Morgunblaðið - 21.06.2000, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ
i (f •' V\» ga
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 63
FÓLK í FRÉTTUM
Hanson-bræður eru mættir á ný
Við höfum aldrei
farið í skóla
Barnastjörnur eiga oft erfítt með að fylgja
eftir frægð sinni og frama en Hanson-
bræðrunum hefur tekist vel til. Þeir sögðu
Preben Petersen frá fylgifískum frægðar-
innar og nýju plötunni sinni.
Taylor, Ike og Zak vita að frægðin getur verið bæði súr og sæt.
HANSON-bræðumir eru
tilbúnir fyrir viðtalið.
Isaac (Ike), 19 ára, Tayl-
or, 17 ára og Zachary
(Zak), 14 ára, eru allir mjög ánægðir,
því þeir eru búnir að senda frá sér
nýja smáskífu sem ber titilinn „If
Only“ og á dögunum kom út ný plata
frá þeim, „This Time Around", en
þetta er önnur plata þeirra á þremur
árum.
Eru þið ánægðir með lífið þessa
stundina?
Taylor: Já, mjög! Við erum að
senda frá okkur nýja plötu og gætum
ekki verið ánægðari með hana.
Er þetta sá lífstíll sem ykkur hef-
urdreymt um?
Ike: Fullkomlega! Þegar við vor-
um litlir dreymdi okkur um að spila á
tónleikum úti um allt og hafa okkar
eiginn aðdáendahóp. Þetta er
kannski aðeins öðruvísi en við sáum
fyrir okkur í fyrstu. En ég man að ég
sagði við sjálfan mig: „Bara að við
gætum spilað í þættinum hans Jay
Leno.“ Nú höfum við komið fram í
þættinum fimm eða sex sinnum!
Taylor: Það sem ég man best eftir
frá upphafsárunum var að okkur
dreymdi um að spila í stærstu hljóm-
leikahöllinni í Tulsa, sem heitir The
Arena. Tulsa er heimabær okkar og
það komast 7000 manns fyrir í
hljómleikahöllinni og því héldum við
að við myndum aldrei spila þar. Þeg-
ar við fórum í tónleikaferðalag um
Bandaríkin 1998 spiluðum við þar og
þá fannst okkur The Arena ekkert
sérstaklega stór. Hlutimir hafa
breyst mjög mikið. Núna spilum við í
Evrópu og höfum fjöldann allan af
aðdáendum.
Hvað er það versta við frægðina?
Ike: Þetta er auðvelt! Bæði það
besta og það versta við frægðina er
þegar fólk þekkir mann úti á götu.
Taylor: Það getur stundum orðið
til ama. Það er fínt þegar við erum
úti á lífinu og aðdáendurnir koma til
okkar, en þegar við erum úti að
borða með fjölskyldu okkar viljum
við vera í friði þegar það kemur fyrir
að fólk kemur til okkar til þess að
tala við okkur og fá eiginhandaárit-
anir okkar. En þetta er bæði blessun
og bölvun. Við höfum reynt að dul-
búa okkur en það virðist ekki virka.
Ólæsi og ferðalög
Segið mér frá hinum dæmigerða
degi hjá Hanson-fjölskyldunni.
Taylor: Það er ekkert til sem gæti
kallast hinn dæmigerði dagur. Við
byrjuðum til dæmis að fara á
brimbretti í sumar. Heima spOum
við fótbolta og keyrum mótorhjólin
okkar.
Hvað með skólann?
Zac: Við höfum aldrei farið í skóla!
Taylor: Zac er ólæs. Foreldrar
okkar kenna okkur. Við ferðumst svo
mikið að við getum ekki gengið í
neinn venjulegan skóla. Þess vegna
höfum við „Ferðaskólann". Það er
aðeins kennt í honum á mánudögum
og miðvikudögum. Þetta virðist
ganga upp nema hjá Zac sem er enn
ólæs.
í fullri alvöru, eruð þið ekki of
ungir fyrir þennan lífstíl?
Taylor: Það ætti enginn að segja
mér að ég sé of ungur til þess að gera
nokkuð sem mig hefur dreymt um
síðan ég var sex ára.
Ike: Spurningin er ekki hvort
maður sé of ungur til að gera hitt eða
þetta. Heldur er það (hermir eftir
sálfræðingi) „Hafið þið ekki glatað
barnæskunni?"
Taylor: Þetta er krefjandi starf en
við elskum það sem við erum að fást
við.
Zac: Þetta er að minnsta kosti
betra en að vera endurskoðandi.
Taylor: Svo sannarlega, við gæt-
um aldrei orðið endurskoðendur.
Sérstaklega ekki þú, Zac. Þú ert
ólæs, manstu það ekki?
Er það ekki erfitt að tengjast ein-
hverju fólki náið þar sem þið eruð
svona uppteknir?
Taylor: Við höfum fengist við
þetta síðan ég var sex ára svo við
höfum alltaf verið ólfldr öðru fólki.
Eg held reyndar að sú staðreynd að
ég er næstum aldrei heima sýni
hverjir raunverulegir vinir mínir eru
og hvaða sambönd eigi að virkja. Ef
bamæskuvinir mínir vilja enn halda
sambandi við okkur þó við sjáum þá
sjaldan gerir það þá að raunveruleg-
um vinum.
Ike: Það er merkilegt að fólk haldi
að barnæska okkar hafi verið tekin
frá okkur. Stundum þegar vinir mín-
ir hringja og biðja mig um að koma
að gera eitthvað og ég segi að ég
þurfi að fara til Evrópu að vinna og
þeir segja mér með öfundartón í
rödainni hversu heppinn ég sé þá
rennur það upp fyrir mér að ég er
bara nokkuð lánsamur.
Hvað með stelpur, kærustur?
Taylor: Við erum ekki með nein-
um á föstu.
Ike: Eg var með stelpu fyrir ekki
svo löngu. Sambandið stóð yfir í...
ekki svo lengi. Það gekk ekki upp.
Taylor: Þar sem við ferðumst
svona mikið þá er það erfitt fyrir
okkur að hitta stelpur, en það skiptir
ekki svo miklu máli. En ef ég hitti
réttu manneskjuna, þá held ég að
ekkert myndi aðskilja okkur.
Ike: Ef við myndum segja að við
ættum kærustur þá myndu aðdáend-
ur okkar komast að því hvar þær ættu
heima, hvað þær hétu og það myndi
án efa verða þeim til ama. En þessa
stundina eru við bara að hitta stelpur
og fara á stefnumót, ekkert meira.
Lögin samin í sameiningu
Lýsið fyrir mér hvemig þið semjið
lög.
Taylor: Þetta er mikil samvinna.
Stundum kemur einn okkar með
hugmynd og síðan bytjar bara bolt-
inn að rúlla.
Ike: Þetta getur byrjað með gítar-
sólói, sem kemur hlutunum á hreyf-
ingu.
Hafið þið grætt mikið?
Zac: Við höfum grætt meira en
okkur gat órað fyrir. En peningamir
okkar eru bara í bankanum. Við höf-
um ekki snert eyri. Eini munaðurinn
sem við höfum keypt okkur eru fjór-
hjólin og það var fyrir tveimur árum.
Nú eruð þið í góðum málum og allt
virðist leika í lyndi. Hvernigfáist þið
við slæmu dagana þegar þeirkoma?
Taylor: Við fáumst við slæmu dag-
ana eins og við fáumst við þá góðu,
við fáumst bara við þá. Við erum í
hljómsveit og eins og svo mörg önn-
ur störf kostar það blóð, svita og tár.
Slæmu dagarnir er þegar maður
þarf að spila á stað eins og Pizza
Hut eða þegar enginn mætir á tón-
leikana. Við höfum auðvitað lent í
þessu. Enginn gerði okkur að því
sem við erum, við gerðum þetta
sjálfir.
Er ekki auðvelt að láta frægðina
stíga sér til höfuðs?
Taylor: Maður verður bai-a að
hugsa um hinar hljómsveitirnar. Það
eru svo margar hljómsveitir þarna
úti sem hafa selt margfalt fleiri plöt-
ur en við. Við getum ekla látið
frægðina stíga okkur til höfuðs, við
erum ekki það frábærir.
Ike: Við höfum haft aðdáendur í
fjögur ár og við vitum að það er bara
einn af þáttunum við frægðina og
tengist okkur ekkert sem persón-
um. Ef við værum ekki til staðar þá
myndu þeir án efa horfa til einhverj-
ar annarar hljómsveitar. Þegar öllu
er á botninn hvolft snýst þetta ekki
um frægðina. Það er gaman að fólk
kaupi plöturnar okkar, en það mikil-
vægasta er að við höfum gaman af
því að semja tónlist og við skemmt-
um okkur jafn vel heima að spila
fyrir enga áhorfendur. Ef manni líð-
ur vel með það sem maður er að
skapa þá skiptir ekki máli hvað aðr-
ir hugsa.
Höfundur er blaðamaður þjá um-
boðsskrifstofunni Bang í Bretlandi.
ERLENDAR
O0OQQ
Valdís G. Gregory
fjallar um nýjasta geisladisk
hljómsveitarinnar Hanson,
This TimeAround.
Þroskaðri Han-
son-bræður
Hanson-bræður kunna að semja grípandi lög.
LOKSINS er komin önnur breið-
skífa Hanson-bræðranna. Það eru
rúm tvö ár síðan fyrsta breiðskífan
þeirra kom út en hún hét Middle of
Nowhere. Mörg vinsæl lög voru á
henni, m.a. MmmBop, I Will Come
to You og Where’s the Love. Hanson
eru þrír bræður frá Tulsa, Okla-
homa, sem heita Ike, Tay og Zac.
Nýja plata þeirra Hanson-bræðra,
This Time Around, inniheldur 13 lög,
m.a. lögin If Only sem margir ættu
að kannast við og nýju smáskífuna
þeirra sem heitir einfaldlega This
Time Around.
Hanson-bræður semja öll lögin
sjálfir. Öll lögin hafa mjög skemmti-
lega laglínu. Hanson-bræðurnir hafa
þroskast mikið eins og maður heyrir
á lögunum og röddunum. Lögin
þeirra eru mjög grípandi og maður
getur ekki bara setið og hlustað á
lögin þehra heldur verður maður að
syngja með. Það er mjög auðvelt að
læra lögin, sérstaklega viðlögin. Öll
lögin eru mjög rokkuð nema tvö
þeirra: Love Song og A Song to Sing.
Þegar diskurinn var nýkominn út
hafði ég heyrt að þessi diskur væri
mjög góður og þeir sem væru ekki
miklir aðdáendur Hanson myndu
breyta um skoðun á þeim. Ég hélt að
þetta væri bara lygi en ég sá að mér
skjátlaðist þegar ég byrjaði að
hlusta á diskinn.
Þetta er mjög vandaður diskur í
alla staði og það var alveg þess virði
að bíða svona lengi eftir þessarri
plötu. Skemmtilegustu lögin að mínu
mati eru You Never Know sem er
mjög grípandi og fjörugt, If Only
sem flestir hafa heyrt, en það lag er
mjög lflrt laginu Where’s The Love
sem var á diskinum Middle of
Nowhere; svo er það lagið This Time
Around sem verður næsta smáskífa
þeirra og það lag er uppáhaldslagið
mitt á plötunni. Lagið byijar rólega
en verður svo ekta Hanson-lag. Lag-
ið A Song to Sing er einnig skemmti-
legt, það er mjög rólegt, það er eins
og Hanson vilji alltaf hafa rólegu lög-
in síðustu lögin á diskunum vegna
þess að á fyrsta diski þeirra var lflca
rólegt lag síðasta lagið á diskinum.
Ef Hanson hefðu verið uppi á 6. og 7.
áratugnum hefðu þeir algjörlega
slegið í gegn.
Eg mæli með þessum diski fyrir
alla, þótt ykkur finnist Hanson ekk-
ert æðislegir, eins og mér, mynduð
þið samt örugglega hafa gaman af
þessum diski. Heimasíða Hanson er
www.hansonIine.com.
NÝJA BÍLAHÖLLIN
þ. km, Biillsans.. 5 b,
1B" álfelgur, saml. Verfl 1.590.000. Áhv. lán.
VWGolfU GIi Turbo, árg. 00, ek. 1 þ. km, 5 g,
silfur, 16” álfelgur, sóll., álfelgur og II. Verð 2.190.000.
36 þ. km. vínrauöur,
5 g, áltelgur, geislasp. og II. VerS 1.45016. Atfi. skipti.
Funahöfða 1,
www.notadirbilar.is
Opið til kl. 21
á fimmtudögum