Morgunblaðið - 20.06.2000, Page 62

Morgunblaðið - 20.06.2000, Page 62
MORGUNBLAÐIÐ 62 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 30% Sf IsWrfenda Gjóð gjöf 1SI VI na hejma Qg erlendis Tilboð til áskrifenda Svona er ísland í dag er ný bók sem er kjörin til gjafa fyrir vini heima og erlendis sem hafa áhuga á íslensku mannlífi og íslenskri tungu. Bókin er á tveimur tungu- málum, íslensku og ensku. Svona er ísland í dag byggist á stuttum fréttum og greinum úr daglega lífinu ásamt myndum sem birst hafa í Morgun- blaðinu. Áskrifendum Morgunblaðsins býðst bókin á sérstöku tilboðsverði 2.450 kr. en almennt verð er 3.500 kr. Þeir áskrifendur sem viija eignast bókina eða gleðja vini sína geta keypt bókina í Moggabúðinni á mbl.is eða komið við hjá okkur í Morgunblaðshúsinu Kringlunni 1. Einnig er tekið við pöntunum í síma 569 1122. MOGGABÚÐIN Á mbl.is UMRÆÐAN Laxeldi SÍÐAN 1998 hefur laxeldisiðnaðurinn aukist meira en flestar sambærilegar atvinnu- greinar í heiminum. Aukningin á heims- mælikvarða var t.d. 27% á milli áranna 1980 og 1998. Stór- kostlegur árangur lax- eldis hefur vakið at- hygli víða um heim og ekki síst haft áhrif á stefnu stjómvalda í ýmsum löndum í átt til aukinnar þátttöku í fiskeldi sem vistvænn- ar aðferðar til fram- leiðslu á fiski og þar með aðferð sem beinlínis getur leitt til minnkandi sóknar í villta stofna. Sérstaklega hefur laxeldi orðið mik- ilvægt í sjávarþorpum t.d. í Skot- landi og Noregi þar sem atvinnu- leysi var víða mikið vegna samdráttar í hefðbundnum veiðum. Nokkur umræða hefur átt sér stað um laxeldi á íslandi að undan- förnu í framhaldi af umsóknum nokkurra aðila um starfsleyfi til að geta stundað kvíaeldi í sjó á nokkr- um stöðum við landið. Þessar um- sóknir snúast um það að fiskeldi sem atvinnugrein fái eðlilega með- ferð hjá stjórnvöldum og sambæri- lega við aðrar greinar landbúnaðar- ins. Möguleikar til að auka umfang og hagkvæmni laxeldis eru miklir og þegar í dag hefur laxeldi sýnt fram á að þetta er hægt að gera í sátt við umhverfið. I dag eru það oftast gamlar og oft á tíðum úreltar reglur sem hindra laxeldisstöðvarnar í að fara inn á ný og ákjósanleg svæði til eldis, og eru því um leið hvað mest takmarkandi fyrir uppbyggingu laxeldis í heiminum. Nú hefur orðið veruleg breyting á þessari umræðu, sem byggir m.a. á því að fiskeldis- menn um allan heim hafa nú bund- ist samtökum, ISFA (International Salmon Farmers Association), um það að sýna svo ekki verði um villst, með vísindalegum rökum, að fisk- eldi er umhverfisvæn atvinnugrein sem hefur jafnframt mjög mikil- vægu efnahagslegu hlutverki að gegna, ekki síst úti á landsbyggð- inni. Mjög mikilvægur áfangi á þessari braut náðist þegar aðildar- lönd að Laxaverndunarsamtökum N-Atlantshafs (NASCO) gerðu nýl- ega tímamótasamkomulag við lax- eldisiðnaðinn í heiminum. I þessu mikilvæga samkomulagi ákváðu þessir tveir hópar að vinna saman að vemdun villtra laxastofna og um leið mun þetta samkomulag greiða fyrir frekari uppbyggingu laxeldis sem framtíðaratvinnuvegs innan aðildarlandanna. Unnið verður að gerð starfsreglna fyrir laxeldi í N-Atlantshafi á næstu mánuðum og stefnt er að því að ljúka því starfi í febr- úar 2001. Óhætt er að fullyrða að sjaldan hef- ur náðst jafn víðtæk samstaða um slíka vinnu og hér um ræðir á milli tveggja hópa, annars vegar verndun- arsamtaka og hins vegar atvinnuvegar eins og laxeldis. Það er því ljóst að utanríkis- ráðherra var með yfír- lýsingum sínum um fiskeldi á Austfjörðum að tala í samræmi við þá stefnu sem NASCO vinnur eftir í dag, þ.e. að laxeldi og villtur lax eigi samleið og framtíð villtra laxastofna verði best tryggð með samstarfi þessara aðila. Utanríkisráðherra fer með forræði íslands í NASCO. Fiskeldi Nú er veiðiálagi í ánum haldið óbreyttu, segír Vigfús Jóhannsson, alveg óháð því hver fjöldi göngulaxa er á hverjum tíma og algjörlega óháð aðstæðum til veiða hverju sinni. Það er ekki ætlunin að endurtaka alla þá umræðu sem átt hefur sér stað um hugsanleg áhrif laxeldis á villta laxastofna. I stað þess er þó óhætt að fullyrða að hvergi hefur verið sýnt fram á með vísindalegum rökum að laxeldi hafi neikvæð áhrif á villta laxastofna. I raun er miklu fleira sem tengir þetta tvennt sam- an, þótt ekki væri nema það eitt að viðfangsefnið er lax. Laxeldisiðnað- urinn um allan heim hefur haft frumkvæði að því að setja sér mjög strangar vinnureglur m.t.t. um- hverfismála og vinnur Alþjóða- samband laxeldisframleiðenda nú að því að samræma þessar reglur fyrir öll aðildarlöndin. Einnig er rétt að taka fram að það eru fyrir- tækin sjálf sem greiða þann kostn- að sem fellur til vegna þessa eftir- lits. Það er stefna Alþjóðasambands laxeldisframleiðenda (ISFA), en Landssamband fiskeldis- og haf- beitarstöðva á íslandi er aðili að þessum samtökum, að vinna með þeim aðilum sem standa að upp- byggingu og verndun villtra laxa- stofna. Þetta gera samtökin ekki vegna þess að þau telji sig þurfa að greiða fyrir einhvern skaða sem þau hafa valdið heldur vegna þess að þau telja sig búa yfir mikilli HELOSAN HÚOKREMID I SÓLARFRÍlOi Vigfús Jóhannsson Vðskhugi A I H l I I > \ VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR ‘ I Fjárhagsbókhald I Sölukerfi I Viðskiptamanna kerfi ) Birgöakerfi I Tilboðskerfi ) Verkefna- og pantanakerfi | Launakerfi I Tollakerfi Vaskhugi ehf. Síðumúla 15 - Stmi 568-2680 Mörkinni 3, sími 588 0640

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.