Morgunblaðið - 20.06.2000, Síða 70

Morgunblaðið - 20.06.2000, Síða 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Hundalíf Ferdinand Hvað er þetta? "5ECTION ONE..RULE TWREE... IFIT BE6IMST0RAIN.THEP06 5HALL 6E INVlTEP INTO THE N0U5E' “Fyrsti hluti... regla þrjú.. Ef það byrjar að rigna skal hundinum boðið inn í húsið “Hundareglur” fyrir árið 2000 BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík S Sími 569 1100 # Símbréf 569 1329 Hjólum heil með bros á vör Frá Öldu Jónsdóttur: JÆJA, NÚ er svo komið að meng- un í Reykjavík fer oft á tíðum yfir hættumörk og hvað ætla almenn- ingur og yfirvöld að taka til bragðs? Eru ekki flestir sem hugsa að það sé ekki þeirra vandamál. Ég alla vega sé okkur Islendinga ekki fyrir mér með mengunar- grímu. Undanfarin ár hefur orðið mikil vakning í umhverfismálum og einnig er fólk farið að hreyfa sig miklu meira. Þetta er ekki síst að þakka bættu aðgengi fyrir fólk en betur má ef duga skal. Nú ei-u göngu-og hjólastígarnir orðnir svo vinsælir að það þarf að fara að skilja þessa umferð að enda hafa línuskautarnir bæst í samgöngu- flóruna. Mikið vantar upp á að gangandi og hjólandi sé sýnd sú tillitsemi sem ætti að vera, þó verð ég að segja að mikið hefur þetta breyst til batnaðar síðstu ár. A siðasta þingi setti ísólfur Gylfi Pálmason alþing- ismaður fram þingsályktunartillögu sem hljóðaði svo: „Alþingi ályktar að fela samgönguráðherra að skipa nefnd til að marka stefnu um hönn- un og merkingar hjólabrauta í dreifbýli og þéttbýli. Tekið verði til- lit til hönnunar nýrra mannvirkja og stefnt að því að hjólreiðar verði raunhæfur kostur í samgöngumál- um á íslandi". Stungið var upp á að í nefndinni væru fulltrúar hjóla- fólks, Vegagerðarinnar og Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Þessi þingsályktun komst ekki á um- ræðuplanið í þinginu vegna anna síðustu daga Alþingis en það kemur þing eftir þetta þing. Alveg hefur vantað að hjólreiðar séu hluti af samgöngukerfinu og oft hefur sam- band við mig fólk sem hefur áhuga á að fara að hjóla í vinnu en treystir sér ekki til þess vegna aðstöðuleys- is. Tel ég að ef lagðir yrðu hjóla- stofnvegir meðfram aðalbrautum og milli sveitarfélaga myndi fólk hjóla meira alveg eins og uppbygg- ing göngu- og hjólastíganna skilaði miklum fjölda fólks út á stígana. SVR geta tekið hjól svo að ef fólk treystir sér ekki að hjóla bæði úr og í vinnu til að byrja með er bara hægt að taka hjólið með sér í strætó og hjóla svo heim en það er alveg öruggt að sú tilfinning varir ekki lengi því maður eflist við hvert fótstig og verður ánægðari með sjálfan sig og sín afköst. Ég er hér með nokkra umhugs- unarpunkta fyrir almenning, stjórnvöld og verktaka sem ég vona að komist til skila þó að þeir séu ekki sendir í skammarbréfsformi til viðkomandi. Borgar- og bæjaryfírvöld Nauðsynlega vantar samtenging- ar milli sveitarfélaganna. Það er víða þannig að bara vantar skiltið „Hér endar stígurinn". Víða er hægt með litlum tilkostnaði að gera fínar hjólaleiðir, það vantar kannski smá bút sem tengingu, t.d. með- fram hitaveitustokkum eða af göml- um leiðum sem ekki eru notaðar lengur. Vantar merkingar Allar merkingar vantar, svo sem merkingar sem vara bístjóra við hjólandi fólki, merkingar sem eru leiðbeinandi fyrir hjólreiðafólk og sýna hvert hægt er að fara á við- komandi stíg og jafnvel vegalengd. Einnig vantar merkingar sem vísa leiðina út úr bæjum eða borg (ég er ekki að tala um risaskilti í höfuð- hæð hjólreiðamannsins). Reglur fyrir verktaka þar sem skýrt er tekið fram hvernig merk- ingar eiga að vera við framkvæmd- ir, röskun á notkun stíga meðan á framkvæmdum stendur sé í lág- marki. Stígarnir ekki notaðir sem bílastæði verktaka eða geymslu jarðvegs og eða verkfæra. Ef loka þarf stíg á að vísa á aðra leið eða gera hjáleið. Verktakar Takið tillit til fólksins sem á að nota stígana. Leggið ekki bílum og vinnuvélum á stígana meðan farið er frá nema fólk komist fram hjá. Notið ekki stígana sem jarðvegs- geymslur. Til eru sérstakir dúkar til þeirra nota. Stígarnir eru gerðir fyrir fólk. Fjarlægið þökusnepla og grjót af stígunum strax. Sópið stíg- ana og gangið eins frá og þið vilduð koma að stígunum á hjóli, línu- skautum eða gangandi. Merkið vel skurði og skiljið ekki eftir miklar brúnir í malbikið. Eitt slys í síðustu viku er glöggt dæmi um ábyrgðar- leysi verktaka þar sem hjólreiða- maður stórslasaðist eftir að hafa lent í slíkum skurði við Hamp- iðjuna. Bfistjórar Takið tillit til hjólandi og gang- andi. Sveigið vel frá ef það er hægt ekki síst stórir bílar og rútur. Kjöl- sogið af stórum bílum er mikið og getur skapað stórhættu í íslensku roki. Farið aldrei fram úr bíl sem er að fara fram úr hjólreiðamanni eða farið fram úr hjólreiðamanni um leið og þið mætið bíl. Ég veit að þið haldið að ég sé eitthvað verri þegar ég skrifa þetta en þetta skeður oft á dag ef maður er að hjóla út á vegum og t.d. í Hvalfirðinum þar sem um- ferðin er ekki mikil. Hjólreiðafólk Farið að umferðarlögum. Hjólið ekki á móti rauðu ljósi eða á móti umferð. Notið hjálm ef þið eru í umferðinni, ef þið gerið það ekki sjálfrar ykkar vegna þá fyrir ykkar nánustu. Yfirvöld Takið höndum saman og gerum hjólreiðar að raunhæfum sam- göngukosti í þjóðfélagi þar sem mengun og bílafjöldi er orðið stórt vandamál. Gera þarf hjólandi og gangandi umferð hærra undir höfði. Lögin skýr og aðgengileg þannig að hægt sé að fara eftir þeim. ALDA JÓNSDÓTTIR, formaður Islenska fjallahjólaklúbbsins. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.