Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.06.2000, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 37 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. PÚTIN OG SCHRÖDER / Isíðustu viku fór fram í Berlín mik- ilvægur fundur Pútíns, forseta Rússlands og Schröders, kanslara Þýzkalands. Að viðræðum þeirra lokn- um lýstu þeir sig fylgjandi því, að Evrópuríkin og Rússland ættu náið samstarf um endurskipulagningu ör- yggis- og varnarmála í Evrópu. Pútín lýsti afstöðu sinni til Þýzkalands með þessum orðum: „Þýzkaland var og verður mikilvægasti bandamaður okk- ar í Evrópu og í heiminum.“ Þýzki kanslarinn lýsti vilja til þess að Þýzka- land og Rússland ættu með sér hags- munabandalag. Eitt aðalágreiningsefni Rússa og Bandaríkjamanna um þessar mundir eru hugmyndir Bandaríkjamanna um að byggja upp nýtt varnarkerfi gegn eldflaugum. Bandaríkjamenn telja nauðsynlegt að þeir byggi upp slíkt varnarkerfi til þess að geta varizt árásum ríkja, sem lúta ábyrgðarlausri stjórn eða stjórn manna, sem svífast einskis. Rússar líta svo á, að í dag ráði engin þjóð yfir eldflaugum, sem geti ógnað Bandaríkjamönnum nema þeir sjálfir og þess vegna felist í áformum Bandaríkjamanna óvinveittari afstaða til Rússa en þeir vilji vera láta. Schröder hefur tekið afstöðu með Rússum í þessari deilu og Pútín hefur komið fram með þá gagntillögu, að Bandaríkjamenn, Rússar og Evrópu- ríkin byggi upp nýja eftirlitsstofnun með eldflaugaskotum í heiminum, sem hafi aðsetur í Moskvu. Clinton hefur leitað samninga við Rússa og bandamenn sína í Evrópu um þetta mál, en Bush yngri, sem verður frambjóðandi repúblikana í forseta- kosningunum í Bandaríkjunum í nóv- ember hefur spurt hvers vegna Banda- ríkjamenn þurfi að semja um þetta varnarkerfi við aðrar þjóðir. Þeir geti tekið einhliða ákvörðun um þetta mál. Fundur þeirra Pútíns og Schröders í síðustu viku og afstaða þýzka kanslar- ans til hugmynda Bandaríkjamanna hafa mikla þýðingu fyrir framvindu mála í Evrópu. Það er augljóst, að það er að verða til öflugt samstarf á milli Rússa og Þjóðverja. Rök Þjóðverja fyrir því blasa við. Þeir hafa bæði póli- tíska og viðskiptalega hagsmuni af því að tryggja frið til austurs. Hinn nýi forseti Rússlands vill augljóslega treysta tengslin á milli Rússa og ann- arra Evrópuþjóða og skapa Rússum með því nýja vígstöðu á alþjóðavett- vangi. Evrópuríkin þurfa á Rússum að halda m.a. til þess að tryggja frið á Balkanskaga. Þessar vísbendingar um aukið sam- starf á milli Rússa og Þjóðverja eru upphafið að umtalsverðum breyting- um í evrópskum stjórnmálum. Nái þessar öflugu þjóðir ásamt Frökkum að stilla saman strengi sína, mun smátt og smátt draga úr áhrifum Bandaríkjamanna á evrópsk málefni. Taki Bretar ákvörðun um að gerast aðilar að evrusamstarfinu munu þeir bindast meginlandsþjóðunum traust- um böndum. Líkurnar á því að Bretar taki upp evru eru mikíar. Kenneth Clarke, fyrrum fjármálaráðherra Breta, sem var hér á ferð fyrir skömmu fullyrti raunar að af því yrði og af ummælum hans mátti marka, að til yrði bandalag Verkamannaflokks- ins og þeirra íhaldsmanna, sem eru hlynntir því að taka upp evru, til þess að fá það samþykkt í þjóðar- atkvæðagreiðslu í Bretlandi. Utanríkisstefna okkar íslendinga frá lýðveldisstofnun hefur byggzt á þeim meginstoðum að eiga náið varn- arsamstarf við Bandaríkin, menning- arlegt samband við Norðurlöndin og pólitfskt og viðskiptalegt samstarf við Evrópuríkin. Fyrirfram er ekki ástæða til að ætla að breytingar á valdahlutföllum í Evrópu þurfi að hafa áhrif á þessa grundvallarþætti í utanríkisstefnu okkar. Hins vegar er augljóst, að það er okkur hagsmunamál að rækta vel samskiptin við Þjóðverja. Það hefur tekizt með eindæmum vel á undan- förnum árum og forystumenn í ís- lenzkum stjórnmálum hafa myndað nánari persónuleg tengsl við þýzka stjórnmálaleiðtoga en dæmi eru um í samskiptum við aðrar þjóðir, að Norð- urlandaþjóðunum undanskildum. UTBOÐI ÞYZKALANDI IMorgunblaðinu í gær birtist frétt, þar sem sagði m.a.: „Þýzka fjár- málaráðuneytið býst við að fá um 745 milljarða íslenzkra króna þegar boðin verða út leyfi fyrir næstu kynslóð far- síma í næsta mánuði.“ Við íslendingar eigum að taka upp þetta fyrirkomulag. Símafyrirtækjum fjölgar og það verður erfitt að gera upp á milli þeirra á faglegum forsendum. Þess vegna er hin eðlilega leið, m.a. til þess að koma í veg fyrir ásakanir um, að klíkuskapur og pólitískur geðþótti hafi ráðið vali fyrirtækja, að bjóða rekstrarleyfin upp þannig að hæst- bjóðendur fái leyfin. Það er tímabært að íslenzk stjórnvöld taki af skarið í þessum efnum. SAMEINING STETTARFELAGA Verkalýðsfélögin hafa jafnt og þétt misst áhrif á síðustu tveimur ára- tugum. I samtali við Morgunblaðið sl. laug- ardag, sagði Sigurður Bessason, nýr formaður Eflingar m.a.: „Það tók þessi félög í Reykjavík ótrúlega stuttan tíma að sameinast, þegar sameiningarferlið fór í gang. Eg tel, að menn eigi að skoða sameiningu þessara þriggja fé- laga. Það liggur fyrir, að það eru aug- ljós rök fyrir sameiningu Eflingar og Hlífar í Hafnarfirði, þar sem félags- svæðin liggja saman. Við höfum einnig átt ákaflega gott samstarf við félagið í Keflavík við gerð kjarasamninga.“ Þetta er rétt. Rökin fyrir samein- ingu þessara þriggja félaga eru aug- Ijós. Rökin fyrir því að halda þeim að- greindum eru engin. Því fyrr sem verkalýðshreyfingin tekst á við skipu- lagsmál sín þeim mun betur mun henni ganga að endurheimta fyrri áhrif að einhverju leyti, þótt líkurnar á að hún verði nokkru sinni jafnsterk og áður séu hverfandi. Þjóðhátíðarskjálftinn skilur eftir sig mikið jarðrask í Holtum Vísindamenn mæla Mikið jarðrask hefur orðið víða á upptakamisgengi jarð- skjálftans í Holtum. Vísindamenn eru að kortleggja misgengið. Bergsprungan er að minnsta kosti 25 kíló- metra löng og telur Páll Einarsson prófessor að hún sé á gamalli jarð- skjálftasprungu. STUNDUM hefur maður verið lengi að velta því fýr- ir sér hvort náttúrufyrir- brigði væru tengd jarð- skjálftum og mörgum spurningum verið ósvarað. Nú sér maður greini- lega hvaða umróti skjálftinn veldur og fær strax skýringar á ýmsu sem hefur verið að vefjast fyrir manni,“ sagði Páll Einarsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla íslands, í samtali við blaðamann í gær. Var hann þá í skoðunarferð með tveimur jarðfræðingum á upptakasvæði þjóðhátíðarskjálftans í Holtum í Rangárvallasýslu. 25 kílómetra sprunga Vísindamenn frá Raunvísinda- stofnun Háskólans, Norrænu eld- fjallastöðinni og Orkustofnun hafa að undanfómu verið við mælingar á svæðinu. Páll og jarðfræðingarnir Amy Clifton og Maryam Khondayar hófu að ganga um upptakasvæðið í íyrradag og voru ekki búin síðdegis í gær þegar blaðamenn hittu þau við bæinn Læk. Meginmarkmið Páls var að staðsetja upptakamisgengi skjálftans í landinu og í þeim til- gangi ganga þau eftir hverri sprungu sem fundist hefur og skrá með sérstaklega nákvæmu GPS- staðsetningartæki sem þau bera. Páll segir að upptök jarðskjálft- ans hafi verið í stórri sprungu sem liggur norður-suður Holtin. Vestur- bakki sprungunnar hefði færst í norður en austurbakkinn í suður. Þegar bergið springur skapast um- rót í jarðveginum sem víða sést á yf- irborðinu. Ummerkin hafa sést al- veg frá Árbæjarhjáleigu, norður um Holtin og yfir Þjórsá og að Hrepp- hólum í Hrunamannahreppi. Heild- arlengd misgengisins er því að minnsta kosti 25 kílómetrar að lengd. Stærstu sprungurnar eru eitt til tvö fet á breidd við yfirborð. Einna mesta raskið sést á Skamm- beinsstöðum og í Mykjunesi og geta starfsmenn Orkustofnunar, sem kanna áhrifin á jarðhitakerfið, sér þess til að þar sé miðja atburðanna. Á fyrmefnda bænum sést sprungan við veginn en á þeim síðarnefnda hefur hún farið eftir endilöngum gömlum útihúsum. Sést misgengið ganga inn í nyrðri gafl hússins sem féll niður og brjótast út úr syðri gaflinum. Húsin eru orðin nokkuð lúin en skjálftinn hefur brotið þau illa. Á Skammbeinsstöðum 3, sem er rétt austan við fjósið, urðu miklar skemmdir á íbúðarhúsi. „Eg var úti að reka hross og sá jörðina fara yfir í bylgjum, eins og sjóbylgjum, og raf- magnslínan sveiflaðist alla leið út að Hjallanesi," sagði Sveinn Andrés- son sem á húsið ásamt Auði Karls- dóttur. Þau eru með hrossabúskap á jörðinni en búa annars staðar. Kona Sveins, sonur þeirra og tengdadóttir voru inni í húsinu ásamt þremur Getur leitt til hvers sem er Jarðvísindamenn hafa frekar gert ráð fyrir að skjálftarnir haldi áfram og að von sé á fleiri skjálftum vestar á Suðurlandi eða Reykjanesi. „Ég held að allt sem við höfum séð bendi frekar til runu jarðskjálfta aí því tagi sem hefur gengið hér yfir áður en að skjálftinn sé stakur. En^ hann er greinilega minni í sniðum en fyrri Suðurlandsskjálftar. Stóri skjálftinn kom án nokkurs aðdrag- anda og síðan hefur allt svæðið lifn- að við með smáskjálftum allt vestur á Reykjanes. Það staðfesth- það sem við höfum ímyndað okkm- og getur leitt til hvers sem er,“ segir Páll. e Sprungan í jarðveginum á upptokamisgengi jarðskjálftans liggur eftir endilöngum gömlum útihúsum á Skammbeinsstöðum og braut þau illa. Miðja atburðanna er talin vera þarna skammt frá. Morgunblaðið/Golli Daníel Magnússon á Akbraut stendur í skriðunni sem féll úr Hestakletti við Þjórsá í jarðskjálftanum. Fyrir skjálftann rann áin með klettinum. skjálftasprungu, þó ekki sprung- unni frá 1784 eins og hann hélt íyrst. Nýja sprungan er um kíló-. metra austan við 1784-misgengið. Segir Páll að ekki hafi verið vitað um þessa sprungu áður enda geti sá skjálfti hafa orðið á forsögulegum tíma. Hann segir að ummerki eftir jarðskjálftann nú skeri til dæmis lautir sem áreiðanlega séu á gömlu sprungusvæði. Hann segir einnig að ummerkin eftir skjálftann séu greinilega öllu minni en eftir fyrri Suðurlands- skjálfta og segir að það staðfesti að áætlanir um stærð gömlu skjálft- anna geti verið nálægt lagi. Hann segir að hólarnir sem myndast við misgengið séu til dæmis talsvert minni en hólarnir sem urðu til við jarðskjálftann 1912 sem var mæld- ur um 7 stig. „Reynsluna frá þess- um jarðskjálfta má síðan yfirfæra á gömlu skjálftana og nota til að end- urmeta þá,“ segir Páll. Það er mjög gaman fyrir prófes- sor í jarðeðlisfræði sem lengi hefur rannsakað jarðskjálfta, kennt um þá og skrifað að ganga um upptök öflugs jarðskjálfta. „Þetta er ný reynsla. Ég hef farið með jarðfræð- istúdenta um holt og mýrar í tutt- ugu ár til að skoða ummerki. Stund- um hefur maður verið lengi að velta fyrir sér hvort náttúrufyrirbrigði væru tengd jarðskjálftum og mörg- um spurningum verið ósvarað. Nú sér maður greinilega hvaða umróti skjálftinn veldur og fær strax skýr- ingar á ýmsu sem hefur verið að* vefjast fyrir manni,“ segir Páll. Haldið verður áfram kortlagn- ingu upptakasprungunnar eftir því sem ummerkin leyfa. börnum. Sveinn sagði að þegar hús- ið byrjaði að springa hafi verið faiið með bömin út. „Kjallari hússins er rammbyggður, tengdafaðir minn hefur áreiðanlega kynnst jarð- skjálfta af eigin raun og viljað hafa hann í lagi. Eg tel að fólkið sem inni var hefði verið í lífshættu ef svo hefði ekki verið en allir sluppu lif- andi og það er fyrir öllu.“ Húsið hefur lyftst upp öðrum megin og skekkst og byggingarfull- trúinn hefur úrskurðað það ónýtt. Andstyggileg reynsla Páll og samstarfsmenn hans fylgdu misgenginu norður undir bæinn Læk. Þar voru þau að leita að framhaldinu þegar blaðamaður hitti þau þar. Lækur er rétt austan við brotalín- una en Akbraut á henni eins og Skammbeinsstaðir og Mykjunes. Þar gekk einnig mikið á 17. júní. Andrés Eyjólfsson bóndi á Læk var úti við að laga girðingu þegar skjálftin reið yfir. „Ég stóð ekki í lappirnar og datt beint á fósturjörð- ina,“ segir hann. Hann segist lítið hafa séð, átt nóg með sjálfan sig. Þó hafi hann séð nýlega skemmu takast á loft í bókstaflegri merkingu. „Ég hef ekki séð neitt þessu líkt,“ segir Andrés Eyjólfsson á Læk situr f missigi sem varð í jarðvegi skammt frá bænum. Andrés. Þegar hann rankaði við sér lá hann langsum eftir mjórri sprungu sem hafði myndast undh- honum. Á bænum er nýr 25 metra hár heytum úr stáli og segist Andrés geta ímyndað sér að hann hafi sveiflast mikið. Nokkrar skemmdir urðu á íbúðarhúsinu og þar fór allt um koll innandyra en litlar skemmdir urðu á útihúsum. Greini- legustu ummerki skjálftans eru sig og sprungur í hlaðinu. Við það fóru allar leiðslur í sundur. Andrés og kona hans, Rakel Benjamínsdóttir, eru með stórt kúabú og var því gengið strax í það verk að grafa hlaðið upp og leggja nýjar leiðslur til þess að hægt yrði að brynna kún- um. Kýrnar voru úti og segir And- rés að þær væru enn hálf stirðar og styggar. Kálfar og geldneyti sem voru í skemmu trylltust þegar ljós og lauslegir hlutir þutu um húsið. „Það er andstyggilegt að lenda í þessu en maður er að vona að það fari að draga úr. Ég vildi ekki fá annan svona, hann kemur vonandi ekki fyrr en eftir hundrað ár,“ segir Andrés. Skammt frá bænum er mikið sig og sprungur í jarðveginum, á að giska 80-90 sentímetrar. Páll Ein- arsson sagði að þetta væru ekki um- merki eftir upptakamisgengið held- ur missig í jarðveginum sem orðið hefði vegna titringsins frá jarð- skjálftanum. Það væri sama fyrir- bærið og sæist sums staðar við hús, til dæmis á Læk, þar sem jarðveg- urinn í kringum húsin sigi en mannvirkin stæðu á föstu. Sagði Páll að víða væri hægt að finna missig af þessu tagi. Á Akbraut var Daníel Magnús- son bóndi að reka hest á túninu þeg- ar jarðskjálftinn varð. „Öldumar voru svo sterkar að hesturinn hnaut framyfir sig og ég lagðist á fjóra fætur. Mér fannst skjálftinn reynd- ar koma úr tveimur áttum,“ sagði Daníel. Á Akbraut og í nágrenninu má víða sjá hversu krafturinn var mikill sem jarðskjálftinn leysti úr læðingi. Áburðarpokar ultu af bretti, mölin í kringum húsin seig um 5 sentí- metra, 800 kílóa steinn sem notaður er til að þyngja dráttarvélarbeisli valt á hliðina og sprungur komu í hús. Þá hrundi víða úr klettum. Daníel sýndi blaðamönnum Morgunblaðsins Hestaklett við Hestaklettsfoss sem mjög hefur breyst í hamförunum vegna þess hversu mikið hefur hrunið úr hon- um. Daníel sagði að hann og nágrann- ar hans væru sammála um að jarð- skjálftinn hlyti að vera miklu öfl- ugri en upp var gefið, að minnsta kosti 7 á Richter. Upptök í gamalli sprungu Páll Einarsson segir að lærdóms- ríkt sé að skoða ummerki eftir jarð- skjálftann. Hann telur fullvíst að skjálftinn eigi upptök í gamalli jarð- Framkvæmdastjóri Viðlaffatrygginffar segir gríðarlega vinnu bíða matsmanna stofnunarinnar Starfsfólki fjölgað og bæki- stöð komið upp á Hellu GEIR Zoéga, framkvæmda- stjóri Viðlagatryggingar ríkisins, segir ljóst að gríðarleg vinna bíði starfsmanna stofnunarinnar við mat á tjóni fólks vegna jarðskjálftanna á Suð- urlandi sl. laugardag. Hann telur ljóst að Viðlagatrygging muni vel ráða við að greiða bætur til tjón- þola en býst jafnframt við að nokkrar vikur, jafnvel mánuði, taki að meta allt tjón af völdum skjálftanna og ganga frá uppgjöri vegna þessa. Matsmenn Viðlagatryggingar hófu þegar að kanna og meta tjón af völdum skjálftanna sl. sunnu- dag og hafa síðan verið á ferðinni um Hellu og nærsveitir. í forgangi eru þau hús sem talin eru óíbúðar- hæf en þau munu vera á annan tug talsins. Geir segir ljóst að Viðlagatrygg- ing þurfi að fjölga eitthvað starfs- fólki vegna þeirrar miklu vinnu sem framundan er. „Það verður gengið í þau mál næstu daga,“ sagði hann en þegar hefur verið ákveðið að sett verði upp stjórn- stöð Viðlagatryggingar í skólahús- inu á Hellu. Þar munu starfsmenn stofnunarinnar svara fyiárspurn- um fólks og greiða úr erindum þeim sem kunna að berast. Fólk skrái skemmda og ónýta muni Freyr Jóhannesson matsmaður Viðlagatryggingar segir að ákveð- ins misskilnings hafi gætt hjá fólki vegna meðferðar innbús og ann- arra lausamuna sem illa urðu úti vegna skjálftanna. Hann segir til mikilla bóta að fólk taki til í híbýl- um sínum og skrái vel hjá sér þá muni sem skemmst hafi eða séu ónýtir. Slík vinna létti matsmönn- um mjög verkið og geti flýtt ferli tjónsmats um jafnvel marga daga. Freyr segir að tjón fólks sé mjögmismikið en mat á slíku sé enginn hægðarleikur þar sem í slíkt blandist margir þættir. Und- ir það tekur Geh" „Segja má að skipta megi tjóni af völdum skjálftanna í tvennt,“ segir hann. „Annars vegar tjón fólks og hins vegar það tjón sem Viðlagatrygg- ing bætir. Það nemur alls ekki öllu tjóni fólks en aðalatriðið er að hvert eitt mál er metið sérstak; lega fyrir sig og á faglegan hátt. í það fara næstu vikur og jafnvel mánuðir," sagði Geir. Morgunblaðið/Sverrir Freyr Jóhannesson og Geir Zoéga, fulltrúar Viðlagatryggingar, könnuðu skemmdir á bænum Þrándarholti í Gnúpveijahreppi. Þar mynduðust miklar sprungur í veggjum, einkum þó kjallara. upptök misgengis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.