Morgunblaðið - 21.06.2000, Síða 42

Morgunblaðið - 21.06.2000, Síða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ottó A. Michelsen fæddist á Sauð- árkróki 10. júní árið 1920. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli 11. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Pálsdóttir, f. 9. ágúst 1886, d. 31. maí 1967, og Jörgen Frank Michelsen , úrsmiður og kaup- ^%iaður á Sauðár- króki, frá Horsens í Danmörku, f. 25. jan. 1882, d. 16. júlí 1954. Ottó var einn tólf systkina. Þau eru Karen Edith, Pála Elínborg, Hulda Ester, Franch Bertholt, Rósa Krist- ín, Georg Bemharð, Paul Valdi- mar, Aðalsteinn Gottfreð, Elsa María, Kristinn Pálmi og Aage Val- týr. Eiginkona Ottós er Gyða Jóns- dóttir, f. 4. ágúst 1924 á Sauðár- króki. Hún er dóttir Jóns Þ. Bjöms- sonar skólastjóra á Sauðárkróki, f. 15. ágúst 1882, d. 21. ágúst 1964, og Geirlaugar Jóhannesdóttur, f. 28. júlí 1892, d. 6. apríl 1932. Ottó og - Gyða gengu í hjónaband 6. ágúst 1955. Börn Ottós og Gyðu eru: 1) Óttar, kerfisfræðingur í Kaup- mannahöfn, f. 14. janúar 1956. Ótt- ar kvæntist Sigþrúði Albertsdótt- ur. Þau skildu. Sonur þeirra er a) Kjartan Þór, f. 13. júní 1988. Önnur böm Óttars em: b) Kaare Stark, fæddur 18. maí 1986, c) Samúel Hjalti, fæddur 18. júlí 1996. 2) Dr. Kjartan, prófessor í íslensku við Oslóarháskóla, fæddur 14. janúar 1956. 3) Helga Ragnheiður, hjúkr- unarfræðingur í Reykjavík, fædd ^14. mars 1957. Eiginmaður hennar er Stefán S. Guðjónsson fram- kvæmdastjóri Félags ísl. stórkaup- manna. Böm þeirra em; a) Snorri, f. 7. des. 1981, b) Guðrún, f. 20. jan. Látinn er í Reykjavík tengdafaðir minn Ottó A. Michelsen. Líf hans var mjög viðburðaríkt og um leið eftir- breytnivert. Ottó var margbrotinn persónuleiki. Hann var hörku „bisn- essmaður" sem kom á fót tveimur stórfyrirtækjum, IBM á íslandi og Skrifstofuvélum. En á sama tíma bjó hann yfir mikilli hógværð og nægju- semi sem er sjaldgæf hjá mönnum sem hafa jafnmikið umleikis og Ottó hafði. Ottó var góður maður og um- ffeugað um velferð annarra og hann var ávallt boðinn og búinn að rétta hjálparhönd ef til hans var leitað. Hann var skyldurækinn og fann til mikillar samfélagslegrar ábyrgðar. Ottó var framkvæmdaglaður, ósér- hlífinn, jákvæður, skagfirskur höfð- ingi, bindindissamur og húmorinn var í lagi. Nokkuð sem var mjög mik- ilvægt að áliti Ottós Mikk. Þessir eig- inleikar hans hafa líklega mótast af dönskum áhrifum í uppeldi og þýskri menntun. Ottó fór ungur til náms, fyrst til Þýskalands en síðar til heimalands föður síns, Danmerkur. Á þessum árum nam Ottó skriftvéla- virkjun sem var upphafið að ævi- starfi hans við sölu og viðgerðir á -$jlvum og skrifstofuvörum hvers- ' konar. Þegar heim var komið, skömmu eftir stríð, var tekið til óspilltra mál- anna enda Ottó starfssamur með af- brigðum. Hann lagði víða hönd á plóginn. Samhliða rekstri fyrirtækj- anna starfaði Ottó mikið fyrir ís- lensku þjóðkirkjuna og að líknar- og menningarmálum. Alls staðar þar sem Ottó lét til sín taka reyndist hann vel til forystu fallinn enda mik- ill stjómandi. I störfum sínum var hann nákvæmur og lagði mikið upp úr ábyrgð og aga. Hann gerði miklar ' rtröfur til sinna manna en þó aldrei meiri en til sjálfs sín enda naut Ottó mikillar virðingar samstarfsmanna sinna. Hans stærsti kostur sem stjórnanda var þó hann sjálfur, leiftr- andi persónuleiki, sem gat með áhuga sínum, orðatiltækjum og já- kvæðu hugarfari leyst úr erfiðustu j»álum. ‘ Ottó var mikill fjölskyldumaður og 1983, c) Stefán Ottó, f. 29. aprfl 1986, d) Ragn- heiður Gyða, f. 20. nóv. 1990.4) Geirlaug tákn- málstúlkur og kennari á Höfn í Hornafírði, f. 16. september 1964. Maki Grímur Guð- mundsson rafeinda- virki. Börn þeirra eiu; a) Bryndís Gyða, f. 5. júm 1991, b) Snæfríð- ur, f. 13. aprfl 1993. Önnur böm Ottós eru: Helga Ursula Ehlers blaðamaður í Köln, f. 5. jan. 1945. Maki Reinhard Wolf landfræðingur. Börn þeirra eru; a) Helga Ursula f. 8. feb. 1973, b) Reinhard Albert f. 10. okt. 1974, c) Christiane Henri- ette f. 8. maí 1979 og d) Peter Andr- eas f. 10. júní 1981 öll búsett í Köln. Theodór Kristinn, viðskiptafræð- ingur í Reykjavík, fæddur 25. júlí 1951. Maki Ámý Elíasdóttir, kenn- ari, f. 14. júlí 1952. Þeirra böm eru; a) Rúnar, f. 7. júní 1974, b) Grétar Sveinn, f. 5. aprfl 1980. Ottó nam skriftvélatækni í Þýskalandi og Danmörku og sótti auk þess fjölda námskeiða um raf- reikna og skýrsluvélar. Ottó stofn- aði Skrifstofuvélar við komuna heim úr námi árið 1946. Hann var forstjóri fyrirtækisins til ársins 1967 og síðan stjómarformaður til ársins 1987 þegar hann seldi fyrir- tækið. Ottó var forstjóri IBM á ís- landi árið 1967 til ársins 1982. Frá árinu 1987 til dauðadags gegndi Ottó stöðu stjórnarformanns eign- arhaldsfélagsins Ottó ehf. Ottó flutti til landsins fyrsta rafreikninn, IBM 1620, og var brautryðjandi á sviði tölvuvæðingar á Islandi. Ottó gegndi fjölda trúnaðar- starfa á sviði líknar- og menningar- mála, svo og fyrir þjóðkirkjuna og samtök atvinnulífsins. Hann var ættrækinn. Aðdáunarvert var að fylgjast með hvernig hann sinnti í mörg ár aldraðri frænku sinni, eins störfum hlaðinn og hann alla tíð var. Hann fylgdist með velferð systkina sinna og barna þeirra. Böra okkar Helgu nutu einnig góðs af og eiga margar ljúfar minningai- um afa sinn. Útreiðatúrar á Króknum, gróður- setning uppi á Nöfum og smíðar í bíl- skúrnum heima í Litlagerði. Að þess- um stundum munum við búa um langa framtíð. Ottó var lánssamur í einkalífi. Eiginkona hans, Gyða, tengdamóðir mín, alla tíð glæsileg og góð kona studdi hann ávallt með ráð- um og dáð. Síðustu ár ævi hans kom best í ljós hversu samstillt þau vom er þau tókust í sameiningu á við erf- iðan sjúkdóm tengdaföður míns. Umhyggja Gyðu og óþrjótandi þolin- mæði í veikindum hans var einstök. Síðustu mánuði ævi sinnar naut Ottó aðhlynningar á hjúkmnarheimilinu Skjóli. Fjölskyldan þakkar starfs- fólki 4. hæðar á Skjóli fyrir hlýju og umhyggju sem þau sýndu Ottó þenn- an tíma. Persónulega stend ég í mikilli þakkarskuld við Ottó. Ekki aðeins fyrir að hafa gefið mér hönd dóttur sinnar, sem hann lét mig biðja um, heldur fyrir allt það sem hann kenndi mér. Um það hvernig vinnan göfgar manninn, hvemig hægt er með já- kvæðu hugarfari að sigrast á mótlæti og fjölmargt um samskipti manna. Eg var svo lánsamur að fá tækifæri til að vinna með Ottó. Að þeirri reynslu mun ég búa lengi. Mest gam- an var þó að ferðast með tengda- pabba norður í Skagafjörð. Þangað fómm við oft saman, stundum yfir fjöll. Þá var Mikki í essinu sínu. Með Ottó fyrir norðan opnaðist fyrir mér nýr heimur enda tókst honum að gera mig, vesturbæinginn úr Reykjavík, að hálfgerðum Skagfirð- ingi. Það var skrafað og það var „stúderað". Ottó hafði skoðun á öll- um málum og allt varðaði það velferð átthaganna. Þannig kenndi Ottó mér um samfélagslegar skyldur og að framlag hvers og eins skiptir máli. Og nú er komið að leiðarlokum. formaður byggingarnefndar Bú- staðakirkju frá 1964 til 1977, kirkjuþingsmaður og varamaður í kirkjuráði 1981 til 1989. Ottú gegndi margvíslegum trúnaðar- störfum fyrir Reykjavíkurprófasts- dæmi 1970 til 1989. Hann sat í stjóm Hjálparstofnunar kirkjunn- ar frá stoíimn 1970 til 1984, þar af sem formaður frá 1980. Ottó sat í stjóm Kirkjubyggingarsjóðs Reykjavíkurborgar 1976 til 1984, formaður 1980 til 1984. Ottó sat í Heilbrigðisráði Reykjavfkurborgar frá árinu 1975, einnig í fjölda nefnda á vegum ríkisins, þ.á m. dómsmálaráðuneytis og fjármála- ráðuneytis. Ottó gegndi stöðu framkvæmdastjóra þjóðarátaks gegn krabbameini árið 1982. Hann var hvatamaður að fyrirtækjasöfn- un árið 1983 og að tölvugjöf til Krabbameinsfélagsins árið 1986. Hann stjómaði þjóðarátaki í Bú- staðahverfi fyrir Krabbameinsfé- lagið 1990. Ottó sat í stjóm Hjarta- og æðavemdarfélags Reykjavíkur og í stjóm og varastjóm Verslunar- ráðs Islands frá árinu 1974 til 1992. Hann var endurskoðandi Verslun- arráðs frá 1962 til 1978 og Félags íslenskra stórkaupmanna frá 1966 til til 1978. Ottó var aðalræðismaður Bangladesh frá 1985 til 1997. Árið 1982 gaf Ottó út bókina „Detta úr lofti dropar stórir" með ljóðum eft- ir ísleif Gíslason. Árið 1997 komu út æviminningar Ottós, „Ottó - Með seiglunni hefst það“ í samantekt Jó- hannesar Helga. Ottó studdi ríku- lega starf Héraðsbókasafns Skag- firðinga svo og íslenska málnefnd. Árið 1983 var Ottó sæmdur Ridd- arakrossi Hinnar íslensku fálka- orðu. Hann varð heiðursfélagi í Skýrslutæknifélagi íslands 1988 og í íslenska mannfræðifélaginu 1989. Hann var kjörinn í heiðursráð Krabbameinsfélags íslands árið 1990. Ottó hlaut tjölda annarra við- urkenninga fyrir störf að þjóðfé- lags- og liknarinálurn. Útför Ottós A. Michelsen fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Löngum og glæsilegum starfsferli er lokið. Starfa Ottós má víða sjá stað og fjölmargir standa í þakkarskuld fyrir störf hans en þó enginn eins og við sem stöndum honum næst. Við erum þakklát fyrir að hafa tekið þátt í sögu Ottós A. Michelsens og eram stolt af arfleifð hans. Guð blessi minningu Ottós A. Michelsens. Stefán S. Guðjónsson. Nú hefur hann Ottó vinur minn og mágur fengið hvíldina. Mig langar í örfáum orðum að minnast hans. Eg kynntist Ottó fyrir tæplega 60 áram, þegar ég var nýbúinn að kynnast henni Elsu minni. Hann var þá ungur og glæsilegur, nýkominn úr námi frá Þýskalandi. Framtíðin var björt og honum allir vegir færir. Margt kem- ur nú upp í huga minn, þegar ég hugsa til baka. En hæst ber hugsun mína um umhyggju hans fyrir Elsu systur sinni og fjölskyldu okkar. Engan mann hef ég þekkt sem hefur sýnt þvílíkan velvilja í minn garð og fæ ég seint þakkað. Ottó var í öll þessi ár alltaf boðinn og búinn til að rétta okkur hjálparhönd, þegar á þurfti að halda. Kæri vinur, ég gæti sagt svo margt um þig, en læt það bíða betri tíma. Ég vil þó sérstaklega þakka þér aðstoðina og styrkinn sem þú veittir mér þegar Elsa féll frá. Þetta voru erfiðir tímar fyi'ir mig og varst þú mín stoð og stytta allan timann. Elsku Gyða og fjölskylda. Ég sam- hryggist ykkur af öllu hjai'ta og bið algóðan guð um að styrkja ykkur. Valgeir. Enn er genginn góður vinur og sannur öðlingur, óvenjulegur maður á marga lund. Ég kynntist Ottó fyrst þegar hann var upp á sitt besta, mik- ilsvirtur forstjóri og landskunnur fyrir störf sín. Hann beitti sér fyiir stofnun Rannsóknarsjóðs IBM á Is- landi í tengslum við Háskóla íslands 1976. Ég hafði þá um nokk-urra ára skeið verið að gera tilraunir til að nota tölvu til rannsókna á máli og hefi líklega þess vegna verið settur í stjórn þessa sjóðs ásamt einum há- skólamanni af raunvísindasviði. Þannig atvikaðist það að ég kynntist Ottó sem var formaður sjóðstjórnar. Þarna áttum við samleið meðan sjóð- urinn starfaði 1976-1983. Það kom mér á óvart hvað þessi annálaði skör- ungur var ljúfur í viðmóti, lágmæltur oghógvær. Ottó var þjóðhollur maður í bestu merkingu þess orðs, ættjarðarvinur og átthagavinur, alinn upp á Sauðár- króki. Honum fannst hann alltaf vera Skagfirðingur. Hann sagði reyndar í léttum tón að hann væri danskur í aðra ættina og héti ekki einu sinni ís- lensku nafni. Svo laumaði hann því út úr sér að móðir sín hefði verið Ey- firðingur. Guðrún Pálsdóttir frá Draflastöðum í Sölvadal, orðlögð fyr- ir gjafmildi, var af margrómaðri Hvassafellsætt í Eyjafirði. Eigi að síður var Ottó bæði góður Islending- ur og góður Skagfirðingur og verður hvorugt frá honum tekið. Það kom fljótlega í ljós að við átt- um sameiginleg áhugamál. Á þessum árum tók ég við formennsku í ís- lenskri málnefnd og fór að sinna mál- efnum hennar. Ottó fylgdist með af áhuga og vildi leggja mér lið. „Hringdu frekar of oft en of sjaldan,“ sagði hann einu sinni og það lýsir honum vel. Það var mesta basl að blása lífi í þessa starfsemi. Málnefnd- in var allslaus að kalla, átti ekkert og hafði ekki efni á neinu. Þá lánaði Ottó IBM-ritvél af bestu gerð, sem síðar varð eign nefndarinnar. Þegar Ottó varð sjötugur var ég ásamt fleira fólki að undirbúa tölvu- gerðan or&töðulykil að íslensku Biblíunni. í tilefni afmælisins lagði hann fram rausnarlegan styrk til þessa verkefnis sem var bæði stórt í sniðum og dýrt. Honum þótti vænt um að í þessu eina verkefni samein- aðist þrennt sem honum var sérstak- lega hugleikið: tölvuvinnsla, trúmál og íslensk tunga. Um svipað leyti hófst fyrir alvöra umræða um stofnun Málræktarsjóðs og fjáröflun til hans. Þá lét Ottó sig ekki vanta. Hann viðurkenndi að vísu að verkefnið væri skrambi erfitt en „það er svo gaman að glíma við það sem er erfitt,“ sagði hann einu sinni. Enn voru kraftar í kögglum þótt heilsunni væri tekið að hraka. Hann kom oft til mín í málstöðina, eða hringdi, jafnvel til þess eins að sýna samstöðu. Á lokaspretti baráttunnar fyrir eflingu Málræktarsjóðs hafði ég eitt sinn orð á því að mig hefði lengi langað til að láta útbúa barm- nælu með málræktarmerkinu. Ef til vill mætti selja slíkar nælur til ágóða fyrir sjóðinn. Aldrei hafði neitt orðið úr þessu hjá mér en framkvæmda- maðurinn Ottó Michelsen lét ekki segja sér tvisvar. Áður en ég vissi af hafði hann látið smíða þúsund barm- nælur með þessu fallega merki og gefa þær Málræktarsjóði. Þannig var Ottó, alltaf nálægur og alltaf reiðubúinn að leggja góðu mál- efni lið. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast honum og eiga hann að vini. Blessuð sé minning hans. Baldur Jónsson. Mig langar til að minnast í örfáum orðum þess ágæta manns, Ottós A. Michelsens, sem nú er fallinn frá. „Framtíðin byrjar í dag“ auglýsti OAM í ársbyrjun 1965 og 15. mars sama ár byrjaði ég að vinna hjá hon- um. Við kölluðum hann ýmist OAM, Ottó eða Mikka eins og hann kallaði sig stundum sjálfur. Hann átti tvö fyrirtæki, Ottó A. Michelsen hf. og Skrifstofuvélar hf. Það var gaman að vinna hjá Ottó og margar góðar minningar á ég frá þeim tíma. Ottó var kröfuharður en umfram allt mjög heiðarlegur í viðskiptum, bæði við starfsmenn og ekki síður við við- skiptavini sína. Hann kom stundum með vörur heim af sýningum sem okkur fannst vera vonlaust dót, ekki hægt að græða á þessu. „Þetta vant- ar héma, íslensk fyrirtæki þurfa á þessu að halda“ sagði Ottó. Ég held að hann hafi haft meiri áhuga á að láta gott af sér leiða heldur en að verða ríkur. Ottó rak skýrsluvéladeild sem síð- ar var nefnd tölvudeild. Þetta var þjónustudeild sem sá um tölvuvinnsl- OTTÓ A. MICHELSEN ur fyrir ýmis fyrirtæki því á þeim tíma vora tölvur stórar og dýrar og það vora aðeins stærstu fyrirtæki sem gátu keypt slíkar vélar. Við skipulögðum verkefni og vinnslur sem síðan voru unnar í þessari deild. Mest vora þetta bókhaldsverkefni til að byrja með en síðar vora unnin þarna verkefni af ýmsum gerðum. Einhverju sinni kvartaði Ottó yfir því við okkui' að deildin bæri sig illa, ekk- ert væri upp úr þessu að hafa. „Ottó, þú mátt þá ekki alltaf gefa öllum af- slátt“ sögðum við. „Æi, þeir vilja allir fá afslátt". Þá hækkuðum við verðið dálítið án þess að láta hann vita svo hann gæti haldið áfram að gefa af- slátt og allii' voru ánægðir. „Hvernig hefur konan það“ vai' al- geng spurning frá Ottó eða „ertu góður við konuna þína?“ Einu sinni sagði hann við mig: „Þú vinnur allt of mikið, þú ert ekki nóg hjá konunni og börnunum“. Nú tímir hann ekki að borga yfirvinnu hugsaði ég en jánk- aði þessu því þetta var alveg rétt. „En þú hefur ekki efni á að sleppa yf- irvinnunni“ hélt hann áfram „nema ég hækki við þig kaupið" og það gerði hann. Ég man eftir sögu af Ottó sem ég heyrði hjá IBM manni í Kaup- mannahöfn. Ottó var forstjóri IBM á íslandi eftir að það var stofnað 1967. Þetta fyrirtæki heyrði undir IBM í Danmörku og þurfti að sækja ýmis mál þangað. Eitt sinn var hann þar að fá samþykkta kauphækkun fyrir starfsfólkið enda var mikil hreyfing á launum á Islandi á þeim tíma. IBM í Danmörku skildi þetta ekki alveg og það var mikið talað um að nauðsyn- legt væri að spara. Eftir tveggja daga þóf á fundum var Ottó búinn að fá nóg. Hann stóð upp og sagði: „Jæja herrar mínir, nú veit ég hvern- ig þið getið sparað. Þið getið sparað ykkur mín laun því ef ég fæ ekki þessa hækkun fyrir mitt fólk þá er ég hættur hjá IBM“. Beiðnin var sam- þykkt. Hann var léttur og spaugsamur þó að hann gæti líka verið ákveðinn. Eins og flestir sem þekktu hann vita þá vai' hann mikill Skagfirðingur og hestamaður og fannst heldur verra að ég var Húnvetningur en þó heldur skárra að ég var úr Vestursýslunni. Þegar ég hélt því fram að Skagfirð- ingar væru laglausir og hefðu ekkert vit á hestum hló hann bara og vissi að ég var að reyna að stríða honum. Ottó kenndi okkur sem unnum hjá honum margt gott og ekki síst í við- skiptum og það fyrst og fremst að vera heiðarlegur. Hann lagði mikla áherslu á það að vera heiðarlegur, bæði gagnvart viskiptavinum sínum og gagnvart opinberam aðilum. Ekki er hægt að skrifa um Ottó án þess að minnast á Gyðu konu hans sem stóð við hlið hann í einu og öllu og lagði sig fram um að þekkja starfsfólkið í fyr- irtækinu þó hún ynni þar ekki sjálf. Margt fleira mætti segja af þessum mæta manni sem lét svo margt gott af sér leiða en það verður ekki tíund- að hér frekar. Við hjónin sendum Gyðu og böm- unum innilegar samúðarkveðjur. Hjálmtýr Guðmundsson. Látinn er í Reykjavík Ottó A. Michelsen, fymim forstjóri IBM á íslandi, á áttugasta aldursári. Undirritaður kynntist Ottó í upp- hafi tölvualdar er ég réðist í þjónustu hans og stóð sú vegferð allt til þess er hann lét af störfum hjá IBM. Minnisstæð verða fyrstu kynni er hann sat á skrifstofu sinni á Klappar- stíg fullur af fjöri, ákafa, lífsspeki og góðum hugmyndum. IBM sem sjálf- stætt útibú á íslandi ekki enn til orð- ið en Ottó kvaðst vera óháður um- boðsmaður IBM, sá eini í heiminum í þann tíð. Og Ottó var enda einstæður maður á margan hátt og er ljúft að geyma í huganum minninguna um þennan merka og óvenjulega fram- kvöðul og baráttumann. Á öndverðum sjöunda áratugnum var tölvuöld vai't gengin í garð. Tölvufræði voru ekki kennd í skólum hérlendis en vottur af fróðleik barst af og til frá útlöndum um nýja tækni sem væntanlega ætti mikla framtíð fyrir sér. Það var hlutverk eldhugans Ottós sem fyrsta forstjóra IBM á Islandi að fylgja hinni nýju og byltingar- kenndu tækni úr hlaði af þeim krafti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.