Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 20.06.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 55 ------------------------1 MINNINGAR SIGFRIÐUR PÁLMARSDÓTTIR + Sigfríður Pálm- arsdóttir fæddist 4. desember 1922 á Njarðargötu 61 í Reykjavík. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 12. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Guðbjörg Helgadóttir, fædd 11. september 1898 á bænum Kópavogi, Seltjarnarnes- hreppi, dáin 11. október 1969 og Jón Pálmar Sigurðsson, f. 7. apríl 1895 að Berustöðum, Holtum, Rangárvallasýslu, dáinn 18. maí 1978. Systkini Sigfríðar eru Þuríður sem lést í frum- bemsku, Halldóra, Óskar, Helgi, eru Iát- in en eftir lifa Gunnar og Hulda. Sigfríður giftist 6. september 1947 eftir- lifandi eiginmanni sinum Magnúsi Wíum Vilhjálmssyni, f. 25. janúar 1920 í Reykja- vfk. Foreldrar hans voru Vilhjálmur Stef- ánsson, f. 17. nóvem- ber 1888 í Norður- koti, Grímsnesi og Sigríður Júlía Wíum Hansdóttir, f. 14. júlí 1878 á Elsku amma. Ég veit að þér líður miklu betur hjá Guði en mér fannst alltaf svo gott að hafa ykkur afa í næsta húsi og fá að heimsækja ykk- ur á hverjum degi. Þú varst alltaf svo glöð og kenndir mér svo margt, með- al annars að sauma og gera pönnu- kökur. Þú hafðir alltaf tíma til að hlusta á það sem ég hafði að segja og steikti fískurinn þinn var sá besti sem ég hef smakkað. Ég veit að ég tala fyrir fleiri en bara mig þegar ég þakka þér fyrir Maríubakka á Si'ðu í V-Skafta- fellssýslu, d. 31. júlí 1937. Sigfríður og Magnús eignuðust fjögur börn: Sigurlínu Júlíu, f. 23. júlí 1948, maki Magnús Brimar Jóhannsson og eiga þau Magnús Brimar, Sunnu Kristínu og Jó- hann Pétur; Pálmar Kristin, f. 19. september 1954, maki Kristín Þorsteinsdóttir, sem lést 14. apríl síðastliðinn, þeirra dætur eru Hólmfríður Hulda, Sigfríður Arna, Jóhanna Wíum og Ingibjörg Anna; Dagnýju, f. 12. mars 1957, maki Agnar Kárason og eiga þau Diljá, Arnar og Aron; Axel Wíum, f. 19. febrúar 1963, maki Sigur- björg Kristín Jónsdóttir. Sigfríður ólst upp á Grímstaða- holtinu í Reykjavík og bjó alla ævi í næsta nágrenni við það, nú síð- ast í Skeijafirði. Útför Sigfriðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. allt sem þú hefur gert fyrir mig og alla aðra. Ég lofa líka að hætta aldrei að heimsækja afa. Þín Diljá. Ég var svo heppinn í barnæsku að eiga að heilan flokk af góðum konum. Fremstar fóru gömlu konumar, Fríða og Gunna Helga, með ömmu í broddi fylkingar, þær klæddust peysufötum á tyllidögum og í minn- ingunni voru þær alltaf að rífast um hver ætti að vaska upp. Þessar kon- ur höfum við allar kvatt á undanförn- um áratugum. Svo voru það ungu konurnar af kynslóð mömmu og nú liggur þeim allt í einu líka á. Siggu Boggu, mágkonu mömmu, kvöddum við fyrir nokkrum vikum í sólar- breyskju norður á Svalbarðsströnd og nú hefur hún Bíbí, móðursystir mín, þakkað fyrir sig. Bíbí var sú systranna sem minnti mest á ömmu, alltaf svo létt í skapi, hlý og notaleg og gott að koma til hennar. Hún gat líka verið hispurs- lausari og hreinskiptari en maður átti að venjast um fólk af kynslóð for- eldranna. Sautján ára gamall brá ég á það ráð að spyrja Bíbí frænku hvort það væri mögulegt að fá afnot af forstofuherbergi hjá þeim enda orðinn ástfanginn upp fyrir haus og þóttist ekki lengur geta deilt her- bergi með yngri bræðrum. Það var auðsótt mál. Það var líka að því leyti hagkvæmara að búa á Tómasarhag- anum en í Stangarholtinu að þaðan var svo blessunarlega stutt í Skerja- fjörðinn, hægt að ganga á milli á síð- kvöldum. Eitt kvöldið var bankað létt á dyr á forstofuherberginu. Þar var komin Bíbí frænka með afar fróðlega bók sem okkur minnir að hafi heitið Hjónalíf: „Hérna, krakkar mínir, lesiði þetta,“ sagði hún kankvís og það gerðum við af tals- verðri samviskusemi og þóttumst fróðari eftir. Bíbí var mikil ættmóðir og hugs- aði vel um sitt fólk. Eftir miðjan ald- ur byggðu þau hjón sér glæsilegt hús á Baugatanga 7 í Skeijafirði og þar varð umsvifalaust eins notalegt og áður var á Tómasarhaganum. Dætur þeirra hjóna hafa reist sér bú á næstu þúfum svo og Hulda móður- systir mín en samband þeirra systra var afar náið. I þessu nýtískulega húsi hafa þær Bíbí og Hulda setið eins og í baðstofu með sína handa- vinnu og framleitt teppi og sokka til að gefa út og suður á meðan börn, tengdabörn, barnabörn og hundar hafa gengið út og inn eftir þörfum eins og á stóru sveitaheimili. Þrátt fyrir langvarandi heilsuleysi myndi ég telja að Bíbí frænka mín hafi verið mikil gæfukona. ÞaCPv. Magnús áttu saman farsælt líf og áfallalítið þangað til núna síðustu vikumar að ógæfan dundi yfir þegar Palli sonur þeirra missti konuna sína frá fjórum ungum dætrum. Þá var þeim heiðurshjónum brugðið og dimmt yfir þeirra ranni. Við Þórunn sendum okkar bestu kveðjur og vonum að fljótlega fari að sjást til sólar aftur. Pálmar Ogmundsson. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- ATVINNUAUGLYSINGA ^ MERCK SHARP& DOHME MSD er meðal fremstu lyfjaframleiðenda í heimi með rúmlega 60.000 starfsmenn. MSD ver árlega sem svarartæplega 200 milljörðum íslenskra króna í rannsóknir og þróun á nýjum lyfjum. Danska fyrirtækið í Glostrup hefur 120 starfsmenn og það er í mjög jákvæðum vexti í tengslum við að þessi árin eru kynntar nýjar markverðar vörur jafnframt því, sem aðrar nýþróaðar afurðir eru enn á leiðinni Aðstoðarskráningarmaður Skráning lyfja/aðstoðarskráningarmaður með menntun á sviði lyfjafræði Fyrir rétta einstaklinginn getur verið um að ræða mjög sjálfstætt starf en það tengist teymi með 5 einstaklingum sem sinna skráningu og skýrslugjöf um aukaáhrif lyfja í Danmörku og á íslandi. Þar eð MSD er í stöðugum vexti verða góðir möguleikar á fram- haldsmenntun og framtíðarstarf innan fyrirtækisins. '<* ATH: Starfstöðin er í Glostrup í Dan- mörku. Starfið í samstarfi við skráningarstjórann og íslenska umboðsmanninn okkarátt þú að taka þátt í að semja umsóknir og uppfæra lýsingarnar á vörum okkar á íslandi. Þú tek- ur þar með líka þátt í að hanna umbúðir með áletrunum á íslensku. Um verður að ræða nána samvinnu við móðurfyrirtæki okkar í Bandaríkjunum. Þú átt, sem aðstoð- armaðurog ráðgjafi skráningarstjórans, að vera vel kunnug(ur) gildandi lögum á hverjum tíma, bæði á íslandi og innan ESB og taka þátt í að móta innanhússreglur (Standard Operating Procedure) um starf- semi skráningardeildar. Hluti starfsins felst í þýðingum úr og á íslensku og ensku. Hæfni Þú hefur starfað á sviði lyfjafræði eða álíka. Þú gjörþekkir hugtök og íðorð á sviði læknisfræði - einnig á ensku þar eð hún er starfsmálið. Gert er ráð fyrir að ráða til starfsins einstakling, sem er kunn- ugur íslenskum veruleika og kann málið, þar eð þýðingar á íslenskum textum og samskipti við íslensk skráningaryfirvöld eru líka hluti af starfinu. Þú þú verður að búa yfir mikilli samstarfshæfni, þjónustu- lund og sveigjanleika og hafa létta lund. Nákvæmni og natni er algjört skilyrði. Loks útheimtir starfið mikla vinnu og hæf- ileika og vilja til að standa við oft þrönga tímafresti. Þér er boðið starf í einu þeirra lyfjafyrirtækja í Danmörku sem vex örast, góð laun, ásamt lífeyri og öðrum hlunn- indum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kirsten Jun- ker, skráningarstjóri, í síma +45 43 28 77 80. Ef þetta freistar ertu beðin(n) að senda umsókn til Merck Sharp & Dohme, Smedeland 8, 2600 Glostrup, merkta: „Registreringsassistent." Merck Sharp & Dohme. Hrafnista Reykjavíkur Oskum eftir aðstoðardeildarstjóra í 100% stöðu á hjúkrunardeild í sumarafl. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga á kvöld- og helgarvaktir. Óskum eftir starfsfólki í aðhlynningu. Mismunandi starfshlutfall í boði. Nánari uppl. gefnar hjá starfsmannahaldi haldi, á staðnum eða í síma 585 9500 Komið og skoðið vinnustað með góðri vinnuaðstöðu í fallegu umhverfi, þar sem ríkir heimilislegt andrúmsloft. Pípulagnir Alhliða pípulagnir sf. óska eftir að ráða pípu- lagningamann (svein, meistara) með víðtæka reynslu í nýlögnum, breytingum og viðgerðar- vinnu. Kröfur: • Stundvísi. • Geta starfað sjálfstætt. • Geti haft mannaforráð. Við bjóðum: • Góð laun. • Gott starfsumhverfi. • Góðan starfsanda. • Virkt og sterkt starfsmannafélag. Upplýsingar í símum 567 1478 og 567 8885 milli kl. 9.00 og 18.00. REYKJALUNDUR Aðstoð á sjúkra- þjálfunardeild Tvær aðstoðarmanneskjur sjúkraþjálfara vant- ar á sjúkraþjálfunardeild Reykjalundar í heilt og hálft stöðugildi. Mikilvægt er að viðkomandi sé lipur í samskiptum, áreiðanlegur og geti sýnt sjálfstæð vinnubrögð. Upplýsingar gefur starfandi yfirsjúkraþjálfari, Hulda S. Jeppesen, í síma 566 6200. Ath. að Reykjalundur er reyklaus vinnustaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.