Morgunblaðið - 21.06.2000, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 21.06.2000, Qupperneq 20
20 MIÐVTKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Könnun KPMG ráðgjafar meðal stjórnenda í stærstu fyrirtækjum landsins Aðgengi að rétt- um upplýsingum ábótavant KPMG ráðgjöf gerði í lok febrúar síðastliðins könnun meðal stjóm- enda í stærstu fyrirtækjum landsins og var tilgangur könnunarinnar að öðlast vitneskju um aðgang stjóm- enda að upplýsingum og gagnsemi þeirra upplýsinga, áætlanagerð fyr- irtækja og reynslu þeima af innleið- ingu nýrra upplýsingakerfa. í nýl- egri skýrslu um niðurstöður könnunarinnar kemur m.a. fram að forsenda þess að meta megi arð- semi á sem bestan hátt sé aðgengi að réttum upplýsingum, en töluvert vanti á að það sé til staðar hjá stjórnendum 100 stærstu fyrirtækja landsins, og áberandi sé að mun meiri óánægju gæti hjá 50 stærstu fyrirtækjunum en hinum sem minni eru. Astæður þess geti verið ýmsar, t.d. þær að rekstur stærri fyrir- tækja sé viðameiri og því erfiðara að afla viðeigandi upplýsinga, eða að stjórnendur stærstu fyrirtækj- anna geri meiri kröfur í þessum efnum. I könnuninni sem unnin var af Hrannari Hólm og Ingva Þór Elliðasyni var rætt við stjómendur í 85 af 100 stærstu fyrirtækjum landsins samkvæmt lista Frjálsrar verslunar 1998. Þrjú fyrirtækjanna eru ekki Iengur starfandi og mynd- uðu því 97 fyrirtæki grunn könnun- arinnar. Svarhlutfall var 88% og þátttakendur í könnuninni voru 14 forstjórar, 38 framkvæmdastjórar, 27 fjármálastjórar og sex með önn- ur starfsheiti. Þriðjungur fyrirtækjanna gerir ekki áætlun um efnahag mánaðarlegar sjóðstreymisáætlanir. Þessar niðurstöður bendi til þess að víða megi auka áherslu á hagkvæma nýtingu fjármagns. Flestir aðspurðra telja sig hafa upplýsingar um raunverulega arð- semi út frá sjónarhóli hluthafa sem og upplýsingar um arðsemi rekstr; areininga innan fyrirtækisins. í skýrslunni segir að það komi þó á óvart að í mörgum tilvikum þekki sömu aðilar ekki raunverulegan fjármagnskostnað eða fjárbindingu og skiptingu hennar á rekstrarein- ingar. Þegar svör og athugasemdir viðmælenda séu sett í samhengi megi álykta að aðeins um helmingur hafi í raun framangreindar upplýs- ingar á takteinum. Fram kemur að flestir þeirra sem þátt tóku í könnuninni hafa hvorki aðgang að upplýsingum um afkomu eftir viðskiptavinum né upplýsing- um um áhrif markaðsaðgerða. Þeir telji hins vegar mikilvægt að bæta þar úr og í skýrslu KPMG ráðgjafar segir að hér sé greinilega tækifæri til töluverðra fi'amfara hjá flestum aðspurðra. Aðeins ríflega helmingur viðmæl- enda taldi að innleiðing núverandi upplýsingakerfa hefði gengið vel. Aðrir sögðu innleiðinguna hafa gengið sæmilega eða illa og gáfu þær skýringar helstar að umfang og flækjustig hefði orðið meira en reiknað var með. Einnig var minnst á slaka verkefnisstjómun. Segir í skýrslu KPMG ráðgjafar að af svör- um viðmælenda megi ráða að tals- verður fjöldi fyrirtækja hyggist inn- leiða ný upplýsingakerfi á næstunni. ur sé meginmarkmið með rekstri flestra fyrirtækja og því sé eflaust rökrétt að þær upplýsingar sem stjómendur helst þekkja og styðj- ast við séu fjárhagsleg uppgjör fyr- irtækja. Engu að síður geti verið varhugavert að horfa eingöngu á fjárhagslegar upplýsingar til að meta rekstrarárangur, meðal ann- ars vegna þess að þær segja ein- göngu til um fortíðina, auk þess sem þær geti gert skammtímasjón- armiðum of hátt undir höfði. Til dæmis geti verið freistandi að auka hagnað með sparnaði í vömþróun, símenntun og fjárfestingum, en slíkt geti verið skammgóður vermir. Ef gengið sé út frá því að markaðs- verð fyrirtækja endurspegli getu þeirra til að ná árangri í nútíð og framtíð verði að viðurkenna að hefðbundið bókhald gefi takmarkað- ar upplýsingar. Það taki ekki tilliti til ýmissa óefnislegra verðmæta, svo sem tengsla við viðskiptavini og þekkingar starfsmanna, atriða sem geti á endanum haft úrslitaáhrif á fjárhagslegan árangur. „Ein mikilvægasta mælingin á frammistöðu fyrirtækja er raun- hagnaður, en hann má í meginatrið- um skilgreina sem rekstrarhagnað að frádregnum sköttum og vegnum fjármagnskostnaði af markaðsvirði þess fjár sem bundið er í rekstrin- um. Ef mæla á árangur fyrirtækja og deilda innan þeirra er nauðsyn- legt að þekkja hversu mikið fjár- magn er í raun bundið í rekstrinum og hver veginn fjármagnskostnaður er (þar með talin ávöxtunarkrafa Eru gerðar áætlanir um eftirfarandi? Markaðsstarf Að hluta 0% 20% 40% 60% 80% 100% Spurt var um ánægju (óánægju) með stjórnendaupplýsingar 50 stærstu 0% 20% 40% 60% 80% 100% Hvenær liggja fyrir uppiýsingar um veltu og framlegð? Daglega Vikulega Mánaðarlega Síðar eða misjafnt hluthafa),“ segir í skýrslunni. I könnuninni kom fram sterkur vilji stjórnenda til að bæta upp- lýsingar um arðsemi rekstrarein- inga sem og um afkomu eftir við- skiptavinum. Auk þess komu fram mótsagnir í svörum og bent er á að þær gefi tilefni til að kanna málin frekar og þá með ítarlegri hætti en gert var í þessari könnun. Því hefur KPMG ráðgjöf áformað að fylgja könnuninni eftir með ítarlegri at- hugun þar sem farið verður nánar ofan í atriði sem snúa að árang- ursmati fyrirtækja, rekstrareininga og starfsmanna. Fram kemur í skýrslu KPMG ráðgjafar að áætlanagerð sé almenn meðal hinna 100 stærstu, en þó geri þriðjungur fyrirtækjanna ekki áætl- un um efnahag og enn færri geri Raunhagnaður mikilsverðasta mælingin á frammistöðu I inngangi að skýrslu KPMG ráð- gjafar segir að fjárhagslegur árang- Kögun gerir samstarfssamning við bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið webMethods 19.900. I Ekki innifalið: Föst aukagjöld - tullorðnir 2.115 kr., börn 1.430 kr. J l og Mallorca j 54.900,- Mallorca Viðbótarsæti / CALA-MILL0R Verð frá 54.900 á mann m/v 2 fullorðna og 2 börn í tvær vikur. Ekki Innifalið: Föst aukagjöld. Fullorðnir 2.485kr. börn 1.800kr. 19.500,- Flug og bíll Verð á rnarni fnA 1&500 ke Innifalið: Rug og bíll í A-flokki í eina viku m.v. hjón með 2 böm 2-11 ára. Ekki innifalið: Föst aukagjöld fullorðnir 2.115 kr., böm 1.430 kr. Flugáætlun LTU Ousseldorf 3 f viku 04.06-10.09 Hamborg 1 iviku 22.06-31.08 Munchen 2iviku 11.06-10.09 LTU er annað stærsta flugfélag Þýskalands, þekkt fyrir gæði og góða þjónustu. Upplýsingar orj bóknnir Stangarhyl 3A ■ 110 Reykjavik hjá narstu (erðaskriislolu Sími: 587 1919 ■ F;ix: 587 0036 oða LTU á Íslandí (587 1910) lerraiwvai.is ■ into&terranova.is Býður upp á lausnir fyrir viðskipti milli fyrirtækja KÖGUN hf. hefur gert samstarfs- samning við bandaríska hugbúnað- arfyrirtækið webMethods um sölu og þjónustu á hugbúnaði þess hér á landi. webMethods þróar hugbún- aðarlausnir fyrir rafræn viðskipti milli fyrirtækja (B2B) á Internet- inu og eru lausnir þeirra taldar vera í fremstu röð í heiminum í dag. Gísli R. Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Kögunar, segist telja að samningurinn styrki félagið mjög. Hann sé liður í þeirri viðleitni Kögunar að hasla sér völl á sviði hugbúnaðarlausna fyrir viðskipti milli fyrirtækja á netinu. „Við hyggjumst líka koma að rekstri við- skiptamiðstöðva fyrir fyrirtæki á netinu í haust og þá aðallega í sam- starfi við önnur fyrirtæki og með stofnun fyrirtækja sem sérhæfa sig á þessu sviði,“ segir hann. Kögun, ásamt fleirum, stóð nýlega að stofn- un fyrirtækisins Spans hf., sem mun starfa á þessu sviði. Phillip Merrick stofnaði web- Methods árið 1996. „Hann sá snemma hvaða möguleika netið hafði til að leysa ýmis viðskiptaleg vandamál, en áður hafði athyglinni aðallega verið beint að öðrum notk- unarmöguleikum netsins," segir Gísli. Spáð mlkílli velgengni Hann segir webMethods vera spáð mikilli velgengni á þessum ört vaxandi markaði. „Sem dæmi má nefna að tekjur fyrirtækisins rúm- lega fimmfölduðust milli áranna 1998 og 1999. Sérfræðingar spá því að vegna framúrskarandi hugbún- aðarlausna webMethods og þeirrar miklu velgengni sem fyrirtækið hefur notið til þessa sé það líklegt til að verða leiðandi á þessum SAMTÖK atvinnulífsins efna til umræðufundar á Hótel Sögu, Súlnasal, fimmtudaginn 22. júní frá klukkan 13 til 15. Fjallað verður um starfsskilyrði samkeppnis- greina og rekstrarhorfur í íslensku atvinnulífi. Finnur Geirsson formaður Sam- taka atvinnulífsins mun setja fund- inn og flytja erindi sitt, Stöðugt starfsumhverfi. Þar á eftir mun Al- mar Guðmundsson forstöðumaður greiningadeildar íslandsbanka- FBA hf. fjalla um Rekstrarum- hverfi fyrirtækja og þróun þjóð- hagsstærða. Loks munu Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða hf., Hörður Arnarson forstjóri Marels hf., Gunnar Örn Kristjánsson for- markaði næstu árin,“ segir Gísli. Að sögn Gísla leggur webMeth- ods áherslu á að styðja alla þá staðla sem fram hafa komið í vef- viðskiptum milli fyrirtækja. Hug- búnaður fyrirtækisins sé opinn og miðað sé við að hann geti auðveld- lega unnið með hugbúnaði frá sem flestum sem starfa á þessu sviði. stjóri SÍF hf. og Jón Scheving Thorsteinsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Baugs hf. hver um sig fjalla um hvernig fyrirtæki og at- vinnugreinar meta stöðu sína í dag. Hringborðsumræður verða í lok- in þar sem framsögumenn svara spurningum blaðamannanna Bjarna Más Gylfasonar, Viðskipta- blaðinu og Ómars Friðrikssonar, Morgunblaðinu. Laust fyrir klukkan þrjú mun Finnur Geirsson formaður Sam- taka atvinnulífsins taka saman helstu niðurstöður og slíta fundi. Fundurinn er öllum opinn og er að- gangur ókeypis. Vinsamlega til- kynnið þátttöku með tölvupósti: sa@sa.is. Samkeppnisstaða atvinnuiífsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.