Morgunblaðið - 21.06.2000, Side 54
54 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
*
a
Um gagnrýni
forsetaembættið
í Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins 4.
júní er rætt um em-
bætti forseta íslands.
Tilefnið er grein í
Degi eftir Stefán Jón
Hafstein 31. maí. Hún
var um það með
hverjum hætti forset-
ipn hefur skýrt opin-
berlega frá breyting-
um á sínum einka-
högum, og það mál
ræðir Morgunblaðið
raunar ekkert um.
Ekki hef ég heldur
hug á að fjalla um
það, en vil aðeins taka
undir með Stefáni
Jóni, að best fari á að
forseta, sem annarra í
einkamál
opinberu
lífi, séu meðhöndluð sem einkamál
í lengstu lög. Hins vegar hljóta all-
ir að samfagna forseta með ham-
ingju í einkalífi, sem vitanlega ger-
ir honum auðveldara að sinna
embættisskyldum sínum.
En það var umræða Morgun-
'blaðsins um afskipti forseta ís-
lands af stjórnmálum fyrr og síðar
sem ég vil gera athugasemdir við.
Það er auðvitað rétt sem blaðið
segir að nú er fjallað með opin-
skárri hætti um störf og fram-
göngu forseta en áður tíðkaðist.
Þetta er þáttur í almennri þjóðfé-
lagsþróun, hér sem annars staðar,
en undir það ýtir hjá okkur að áð-
ur umdeildur stjórnmálamaður
hefur nú gegnt embættinu í fjögur
ár. En ef farið er að fjalla opinber-
„ lega um embættisfærslu forseta er
spurning hvort ekki sé rétt að
ræða líka opinskátt atriði í störf-
um fyrri forseta sem hingað til
hefur lítt verið fjallað um.
Áður en að því er vikið skal
staldrað við orð Morgunblaðsins
um gagnrýni þess á núverandi for-
seta fyrir að „gera tilraun til að
færa út landamæri embættis síns,
ef svo má að orði komast, og
blanda sér í umræður um þjóðfé-
lagsmál á þann veg að
ekki hæfi _ forsetaem-
bættinu". Ég held ein-
mitt að hann hafi ver-
ið kjörinn til að færa
út þessi landamæri.
Forsetaembættið
hlýtur að taka breyt-
ingum eins og annað í
þjóðfélaginu. Það er
fáránlegt að þjóðkjör-
inn forseti sitji í em-
bætti svo hamlaður að
honum sé meinað að
segja eða gera annað
en það sem aðrir
Gunnar menn leggja fyrir
Stefánsson hann. Slíkur þjóðhöfð-
ingi er lítils virði.
Forsetinn á að tala til þjóðarinnar
um þau mál sem mest brenna á
henni, þótt vitanlega eigi hann að
gera það áreitnislaust og það hefur
Olafur Ragnar Grímsson gert.
I framhaldi af áður tilvitnuðum
orðum Morgunblaðsins um „til-
raunir" forseta til að blanda sér í
þjóðmálaumræðu segir í Reykja-
víkurbréfi: „Aðrir hafa talið sig sjá
merki slíkra tilrauna innan stjórn-
kerfisins, þótt gagnrýni þess efnis
hafi ekki komið upp á yfirborðið.
En svo er líka ljóst að sumir virð-
ast ekki hafa neitt við það að at-
huga.“ Þarna eru sem sagt á ferð-
inni bæði „sumir" og „aðrir“. Er
það of mikil tilætlunarsemi að
Morgunblaðið skýri þessi orð fyrir
landsmönnum? Blaðið segist vilja
gæta kurteisi og tillitssemi í garð
forsetans og ekki ástæða til að ef-
ast um að svo sé. En dylgjur af
þessu tagi bera varla vitni um þær
dyggðir.
Athugasemdir Morgunblaðsins
um atriði í störfum fyrri forseta
eru nokkuð ófullnægjandi. Það er
raunar alkunnugt að Sveinn
Bjömsson reyndi að beita þjóð-
höfðingjaembættinu pólitískt. Það
leiddi til þess að tveir stærstu
stjórnmálaflokkarnir vildu ráða
vali eftirmanns hans, sem ekki
ÞITT FE
HVAR SEM
ÞÚ ERT
tókst. En það er líka vitað að Ás-
geir Ásgeirsson hafði veruleg póli-
tísk áhrif að tjaldabaki varðandi
stjórnarmyndanir. Kemur það
fram í ævisögu hans. Sjálfur sagði
hann á efri árum að fyrsta kjör-
tímabilið hefði reynst sér erfitt
vegna hinna hörðu kosninga 1952.
Það var því ekki svo að hann sæti
ætíð á friðarstóli eins og Morgun-
blaðið segir; - raunar gegndi hann
ekki embættinu til æviloka eins og
skilja mátti af Reykjavíkurbréfinu.
Kristján Eldjárn einsetti sér að
gæta fyllstu óhlutdrægni í em-
bættisverkum. Það var þess vegna
sem hann lét Lúðvík Jósepsson
sitja við sama borð og aðra flokks-
formenn við stjórnarmyndun 1978
og hlaut gagnrýni fyrir frá Morg-
unblaðinu. Það var ekki furða að
hann tæki slíka gagnrýni óstinnt
upp, enda sagðist hann jafnan hafa
„leitast við það af öllu afli að gera
rétt“ í embætti sínu. Hafi sú
Forsetaembættið
Mergur málsins er
sá að enginn maður
1 trúnaðarstörfum,
og ekki heldur forseti
—7----;---------------
Islands, segir Gunnar
Stefánsson, kemst hjá
því að segja eða gera
hluti sem ágreiningur
getur orðið um.
ákvörðun Kristjáns Eldjárns að
veita Gunnari Thoroddsen umboð
til stjórnarmyndunar 1980 verið
„mjög umdeild" eins og Morgun-
blaðið segir, er vandséð á hverju
aðfinnslur í þeim efnum hafa
byggst. Gunnar fékk ekki stjórnar-
myndunarumboð fyrr en hann
sýndi fram á að hann hefði meiri-
hluta þings á bak við sig og for-
mönnum flokkanna hafði öllum
mistekist að mynda meirihluta-
stjórn. Þá var forseta í þingræðis-
landi vitanlega ekki stætt á öðru
en veita Gunnari þetta umboð.
Um gagnrýni á Vigdísi Finn-
bogadóttur nefnir blaðið tvennt.
Annað er þegar hún dró í nokkra
klukkutíma að undirrita lög um
verkfall flugfreyja á kvennafrídag-
inn, með þeim afleiðingum að van-
stilltur ráðherra hótaði afsögn.
Var það ekki ábyrgðarlaus hegðun
gagnvart forseta? Hitt varðar und-
irritun laganna um EES, en um
það segir í Reykjavíkurbréfi að þá
„urðu samskipti æðstu stjórnenda
ríkisins ævintýraleg, þótt sú saga
sé enn ósögð“. Er ekki kominn
tími til að segja þá sögu? Mergur
málsins er sá að enginn maður í
trúnaðarstörfum, og ekki heldur
forseti íslands, kemst hjá því að
segja eða gera hluti sem ágrein-
ingur getur orðið um. Núverandi
forseti hefur verið óhræddur við
slíkt, sem betur fer. Ef í forseta-
embætti sæti fólk sem legði höf-
uðáherslu á að forðast það og
þóknast öllum til að verða samein-
ingartákn með þeim hætti, væri
ástæða til að ræða um að leggja
embættið niður. Eða að minnsta
kosti létta þeirri fyrirhöfn af þjóð-
inni að kjósa forsetann beinni
kosningu og fela þinginu það í
staðinn.
Höfundur er bókmenntafræðingur.
Þjóðhátíð?
ágætir
ÞEGAR forfeður
okkar námu hér land
tóku þeir niður dreka-
höfuð skipa sinna til að
styggja ekki landvættir
af virðingu fyrir land-
inu og náttúruöflunum
enda voru þeir flestir
vel heiðnir. Landnáma
segir frá því að sumir
þeir er komu frá Bret-
landseyjum hafi verið
kristnir, svo sem Helgi
magri, en hann treysti
þó alla jafna betur Ása-
Þór þegar mikið lá við.
Samkvæmt sömu heim-
ildum gekk þetta þó
óvíða í erfðir þannig að
niðjar þeirra voru margir
blótmenn enda var landið alheiðið
nær hundraði vetra.
Alþingi
á Þingvöllum
Þegar Alþingi var stofnað árið 930
var landið nær fullnumið og talið er
að hér hafi búið um 30.000 manns. AI-
þingi íslendinga er eitt elsta þjóð-
þing heims og þar ríkti mjög merki-
legt fulltrúalýðræði þar sem þing-
menn (bændur) gengu í og úr án
takmarkana. Þingið (allsherjarþing)
fór með löggjafavald en Lögrétta,
sem í sátu goðar, rétti lögin ásamt
lögsögumanni og dæmdi eftir þeim.
Framkvæmdavaldið var veikt nema
ef landinu var ógnað utan frá. Þess í
stað var treyst á borgaralega skyldu
þegnanna. Hrepparnir og goðorð
mynduðu ásamt ættingjum öryggis-
net fyrir þurfamenn. í þau 70 ár sem
heiðið þing réð hér ríkjum var ákaf-
lega friðsælt í landinu miðað við að
hér var engin lögregla og ekki síður
miðað við það sem síðar varð.
Trúfrelsi
að fornu
í landinu var trúfrelsi og málfrelsi
voru þau einu takmörk sett að skorð-
ur voru við níðvísum og fjölmæli. Þá
er rétt að fram komi að heiðnir menn
báru aldrei vopn á aðra menn á þing-
um enda hefði það verið brot á þing-
helgi og jafnvel blóthelgi og jafngilt
mðingsverki. Heiðnir menn leyfðu
kristnum leysingjum að byggja
kirkjur í landnámi sínu. Þess eru
heldur engin dæmi að heiðnir menn
hafi misnotað vald sitt og meirihluta
til að takmarka málfrelsi kristniboða.
Kristnitakan
Aðdraganda kristnitökunnar er
lýst af kristnum sagnariturum á 12.
og 13. öld. í grein um kristnitökuna í
Skími árið 1941 bendir Einar Am-
órsson á þann rauða þráð að sagna-
ritarar sneiddu hjá að
gagnrýna annars vegar
Noregskonung og hins-
vegar kirkjuna. Fræði-
menn era þó almennt
sammála um að sá
sagnaritari er fyrstur
ritaði um þessa atburði
sé þeirra trúverðugast-
ur, þ.e. Ari fróði Þor-
gilsson. I skrifum Ara
kemur greinilega fram
að hvatinn að kristni-
tökunni var ekki inn-
lendar tráarerjur held-
ur utanaðkomandi áhrif
Valgeir frá Ólafi Tryggvasyni
Sigurðsson Noregskonungi sem
eygði von um völd hér-
lendis líkt og í Noregi þar sem hann
komst til valda undir yfirskini
Þingvallahátíðir
✓
Asatrúarmenn telja
sig ekki síður hafa
ástæðu til að fagna,
segir Valgeir Sigurðs-
son, því að þrátt fyrir
1000 ára nafnkristni
hefur heiðnin lifað
með þjóðinni.
kristniboðs eins og var reyndar al-
gengt á þessum tíma. Hann sendi
nokkra erindreka eða kristniboða til
íslands. Eigi buðu þeir af sér góðan
þokka frekar en foringi þeirra Olafur
konungur. Þekktastur þeirra var
Þangbrandur biskup sem gerðist hér
sekur um manndráp og var dæmdur
fyrir á Alþingi. Kristniboðum þess-
um var lítt ágengt í fyrstu.
Af Þorvaldi
víðförla
Fræg saga er af því þegar Þor-
valdur víðfórli (kristniboði) fór til Al-
þingis til að tala um fyrir þingheimi.
Á eftir honum talaði Héðinn mildi,
ungur höfðingjasonur úr Skagafirði.
Héðinn var vinsæll og vitur maður.
Hann hagaði orðum sínum svo að
enginn rómur var gerður að máli
Þorvaldar. Þorvaldur gekk við svo
búið sneyptur af þingi en næst þegar
Héðinn fór til Noregs að sækja sér
við til húsagerðar sagði Þorvaldur
Noregskonungi til hans, konungur
lét sitja fyrir honum í skóganjóðri í
Þrándheimi þar sem hann liggur
óbættur.
Þvinganir Noregskonungs
Ólafi þótti kristniboðið sækjast
seint og greip til nærtækra ráða.
Hann setti hafnbann á landið, setti
Islendinga í Noregi í farbann og tók
nokkra unga menn sem áttu áhrifa-
ríka feður og frændur á Aiþingi í gísl-
ingu og hótaði að meiða þá ef kristni
yrði ekki lögtekin á Islandi.
Þorgeir
Ljósvetningagoði
Þegar í óefni var komið og við lá að
þingheimur berðist var það Þorgeir
Ljósvetningagoði lögsögumaður
heiðinna manna sem tók af skarið og
sagði upp lög fyrir bæði heiðna menn
og kristna. Allir menn skyldu vera
kristnir en máttu blóta á laun. Hélst
sú skipan fram á miðja þrettándu
öld. Stjómviska hans bjargaði Is-
landi frá borgarstyrjöld og jafnvel
erlendri innrás.
Kristnihátíð
Sú fregn hefur borist að ríkissjóð-
ur hafi verið galopnaður til að fagna
þeim atburðum er að framan er lýst.
Ríkiskirkjan, sem einnig var komið á
fyrir erlendan atbeina á 16. öld, vill
eigna sér heiðurinn af verkum Ólafs
Tryggvasonar og hefur boðið þjóð-
inni til kristnihátíðar á Þingvöllum 1.
og 2. júlí næstkomandi. Þeir sem
telja þessa atburði vera fagnaðarefni
fara að sjálfsögðu til Þingvalla og er
þeim óskað góðrar skemmtunar.
Ásatráarmenn telja sig ekki síður
hafa ástæðu til að fagna því að þrátt
fyrir 1000 ára nafnkristni hefur
heiðnin lifað með þjóðinni. Má þar
nefna álfa-, vætta- og forlagatrá. Þá
era hin heiðnu gildi enn við lýði en
þau era drenglyndi, virðing fyrir
landinu og náttúranni að ógleymdu
umburðarlyndi. Fyrir það ber að
þakka.
Ásatrúarmenn
á Þingvöllum
Ásatráarmenn halda einnig upp á
þúsaldarmótin á sinn hátt. Fimmtu-
daginn í tíundu viku sumars þ.e. 22
júní 2000 verða Ásatráarmenn á
Þingvöllum frá kl. 20. Þar verður
þingsetning að þeim hætti sem var á
hafður allt frá 930, matur og
skemmtan að gömlum hætti.
Laugardaginn 24. júní verður svo
almenn skemmtun á Þingvöllum frá
því um eftirmiðdaginn og fram á
kvöld. Við bjóðum alla landsmenn,
hverrar tráar sem þeir era, vel-
komna.
Höfundur er veitingamaður
í Luxemborg og er ásatrúar.