Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 139. TBL. 88. ÁRG. MIÐVTKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Annar jafnstór Suð- urlandsskjálfti í nótt JARÐSKJÁLFTI, sem mældist 6,5 til 6,6 stig á mælum Veð- urstofunnar og Jarðvísindastofnunar Bandaríkjanna, reið yfír vestanvert Suðurland laust fyrir klukkan eitt í nótt og er talið að upptökin hafi verið í austanverðu Hestfjalli í Grímsnesi. Liggur 20 til 30 km löng sprunga frá norðri til suðurs rétt vestan við Þjórsárbrú, þvert í gegnum þjóðveginn. Ragnar Stefánsson jarðeðlisfræðingur sagði í nótt að skjálftinn hefði verið 6,5 og jafnvel stærri. Skjálftinn hefði líklega verið þetta öflugur þar sem upptök hans hefðu aðeins verið nokkrum kíló- metrum vestar en upptök skjálftans 17. júní, en búast mætti við veikari skjálftum eftir því sem þeir færðust vestar. Engar fréttir af slysum höfðu borist þegar blaðið fór í prentun og hafði hvorki borist beiðni um sjúkraflutninga til Landhelgis- gæslu né Neyðarlínu. Miklir eftirskjálftar fundust víða. Að sögn lögreglu á Selfossi var Þjórsárbrú eitthvað löskuð og skemmdir höfðu orðið á fleiri brúm og vegum á Suðurlandi. Umferð um brýr og vegi víða á Suðurlandi var strax stöðvuð í varúðarskyni, en Þjórsárbrú var aftur opnuð í nótt. Fréttir af eignartjóni voru óljósar, en þó var vitað að þrjú hús hefðu fallið, tvö í Villingaholtshreppi og það þriðja var eitt þeirra, sem mest skemmdust í skjálftanum á laugar- dag. Rafmagn af í Eyjum Strax eftir skjálftann bárust til- kynningar um hann frá fólki frá Eyjafirði vestur um allt land og allt austur að Skaftafelli. Fólk fann sterkt fyrir skjálftanum á Suður- landi og höfuðborgarsvæðinu.. Rafmagn fór af í Vestmannaeyj- um og undir Eyjafjöllum og í Vík í Mýrdal. Fréttir bárust um að lausa- munir hefðu fallið í húsum víða á Suðurlandi og fólk austan Ölfusár- brúar taldi sig finna sterkar fyrir skjálftanum nú en á laugardag. Engar bilanir urðu á símkerfinu í þessum skjálftum. Allt lék á reiðiskjálfi Friðjón Marínósson var staddur við Asgarð í Grímsnesi í sumarhúsi ásamt fleirum á leið í stangveiði þegar skjálftinn reið yfir. „Húsið lék bókstaflega á reiðiskjálfi undir okk- ur,“ sagði Friðjón í samtali við Morgunblaðið. „Þegar skjálftinn var búinn heyrði ég greinilega þeg- ar grjótið þeyttist niður fjallshlíð- arnar í kringum okkur. Þetta var mjög óþægilegt." Ragnar Stefánsson, jarðeðlis- fræðingur á Veðurstofu íslands, sagði um hálf tvö leytið í nótt að jarðskjálftinn hefði verið á þeim slóðum sem jarðfræðingar töldu lík- legast að annar jarðskjálfti gæti komið eftir skjálftann á laugardag. Aðspurður hvort líkur væru á fleiri skjálftum af þessari stærð á næstunni sagði Ragnar að þetta væri fyrsti stóri eftirskjálftinn og við yrðum að sjá hver þróunin yrði eftir þetta. „Það er allt í rúst hjá okkur, það er bara eins og eftir sprengjuárás,“ sagði Valgerður Gestsdóttir sem Meira álag á Þjórsár- brú nú UPPTÖK sjálftans í nótt voru við Þjórsártún á bökkum Þjórs- ár, samkvæmt útreikningum Jónasar Eh'assonar, prófessors á Rannsóknastofnun Háskóla Islands á Selfossi. Mælar stofn- unarinnar gáfu í nótt til kynna hve mikil áraun hefði orðið af völdum skjálftans í nótt í sam- anburði við skjálftann 17. júní. Lárétt áraun í hlutfalli af þyngdarhröðun á Þjórsárbrú var í nótt 82%, að sögn Jónasar, en 52% á laugardag. Araun á írafossvirkjun var nú 10,3% en 4,5% 17. júní. Araun á Hellu var síðast 16,3% en er 10,9% nú. Áraun á Selfoss var nú 11% en 5,3% sl. laugardag. Hann sagði að upptökin væru nánast beint undir Þjórsárbrú og það að brúin hafi þolað skjálftann bendi til þess að það hafi verið rétt ákvörðun að skipta um jarðskjálftalegur í henni eftir síðustu athugun sérf- ræðinga á ásigkomulagi hennar. býr á bænum Mjósyndi í Villinga- holtshreppi í samtali við Morgun- blaðið skömmu eftir að jarðskjálft- inn reið yfir í nótt. Valgerður býr að Mjósyndi ásamt eiginmanni og þremur börnum sem stödd voru heima þegar hamfarirn- ar gengu yfir. Engin slys urðu á fólki í skjálftanum. Valgerður sagði það mikla mildi, en tvö börn þeirra hefðu verið sofandi úti í tjaldi en hljómflutningstæki, skápar og mun- ir hrundu yfir rúm barnanna í skjálftanum. „Þetta var miklu stærri skjálfti en á laugardaginn. Þá hreyfðist ekkert í hillum, en núna er bara allt í rúst. Það er hver einasti diskur úr eldhúsinnréttingunni brotinn, það hefur hrunið úr öllum skápum, sjónvarpið hrundi niður á gólf,“ sagði hún. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Jarðvísindamennimir Gunnar B. Guðmundsson, Þórunn Skaftaddttir og Ragnar Stefánsson skoða gögn úr jarðskjálftamælum Veðurstofu íslands, skömmu eftir klukkan eitt í nótt. Valgerður sagði að skjálftinn hefði verið stuttur en mjög harður. Bjarki, eiginmaður hennar, hefði verið staddur út í fjósi og var að ganga frá en legið kylliflatur í skjálftanum. Hún sagði að þeim hefði ekki gef- ist tóm til að kanna hvort skemmdir hefðu orðið á sjálfu húsinu en gríð- arlegar skemmdir hefðu orðið á öllu innbúi. Stétt féll níu sentimetra og færðist frá húsi Rafmagn og sími fóru ekki af í skjálftanum og sagðist Valgerður haft þær fregnir frá nágrönnum að þar hefðu einnig orðið miklar skemmdir í skjálftanum en hún sagðist þó ekki hafa heyrt að neinn hefði slasast í skjálftanum. „Það er allt á hvolfi," sagði Valdís Bjarnþórsdóttir í Hjálmholti, sem er suður af Hestvatni á þeim slóðum sem talið er að skjálftinn eigi upp- tök sín, en heimilisfólk á bænum var í fastasvefni þegar skjálftinn reið yf- ir. Það forðaði sér allt út fyrir bæinn og slapp ómeitt nema stúlka skarst á fæti. Valdís sagði að stétt fyrir framan bæinn hefði fallið níu sentimetra niður og færst frá húsinu um tvo sentimetra. Húsið sjálft virtist ósprungið, en innanstokks væri allt á rúi og stúi. Leirtau og hlutir hefðu hrunið út úr skápum, hillur af veggj- um og tölvur flogið út á gólf. „Það er bara allt hér á öðrum endanum. Það er ekkert hægt að lýsa þessu öðru vísi,“ sagði Valdís. Hún sagði að gamalt hús við bæinn sem hefði staðist Suðurlands- skjálftann árið 1912 stæði enn og hefði ekki haggast í skjálftanum. Hún bætti þvi við að í skjálftanum á laugardag hefði ekkert brotnað hjá henni og hann hefði verið bama- leikur hjá þessum skjáfta. Svanur Bjarnason, rekstrarstjóri Vegagerðar ríkisins á Selfossi, sagði þegar í hann náðist undir klukkan tvö í nótt að menn hans væru að kanna hvort skemmdir væru á veg- um. Hann vissi aðeins að skemmdir væru á brúnni yfir ána Bitru. Að sögn Svans var fyrsta varúðarráð- stöfun lögreglu að loka brúm og var brúnum yfir Ölfusá og Þjórsá lokað án þess að þar með væri sagt að tal- ið væri að þær hefðu orðið fyrir tjóni. Mældist í Bandaríkjunum Don Blakeman, vísindamaður við jarðvísindastofnun Bandaríkjanna, US Geological Survey, sagði í nótt að á jarðskjálftavakt stofnunarinnar í Colorado hefði skjálftinn mælst 6,6 á Richter-kvarða og verið jafn sterkur og skjálftinn á laugardag. Hann sagði að skjálftinn hefði riðið yfir klukkan 12.51.47 og staðurinn væri 63,9° norðurbreiddar og 20,7° vesturlengdar og væri hann því að- eins vestar en skjálftinn á laugar- dag. MORCUNBLAÐHD 21. JÚNÍ 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.