Morgunblaðið - 21.06.2000, Page 33

Morgunblaðið - 21.06.2000, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 33 LISTIR Hernaðarumsvif á Austurlandi BÆKUR S a g n f r æ fl i FREMSTA VÍGLÍNA - Átök og hernaðarumsvif á Austurlandi í heimsstyrjöldinni síðari eftir Friðþór Eydal. Útgefandi Bláskeggur, Reykjavík, 1999, 277 bls. PETTA mun vera önnur bók sama höfundar um styrjaldarárin síðari. Nefndist sú fyrri Vígdrekar og vopnagnýr (1997). Bók þessi er í tuttugu og fimm köflum, flestum fremur stuttum. Eftir að höfundur hefur í fyrstu tveimur köflunum kynnt efnið með yfirliti eru tekin fyrir hernaðarum- svif í einstökum byggðarlögum, Seyðisfirði, Reyðarfirði og Eskifirði. Inn á milli eru kaflar um einstaka viðburði, s.s. er þýsk flugvél fórst við Reyðarfjörð, loftárás á Seyðisfjörð og þegar E1 Grillo var sökkt í Seyð- isfirði, eða einstakar aðgerðir s.s. herskipalægi í Seyðisfirði, strandvarnarvirki á Sandsheiði, rat- sjárstöðvar, ógn af tundurduflum og þýskir kafbátar á Austfjörðum. I síð- asta kafla segir frá Öryggisþjónustu hersins og þýskum njósnurum á Austfjörðum. Umfjöllun höfundar einkennist af því að megnið af upplýsingum hans er fengið frá hernaðaryfirvöldunum sjálfum, fjölmörgum skýrslum þeirra og óprentuðum endurminn- ingum sumra háttsettra manna í hernum. Gerir þetta frásögn hans ólíka því, sem áður hefur sést, líkari því sem útlendingur skrifi. Að vísu er einnig vísað til íslendinga, s.s. Hjálmars Vilhjálms- Isonar, en minna er f ^ um það. Ekki er mér W ... kunnugt um hvernig HLáp höfundur hefur farið að því að nálgast öll SöS'n' þessu leiðir m.a. að I frásögnin er oft Friðþór mjög tæknileg og Eydal því líklega nokkuð framandleg venjulegum íslenskum lesanda. Geysimikið er af myndum í bókinni og kemur megnið af þeim frá herjunum sjálfum. Þær hafa því ekki sést hér áður og eru margar hverjar einkar upplýsandi. Þá eru einnig mörg kort frá hernum, t.a.m. kort sem sýna tundurduflalagnir. Hafa þær vafalaust verið mikið hernaðarleyndarmál á sínum tíma, eins og raunar margar aðrar upp- lýsingai- sem hér er að finna. Vissulega er bók þessi afar fróðleg og mikilsvert framlag til þessara at- burðamiklu ára í sögu þjóðarinnar. Er ekki að efa að til hennar mun oft verða vísað. En því ber ekki að neita að ekki er hún þægileg aflestrar. Stíll höfundar og frásagnaimáti er þurr og ópersónulegur, stuttaraleg- ur og fjarlægur. Minnir hann fulloft á skýrslugerð, þó út af bregði raunar stöku sinnum. Býst ég við að það stafi mest af eðli þeirra heimilda, sem notaðar hafa verið. í sjálfu sér er ekkert við það að athuga nema að varla er það vel fallið til vinsælda nema hjá þröngum hópi manna. Bókin er prentuð á góðan pappír og verður það til þess að myndir prentast vel. Margar þeirra eru ágætlega gerðar, líklega af kunnáttumönnum. Texti er tvídálka með skýru og vel læsilegu letri. Illa kann ég þó því að texti skuli ekki jafnaður hægra meg- in. Það gefur blaðsíðunum fremur leiðinlegan svip. Sigurjón Björnsson Nýjar bækur • LEYNDARDÓMAR trúarinnar - bók umaltarissakramentið er eftir Jakob Ágúst Hjálmarsson dóm- kirkjuprest í Reykjavík. í bókinni geiir höfundur grein fyr- ir kvöldmáltíðarsakramentinu. Hann fjallar um bakgrunn þess í sögulegu samhengi, tekur fyrir ritningartexta sem varpa á það ljósi, fjallar um trúarlega túlkun kirkjunnar á því hvemig kirkjan umgengst altaris- sakramentið og gagnsemi þess. Jakob Ágúst hefur fengist við prédikun og þjónustu í íslensku kirkjunni í drjúgan aldarfjórðung, lengst af á ísafirði, en síðustu ár við Dómkh'kjuna í Reykjavík. Útgefandi er Skálholtsútgáfan, út- gáfufélagþjóðkirkjunnar. Bókin er 112 bls. prýdd fjölda litmynda. Skerpla annaðist hönnun og umbrot en Steindórsprent - Gutenberg prentaði. Verð: 1.800 kr. Við söngjfv- anna hljoma TONLIST ísafjarðarkirkja UNGLINGAKÓR TÓNLISTARSKÓLA ÍSAFJARÐAR Stjórnandi: Margrét Geirsdóttir. Undirleikari: Sigríður Ragnars- dóttir. Miðvikudaginn 14. júní. UNGLINGAKÓR Tónlistar- skóla ísafjarðar hélt tónleika und- ir yfirskriftinni „Við söngvanna hljóma“. Tónleikarnir voru liður í undirbúningi kórsins fyrir þátt- töku í alþjóðlegri kórakeppni í bænum Cantonigrós á Spáni 13,- 16. júlí í sumar. Kórinn skipa 28 stúlkur á aldrinum 13-17 ára. Yfirskrift tónleikanna átti vel við, því að söngvarnir hljómuðu svo sannarlega fallega í kirkjunni þetta kvöld. Tónleikarnir hófust á trúarlegum nótum með íslenska sálminum „Gefðu að móðurmálið mitt“, sem stúlkurnar sungu mjög fallega. Þá tók við „Ave verum corpus“ eftir Mozart, sem einnig var vel flutt. Alls söng kórinn 23 lög af ýmsu tagi, bæði ný og göm- ul, íslensk og erlend, sígild og nú- tímaleg. Söngur kórsins var mjög góður, ekki síst í þjóðlaginu „Enn dvelur þú hjarta“ þar sem altradd- irnar nutu sín sérlega vel. „Þjóðlífsmynd" Jóns Ásgeirs- sonar var glæsilega flutt sem og óður Oscars Petersons „Hymn to Freedom“. Smávægileg mistök í katalónska þjóðlaginu „0, cel blau“ voru einu hnökrarnir á þess- um vel heppnuðu tónleikum, sem allir aðstandendur þeirra mega vera stoltir af. Kristinn Jóhann Níelsson i$CCO Miðvikudagur 21. júní. Leiklistarhátíð Bandalags ís- lenskra leikfélaga á Akureyri. Opnunarsýning - Götuleikhús kl. 13. Formleg opnun kl. 14.30. Auseklis Limbazi Amateur Theatre frá Lettlandi sýnir Á rúmsjó kl. 16 og kl. 19. Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir Hvenær kemurðu aftur rauðhærði ridd- ari? kl. 16 og kl. 20.30. Hátíðarklúbbur opinn um kvöldið í veitingahúsinu Við Poll- inn. Upplýsingar í Kompaníinu, s. 462-2710. Miðaverð á einstakar sýningar kr. 900, passi á allar sýningar kr. 5.000. KRINGLUKAST FIM., FÖS. OG LAU. ALLAR PEYSUR 40% AFSLÁTTUR ...O.FL. TILBOÐ TILBOÐ: MELLOW BOLUR 990 THORN SKYRTA 1 .990 CONNELL SKYRTA 1 .990 PETE BUXUR 2.990 DERRICK SKÓR 3.990 ....O.FL. TILBOÐ UNLIMITED Tilboðin gilda einnig ó Laugavegi OIMLY VERO mODA EXIT TILBOÐ: SKATER BOLUR 490 TECHNICA BUXUR 1 .290 STAR SKYRTA 1 .990 GOLD BUXUR 2.990 BUUS JAKKI 3.990 ....O.FL. TILBOÐ TILBOÐ: BODY SAMFELLA 290 BALZINNA BOLUR 490 LISETTE BOLUR 690 WELDON BOX 990 VICKS BUXUR 1.690 ...O.FL. TILBOÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.