Morgunblaðið - 20.06.2000, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ
________________________________ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 5 3
MINNINGAR
VALUR
SKARPHÉÐINSSON
+ Valur Skarphéð-
insson fæddist á
Siglufirði 23. febrúar
1956. Hann lést á
Cayman Island 2. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans eru Esther
Anna Jóhannsdéttir,
f. 13. ágúst 1930, og
Skarphéðinn Guð-
mundsson, fv. kaup-
félagsstjóri og skrif-
stofustjóri, f. 7. aprfl
1930. Systkini Vals
eru sex: 1) Ebba, f.
1949, sambýlismaður
Hjálmar Baldursson
og á hún einn son. 2) Guðmundur,
f. 1951, maki Margrét Sigmanns-
dóttir og eiga þau tvö börn og
einnig á Guðmundur einn son að
auki. 3) Guðný, f. 1952, maki Sig-
urður Einarsson og eiga þau þrjú
börn. 4) Jóhann, f. 1953, og á hann
fjögur börn. 5) Gunnar Rafn, f.
1964, maki Bergþóra Jóhannsdótt-
ir og eiga þau þijú börn. 6) Bryn-
hildur, f. 1965, maki Valur Blomst-
erberg og eiga þau tvö böm.
Valur ólst upp á Siglufirði til 15
ára aldurs og gekk
þar í barna- og ungl-
ingaskóla. Árið 1971
fluttist hann með for-
eldrum sinum til Vflí-
ur í Mýrdal og bjó
þar í eitt ár og var þá
í heimavistarskóla á
Skógum undir Eyja-
fjöllum. Hann fluttist
síðan til Ilafnarfjarð-
ar og lauk þar gagn-
fræðaprófi frá Flens-
borgarskóla. Að því
loknu fór hann í Iðn-
skólann í Hafnarfirði
til að læra tækni-
teiknun og var þar í tvö ár. Hann
starfaði siðan hjá SÍS við auglýs-
ingagerð og tækniteiknun. Einnig
starfaði hann við áfengismeðferð-
arstöð SÁÁ á Staðarfelli í þtjú ár.
Eftir starf sitt á Staðarfelli vann
hann á ýmsum auglýsingastofum
við grafíska hönnun tii ársins 1996
er hann varð að láta af störfum
vegna veikinda.
Útför Vals fer fram frá Selja-
kirlgu í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Elsku bróðir, mig setti hljóða
þegar mér var tilkynnt að þú værir
látinn. Stuttu áður hafði ég talað við
þig í síma og þá leið þér svo vel og
varst svo ánægður með lífið og til-
veruna. Það er oft svo erfitt að skilja
þegar ungt fólk í blóma lífsins er
kallað burt, þá vakna margar spurn-
ingar en svörin verða fá. Þú varst
búinn að ganga í gegnum stóra að-
gerð og erfið veikindi en hafðir náð
það góðum bata til að eiga nokkur
góð ár á fallegu eyjunni sem þér
þótti svo vænt um, og, elsku bróðir,
nú ertu kominn á annan fallegan
stað sem Guð hefur búið þér hjá sér.
Þar líður þér líka vel og hjartað þitt
er ekki lengur veikt. Ég minnist þín
alltaf sem litla bróður því þú varst
svo lengi yngstur okkar systkinanna
og ég er svo þakklát fyrir að hafa átt
þig að. Ég hef ekki bara misst bróð-
ur heldur líka góðan vin sem ég gat
talað við um öll mín hjartans mál.
Ég kveð þig, elsku bróðir, með bæn-
inni sem við kunnum svo vel:
Guð gefi mér æðruleysi
tilaðsættamigviðþað
semégfæekkibreytt
kjark til að breyta því
sem éggetbreytt
og vit til að greina þar á milli.
Ebba.
Ég vil í nokkrum orðum kveðja
bróður minn þar sem leiðir okkar
hafa skilið í bili.
Valur var næstur mér í aldursröð-
inni af okkur systkinum og var hann
þremur árum yngri en ég. Ekki veit
ég hvort það er út af þvi en samband
á milli okkar hefur ávallt verið mjög
gott og leitaði hann oft til mín um
mál sem ég gat leiðbeint honum
með. Valur var strax í barnæsku
mikill náttúruunnandi og var einnig
mjög listrænn og góður teiknari og
málari og lék allt í höndum hans
sem hann tók að sér. Hann bæði eld-
aði mat, bakaði, saumaði, prjónaði,
teiknaði, málaði o.fl. o.fl. Hann hafði
strax mjög ungur mikinn áhuga á
öllu lífi í náttúrunni allt frá smæstu
skordýrum, plöntum, sjávargróðri
og þessháttar. Og á meðan hann
naut þess að vera heill heilsu varði
hann mörgum stundum til að ganga
á fjöll og skoða fjörur og skipti þá
ekki máli hvort hann var einn síns
liðs eða með vinum. Alla tíð hefur
Valur átt mjög auðvelt og haft gam-
an af að umgangast börn og var
hann á sínum yngri sem og á síðustu
árum notaður óspart við barna-
gæslu fyrir frændsystkini sín.
Arið 1996 varð Valur mjög veikur
af sjúkdómi þeim sem hann átti við
að stríða og varð hann alveg óvinnu-
fær i júní 1996. Strax í mars 1997
var gerð aðgerð á hjarta Vals þar
sem skorin voru 120 g af hjarta-
vöðva hans til að bjarga lífi hans og
er það enn þá, að ég held, eina að-
gerðin af þessu tagi sem gerð hefur
verið hér á íslandi. í framhaldi af
því var Valur settur á biðlista vegna
hjartaígræðslu og fór hann til Kaup-
mannahafnar í janúar 1999 til rann-
sóknar og undirbúnings fyrir vænt-
anlega hjartaígræðslu. Fylgdi ég
honum í þeirri ferð og voru þetta
mjög erfiðir dagar hjá honum á
Ríkisspitalanum í Kaupmannahöfn,
bæði erfiðar rannsóknir og heilsa
hans var ekki upp á marga fiska.
Eftir heimkomu til íslands tók við
bið eftir kalli frá Kaupmannahöfn
og þurfti hann þá að vera með boð-
tæki á sér tilbúinn að fljúga sam-
stundis út en það var annað sem
togaði í hann vegna þess að á árinu
1996 hafði Valur kynnst yndislegum
manni frá USA, Ajidrew, sem bjó á
Cayman Island í Karíbahafinu og
hafði Valur dvalið hjá honum í hlý-
indum og góðu loftslagi þarna suð-
urfrá og tekið miklu ástfóstri við
fólkið og staðinn. Læknar voru efins
um að Valur kæmist í gegnum svo
ei'fiða aðgerð sem hjartaígræðsla er
og í framhaldi af því ákvað Valur að
fara og dvelja hjá vini sínum
Andrew á þeirri yndislegu eyju
Cayman sem hann tók svo miklu
ástfóstri við. Þar virtist hann vera
sáttur við að geta átt einhver góð ár
með góðum vinum áður en sjúkdóm-
urinn væri svo langt genginn að
hann yrði að snúa heim aftur. Ekki
fór það svo að hann þyrfti að snúa
heim til fósturjarðarinnar til sjúkra-
húsvistar vegna veikinda heldur til
hinstu hvíldar í islenskri mold. Val-
ur bar sjúkdóm sinn mikið einn og
var ekki mikið að deila líðan sinni
með öðrum.
I apiTl sl. átti ég þess kost að
heimsækja þessa hitabeltiseyju og
dvaldi ég hjá þeim vinum i hálfan
mánuð og sá ég þá hvað Valur hafði
það gott þarna. Þarna er yndislegt
loftslag og hitastig og sá ég strax
hvað þetta hafði góð áhrif á hann.
Hann virtist vera mjög frískur og
syntum við í heitum sjónum svo til
daglega jafnt innan um hákarla og
hornsíli og virtust þessi veikindi
hans ekki há honum svo mjög nema
að hann var skiljanlega orðinn frek-
ar þreyttur eftir allt rápið yfir dag-
inn.
Valur, að lokum vil ég þakka þér
fyrir allar þær stundir sem við höf-
um átt saman og vona að þú gangir
heill heilsu inn í nýtt líf á nýjum
stað.
Guð geymi þig og varðveiti.
Jóhann.
Einn morgun hringdi síminn og
systir mín færði mér þær sorgar-
fréttir að Valur væri dáinn eftir erf-
ið veikindi þar sem hann dvaldi er-
lendis, þar sem hann átti góðar
stundir. Valur var fimmti í röðinni af
sjö systkinum. Þau voru alltaf sam-
hent bæði í gleði og erfiðleikum. Ég
hef aldri skilið hvað systur minni er
gefið af Guðs náð að vera bæði dug-
leg og sterk. Skarphéðinn, faðir
Vals, dvelur á Hrafnistu í Hafnar-
firði í erfiðum veikindum, það gladdi
mig þegar ég fékk að kynnast Val,
þessum sómadreng, þegar ég dvaldi
á Reykjalundi á sama tíma og tvö
systkinabama minna voru í þjálfun
þar. Þá var Valur að koma úr erfiðri
hjartaaðgerð. Valur var mjög list-
rænn og hæfileikaríkur ungur mað-
ur, bæði var hann góðhjartaður og
vel af guði gerður. Ég votta Ester
systur minni og mági og systkinum
Vals dýpstu samúð mína.
Valur minn var trúaður. Ég enda
þessi orð mín á nokkrum versum úr
23. sálmi Davíðs.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkertbresta.
A grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns
sins.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
þvíaðþúerthjámér
sproti þinn og stafur hugga mig.
Ástríður Jóhannsdóttir.
Valur Skarphéðinsson auglýs-
ingateiknari, Sóleyjarhlíð 1, Hafn-
arfirði, lést á Caymaneyjum í Kar-
abíahafi 2. júní síðastliðinn. Hann
var 44 ára. Aralangri þraut hans við
heilsubrest er lokið. Banamein hans
var hjartabilun.
Þegar nýrri stofnun er komið á
fót þarf að huga að ýmsu, svo sem
marka henni stefnu, tryggja fjár-
hagsgrundvöll hennar, finna henni
húsnæði, ráða starfsfólk en ekki síst
skapa starfseminni rétta ímynd í
samræmi við markmið með henni.
Það var lán Stofnunar Sigurðar
Nordals að njóta starfa Vals Skarp-
héðinssonar við að draga upp merki
stofnunarinnar, teikna bréfsefni,
setja upp kynningarbæklinga henn-
ar, ganga frá auglýsingum og teikna
bókarkápur. Alla þessa vinnu leysti
‘Kjossar á kiði
‘Rgðfrítt stáí- varankgt efni
‘Kjossamir emframkiddir
úr hvíthúðuðu, ryðfríu stáCi.
Minnisvarði sem endist
um óCprnna tíð.
SótCross m/geisCum.
Síæð 100 smfrájörðu.
rívöfaCdur (joss.
ðtceð 110 smfrájörðu.
Jírinyið í síma 431-1075 og
fáið [itahœfjing.
BLIKKVERKsf
Dalbraut 2, 300 Akranesi.
Sími 431 1075, fax 431 1076
hann fljótt og vel af hendi, af þeirri
smekkvísi sem honum var lagin í öll-
um verkum sínum. Nýtur stofnunin
enn afraksturs starfa hans þótt
hann hafi ekki getað sinnt vinnu í
nokkur ár vegna sjúkleika.
Valur var nettvaxinn og fríður.
Hann var vel gefinn þótt hann legði
ekki fyrir sig langskólanám. Ekki
síst átti hann auðvelt með að teikna
og fara með vatnsliti. Þá hafði hann
mikinn áhuga á matargerð og
blómarækt og hann naut þess að
horfa á góðar kvikmyndir og fara í
leikhús. Valur var þægilegur í við-
móti og glaðsinna en dulur um hagi
sína og viðkvæmur í lund.
Hann fór ekki í manngreinarálit
og á lífsleiðinni kynntist hann mörg-
um og átti vináttu þeirra. Lá honum
gott orð til allra og var þakklátur
þeim sem hann taldi hafa greitt götu
sína. Foreldrar hans og systkini létu
sér annt um hann og hann endurgalt
umhyggju þeirra. Síðustu árin
dvaldist hann langdvölum hjá vini
sínum, Andrew Guthrie, forstjóra
grasgarðsins á Caymaneyjum.
Sú ákvörðun Vals á síðasta hausti
að hætta við að bíða eftir hjartaað-
gerð heldur lifa eins og honum væri
best unnt svo lengi sem líf entist,
var ekki tekin umhugsunarlaust.
Hann var kjarkaður að halda til
Caymaneyja á haustdögum eins og
heilsu hans var þá komið. Honum
virtist þó líða miklu betur eftir vet-
urinn í Karabíahafinu og átti þá ósk
besta að fá að dveljast þar enn um
stund. Því miður varð honum ekki
að þeirri ósk sinni.
Um leið og ég votta Andrew
Guthrie, fjölskyldu Vals og öðrum
ástvinum samhygð mína, þakka ég
einlæga vináttu Vals og ánægjulegt
og gott samstarf. _
Ulfar Bragason.
Mig langar til að minnast vinar
míns Vals í nokkrum orðum þar sem
ég hef ekki tök á að fylgja honum
síðasta spölinn. Ég hitti hann fyrst
um vetur fyrir nærri sextán árum.
Ég kom vestur á Staðarfell skjálf-
andi á beinunum en sá ótti reyndist
ástæðulaus því á móti mér tók ynd-
islegt fólk og í þeim hópi var Valur.
Hann var þá ritari þar og við urðum
fljótt vinir enda yndislegur maður.
Hann var alltaf tilbúinn að spjallæ—
og hjálpa ef ég var eitthvað leið. Ár-
in liðu og við hittumst af og til og
alltaf var Valur jafnsætur og yndis-
legur.Valur var ekki heilsuhraustur
maður og síðast þegar ég talaði við
hann stóð til að hann kæmi hingað
út til lækninga og ég bað hann endi-
lega að hafa nú samband ef hann
kæmi svo við gætum rifjað upp
gamla daga. En hann fór í aðra ferð,
ferð sem við öll förum fyrr eða síðar
og eftir sit ég með minninguna um
mann sem vildi öllum vel og stóð
ekki á sama um aðra. Ég vil senda
foreldrum og systkinum mínar inni- ~
legustu samúðarkveðjur. Elsku
Esther, guð gefi þér styrk. Valur
minn, ég kveð þig, sofðu rótt vinur.
Guðrún I. Bjamadóttir.
• Fleiri nunningargreinar um Val
Skarphéðinsson bíða birtingar og
munu birtast iblaðinu næstu daga.
® ÚTFARARÞJÓNUSTAN bhf
Persónuleg þjónusta
Höfum undirbúið og séð um útfarir á höfuðborgar-
svæðinu sem og þjónustu við landsbyggðina í 10 ár
og erum samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægsta
verð allra á Kkkistum og þjónustu við útfarir.
Sími 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is utfarir@itn.is
Rúnar Gcirmundsson Sigurður Rúnarsson
útfararstjóri útfararstjúri
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst aila þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
með þjónustu allan
' sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
% /
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
r . ..... .......
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri,
sími 896 8242
Útfararstofa fslands, SuðurhHð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is