Morgunblaðið - 21.06.2000, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 43
og með þeim hætti sem honum einum
var lagið. Oft fór hann utan alfara-
leiða en oft náði hann undraverðum
árangri með staðfestu sinni og sann-
færingarkrafti.
Ljóst var að fáir léku þær listir í
sölumennsku sem Ottó lék þegar
honum tókst bezt upp.
Mér er ofarlega í huga sú um-
hyggja sem Ottó bar fyrir mönnum
og málefnum og ákafi eldhugans við
að láta gott af sér leiða. Hann bar
umhyggju fyrir starfsfólki sínu og
reyndi að leysa hvers manns vanda.
Hann var virkur í mannúðarmálum,
kirkjumálum og líknarmálum og er
ósérhlífni hans við brugðið. Starfs-
fólki sínu stjómaði hann af festu en
jafnframt með sanngimi. Hann var
kröfuharður en ekki síður við sjálfan
sig en aðra. Hann var góður hlust-
andi en jafnframt tillögugóður og úr-
ræðagóður.
Ottó verður seint fullþakkaður
hlutur hans við að gera íslenzkuna að
fullgildu tölvumáli með öllum bók-
stöfum tungumálsins til jafns við aðr-
ar þjóðtungur nágrannaríkja í
Evrópu. Þar naut sín vinafesta og
sannfæringarkraftur sem og djúp-
stæð virðing fyrir öllu sem íslenzkt
var, ekki sízt þjóðtungunni. Fáir
hefðu leikið eftir að þoka málum
áfram við þýðingarmikla aðila er-
lendis sem um þessi mál fjölluðu. Is-
lenzk þjóð stendur í þakkarskuld við
Ottó fyrir afrek hans á þessu sviði.
En ég mun geyma í brjósti mér
þakklæti fyrir einstök kynni við
öðlinginn með gullhjartað sem leið-
beindi mér af reynslu sinni á fyrstu
spomm mínum um völundarhús við-
skiptalífsins.
Sverrir Ólafsson.
Það er skoðun margra sem ekki
þekkja til kirkjustarfs að milli stór-
hátíða séu kirkjur auðar og tómar.
Raunin er önnur. Flestar kirkjur eru
fullar af lífi og starfi frá morgni til
kvölds. Prestarnir eru leiðtogar safn-
aðarstarfsins en með þeim starfar
fjöldi einstaklinga sem leggja fram
mikla vinnu og gera öflugt safnaðar-
starf mögulegt.
Þegar sá er þetta ritar var fyrst
kosinn í sóknamefnd Bústaðakirkju
árið 1989 voru breytingar í sóknar-
nefndinni. Síðustu meðlimir sóknar-
nefndarinnar sem stóðu að þróun
safnaðarstarfsins í upphafi og bygg-
ingu kirkjunnar voru að draga sig í
hlé og nýtt fólk að koma í staðinn. Eg
hafði heyrt talað um hinn samstæða
hóp Bústaðakirkjufólksins sem stóð
að safnaðarstarfinu í upphafi. Eg
fann strax fyrir afar sterkum tengsl-
um þessa fólks þótt ekki væri það
lengur leiðandi í kirkjustarfinu. Ég
gerði mér grein fyrir mikilvægi
stuðningsliðs fyrir kraftmikið kirkju-
legt starf, liðssveit sem lætur ekki
mikið yfir sér út á við en er ein af for-
sendum öflugs kirkjustarfs. Það var
lán Bústaðasóknar hve gott og
áhugasamt fólk valdist þar til forystu
í upphafi, sóknarpresturinn, sóknar-
nefndarfólk, starfsfólk og afar öflugt
kvenfélag. Að starfi þessa fólks býr
sóknin nú og mun gera um ókomin
ár. Einn þessara kröftugu forystu-
manna Bústaðasóknar var Ottó A.
Michelsen. Ottó og Gyða settust að í
Bústaðahverfi ásamt börnum sínum
árið 1960 og var Ottó kosinn í sóknar-
nefnd árið 1964. Hann sat í sóknar-
nefnd til ársins 1989 og var formaður
byggingamefndar kirkjunnar frá ár-
inu 1964 til 1977. Hann var formaður
sóknamefndar tvö síðustu árin sem
hann sat í sóknarnefndinni. Ottó
gegndi einnig ýmsum trúnaðarstörf-
um fyrir þjóðkirkjuna. Hann var
kirkjuþingsmaður og varamaður í
kirkjuráði.
Bygging Bústaðakirkju vai- þrek-
virki á sínum tíma. Byggingin var
reist á fimm áram. Margir lögðu
hönd á plóginn í því mikla verki en ég
held að á engan sé hallað þótt sagt sé
að sú framkvæmd hafi mest mætt á
Ottó sem lagði á sig mildð og óeig-
ingjam starf í góðu samstarfi við
byggingameistarann Davíð Jensson.
Það sannaðist á Ottó sem oft er sagt
að í félagsstörfum sé best að leita til
þeirra sem mest hafa að gera. Ottó
gaf sér tíma til þessara starfa frá afar
annasömu starfi í eigin atvinnu-
rekstri. Atorkusemi hans og áhugi
var mikill. Sögur ganga enn um ham-
arshöggin á kvöldin þegar Ottó var
að naglhreinsa og skafa timbrið í
kirkjubyggingunni. Sjálfur sagðist
hann hafa verið farinn að þeklqa aft-
ur sömu spýturnar svo oft hefði hann
hreinsað þær. Ottó ræddi við mig um
hinn mikla þátt kvenfélagsins í fjár-
öflun fyrir kirkjuna: Öll kaffikvöldin,
félagsvistimar og safnanimar sem
kvenfélagið stóð fyrir. Hann ræddi
um þann mikla samhug sem ríkti
meðal fólksins um kirkjubygging-
una. Fjármögnun var eklri auðveld.
Sjálfur stóð hann fyrir umdeildum
fjáröflunaraðferðum sem skiluðu
góðum árangri. Ottó var stöðugt að
velta fyrir sér byggingarefni og inn-
anstokksmunum. Oft hringdi hann í
Helga Hjálmsson arkitekt kirkjunn-
ar og fékk hann með sér til þess að
skoða eitthvað sem nota mætti við
kirkjubygginguna eða síðar við frá-
gang hennar. Kirkjubyggingin var
reist af mikilli framsýni. Hún var
byggð það stór að neðri hæð hennar
hefur verið leigð út og aflað kirkjunni
tekna. Þetta húsnæði verður síðar
hægt að taka í notkun fyrir kirkju-
starfið.
Nábýli Ottós við Bústaðakirkju í
Litlagerði hefur án efa tengt hann
enn fastari böndum við kirkjuna.
Bústaðakirkja var honum kær. Hann
hafði mikinn metnað fyrir hönd
Irirkjunnar og hann var stöðugt til-
búinn að taka sjálfur til höndum. Ég
man eftir Ottó á sunnudagsmorgni
að sópa stéttina fyrir framan
kirkjuna. Ég heyrði þá sögu að sum
bömin í bamamessum á sunnudög-
um héldu að Ottó væri annar prestur
við kirkjuna.
Persónulega er ég Ottó þakklátur
fyrir að hafa komið mér í safnaðar-
starf Bústaðakirkju en af því starfi
hef ég haft mikla ánægju. Þegar
hann var að draga sig í hlé spurði
hann mig hvort ég hefði áhuga á því
að setjast í sóknarnefnd. Meðan ég
var formaður sóknarnefndar Bú-
staðakirkju var ýmislegt sem ég bar
undir Ottó. Til hans var gott að leita.
Ræddum við þá gjarnan í leiðinni
málefni íslensku kirkjunnar og Bú-
staðakirkju. Ottó hafði ákveðnar
skoðanir á þróun og sjálfstæði kirkj-
unnar.
Við sem vinnum við safnaðarstarf
Bústaðakirkju þökkum hið mikla og
óeigingjarna starf Ottós í þágu
kirkjunnar okkar. Persónulega
þakka ég góð kynni og það veganesti
sem Ottó gaf mér til míns kirkjulega
starfs. Við aðstandendur Bústaða-
kirkju og Elín eiginkona mín sendum
Gyðu og fjölskyldu hennar okkar
innilegustu samúðarkveðjur og biðj-
um góðan Guð um að styrkja þau á
þessari erfiðu stundu.
Fyrir hönd sóknarprests, sóknar-
nefndar og starfsfólks Bústaða-
kirkju,
Þráinn Þorvaldsson.
Látinn er í Reykjavík einn af
framkvöðlum í íslensku upplýsinga-
þjóðfélagi og mikill velgjörðarmaður
minn.
Ottó var einn af þeim sem tók virk-
an þátt í að fá fyrstu tölvuna til lands-
ins, sem sett var upp hjá Háskóla ís-
lands árið 1964. Tölvan var af
gerðinni IBM 1620, en Ottó var for-
stjóri IBM á íslandi. Byrjað var að
kenna forritun sem skyldufag í verk-
fræðideild Háskóla Islands. Þama
vora íslendingar mjög snemma á
ferðinni að hefja kennslu í forritun.
Einnig var IBM á Islandi með öfluga
kennslu í tölvumálum fyrir starfs-
menn fyrirtækja og jók það tölvulæsi
Islendinga til muna.
Áhugi minn á tölvum var vakinn á
þriðja ári í menntaskóla þegar vinur
minn benti mér á greinar um tölvur í
erlendu tímariti og sagði mér frá
IBM á íslandi og Ottó A. Michaelsen.
Ég afréð að fara á fund Ottós sumar-
ið 1969 og biðja hann um að leyfa mér
að fara á tölvunámskeið. Eftir stutt
spjall horfði Ottó dágóða stund á
þennan menntaskólapilt og sagði síð-
an: „Þú mátt fara á námskeið hjá
okkur, þú borgar ekkert ef þú stend-
ur þig vel, en borgar eitt þúsund
krónm- ef þú stendur þig illa.“ Ég
slapp við að borga þúsundkallinn og
var ráðinn sem forritari næsta sum-
ar, eftir að ég hafði lokið stúdents-
prófi frá Menntaskólanum á Akur-
eyri. Ég vann síðan hjá Ottó í öllum
sumarfríum á meðan ég var í há-
skólanámi í Bandaríkjunum. Ekki er
ég í nokkram vafa að meðmælabréf
frá Ottó réð því að IBM World-Trade
styrkti mig síðar til doktorsnáms í
tölvunarfræðum.
Ottó var framsýnn maður og án
hans væram við Islendingar líklega
ekki komnir eins langt inn í upplýs-
ingaþjóðfélagið og við eram í raun.
Gyðu, eiginkonu hans og fjölskyldu
sendi ég samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning Ottós A. Michelsen, sem
kom miklu í verk á sínu æviskeiði.
Jóhann Pétur Malmquist.
Ottó A. Michelsen er í dag kvadd-
ur af samferðarmönnum sínum. Við,
sem áram saman áttum stundir með
honum snemma á morgnana í sund-
laugunum í Laugardal, söknum mik-
ils höfðingja úr hópi okkar. Áratug-
um saman stóð Ottó við útidyr
sundlauganna áður en opnað var og
ræddi af léttleika við sundfélaga sína
um málefni dagsins. Blönduðust þá
oft inn i umræðuna fyndnar athuga-
semdir frá honum því hann sá fljótt
spaugilegar hliðar á dægurmálunum
sem þá og þá vora á döfinni. Síðustu
árin átti hann ekki heimangengt
vegna sjúkleika. Slíkum manni sem
Ottó Michelsen gleymir maður seint.
Ævisaga Ottós var skrifuð og gef-
in út 1997. Einkennisorð hennar var
„Með seiglunni hefst það“. Þar er
lýst framkvæmdamanninum sem
þorði að takast á við lífið og sagt frá
hvemig hann náði fram áformum
sínum með dugnaði, framsýni og
sönnum baráttuvilja. Ottó lagði
mörgum góðum málum lið. Þannig
var hann stuðningsmaður líknarfé-
laga og mikill framkvöðull aðbygg-
ingu Bústaðakirkju. Vann hann þar
að byggingunni með elju og um-
hyggju og hlífði sér ekki við nein
verk hvort sem þau vora erfiði við
verklegar framkvæmdir, svo sem
hvers konar hreinsun á verksvæðinu,
eða í skipulagsmálum. Einnig var
hann fulltrúi sóknarnefndar í nefnd-
um og ráðum og sömuleiðis fulltrúi
safnaðarins á kirkjuþingum.
Hann var einstaklega ljúfur við-
móts skyldum og óskyldum þegar til
hans var leitað og gaf góð ráð til úr-
lausnar þegar svo bar undir. Það
fékk ég sem þetta rita oftar en einu
sinni að reyna. Það einkenndi líka
Ottó að hann vildi gleðja vini sína og
leyfði öðrum að taka þátt í því með
sér, t.d. ef einhver úr hópnum átt af-
mæli sem stóð á tug þá skyldi kveðja
frá okkur koma til þess sama. Eins
var það ef fastagestir komu ekki í
laugarnar um tíma þá var grennslast
eftir hvort um veikindi væri að ræða
eða annað sem skýrði forföllin.
Það var gott að vera í nærvera
Ottós og svo var það líka í þessum
hópi sundfélaga hans. Hann var létt-
ur í fasi og umhyggjusamur, snyrti-
menni var hann svo af bar og vildi
hafa allt í röð og reglu. Það fundu all-
ir sem kynntust honum að þar fór
maður sem var til forystu fallinn en
forysta hans einkenndist af prúð-
mennsku en ekki stjómsemi.
Um leið og við sendum fjölskyldu
Ottós samúðarkveðjur hyllum við
minningu hans. Hann var í öllu lífi
sínu sjálfum sér, fjölskyldu sinni og
þjóðinni til sóma.
Hvíli hann í friði.
F.h. sundfélaga,
Sigursteinn Hersveinsson.
Miklu máli skiptir sú leiðsögn sem
ungur maður fær frá yfirmanni sín-
um í upphafi starfsferils. Ég tel það
hafa verið mikla gæfu að hafa fengið
Ottó A. Michelsen sem leiðtoga á
þessu skeiði í mínu lífi. Rétt fyrir
1950 tók hann að sér viðhald á
skýrsluvélasamstæðu frá IBM, sem
Hagstofan hafði tekið á leigu. Hann
öðlaðist snemma óbilandi trú á því að
vélræn gagnavinnsla ætti erindi inn í
íslenskt atvinnulíf. Ævistarf hans var
allt mótað af þeirri hugsjón og aldrei
varð honum kjarks vant eða hug-
myndaflugs til að koma henni í fram-
kvæmd. Hann var að öllum öðram
ólöstuðum framherji upplýsingabylt-
ingarinnar á Islandi, löngu áður en
það hugtak fékk merkingu í málinu.
Ottó var aldrei í vafa um forgangs-
röð hlutanna. Að frátalinni hugsjón-
inni fyrrnefndu var það ávallt efst á
blaði að viðskiptavinurinn, hver sem
hann var, skyldi fá þá þjónustu sem
best var unnt að veita. Til að svo gæti
orðið varð hann að velja sér sam-
starfsmenn af kostgæfni og gera
þannig við þá bæði í menntun, starfs-
umhverfi og öðram kjöram að þeir
yndu sér vel. Þetta kom næst í for-
gangsröðinni. Ottó fór nokkuð eftir
tilfinningu sinni er hann valdi úr hópi
umsækjenda. Virðist það hafa gefist
honum vel því að svo mikið er víst að
stór hópur góðra manna og kvenna
hefur átt með honum langt samstarf.
Eigin hag setti hann á stundum neð-
ar í röðina en hollt var.
Haustið 1959 var auglýst eftir
starfsmanni til að vinna við viðgerðir
á skýrsluvélum frá IBM. Um þær
mundir var undirritaður í BA-námi
við Háskóla íslands. Þetta var fyrir
daga námslána. Stækkandi fjöl-
skylda var farin að finna fyrir lífsbar-
áttunni. Ég hafði auk þess brennandi
áhuga á hvers konar vélum og ekki
síst á rafeindatækni, sem að vísu fór
ekki mikið fyrir í skýrsluvélum þess-
ara daga. Alla vega var skrifuð um-
sókn og afhent á Laugaveg 11.
Umsækjendur vora látnir ganga
undir staðlað próf frá IBM og leysti
ég það með ágætum. En þegar farið
var að ganga eftir svöram komu vöfl-
ur á Ottó og ráðgjafa hans. Áður
höfðu verið ráðnir til þessara starfa
menn með bréf upp á véltækni- eða
rafmagnsgreinar. Öraggara þótti
víst að ráða mann sem kynni eitthvað
til handanna en reynslulausan
grænjaxl þótt hann hefði sýnt fram á
nokkurt bókvit. Ég þurfti satt að
segja að leggja veralega hart að mér
til að sannfæra þá félaga um að vit
væri í þvi að ráða mig. Nú fullyrði ég
að hvoragur okkar Ottós hafi nokk-
um tímann séð eftir því hvernig fór.
Samstarf okkar á vettvangi IBM
stóð í tuttugu og tvö ár, allt þai- til
hann lét af störfum hjá IBM.
Áhugamál Ottós A. Michelsens
voru mörg. Hvar sem hann beitti sér
þótti muna um framlag hans og þyk-
ist ég viss um að aðrir muni fjalla þar
um itarlegar en mér er fært. Ég ætla
aðeins að drepa á tvennt. Hann lagði
Skýrslutæknifélagi íslands lið með
margvíslegum hætti og var í mörg ár
heiðursfélagi þess. Þá var hann ein-
lægur áhugamaður um íslenskt mál
og stuðningsmaður allrar viðleitni til
að íslenskan færi ekki halloka í heimi
upplýsingatækninnar en barátta fyr-
ir stöðu hennar þar hefur staðið allt
frá því að fyrstu gagnavinnsluvélarn-
ar komu til landsins. Bai'áttan stend-
ur enn og þarf sannarlega á að halda
liðsmönnum af því tagi sem Ottó var.
Á kveðjustundu vil ég þakka Ottó
A. Michelsen fyrir samfylgdina og
það sem hann gaf mér í veganesti.
Gyðu og fjölskyldunni votta ég
innilega samúð mína og konu minn-
ar.
Jóhann Gunnarsson.
Árið er 1962. Nemendur í 4.bekk
VÍ koma í skólann um miðjan sept-
ember til að sækja hálfsmánaðar
námskeið áður en skólaárið byrjar
íyrir alvöra. Markmiðið með nám-
skeiðinu er m.a. að gefa okkur nem-
endum innsýn í það nýjasta sem
tæknin hefur upp á að bjóða í það
skiptið. Einstaklega ánægjulegt
námskeið þar sem tveir einstakling-
ar sem kynnendur standa upp úr
vegna skemmtilegrar framkomu og
góðrar þekkingar á tæknisviði sínu.
Annar þeirra var Ottó A. Michelsen.
Sex áram síðar er ég kenndi við
hinn ágæta skóla Hagaskóla fékk ég
Ottó til að koma í heimsókn í einn af
bekkjum mínum til að segja frá
undraveröldinni „tölvur". Þó að ég
væri nemandi á lokaáfanga í við-
skiptafræði við H.í. hafði ég ekki-
nokkra hugmynd um tölvur né gerði
mér minnstu hugmynd um möguleg
áhrif þeirra á framtíð okkar.
Ég sem og nemendumir hrifumst
af eldmóði Ottós og frásagnargleði
þar sem nútíð og næsta framtíð
tölvutækninnar var útskýrð á lifandi
og áhrifaríkan hátt.
Það var því nokkuð auðveld
ákvörðun af minni hálfu að taka boði
Ottós um starf hjá IBM á íslandi að
loknu háskólanámi mínu. Það var
góður skóli að vera undir handleiðslu
Ottós. Hann átti auðvelt með að hrífa
mann með sér er hann ræddi mögdfe-
leika tölvutækninnar. Hann þekkti
„alla“ og átti auðvelt með að opna
ýmis ómetanleg sambönd vegna
trausts manna á persónunni Ottó A.
Michelsen.
Og það var vart sá hlutur sem
hann vildi ekki gera fyrir þjóð sína.
Hvað tölvutæknina varðar stendur
upp úr framtak hans og Jóhanns
Gunnarssonar, yfirmanns tæknisviðs
fyrirtækisins á þeim tíma, að tryggja
að íslenska stafrófið yrði hluti af al-
heimsstafrófi tölvutækninnar þar
sem lönd miklu fjölmennari en við
komust ekki inn með sitt stafróf.
Það er ekki ofsögum sagt að segja
að Ottó hafi verið faðir tölvutækninn-
ar á Islandi. Hann átti stærstan þátt ^_
að innleiða hana hérlendis og lét
einskis ófreistað við að tryggja IBM
á íslandi viðunandi stöðu innan stór-
fyrirtækisins IBM sem íslenskir við-
skiptavinir nutu síðan góðs af. Nafn
hans var þekkt af lykilmönnum þess
fyrirtækis og þar dáðust menn að
baráttu hans fyrir jafnrétti IBM á
Islandi með tilliti til hinna Norður-
landanna.
Það var mikil lífsreynsla að starfa
með Ottó og hafði hann mikil áhrif á
framtíðarsýn ungs viðskiptafræð-
ings sem hóf störf hjá honum sumar<
ið 1969.
Við hjónin sendum hans ágætu
konu Gyðu sem og þeirra stóra
fjölskyldu okkar innilegustu samúð-
arkveðjur. Minningin um Ottó mun
ávallt vera með okkur.
Gunnar M. Hansson.
Vorið 1962 fór ég á fund Ottós og
spurði hvort hann gæti útvegað mér
vinnu.
Ottó sat á milli Jóns Óttars Ólafs-
SJÁNÆSTU SÍÐU
om
t v/ F’ossvogskirkjugorð j
Símii 554 0500
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
I blómaverkstæði 1
IMlNNATr
Skólavörðustíg 1 2,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
Legsteinar
Vönduð íslensk frumleiðsla
Fáið sendan myndalista
MOSAIK
Marmari
Granít
Blágrýti
Gahbró
Líparít
Hamarshöfði 4, HOReykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986