Morgunblaðið - 21.06.2000, Page 58
58 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
HANN KEMUR ORUGGLE&A FRAM
Á FISKILEITARTÆKJUM ÞESSI!
Grettir
Smáfólk
ALL RléHÚLUCV, LET'5 LOOK
ALIVE OUT TI4EREÍBE REAPV.1
PAY ATTENTIONICONCENTRATE!
Jæja, vera svoMtið lífleg þama úti!
Vertu tilbúin! Taktu eftir! Einbeittu
þér!
Af hverju?
Góð spuming..
BRÉF
TTL BLAÐSINS
Kringlunni 1103 Reykjavík 0 Sími 569 1100 # Símbréf 569 1329
Sjónvarp allra
landsmanna brást
Frá Ásthildi Cecil Þórðardóttur:
ÉG UNDIRRITUÐ fer hér með
fram á að fá að segja upp Ríkis-
sjónvarpinu. Mér er ofboðslega
misboðið. Það er með ólíkindum að
meðan allt Suðurlandið, og jafnvel
allt landið, skelfur vegna jarðhrær-
inga, ungir og aldnir á svæðinu í
losti og ráðvilltir og hræddir, skuli
ekkert að hafa í sjónvarpinu „okk-
ar“ nema boltaleiki. Þétta er mikil
vanvirðing við blessað fólkið sem
hefur orðið fyrir barðinu á nátt-
úruhamförum. Ég er viss um að
hvaða önnur dagskrá sem verið
hefði í sjónvarpinu hefði verið rof-
in og henni hætt til að flytja upp-
lýsingar og fréttir af atburðinum,
róa fólk og upplýsa. Ég legg einnig
til að héðan í frá verði sjónvarpið
nefnt sjónvarp sumra landsmanna,
en ekki eins og yfirmenn þar á bæ
vilja vera láta: sjónvarp allra
landsmanna, sem er algjört rang-
nefni.
Að maður skuli vera skyldaður
til að borga fyrir þessa dagskrá er
með þvílíkum ólíkindum að það er
ekkert sem hægt er að líkja því
við. Ég vil benda á að það eru ekki
allir sem hafa Stöð 2 eða aðrar
stöpvar.
Ég heiti á þá íslendinga sem
vilja losa okkur undan þessari
skyldukvöð að rísa nú þegar upp
og heimta að þessu verði snarlega
breytt og við fáum að velja hvort
við viljum greiða fyrir þessi ósköp
eða ekki. Það skyldi þó ekki vera
að þarna væri um háværan minni-
hluta karlkyns að ræða?
ÁSTHILDUR CECIL
ÞÓRÐARDÓTTIR,
Seljalandsvegi 100, ísafirði.
Leitar að fjölskyldu
Guðmundar á Stdrahofí
Frá Dieter Bergmann:
ÁRIÐ 1957, þegar ég var enn í
menntaskóla, fór ég með íslenska
fiskibátnum Sléttbak frá Cuxhaven
í Þýskalandi til Akureyrar (sjá
mynd af skipi).
Á þeim fimm vikum sem ég var í
fríi sá ég mikið af landinu og hitti
margt elskulegt fólk. Ég man sér-
staklega eftir fjölskyldu Guðmund-
ar á Stórahofi sem tók á móti mér
af mikilli gestrisni. Myndirnar
þrjár eru úr þessari heimsókn
(mynd af húsi, hópmynd og mynd
af yngstu dótturinni, sem er vænt-
anlega 47-48 í dag).
Það er ósk min að einhver geti
gefið mér upplýsingar um hvar ég
get fundið heimilisfang fjölskyld-
unnar eða að einhver úr fjölskyld-
unni kannist við myndirnar og
hafi samband. Ef ég man rétt var
eiginkona Guðmundar frá Ham-
borg.
Ég fór til baka með ms. Gullfossi
til Edinborgar í Skotlandi. Um
borð var einnig nóbelsverðlauna-
hafinn Halldór Kiljan Laxness.
Hann bauð mér og nokkrum
skoskum jarðfræðistúdentum upp
á drykk um borð.
Með kveðju og þakklæti.
DIETER BERGMANN,
Bahnhofstr. 17
D - 34369 Hofgeismar
sími +5671-5103,
Þýskalandi.
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.