Morgunblaðið - 20.06.2000, Page 65

Morgunblaðið - 20.06.2000, Page 65
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 65 UMRÆÐAN Vísindi í þágu friðar o g mannúðar MEÐAL umræðu- efiia á alþjóðaráðstefnu um trú og vísindi sem haldin er í tengslum við kristnitökuhátíð dag- ana 5.-8. júlí verða vís- indi í þágu fiiðar og mannúðar. Víða um heim starfa hreyfingar vísindamanna um þetta efni og hafa verið áhrifamiklar, m.a. í bar- áttu fyrir kjarnorku- afvopnun. Sá sem hefur framsögu um þetta efni á ráðstefnunni er Yechiel Becker, pró- fessor í veirufræði og sameindalíffræði við Hebreska háskólann í Jerúsalem. Barátta gegn misnotkun h'fvísinda Prófessor Becker er mikilvirkur og virtur vísindamaður og rithöfundur á sínu fræðasviði og m.a. stofnandi og ritstjóri tímarits um veirufræði undir nafninu Virus Genes sem gefið er út af Kluwer Academic Publishers. En hann er jafnframt frömuður í baráttu vísindamanna fyrir bættum heimi. Hann hefur reynt að bera klæði á vopnin milli gyðinga og Palestánu- manna heima fyrir og unnið af ástríðu gegn misnotkun lífvísinda í þágu hernaðar. Hann gekkst fyrir stofnun alþjóðlegs háskóla á vegum UN- ESCO í tengslum við Hebreska há- skólann í Jerúsalem sem helgaður er sameindalíffræði, örverufræði og málefnum friðar. Skólinn gengur undir enska nafninu UNESCO-HUJ Intemational School for Molecular Biology and Microbiology. Prófessor Becker hefur verið forstöðumaður skólans frá stofnun hans 1995. Skólinn er raunar „stofnun án veggja“ og byggir á tengslum vísindamanna í fjölmörgum löndum á viðkomandi fræðasviði. Skólinn hefur gengist al- þjóðlegum ráðstefnum á sviði sameindalíffræði og veirufræði og um hagnýtingu þessara fræðasviða í þágu mannsins og friðar í heiminum. SiðferðisskyLdur vísindamanna Prófessor Becker hefur verið rit- stjóri fjölmargra ráðstefnurita sem komið hafa út úr ráðstefnum þessum bæði um fræðasvið sameindalíffræði og veirufræði um baráttu gegn efna- og sýklavopnum og um siðferðis- Ráðstefna Prófessor Becker er frömuður í baráttu vísindamanna fyrir bættum heimi, segir Vilhjálmur Lúðvíksson. skyldur vísindamanna undir heitinu Science for Peace Series. Becker hef- ur farið víða um heim til fyrirlestra- halds og baráttu fyrir málstað vísinda í þágu friðar og reynt að brúa bilið milli menningar- og trúarheims gyð- inga og annarra trúarsvæða í Mið- Austurlöndum. Rannsóknir Beckers sjálfs snúast nú að mestu um þróun DNA-bóluefna gegn herpes-veiru í mönnum og um skilning á uppruna hæggengra veira. Hann hefin- áhuga á að komast í sam- vinnu við íslendinga á þessu sviði. Höfundur er framkvæmdasijóri Rannsóknarráðs íslands. ^v»c/^V\V Brúðhjón Allm liorðblindðui - Glísileij gjafavara Bruðhjdnalislar VERSLUNIN Lnugtivegi 52, s. 562 4244. Eiginlelkar sem engin önnur sðlarvörn stðtar af PRODERM er eina sólorvörnin sem skróð er af heilbrigÓisyfirvöldum ESB sem læknisfræðileg sólarvörn. ... s Smiðjuvegi 9 • S. 564 1475 london Tu.ocxjkr. ^ i moA fli iri\rallarchatti með flugvallarskatti báðar leiðir nýja lágfargjaldaflugfélagið í eigu british airways 250 kr. aukaafsláttur ef bókað er á www.go-fly.com ■ flugfar á lægsta verði selst hratt, samt sem áður er enn hægt að fá flugfar frá aðeins 14.000 kr. báðar leiðir london stansted • alicante • barcelóna • bilbao • bologna • kaupmannahöfn • edinborg • faro • ibiza • lissabon • madrid • malaga • mílanó • napolí • palma • prag • róm • feneyjar miðast við eftirspurn I samkvæmt skilmálum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.