Morgunblaðið - 21.06.2000, Side 64

Morgunblaðið - 21.06.2000, Side 64
64 MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Forvitnilegar bækur POOG(E-WSOGIE| Lifað á lista- mönnum Boogie-Woogie eftir Danny Moyni- r han. Duck-útgáfan gefur út 2000. 254 bls. kilja. Kostaði 2.195 í Máli og menningu. BOOGIE-Woogie heitir listaverk eftir hollenska málarann Piet Mondrian, eða réttara sagt mál- verk því hann málaði fleiri en eitt verk með því heiti. Bókin Boogie- Woogie eftir Danny Moynihan dregur heiti sitt af verkinu, eða réttara sagt af síðasta verkinu sem Jiáondrian málaði. Bókin er frum- raun Dannys Moynihans sem rit- höfundar, en fram að því að hann settist við ritstörf hefur hann starfað við listhús vestan hafs og austan. Atburðarás bókarinnar gerist einmitt í listaheimi New York, þó smávægilegur útúrdúr sé til París- ar undir lokin. Að því fram kemur á kápu bókarinnar hefur Moynihan starfað við ýmislegt tengt myndlist og atburðarás sögunnar á sér stað í listaheimi New York-borgar á níunda áratugnum og því lífi er einmitt lýst í bókinni og ekkert dregið undan. Persónurnar eru fjöimargar í _^pkinni og ólíkar en allar eru þær gallaðar eða skemmdar af græðgi, græðgi í fé eða frama, í kynlíf eða viðurkenningu. Atburðarásin snýst að miklu leyti í kringum listhús sem er í eigu slepjulegs braskara sem svífst einskis til að komast yf- ir verk sem hann getur grætt á. Fyrir honum skiptir verð mynd- listar höfuðmáli, ekki hvað sé í hana spunnið; myndlist er einskis virði nema einhver vilji eiga hana. Þó víða megi sjá að Boogie- Woogie sé frumnraun Moynihans sem rithöfundar og persónur séu full yfirborðskenndar á köflum nær hann oft góðu flugi í napurri hæðni og þegar best lætur er bók- . in sprenghlægileg. Víða er hún ef- íaust full blautleg fyrir viðkvæmar sálir og kynlífsathafnir krassandi í takt við hnignunina sem gegnsýrt hefur listakima New York á níunda áratugnum ef marka má saman- tekt Moynihans. I Boogie-Woogie er engin eigin- leg aðalpersóna, frekar röð af aðal- persónum, og söguþráðurinn frek- ar flétta af smásögum en samfelld framvinda. Undir lokin nær Moynihan að láta þræðina flesta renna saman á skemmtilegan hátt, en sumar sögurnar virka gervilega þtó eflaust séu margar sannar, og aðrar tilgangslausar, eins og til að mynda grimmileg örlög listagagn- rýnandans samkynheigða. I heild- ina er Boogie-Woogie þó bráðvel heppnuð bók og skemmtileg af- lestrar, aukinheldur sem hún gefur forvitnilega innsýn inn í líf þeirra sem lifa á listamönnum. Árni Matthíasson FÓLK í FRÉTTUM MYNDASÖGUÚTGÁFA Á NETINU IVHftl TWgy A?£ 7&9Y, 0\ 0\'S cöMtPurs’k usés 7M£ &PO To HAC< mo HAPp,\ s SYS7SM fOZ H£ HOSBS 70 LSATtH soAisrmo íhshb, TH£ 5€Tf26'T of M6/s/tÆcoWDi í*d u<£ TO KNoWYou ■&Frr£rz M£ANfM5-’ L&rs NAVg SBÁ- LET5 60 CAM?JN6Í M£ANJN§; L£T5 QO HAV£ |N TM6 MOUNYAINS. Ur „Let it all fall down“, sem er „Matrix“-saga eftir Paul Chadwick. To hACXS? AVP TSCm srres, ro rv mrwomts AVP THS P£\TA&C\, A wm. sway of tASOzrs, Ö,V SVSPY CO\'7íMS\7 hS <\OW» AV A9PSSSS SOP. ro rne Mt&Hry avp ro koysytitws, ■ M£ANfN6- HoW ASoUT SoMé NoT NoW, HoNEV.. FootBAlL MfANíNCr- NoT N'OW, foafBAlL 15 OM. Hugsunarblöðr- ur á Netinu Þ AÐ HAFA alltaf verið miklar deil- ur um það hvort auðveld notkun Netsins skapi of greiða leið að óvemduðum upplýsingum. Ýmis- legt hefur verið reynt til þess að hindra aðgang að klámi og öðram viðbjóði sem flestir vildu óska að ekki væri til hugtak yfir. Það er svona efni sem kemur helst óorði á undraveröld netsins. Sú lykilstað- reynd að það er ómögulegt að rit- skoða allt það efni sem endar á net- inu er bæði í eðli sínu versti og besti kostur netsins. Ef til vill endur- varpar bjarminn frá tölvuskjánum öllu litrófi mannssálarinnar. Einn af stærstu vinningsbikurum ritstjóraleysisins er hve auðvelt það er nú fyrir rithöfunda og listamenn að gefa út verk srn. Teiknimyndasöguútgáfa er lík- legast sú bókmenntaútgáfa sem hef- ur átt erfiðast með að fóta sig síð- ustu ár og því gæti netið verið bjargvættur hennar. Myndasögur eru líklegast yngsta form bók- mennta (og hefur enda einungis ver- ið til sem slíkt í rótt rúm hundrað ár) og síðustu ár hafa þær barist harðri baráttu við virðulega forvera sína um athygli. Þeim hefur reyndar reynst erfitt að fullvissa bók- menntaáhugamenn um að þær séu vissulega komnar af gelgjuskeiðinu. Til dæmis má nefna að bókabúðir á Islandi selja aðeins örlítið brot af því magni sem kemur út mánaðarlega. Það hefur heldur ekki hjálpað til að það er afar erfitt fyrir mynda- söguhöfunda og teiknara að næla sér í útgáfusamning. í Bandaríkjunum er tii dæmis einungis eitt dreifingar- fyrirtæki og náist ekki samningar við það er ljóst að myndasagan fær ekki meiri dreifíngu en höfundarnir eða óháðu útgáfufyrirtækin ráða við. En nú er þetta sem betur fer að verða liðin tíð. Athyglisverðar vefútgáfur í dag eru alltaf fleiri og fleiri höf- undar sem gefa einungis út efni á netinu. Einnig eru margir af þekkt- ari höfundum dagsins í dag að not- ast við netið til þess að gefa út sögur sem ekki verða prentaðar á pappír. Paul Chadwick, sem er þekktastur fyrir að skapa Concrete sögumar, hefur til dæmis verið iðinn við út- Það eru eflaust margir rithöfundar sem hafa bölvað ritstjóra sínum í gegnum árin. I dag er það óþarfí. Því komst Birgir Orn Steinars- son að þegar hann kynnti sér mynda- söguútgáfu á Netinu. gáfu á myndasögum sem gerast í hugmyndarheimi „Matrix" á heima- síðu myndaflokksins, www.whatis- thematrix.com. Þar er öflug útgáfa sem gefur út myndasögur frá at- vinnumönnum jafnt sem áhuga- mönnum sem hafa orðið fyrir inn- blæstri frá fyrstu myndinni. Einnig er hægt að finna fjöldann allan af áður óútgefnum Stjörmi- striðsmyndasögum á theforce.net. Þar gefa vefstjórar áhugamynda- söguhöfundum gott tækifæri til þess að spreyta sig og koma sér á fram- færi. Og það er góð ástæða til þess að vanda sig því gestafjöldinn á þeirri síðu á dag er nánast stjam- fræðilegur. Scott McCloud, sem hef- ur aðallega notað hæfileika sína til þess að gefa út kennslubækur um myndasögur sem bókmenntagrein í myndasöguformi (Understanding Comics og Reinventing Comics), gefur einnig út mánaðarlega myndasögu á thecomicreader.com. Þar notar hann netútgáfuna sem tækifæri til þess að blása innbæstri í lesendur sína og benda þeim á þá möguleika sem slík útgáfa býður upp á fyrir bókmenntagreinina. Af þeim hundruðum vefsíðna sem koma nálægt myndasöguútgáfu á netinu má sérstaklega benda á toonscape.com þar sem áhugamönn- um er gefið færi á því að sýna brot af vinnu sinni. Vefsíðan tekur við myndasögum í gegnum rafpóst og vistar þær inn á síðu sína á þann hátt að gestir eiga engan möguleika á því að afrita skjölin í hámarks upplausn. Vefstjórarnir ritskoða ekki þær myndasögur sem birtast þar og veita því höfúndunum full- komið listrænt frelsi. Panda.net sérhæfir sig í því að mynda vefhringi milli áhugamanna sem standa í myndasöguútgáfu á netinu. Þar er hægt að finna mörg hundruð titla sem eru jafnvel flokk- aðir niður eftir innihaldi. Framtíð myndasögunnar? Það eru líka margir sem freista þess að þróa myndasögur lengra með aukinni tölvutækni. Þar vega höfundar og forritarar salt á milli heims teiknimynda og myndasagna. Á marvelcomics.com vefnum er sér- svæði þar sem gestir geta lesið svo- kallað „CyberComics" þar sem hljóðum og hreyfingum er bætt við formið, þó svo að tal- og hugsunar- blöðrurnar séu enn til staðar. Myndasögufrumkvöðullinn Stan Lee, sem m.a. skapaði Spiderman, Hulk og Fantastic Four, hefúr nú sagt skilið við Marvel fyrirtækið og býr nú til ofurhetjumyndasögu/ teiknimyndir á www.shockwa- ve.com vefnum. Þó svo að Lee full- yrði að þar sé um þróun myndasög- unnar að ræða eru sumir sem vilja meina að þar sé hann kominn það langt frá grunnforminu að frekar sé um örstuttar teiknimyndir að ræða en eitthvað annað. Annar góður tölvuteiknimyndavefur er www.joecartoon.com. Næsta skref í vefútgáfumálum eftir að nægum áhuga hefur verið náð er að fínna þægilega greiðslu- aðferð fyrir notendur og rukka þá lágmarksgjald fyrir að vista mynda- sögur sínar í tölvu þeirra. Forvitnilegar bækur (is Hisiory anó Lore Cocaine Ju?tan DuHacbor Plástur eða tyggjó? „Cocaine“ úr bókaflokknum „Ag- enda“. Aðrar Agenda-bækur: Ecstasy; Heroin; Speed. Höfundar: Julian Durlacher og Miriam Jos- eph. 96 bls. Carlton, London, 2000. Eymundsson: 1.295 krónur. AMAR eitthvað að? Smávegis tannpína kannski? Hvað segirðu um lækningadropa með kókaíni í? Rétt fyrir aldamótin 1900 var kókaíni hampað sem nýju töfralyfi. Staðdeyfingaráhrif þess voru vissulega mikilvæg uppgötvun fyr- ir læknavísindin. Nú var hægt að krukka í fólk án þess að svæfa það. Og eins og sannkallað galdraduft þótti það vinna á hinum ýmsu sjúk- dómseinkennum. Astma-sjúklingar fengu Coca-Bola kókaín-tyggjó; Staðdeyfandi kókaín-plástrar komu mörgum að góðum notum. Og Coca-Cola læknaði depurð og slen. Hvílíkir töfrar! En í dag er- um við reynslunni ríkari og gleyp- um ekki við hverju sem er. Við vitum margt í dag sem við vissum ekki þá. Það er ekki lengur kókaín í gosdrykkjum. í þessum spánnýja bókaflokki er reynt að koma til skila upplýsingum um eit; urlyf á sem hlutlausastan hátt. I hverri bók er eitt eiturlyf tekið fyrir, saga þess er rakin, allt frá þeim timum sem lyfið þótti hættu- laust, til okkar tíma þegar því er öfugt farið. Farið er m.a. yfir áhrif lyfsins á þann er það tekur, dæm- um um misnotkun þess eru gerð skil, og staða eiturlyfsins innan samfélagsins er skoðuð. Markmiðið er að miðla upplýsingum með hlut- leysi í huga, án þess að lofa lyfið eða að reyna að hræða menn frá því. Við fáum gögnin í hendurnar og megum svo dæma sjálf. Það er ágætt að rekast á svona bók. Það er alltof sjaldan að stað- reyndirnar fá að tala sínu máli. Umfjöllun um eiturlyf er vandmeð- farin enda viðkvæmt mál. Mikið ber á þeim röddum sem rejma að banna og skamma, og reyna þann- ig að fæla fólk frá notkun eitur- lyfja. Það felst því hvíld í því að geta lesið í friði, án þess að þurfa að sitja undir predikunum um leið. Þannig er lesandanum sýnt ákveðið traust. Honum er treyst til að taka sínar eigin ákvarðanir út frá þeim upplýsingum sem hann fær - í stað þess að vera heilaþveg- inn. Lesandanum er sýnd virðing - honum er leyft að hugsa sjálfstætt. í því felst að sjálfsögðu ábyrgð, en eftir lestur bókarinnar dylst eng- um að eitrið er ekkert lamb að leika sér við. En hefði ekki mátt bæta við einni bók í bókaflokkinn? Um útbreiddasta eitrið í dag ... sem eitt sinn var talið hættulaust ... hljómar kunnuglega! Hvað með nikótínplástur eða nikótíntyggjó?! Silja Björk Baldursdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.