Morgunblaðið - 20.06.2000, Page 75

Morgunblaðið - 20.06.2000, Page 75
FÓLKí FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ERLENDAR .OO0OOO Skúli Helgason stjórnmálafræðingur og tónlistarskríbent fjallar um nýjustu afurð sér- vitringsins Matts Johnsons. The The - Naked Self Nakinn maður hjólförum * 1 GUÐI sé lof fyrir sérvitringana. Rokksagan væri risminni ef ekki væri fyrir kynlega kvisti eins og Syd Barrett, Frank Zappa og Nick Cave. Matt Johnson er kannski ekki alveg á pari með þessum snillingum en kynlegur er hann og skartar ýmsu glerfínu á ferilsskránni. Það er orðið ansi langt síðan ég afskrifaði hijóm- sveit hans The The enda ekkert heyrst frá henni síðan 1993 ef undan er skilin platan Hanky Panky er hafði að geyma túlkun Matts John- son á gömlum Hank Williams-lögum. Nú sjö árum síðar rís The The skynthlega úr öskustónni með nýja plötu, sem er aðeins sú sjötta sem kemur fyrir almenningssjónir á und- anförnum 17 árum. Það eru liðin rúm 20 ár síðan Matt auglýsti eftir vinnuafli til að skipa hljómsveit sína í enska tónlistarrit- inu New Musical Express. Fengur- inn úr því kasti var einn hljómborðs- leikari og The The varð til. Ekki var félagsþroskinn meiri hjá okkar manni en það að korteri eftir að hljómsveitin kom fyrst fram opin- berlega árið 1979 hóf Matt Johnson gerð sinnar fyrstu sólóplötu: Spirits. Hún er vel geymt leyndarmál enn í dag, kom aldrei út. Bum- ing blue soul sóló- plata númer tvö kom hins vegar út 1981 og vakti athygli fyrir djarfleika, tilrauna- starfsemi og gagn- rýna sýn á vest- ræna siðmenningu. 1982 lýkur vinnu við fyrstu breið- skífu The The: The Pornography of Despair, en allt upplag hennar var afturkall- að fáeinum sólarhringum eftir út- komu. Fáir hafa því heyrt þá plötu. Ári síðar fóru hjólin hins vegar að snúast þegar Soul Mining kom út við einróma lof gagnrýnenda. Þar er frá- bær poppplata á ferðinni, með perl- una Uncertain Smiie innanborðs og vísi að þeirri kaldhæðni sem fylgt hefur Matt Johnson æ síðan. Frægð The The náði nýjum hæðum með In- fected árið 1986 og lögunum Heart- land og Sweet Bird of Truth. Platan er rammpólitísk ádeila á heimsvalda- v,ð Matt Johnson. stefnu Bandaríkjanna og aðra mikil- mennskutakta stórvelda í stjórnmál- um og viðskiptalífi. Infected var áhrifamikil plata og vendipunktur á ferli The The. Eftir þetta leið heil ei- lífð milli platna, sveitin er jafnan tal- in af en snýr aftur þegar allir em farnir að horfa í aðra átt. Mind bomb kom 1989 með Johnny Marr gítar- leikara Smiths innanborðs og fjómm ámm síðar Dusk. Síðan hefur ekki komið plata með framsömdu efni frá The The og sveitin var m.a.s. tekin út af launaskrá hjá útgefanda sínum. Það segir sína sögu um jaðarstöðu Matts Johnson að eftir hann liggja 3 breiðskífur sem ýmist hafa aldrei fengist útgefnar eða aðeins í afar tak- mörkuðu upplagi. Naked Self kemur út hjá út- gáfufyrirtæld Trevors Reznor úr Nine Inch Nails og það eru vissulega hvassari brúnir á þessari plötu en sumum hinna fyrri. Gítarinn er hér í að- alhlutverki, ýmist blóðugur og tættur eins og sært villidýr eða lungamjúkur og malandi eins og sófa- köttur á eftirlaunum. Sjá má ákveðna sam- svömn milli þessarar nýju plötu og sólóplöt- unnar Burning blue soul frá 1981 en þama em líka fínlega stroknar kassagítarmelódíur í anda The Beat (en) Generation sem margir muna eftir af Mind Bomb. Matt Johnson er prýðilegur lagasmiður og flest lag- anna á þessari nýju plötu em mjög áheyrileg. Heildarmyndin er hér mest áberandi, það em engin lög lík- leg til þess að leggja undir sig út- varpsstöðvar vikum saman en platan er kærkomin fyrir alla aðdáendur The The. ÞRIÐJUDAGUR 20. JÚNÍ 2000 75 -... y Matt Johnson hefur alla tíð verið heilinn og hjartað í The The og sveit- in svo sem verið lítið meira en orða- leppur því liðsskipan hefur iðulega tekið miklum breytingum og Matt hefur verið iðinn við að safna að sér verktökum til að setja mark sitt á einstakar plötur. Samstarfsmenn hans gegnum tíðina hafa verið marg- ú og góðir: Marc Almond, Sinead ÓConnor, Neneh Cherry, Jim „Foet- us“ Thirlwell, Zeke Manyika o.fl. í þetta sinn em í áhöfninni lítt þekktir menn sem eiga þó skrautlega fortíð: Eric Schermerhorn gítarleikari (spilaði með Iggy Pop), Earl Harvin trymbill (úr hljómsveitinni MC900 Foot Jesus) og Spencer Campbell sem þekktastur er fyrir að hafa spil- að með kántrímelnum Kenny Rog- ers! Svona kokteill er ekki á færi nema stórskrýtinna hristara og lýsir Matt Johnson vel. Athygh vekur að Lloyd Cole er bakraddasöngvari í einu lagi! Matt Johnson er enn við sama heygarðshornið í sinni textagerð. Textarnir era pólitískar ádeilur af gamla skólanum. Gömul klisjuhug- tök úr vinstri pólitíkinni eins og firr- ing koma upp í hugann en Matt er einbeittur kýlastungukall sem syng- ur um fálætið í stórborgarsamfélög- um, svikráð náungans, einsemdina í fjölmenninu, vonda markaðshag- kerfið og svo mætti lengi telja. Það em ekki margir rokkarar sem nenna að æsa sig yfir þessum hlutum eftir 20 ára feril en það er sjálfsagt að hrósa þeim sem það gera fyrir seigl- una. Ég veit vel að þessi plata stefnir hraðbyri í útsölurekkana en ég leyfi mér hins vegar að mæla með henni sem prýðilegri plötu frá manni sem kann sitt fag og hefur sérstæðan sjarma. Þeir sem töldu sig vera í að- dáendahópi The The á síðasta áratug geta ófeimnir rifjað upp gömul kynni með því að gefa Naked Self tækifæri. Þetta er ekki snilldarverk en ágætis gripur. Þijár og hálf stjaroa. MYNDBOND Fjölskyldu- morð Auga fyrir auga (Body Count) Spennumynd Leikstjóri: Kurt Voss. Aðal- hlutverk: Alyssa Milano, Ice-T. (88 mín.) Bandaríkin 1997. Góðar stundir. Bönnuð innan 16 ára. UNGT par heimsækir fjölskyldu mannsins, sem hann hefur haft lítil samskipti við. Stuttu eftir að þau koma á staðinn er fjölskyldan strá- felld af ræningjum sem hafa verið sendir af einum fj ölskyldumeðlimn- um. Þótt hér sé um ekki ýkja merkilega mynd að ræða er söguþráðinn þó- nokkuð fersktur þótt ekki sé það nýtt til fullnustu. Margir eiga eflaust eftir að átta sig á þeim snúningum sem verða á flétt- unni þegar á líður myndina en ólíkt mörgum viðlíka myndum tekst prýði- lega að koma á óvart. Leikaramir em allir slappir og sérstaklega illmennin sem ofleika illa skrifuð hlutverk sín. „ Milano hefur lengi verið viðloðandi af- þreyinguna eða allt frá því „Who’s the Boss“-þættimir vora í sjónvarpinu en þar lék hún dóttur Tony Danza. Mil- ano er snoppuíríð en það er ekki hægt að sjá að hún muni verða að stór- stjömu eftir frammistöðuna í þessari mynd. Leikstjórinn er laus við alla hugvitssemi og getur greinilega ekki haft stjóm á leikurum sínum. Þetta er fín mynd þegar algjör gúrkutíð er í myndbandaútgáfu á landinu, en þessa dagana er sú ekki raunin. Ottó Geir Borg ' Flautuketill ýmsir litir Skráðu þig $ í vefklúbbirm www.husa.is HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Hnífablokk 12 stk. verð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.