hólinn, fyrir
framan hús Nannýjar og Bjama.
Dagurinn var fjórði nóvember. Þess-
ar furar era sprelllifandi enn þann
dag í dag. Okkar kæra Nanný hlúði
að fleira en gróðri. Hún hlúði vel að
eiginmanni og fjölskyldu sinni.
Nanný fór nærfæmum höndum um
allt og alla. Hlátur hennar var öllum,
sem henni kynntust, ógleymanlegur.
Við hlógum mikið saman. I byrjun
sumars, einhverju sinni, misheppnað-
ist meðhöndlun á hári. Hárið varð
fagurgrænt. Þegar þessi elska náði
loks andanum fyrir hlátri sagði hún
bara: „Gleðilegt sumar.“
Við vinimir höfum saknað Nannýj-
ar undanfarin ár, þessi löngu ár, sem
hún hefur verið veik. Alltaf gat hún
hlegið og geislað, þótt hún væri afar
veik. Fimleikahópiu’ hennar hjá Ást-
björgu Gunnarsdóttur „Hress í 40
ár“, Seltjarnameshópurinn okkar
góði, saknar hennar mjög. Það var
alltaf svo mikil gleði í kringum hana
Nanný. Ástbjörg og Seltjarnames-
hópurinn kveðja Nanný með miklum
söknuði. Bömin okkar hjóna, sem
hún fylgdist með af ást og umhyggju,
kveðja Nanný og öll felum við hana
algóðum guði.
Guð geymi þig, elsku Nanný.
Bjama og fjölskyldu Nannýjar, sem
hún elskaði af öllu hjarta, sendum við
samúðarkveðjur. Minningin um ynd-
islega góða konu lifir.
Edda Sigpiín, Helgi og
fjölskylda.
Mín kæra vinkona, sem kvödd er í
dag, tilheyrir stórum kafla í lífi minn-
ar fjölskyldu. Hún hafði þann hæfi-
leika að gera gott úr öllu og gleðjast
með glöðum.
Nanný er fædd inn í glaða fjöl-
skyldu og hún hélt gleðinni hátt á lofti
uns yfir lauk. Segja má að gleðin hafi
verið aðalsmerki hennar. Það er
sannarlega ómetanlegt að eignast
slíkan vin. Við nutum þess að búa í
næsta nágrenni við Bjama og Nanný
í mörg ár. Börnin okkar minnast
þessara daga með mikilli gleði.
í hálfa öld spiluðum við Nanný
bridge ásamt tveim vinkonum og í
mörg ár störfuðum við að líknarmál-
um í Kvenfélaginu Hringnum. Það
var oft glatt á hjalla, - sungið, dansað
og leikið á skemmtunum Hringsins.
Leikaramir Arndís Bjömsdóttir og
sjálfur Brynjólfur Jóhannesson settu
gamanið á svið - og enginn skemmti
sér betur en þátttakendur leiksins.
Stundum seldum við kaffi til styrktar
Hringnum hjá Bókamarkaði bóksala
og höfðum mikla ánægju af. í tvígang
var sett upp Lancy sem þótti takast
sérstaklegavel.
Við Hannes ásamt Bjarna og
Nanný fórum í tjaldtúra saman og
skoðuðum landið, einnig var farið til
Florida og notið lífsins. Svo kom ald-
urinn, - sem sagði okkur að hægja á.
Nanný missti heilsuna fyrir þrem ár-
um síðan og tók hún því öllu með jafn-
aðargeði eins og hennar var von og
vísa.
Glaðlyndi hennar, hlýja og um-
burðarlyndi verður í minni haft. Hún
var aufúsugestur, hvort sem að steðj-
aði sorg eða gleði.
I hendi Guðs er hver ein tíð,
í hendi Guðs er allt vort stríð,
hið minnsta happ, hið mesta fár,
hið mikla djúp, hið litla tár.
(M.Joch.)
Ég og mín fjölskylda sendum
Bjama og hans fólki samúðarkveðjur.
Sigríður G. Johnson.
+ Friðgeir Stein-
grímsson fæddist
á Hóli í Presthöla-
hreppi í Norður-
Þingeyjarsýslu 17.
maí 1914. Hann lést á
Hrafnistu í Reykjavík
10. júní síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Steingrímur
Guðnason, f. 1884, d.
1958, bóndi á Hóli, og
Sigríður Björg Þor-
steinsdóttir, f. 1891,
d. 1982.
Systkini Fi’iðgeirs
eru Þorsteinn, f.
1912, látinn, Þorbjörg, f. 1915,
Friðný, f. 1917, látin, Kristín
Karólína, f. 1922, látin, Þóra, f.
1927, og Guðný Friðrika, f. 1937.
Friðgeir kvæntist Huldu Stef-
ánsdóttur, f. 3.5. 1921, d. 11.4.
1974. Hún var dóttir Stefáns Guð-
mundssonar og Arnþrúðar Halls-
dóttur.
Börn Friðgeirs og Huldu eru
Garðar, f. 1.7. 1943, maki Aðal-
björg Rósa Pálsdóttir, Bjarki, f.
2.7. 1944, maki Hafdís Matthías-
dóttir, Viðar, f. 17.11. 1945, maki
Kolbrún Þorsteinsdóttir, Ragn-
heiður Ósk, f. 20.7. 1947, maki
Einar Ámason, Sigríður Björg, f.
14.12. 1948, maki Þóroddur F.
Þóroddsson, Stefán, f. 21.11.1951,
maki Sigurveig Ingimundardótt-
ir, Sævar, f. 30.4. 1955, Arngrím-
ur, f. 10.4. 1957, maki Sigurlaug
Það er erfitt fyrir sunnlenskan
sveitamann að ímynda sér stemmn-
inguna á Raufarhöfn þegar upp-
gangurinn var þar mestur, þegar
allt var vaðandi í síld, iðandi af
glaðlyndu og duglegu fólki sem
kom allsstaðar að, vaðandi í pen-
ingum og slori í nóttlausri sumar-
blíðu. Myndin sem kemur upp í
hugann er mynd af framsettum
spekúlant í jakkafötum, með háls-
tau og hatt á höfði, að baki honum
síldarstúlkurnar að keppast við
söltun, í akkorði. Himinháar stæð-
ur af tunnum. Bátar við bryggju,
bátar á legunni, bátar á nösunum
að koma inn, bátar á leið út. Bflar,
vagnar, kerrar. Allt á fleygiferð,
vélagnýr, hróp og köll: Tunnu! Salt!
Taka tunnu! Meiri sfld! Áfram!
Áfram! Þetta sem virtist vera al-
gjör ringulreið var það alls ekki.
Állt gekk eftir sínum réttu farveg-
um, vinnuframlag fólksins var yfir-
gengilegt, staðið meðan eitthvað
var ógert. Ungir og gamlir. Krakk-
arnir stóðu vart út úr hnefa þegar
þau voru farin að vinna. Stelpurnar
fyrst að hjálpa mæðram sínum, svo
að salta sjálfar um leið og þær
náðu upp á tunnubarminn, stungu
sér á hausinn ofan í tunnuna til að
leggja neðstu lögin. Strákarnir að
velta tunnum, fyrst tómum, síðar
fullum og loks að stúa, hvort sem
þeir gátu það eða ekki.
Fjóla Sveinsdóttir.
Dóttir _ Friðgeirs
og Önnu Árnadóttur
er Gígja, f. 14.1.
1939, maki Örn Er-
lendsson. Bamaböm
Friðgeirs eru 26 og
bamabamaböm 28.
Friðgeir ólst upp á
Hóli við öll venjuleg
sveitastörf. Hann
stundaði nám við
Héraðsskólann á
Laugum í Þingeyjar-
sýslu 1936-1938.
Friðgeir hóf búskap
á Hóli í félagi við for-
eldra sína og Þorstein bróður sinn
og stundaði búskap til 1942, flutti
þá til Raufarhafnar og var verk-
stjóri hjá Sfldarverksmiðjum rík-
isins til 1963. Hann var umboðs-
maður Flugfélags íslands frá
1964- 1974, umboðsmaður Olíu-
verslunar íslands 1950-1974,
hreppstjóri á Raufarhöfn frá
1965- 1977, umboðsmaður Al-
mennra trygginga frá 1962-1977.
Hann var starfsmaður Lands-
banka íslands 1969 og fulltrúi
bankans 1974-1984. Friðgeir sat í
hreppsnefnd Raufarhafnar frá
1946-1950, 1954-1961 og 1970-
1974. Auk þess sinnti hann fjöl-
mörgum félagsstörfum á Raufar-
höfn.
Útför Friðgeirs fer fram frá
Raufarhafnarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Yfir öllu þessu gnæfði verksmiðj-
an, bræddi og malaði og spúði sín-
um þétta eim yfir byggðina dag og
nótt. Þar réð Geiri ríkjum.
Hann naut sín vel á þessum vett-
vangi og hvar sem hann fór. Vand-
virkur og yfirvegaður. Hann var
sagður strangur húsbóndi en vel
liðinn af sínum mönnum, enda unnu
þeir hjá honum áram saman. Þótt
vinnan væri bæði erfið og óþrifaleg
sá það ekki á Friðgeiri. Hann sást
aldrei utan verksmiðjunnar öðra-
vísi en vel til hafður, hress og kátur
og sístarfandi. Hann hafði alltaf
mörg járn í eldinum og á hann
hlóðust allskonar aukastörf í
margskonar félagsmálum allt frá
annasömu hreppstjórastarfi til
smáviðvika í kirkjunni. Öllu þessu
sinnti hann af áhuga og alúð. Svo
var auðvitað að halda utan um fjöl-
skylduna og væntanlega hefur ekki
alltaf verið blíðalogn í þessum stóra
hópi. Eftir á að hyggja er með ólík-
indum hveiju hann kom í verk.
Hann var heldur ekki einn. Hulda
var hluti af honum meðan hennar
naut við og raunar miklu lengur.
Hún var alltaf hluti af honum með-
an hann lifði sjálfur.
Þrátt fyrir þessar miklu annir
við vinnu, félagsmál og heimilishald
nutu þau Geiri og Hulda þess að
skemmta sér og vera til. Þau vora
hrókar alls fagnaðar og sannkallað
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling bfrtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð tak-
markast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era
nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
FRIÐGEIR
STEINGRÍMSSON
glæsipar hvar sem þau fóra. Þau
bára gæfu til að vera samhent í lífi
og leik alla tíð. Það var honum því
afar þungbært þegar hún féll frá
langt um aldur fram. Auðvitað ^
lærðist honum eins og öðram að
lifa við þessar breyttu aðstæður en
ekkert var sem fyrr. Með trega yf-
irgaf hann sína kæra heimabyggð
nokkrum áram seinna og bjó sig
undir að hefja nýtt líf á efri áram.
Hann settist í helgan stein og ætl-
aði sér að leggjast í ferðalög og
sinna öðram hugðarefnum sem
höfðu setið á hakanum meðan allt
var á blússi hér áður fyrr.
Þessi draumur rættist aldrei.
Heilsan brást og nú fóra í hönd ár
og dagar þrotlausrar baráttu við
veikindi og hrörnun. Fyrst var«
markmiðið það að komast aftur í
fyrra horf, síðan að halda í horfínu,
svo að andæfa, þá að þrauka. Loks
varð ekki horft framhjá því að bar-
áttan var vonlaus, það hafði engan
tilgang að setja sér markmið, eng-
an tilgang að berjast. Þannig
hraktist hann úr hverju víginu eftir
annað. Þannig beygðu sjúkdómarn-
ir og ellin þennan stolta mann uns
hann varð upp á aðra kominn með
alla hluti. Þetta var honum þung-
bært og líka okkm- sem stóðum
honum nær og okkur fannst sem
hann hefði til annars unnið. Sjálfur
efaðist hann aldrei um að sá sem
öllu ræður sæi fyrir þessu sem
öðra vel og réttlátlega. Þó fannst,
honum til einskis lifað þegar hann^
hafði gefið upp alla von um að geta
bætt sig og þráði ekkert heitar en
fá að deyja.
„Kóngur vill sigla en byr hlýtur
ráða.“ Hvort sem menn eru kóngar
eða keisarar verða þeir að bíða
byrjar. Þessi langa bið reyndi mjög
á Friðgeir og nú þegar hann hefur
loksins fengið vind í seglin kveðja
ástvinir hans og margir aðrir með
söknuði og trega en þó með létti
þennan góða dreng. Eftir standa
ljúfar minningar og þakklæti fyrii-<
ævilanga umhyggju og ástúð.
Orn Erlendsson.
Erfisdrykkjur
P E R L A N
Sími 562 0200
^ 1111ITTTTTTI ranfr
Varanleg
minning
er meitluö
ístein.
IIS. HELGASONHF
8 STEINSMIÐJfl
Skemmuvegi 48, 200 Kóp.
Sími: 557-6677 Fax: 557-8410
Netfang: sh.stone@vortex.is