Morgunblaðið - 21.06.2000, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 35
TOIVLIST
Eldborg
TÓNVERKAKYNNING
Hljóðrit af The Vinland Sagas f. þul
og strengi og Intrigues f. fiðlu og
strengjasveit eftir Gerald Shapiro í
flutningi Erlings Gíslasonar og
Kanunersveit Baltnesku Fflharm-
óníuhljómsveitarinnar u. stjórn
Guðmundar Emilssonar.
Kynnir: Gerald Shapiro.
Umsjón: Guðmundur Emilsson.
Föstudaginn 16.júníkl. 17.
PRÓFESSOR Gerald Shapiro,
forseti tónlistardeildar Brown há-
skólans í Providence, Rhode Island,
var í brennipunkti á sjötta og síðasta
tónskáldaþingi á vegum Lista- og
menningarhátíðar Grindavíkur í húsi
Hitaveitu Suðurnesja á Svartsengi
sl. fostudag, þegar leikin voru eftir
hann tvö verk af hljóðriti á áformuð-
um geisladiski.
Eftir kynningu Guðmundar Em-
ilssonar, menningarfulltrúa Grinda-
víkur, á tónskáldinu, sem fætt er
1942 og nam tónsmíðar hjá ekki
ómerkari kennurum en Milhaud,
Subotnik, Nödiu Boulanger og Karl-
heinz Stockhausen, en sneri baki við
framúrstefnu eftirstríðsára fyrir fá-
einum ái’um, gekk höfundur sjálfur í
pontu og fór nokkrum orðum um
verkin.
Fiðlukonsertinn „Intrigues" var
saminn með Guðnýju Guðmunds-
dóttur í huga, en vegna veikinda
hennar hljóp Sigrún Eðvaldsdóttir í
skarðið og frumflutti hann í fyrra
með Kammersveit Baltnesku
Fílharmóníuhljómsveitinni í Riga.
Shapiro kvaðst hafa samið konsert-
inn aftur á bak, líkt og oft gerist með
reyfarahöfundum, er þannig greiða
úr flækju söguþráðar (sbr. heiti
verksins) og ganga frá vísbending-
um - „clues“ - er leiða til upplýsingar
mála. Annars hefði „prógrammið", ef
slíkt skyldi kalla, aðallega komið höf-
undi sjálfum að gagni meðan á smíði
Guðmundur Sig-
urðsson orgelleikari.
Orgeltón-
leikar í
Skálholti
ORGELTÓNLEIKAR verða í
Skálholtsdómkirkju annað
kvöld, fimmtudagskvöld, kl.
20.30. Þá mun Guðmundur Sig-
urðsson organisti leika á orgel-
ið verk eftir Johannes Lyublin,
Antonio De Cabezon, F. Coup-
erin, Duke Ellington og J.S.
Bach.
Af dýrðum Vínlands
stóð, en skilaði sér e.t.v. ómeðvitað
til sumra hlustenda eftir á.
Hinn kringum 18 mínútna langi
fiðlukonsert hófst á stuttum en
þróttmiklum deklamatóriskum
hendingum með örstuttum þögnum
á milli, og skiptust síðar á ýmist létt-
gróteskar fullyrðingai’ og lýrískt-
rómantískir sönghæfir kaflar, stór-
stíg stökk og hægar hálftóna bylgju-
hreyfingar. Hughrifm gátu minnt á
allt frá Brahms-kenndri náttúru-
rómantík að Poulenc-legum grall-
araskap, með viðkomu hjá m.a.
Prokofiev og Vaughan Williams;
m.ö.o. á ýmsar gerðir af tónlist milli-
stríðsára, og tónlistin var í heild
blæbrigðarík og víða skemmtileg
áheyrnar. Sigrún lék oftast hægar
og tvígripamótaðar kadenzur sínar
af miklu öryggi, og hljómsveitin skil-
aði sínu með glæsibrag.
Forkynning höfundar að seinna
tónverki sínu, The Vinland Sagas,
leiddi í ljós að það byggðist náið á
köflum sem hann hefði valið úr Ei-
ríks sögu rauða og Grænlendinga
sögu og raðað saman eftir sínu höfði.
Útkoman reyndist e.k. melódrama
með epískum undirtóni, þar sem Er-
lingur Gíslason las upp sögutextann
með miklum tilþrifum við fjölbreytta
strengjatónlist í bakgrunni. Tónlist-
in læddist ekki inn fyrr en eftir
nokkrar mínútur af fyrsta kafla, um
landnám Eiríks rauða á Grænlandi,
en vék síðan ekki frá, heldur undir-
strikaði það sem fram fór, svo leiddi
hugann að „docu-drömum“ eða
heimildaspennumyndum síðustu
sjónvarpsára, með ákveðnu breitt
flæðandi (svolítið Nielsensku) sigl-
ingarstefi um rísandi litla þríund
sem samtengjandi viðlag milli
áfanga.
Upplifðu hlustendur víðáttur út-
hafsins í mismunandi myndum; nor-
ræna birtu og góðbyri, en einnig haf-
villur, þoku og annan sjávarháska.
Meðal sérkennilegustu og skemmti-
legustu atriða var seiðmúsíkin við
frásögninni af Þorbjörgu lítilvölvu að
kveða Varðlokur, þar sem strengja-
sveitarbeitingingin varð með af-
brigðum litrík og mögnuð, og lýsing-
in á Gósendýrð Vínlands var
beinlínis sem heiðskír upphafning af
fornnorrænni paradís eða Iðavöllum
ájörðu.
I heild var hið vel flutta meló-
drama Shapiros auðheyranlega inn-
blásið verk með sterkri tilhöfðun,
sem gæti orðið klassískt viðfangsefni
hvar og hvenær sem landafundir Is-
lendinga vestur um haf ber á góma.
Raunar kæmi manni ekki á óvart ef
höfundur ynni einn góðan veðurdag
sjálfstætt sinfónískt ljóð - án þular -
úr stefjaefni strengjasveitarinnar og
léti þar með reyna enn frekar á þan-
þol þess, enda eftir öllu að dæma til
nokkurs líklegt.
Ríkarður Ö. Pálsson
á opnunartíma í dag og á morgun
Opið til kl.
Gefðu þér góðan tíma til að versla fötin í fríið!
Vantar þig sundbol?
Við gefum þér vandaðan
TYR sundbol með hverjum
kaupum meðan birgðir endast
HREYSTI
ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL
— Skeifunni 19 - S. 568 1717-
X. r\