Morgunblaðið - 15.07.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 15.07.2000, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jim Smart Verið er að dytta að hinu og þessu í þingsal áður en forseti íslands tekur við embætti. Undirbúningur vegna embættistöku forseta VERIÐ er að undirbúa þingsal Al- þingis vegna embættistöku forseta Islands sem fram fer 1. ágúst næst- komandi. Að sögn Friðriks Ólafs- sonar, skrifstofustjóra Alþingis, Fólksbifreið ók í veg fyrir rútu í Þorláks- höfn FÓLKSBIFREIÐ ók í veg fyr- ir rútu á gatnamótum Svarta- skersbryggju og Hafnarskeiðs í Porlákshöfn um hádegið í gær. Ökumaður fólksbifreiðar- innar virti ekki stöðvunar- skyldu en rútan var að flytja farþega sem ætluðu að sigla með Heijólfi. Meiðsl urðu ekki teljandi. Rútan er lítið skemmd en fólksbifreiðin er talin ónýt. Farþegar rútunnar urðu hins- vegar að ganga þann spöl sem eftir var. Eldur í ruslagámi ELDUR kviknaði í ruslagámi við bæinn Arlund í Gaulverja- bæjarhreppi um hádegið í gær. Kallað var til slökkvilið en tek- ist hafði að slökkva eldinn áður en það kom á vettvang. Eldur barst í veggina á íbúðarhúsinu en skemmdir urðu smávægileg- ar. Nóg til af símaskránni NÝLEGA var prentað nýtt upplag af símaskránni og ætti nú að vera nóg til. Samkvæmt upplýsingum frá Landssíman- um er skránum dreift jafnóðum og í þessari viku var bætt við skrám þar sem vantaði. Hægt er að nálgast eintak af síma- skránni á bensínstöðvum Skelj- ungs út um allt land til 1. ágúst, en eftir það er hún einungis fá- anleg hjá Landssímanum. hefur tækifærið verið notað til þess að dytta að hinu og þessu. Friðrik segir þetta einungis reglulegt við- hald sem ráðist sé í á fjögurra ára fresti þegar forseti tekur við emb- ætti, en þá þurfi að rýma salinn og setja inn önnur og hentugri hús- gögn svo betur fari um gesti og fleiri geti verið viðstaddir athöfn- ina. Löffrefflan í Ellefu tengd göngu í UMDÆMI lögreglu í Borgamesi hafa ellefii ökumenn, á tímabilinu frá mars til gærdagsins, ekið á búfé. Að sögn Ómars Jónssonar, lögreglu- varðstjóra í Borgarnesi, er um tals- vert tjón að ræða í öllum tilvikum, á skepnum og bílum, þó engin slys hafi orðið á fólki. „Þetta er það mikið högg, jeppinn sem keyrði á á og lamb við Bjamadalsá í síðustu viku var t.d. óökufær eftir atvikið." A sama tímabili hafa lögreglunni borist 85 tilkynningar um búfénað á vegum, í langflestum tilvikum er þar um sauðfé og hross að ræða. Á sama tímabili í fyrra var fjöldi óhappa 16 Borgarnesi óhöpp lausa- búfjár og fjöldi tilkynninga 75. Ómar segir mikla vinnu liggja á bak við tilkynn- ingarnar. Hafa þurfi uppi á eigendum sem síðan nái búfénaði af vegum og hjálpar lögreglan stundum til við það. „Við viljum vitaskuld ná skepnun- um af vegunum til að reyna að koma í veg fyrir óhöpp,“ segir Ómar. Hann segir ökumenn verði að vera vakandi en það dugi þó ekki alltaf til í öllum tilvikum. „Helst vildi maður sjá ein- hverjar breytingar í því að halda bú- fénaði af vegum með betri girðing- um.“ Lausaganga búfjár er bönnuð þar sem girt er beggja vegna vegar og á það við um staði í byggð. Skólabörn í Dölum opnuðu víkingatösku á Eiríksstöðum UM MIÐJAN júní tóku skólabörn úr Dölum á móti tösku einni góðri sem flakkað hefur um slóðir víkinga síð- astliðið ár. Ilugmyndin er komin frá Noregi og hefur taskan verið send á milli skóla í þeim löndum sem vík- ingar sigldu til. Fóru börnin með hana fram að Eiríksstöðum í Haukadal og skoðuðu innihaldið áð- ur en taskan var send áfram til Nor- egs. í töskunni er eftirlíking af bæ Eiríks rauða á Grænlandi og líka af víkingaskipi. Eins er í töskunni mappa með bréfum og myndum frá þeim skólum þar sem hún hefur haft viðkomu. Töskunni er ætlað að skapa tengsl og áhuga á ferðum vík- inganna á 1000 ára afmæli landa- funda Eiríks rauða og Leifs heppna. Eftir að bömin höfðu opnað tösk- Skólabörn úr Dölum fóm með víkingatöskuna að Eiríksstöðum í Haukadal og opnuðu hana þar. una var útbúin blaðsi'ða í gestabók- ina eða möppuna og taskan send héðan til Noregs. Hægt er að fylgjast með ferðum töskunnar á Netinu. Sióðin er: www.viking.no. Norrænt unglingamót í Borgarbyggð Keppt í frjáls- um íþróttum Norðurlandamót unglinga (Nordie Match) fyrir 20 ára og yngri verður haldið í Borgarbyggð 26.-27. ágúst. Frjálsíþróttasamb- and Islands stendur að mótinu en hefur falið framkvæmd þess Ung- mennasambandi Borgar- fjarðar, UMSB. Egill Eiðsson er þjálfari ungl- ingalandsliðs íslands í frjálsum íþróttum, en það lið keppir á mótinu. Hann var spurður um umfang mótsins. „Það koma tæplega þijú hundruð manns frá hinum Norðurlandaþjóð- unum á mótið, sem haldið verður á Skallagrírnsvelli í Borgarnesi. Frá Islandi eru um 25 keppendur. Þetta er liðakeppni og hafa Finnar, Svíar og Norðmenn tvo keppendur í hverri grein en ísland og Dan- mörk stilla upp sameiginlegu liði með einn mann hvort land.“ -Hvers vegna er fyrirkomu- lagið svona? „Upphaflega var þetta keppni milli þriggja landa, síðan fengu Islendingar og Danir inngöngu á mótið en vegna smæðar fá þessi lönd bara hvort sinn keppandann í hverri grein. Þessi Norður- landamót eru haldin árlega til skiptis á Norðurlöndunum en mótið verðm- í haldið í fyrsta skipti hér á íslandi núna. Þetta er jafnframt eitt stærsta fi-jáls- íþróttamót sem haldið hefur ver- ið hérlendis með erlendri þátt- töku. Þess má geta að þessi mót hafa verið lengi við lýði, m.a. keppti ég sjálfur fjórum sinnum á Norðurlandamóti á árunum 1979 til 1982.“ - Eru þetta erfið mót? „Þarna eru bestu einstaklingar landanna í þessum aldursflokki og því eru þetta sterk mót.“ - Hvernig er mótið skipulagt? ,Árið 1996 var byggður sér- stakur keppnisvöllur fyrir lands- mót UMFI 1997 í Borgarnesi. Það hefur verið stefna FRÍ að út- hluta verkefnum þeim aðilum sem hafa staðið vel að uppbygg- ingu keppnisaðstöðu fyrir frjáls- ar íþróttir. í ljósi þess að UMSB stóð mjög vel að landsmótinu 1997 var ákveðið að fá þá til að annast framkvæmdaatriði á þessu Norðurlandamót. Ljóst er að þetta er mjög stórt verkefni fyrir ekki stærra sveitarfélag en Borgarbyggð og sem dæmi um það verður að leita út fyrir Borg- arnes með gistingu fyrir erlendu þátttakendurna, þeir gista í Reykholti, á Hvanneyri og á Hót- el Borgamesi." - Hvað viltu segja um dagskrá mótsins? „Keppt verður í nítján greinum kvenna og tuttugu greinum karla. Setning mótsins fer fram laugardaginn 26. ágúst klukkan 12.00 á hádegi og keppnin stend- ur yfir fyrri daginn til klukkan 17.30, seinni daginn __________ frá klukkan 11.00 til 15.30. Keppendum verður boðið til veislu laugardagskvöld Egill Eiðsson ► Egill Eiðsson fæddist í Borg- arfirði eystra 1962. Hann tök stúdentspróf frá Fjölbrautaskól- anum við Ármúla 1983 og stund- aði nám við íþrót taháskólann í Köln á árunum 1984 til 1988. Hann hefur starfað sem fram- kvæmdastjóri hjá Fijálsíþrótta- sambandi íslands og er einnig starfandi sem unglingalandsliðs- þjálfari hjá FRÍ. Egill er kvæntur Fjólu Hólm Ólafsdóttur snyrti- fræðingi og eiga þau þtjú börn. ur í kappgöngu í fyrsta sinn á íslandi. Island mun ekki eiga keppanda í þeirri grein, enginn hefur lagt stund á kappgöngu hér heima. Við eigum hins vegar sterka keppendur í einstökum greinum, þar á meðal keppir Ein- ar Karl Hjartarson í hástökki á mótinu og einnig má búast við góðum árangri hjá Silju Úlfars- dóttur spretthlaupara, en hún varð í þriðja sæti á síðasta ári í bæði 200 og 400 metra hlaupi á mótinu. Fleiri efnilegir íslenskir íþróttaménn geta náð góðum ár- angri á mótinu.“ -Er mikill áhugi á frjálsum íþróttum? „Já, frjálsar íþróttir hafa verið á uppleið undanfarin ár og þar hefur árangur afreksfólks okkar verið unglingunum hvatning til að gera vel í íþróttinni. Það hefur orðið mikil uppbygging í aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir á undan- förnum árum og eigum við nú sex fijálsíþróttavelli á suðvesturhomi landsins og sjöundi völlurinn er núna í byggingu á Egilsstöðum iyrir landsmót UMFÍ sem haldið verður þar í júlí á næsta ári.“ - En hvað með peningahliðina? „Það er ekki auðveldur rekstur á frjálsíþróttadeildum frekar en í mörgum öðrum íþróttagreinum. Staðan er í raun sú að íþróttafé- lög hvar sem er á landinu beijast í bökkum hvað fjárhag snertir. Efnahagsmálin eru oftast erfið- asti þáttur í rekstri íþróttafélaga, það er vonandi að ríkisvaldið fari að sýna íþróttahreyfingunni meiri skilning í þessum efnum, __________________ enda íþróttastarfsemi Kepptíkapp- líklega besta forvarn- göngu í fyrsta arstarf S0^11 vímuefn- sinn á Islandi milli keppnisdaga. Það kvöld varð fyrir valinu vegna þess að sumir keppendur fara strax á sunnudagskvöld heim á leið. Sem dæmi um umfangið koma um það bil 70 til 80 starfs- menn að skipulagningu og fram- kvæmd mótsins.“ - I hverju verður keppt? „Það er keppt í öllum hefð- bundnum greinum frjálsra íþrótta auk þess sem keppt verð- um fyrir böm og ungl- _________ inga.“ - Hvaða land er sig- urstranglegast að þínu mati á þessu væntanlegn Norðurlanda- mótf! „Á undanförnum árum hafa Finnar og Svíar barist um sigur- inn á mótinu og verður það ef- laust raunin í ár. ísland og Dan- mörk hafa lagt meiri áherslu á árangur einstaklinga en liða- keppni - eiga enda meiri mögu- leika þar.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.