Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 35 TOIVLIST Eldborg TÓNVERKAKYNNING Hljóðrit af The Vinland Sagas f. þul og strengi og Intrigues f. fiðlu og strengjasveit eftir Gerald Shapiro í flutningi Erlings Gíslasonar og Kanunersveit Baltnesku Fflharm- óníuhljómsveitarinnar u. stjórn Guðmundar Emilssonar. Kynnir: Gerald Shapiro. Umsjón: Guðmundur Emilsson. Föstudaginn 16.júníkl. 17. PRÓFESSOR Gerald Shapiro, forseti tónlistardeildar Brown há- skólans í Providence, Rhode Island, var í brennipunkti á sjötta og síðasta tónskáldaþingi á vegum Lista- og menningarhátíðar Grindavíkur í húsi Hitaveitu Suðurnesja á Svartsengi sl. fostudag, þegar leikin voru eftir hann tvö verk af hljóðriti á áformuð- um geisladiski. Eftir kynningu Guðmundar Em- ilssonar, menningarfulltrúa Grinda- víkur, á tónskáldinu, sem fætt er 1942 og nam tónsmíðar hjá ekki ómerkari kennurum en Milhaud, Subotnik, Nödiu Boulanger og Karl- heinz Stockhausen, en sneri baki við framúrstefnu eftirstríðsára fyrir fá- einum ái’um, gekk höfundur sjálfur í pontu og fór nokkrum orðum um verkin. Fiðlukonsertinn „Intrigues" var saminn með Guðnýju Guðmunds- dóttur í huga, en vegna veikinda hennar hljóp Sigrún Eðvaldsdóttir í skarðið og frumflutti hann í fyrra með Kammersveit Baltnesku Fílharmóníuhljómsveitinni í Riga. Shapiro kvaðst hafa samið konsert- inn aftur á bak, líkt og oft gerist með reyfarahöfundum, er þannig greiða úr flækju söguþráðar (sbr. heiti verksins) og ganga frá vísbending- um - „clues“ - er leiða til upplýsingar mála. Annars hefði „prógrammið", ef slíkt skyldi kalla, aðallega komið höf- undi sjálfum að gagni meðan á smíði Guðmundur Sig- urðsson orgelleikari. Orgeltón- leikar í Skálholti ORGELTÓNLEIKAR verða í Skálholtsdómkirkju annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.30. Þá mun Guðmundur Sig- urðsson organisti leika á orgel- ið verk eftir Johannes Lyublin, Antonio De Cabezon, F. Coup- erin, Duke Ellington og J.S. Bach. Af dýrðum Vínlands stóð, en skilaði sér e.t.v. ómeðvitað til sumra hlustenda eftir á. Hinn kringum 18 mínútna langi fiðlukonsert hófst á stuttum en þróttmiklum deklamatóriskum hendingum með örstuttum þögnum á milli, og skiptust síðar á ýmist létt- gróteskar fullyrðingai’ og lýrískt- rómantískir sönghæfir kaflar, stór- stíg stökk og hægar hálftóna bylgju- hreyfingar. Hughrifm gátu minnt á allt frá Brahms-kenndri náttúru- rómantík að Poulenc-legum grall- araskap, með viðkomu hjá m.a. Prokofiev og Vaughan Williams; m.ö.o. á ýmsar gerðir af tónlist milli- stríðsára, og tónlistin var í heild blæbrigðarík og víða skemmtileg áheyrnar. Sigrún lék oftast hægar og tvígripamótaðar kadenzur sínar af miklu öryggi, og hljómsveitin skil- aði sínu með glæsibrag. Forkynning höfundar að seinna tónverki sínu, The Vinland Sagas, leiddi í ljós að það byggðist náið á köflum sem hann hefði valið úr Ei- ríks sögu rauða og Grænlendinga sögu og raðað saman eftir sínu höfði. Útkoman reyndist e.k. melódrama með epískum undirtóni, þar sem Er- lingur Gíslason las upp sögutextann með miklum tilþrifum við fjölbreytta strengjatónlist í bakgrunni. Tónlist- in læddist ekki inn fyrr en eftir nokkrar mínútur af fyrsta kafla, um landnám Eiríks rauða á Grænlandi, en vék síðan ekki frá, heldur undir- strikaði það sem fram fór, svo leiddi hugann að „docu-drömum“ eða heimildaspennumyndum síðustu sjónvarpsára, með ákveðnu breitt flæðandi (svolítið Nielsensku) sigl- ingarstefi um rísandi litla þríund sem samtengjandi viðlag milli áfanga. Upplifðu hlustendur víðáttur út- hafsins í mismunandi myndum; nor- ræna birtu og góðbyri, en einnig haf- villur, þoku og annan sjávarháska. Meðal sérkennilegustu og skemmti- legustu atriða var seiðmúsíkin við frásögninni af Þorbjörgu lítilvölvu að kveða Varðlokur, þar sem strengja- sveitarbeitingingin varð með af- brigðum litrík og mögnuð, og lýsing- in á Gósendýrð Vínlands var beinlínis sem heiðskír upphafning af fornnorrænni paradís eða Iðavöllum ájörðu. I heild var hið vel flutta meló- drama Shapiros auðheyranlega inn- blásið verk með sterkri tilhöfðun, sem gæti orðið klassískt viðfangsefni hvar og hvenær sem landafundir Is- lendinga vestur um haf ber á góma. Raunar kæmi manni ekki á óvart ef höfundur ynni einn góðan veðurdag sjálfstætt sinfónískt ljóð - án þular - úr stefjaefni strengjasveitarinnar og léti þar með reyna enn frekar á þan- þol þess, enda eftir öllu að dæma til nokkurs líklegt. Ríkarður Ö. Pálsson á opnunartíma í dag og á morgun Opið til kl. Gefðu þér góðan tíma til að versla fötin í fríið! Vantar þig sundbol? Við gefum þér vandaðan TYR sundbol með hverjum kaupum meðan birgðir endast HREYSTI ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL — Skeifunni 19 - S. 568 1717- X. r\
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.