Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.07.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jim Smart Verið er að dytta að hinu og þessu í þingsal áður en forseti íslands tekur við embætti. Undirbúningur vegna embættistöku forseta VERIÐ er að undirbúa þingsal Al- þingis vegna embættistöku forseta Islands sem fram fer 1. ágúst næst- komandi. Að sögn Friðriks Ólafs- sonar, skrifstofustjóra Alþingis, Fólksbifreið ók í veg fyrir rútu í Þorláks- höfn FÓLKSBIFREIÐ ók í veg fyr- ir rútu á gatnamótum Svarta- skersbryggju og Hafnarskeiðs í Porlákshöfn um hádegið í gær. Ökumaður fólksbifreiðar- innar virti ekki stöðvunar- skyldu en rútan var að flytja farþega sem ætluðu að sigla með Heijólfi. Meiðsl urðu ekki teljandi. Rútan er lítið skemmd en fólksbifreiðin er talin ónýt. Farþegar rútunnar urðu hins- vegar að ganga þann spöl sem eftir var. Eldur í ruslagámi ELDUR kviknaði í ruslagámi við bæinn Arlund í Gaulverja- bæjarhreppi um hádegið í gær. Kallað var til slökkvilið en tek- ist hafði að slökkva eldinn áður en það kom á vettvang. Eldur barst í veggina á íbúðarhúsinu en skemmdir urðu smávægileg- ar. Nóg til af símaskránni NÝLEGA var prentað nýtt upplag af símaskránni og ætti nú að vera nóg til. Samkvæmt upplýsingum frá Landssíman- um er skránum dreift jafnóðum og í þessari viku var bætt við skrám þar sem vantaði. Hægt er að nálgast eintak af síma- skránni á bensínstöðvum Skelj- ungs út um allt land til 1. ágúst, en eftir það er hún einungis fá- anleg hjá Landssímanum. hefur tækifærið verið notað til þess að dytta að hinu og þessu. Friðrik segir þetta einungis reglulegt við- hald sem ráðist sé í á fjögurra ára fresti þegar forseti tekur við emb- ætti, en þá þurfi að rýma salinn og setja inn önnur og hentugri hús- gögn svo betur fari um gesti og fleiri geti verið viðstaddir athöfn- ina. Löffrefflan í Ellefu tengd göngu í UMDÆMI lögreglu í Borgamesi hafa ellefii ökumenn, á tímabilinu frá mars til gærdagsins, ekið á búfé. Að sögn Ómars Jónssonar, lögreglu- varðstjóra í Borgarnesi, er um tals- vert tjón að ræða í öllum tilvikum, á skepnum og bílum, þó engin slys hafi orðið á fólki. „Þetta er það mikið högg, jeppinn sem keyrði á á og lamb við Bjamadalsá í síðustu viku var t.d. óökufær eftir atvikið." A sama tímabili hafa lögreglunni borist 85 tilkynningar um búfénað á vegum, í langflestum tilvikum er þar um sauðfé og hross að ræða. Á sama tímabili í fyrra var fjöldi óhappa 16 Borgarnesi óhöpp lausa- búfjár og fjöldi tilkynninga 75. Ómar segir mikla vinnu liggja á bak við tilkynn- ingarnar. Hafa þurfi uppi á eigendum sem síðan nái búfénaði af vegum og hjálpar lögreglan stundum til við það. „Við viljum vitaskuld ná skepnun- um af vegunum til að reyna að koma í veg fyrir óhöpp,“ segir Ómar. Hann segir ökumenn verði að vera vakandi en það dugi þó ekki alltaf til í öllum tilvikum. „Helst vildi maður sjá ein- hverjar breytingar í því að halda bú- fénaði af vegum með betri girðing- um.“ Lausaganga búfjár er bönnuð þar sem girt er beggja vegna vegar og á það við um staði í byggð. Skólabörn í Dölum opnuðu víkingatösku á Eiríksstöðum UM MIÐJAN júní tóku skólabörn úr Dölum á móti tösku einni góðri sem flakkað hefur um slóðir víkinga síð- astliðið ár. Ilugmyndin er komin frá Noregi og hefur taskan verið send á milli skóla í þeim löndum sem vík- ingar sigldu til. Fóru börnin með hana fram að Eiríksstöðum í Haukadal og skoðuðu innihaldið áð- ur en taskan var send áfram til Nor- egs. í töskunni er eftirlíking af bæ Eiríks rauða á Grænlandi og líka af víkingaskipi. Eins er í töskunni mappa með bréfum og myndum frá þeim skólum þar sem hún hefur haft viðkomu. Töskunni er ætlað að skapa tengsl og áhuga á ferðum vík- inganna á 1000 ára afmæli landa- funda Eiríks rauða og Leifs heppna. Eftir að bömin höfðu opnað tösk- Skólabörn úr Dölum fóm með víkingatöskuna að Eiríksstöðum í Haukadal og opnuðu hana þar. una var útbúin blaðsi'ða í gestabók- ina eða möppuna og taskan send héðan til Noregs. Hægt er að fylgjast með ferðum töskunnar á Netinu. Sióðin er: www.viking.no. Norrænt unglingamót í Borgarbyggð Keppt í frjáls- um íþróttum Norðurlandamót unglinga (Nordie Match) fyrir 20 ára og yngri verður haldið í Borgarbyggð 26.-27. ágúst. Frjálsíþróttasamb- and Islands stendur að mótinu en hefur falið framkvæmd þess Ung- mennasambandi Borgar- fjarðar, UMSB. Egill Eiðsson er þjálfari ungl- ingalandsliðs íslands í frjálsum íþróttum, en það lið keppir á mótinu. Hann var spurður um umfang mótsins. „Það koma tæplega þijú hundruð manns frá hinum Norðurlandaþjóð- unum á mótið, sem haldið verður á Skallagrírnsvelli í Borgarnesi. Frá Islandi eru um 25 keppendur. Þetta er liðakeppni og hafa Finnar, Svíar og Norðmenn tvo keppendur í hverri grein en ísland og Dan- mörk stilla upp sameiginlegu liði með einn mann hvort land.“ -Hvers vegna er fyrirkomu- lagið svona? „Upphaflega var þetta keppni milli þriggja landa, síðan fengu Islendingar og Danir inngöngu á mótið en vegna smæðar fá þessi lönd bara hvort sinn keppandann í hverri grein. Þessi Norður- landamót eru haldin árlega til skiptis á Norðurlöndunum en mótið verðm- í haldið í fyrsta skipti hér á íslandi núna. Þetta er jafnframt eitt stærsta fi-jáls- íþróttamót sem haldið hefur ver- ið hérlendis með erlendri þátt- töku. Þess má geta að þessi mót hafa verið lengi við lýði, m.a. keppti ég sjálfur fjórum sinnum á Norðurlandamóti á árunum 1979 til 1982.“ - Eru þetta erfið mót? „Þarna eru bestu einstaklingar landanna í þessum aldursflokki og því eru þetta sterk mót.“ - Hvernig er mótið skipulagt? ,Árið 1996 var byggður sér- stakur keppnisvöllur fyrir lands- mót UMFI 1997 í Borgarnesi. Það hefur verið stefna FRÍ að út- hluta verkefnum þeim aðilum sem hafa staðið vel að uppbygg- ingu keppnisaðstöðu fyrir frjáls- ar íþróttir. í ljósi þess að UMSB stóð mjög vel að landsmótinu 1997 var ákveðið að fá þá til að annast framkvæmdaatriði á þessu Norðurlandamót. Ljóst er að þetta er mjög stórt verkefni fyrir ekki stærra sveitarfélag en Borgarbyggð og sem dæmi um það verður að leita út fyrir Borg- arnes með gistingu fyrir erlendu þátttakendurna, þeir gista í Reykholti, á Hvanneyri og á Hót- el Borgamesi." - Hvað viltu segja um dagskrá mótsins? „Keppt verður í nítján greinum kvenna og tuttugu greinum karla. Setning mótsins fer fram laugardaginn 26. ágúst klukkan 12.00 á hádegi og keppnin stend- ur yfir fyrri daginn til klukkan 17.30, seinni daginn __________ frá klukkan 11.00 til 15.30. Keppendum verður boðið til veislu laugardagskvöld Egill Eiðsson ► Egill Eiðsson fæddist í Borg- arfirði eystra 1962. Hann tök stúdentspróf frá Fjölbrautaskól- anum við Ármúla 1983 og stund- aði nám við íþrót taháskólann í Köln á árunum 1984 til 1988. Hann hefur starfað sem fram- kvæmdastjóri hjá Fijálsíþrótta- sambandi íslands og er einnig starfandi sem unglingalandsliðs- þjálfari hjá FRÍ. Egill er kvæntur Fjólu Hólm Ólafsdóttur snyrti- fræðingi og eiga þau þtjú börn. ur í kappgöngu í fyrsta sinn á íslandi. Island mun ekki eiga keppanda í þeirri grein, enginn hefur lagt stund á kappgöngu hér heima. Við eigum hins vegar sterka keppendur í einstökum greinum, þar á meðal keppir Ein- ar Karl Hjartarson í hástökki á mótinu og einnig má búast við góðum árangri hjá Silju Úlfars- dóttur spretthlaupara, en hún varð í þriðja sæti á síðasta ári í bæði 200 og 400 metra hlaupi á mótinu. Fleiri efnilegir íslenskir íþróttaménn geta náð góðum ár- angri á mótinu.“ -Er mikill áhugi á frjálsum íþróttum? „Já, frjálsar íþróttir hafa verið á uppleið undanfarin ár og þar hefur árangur afreksfólks okkar verið unglingunum hvatning til að gera vel í íþróttinni. Það hefur orðið mikil uppbygging í aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir á undan- förnum árum og eigum við nú sex fijálsíþróttavelli á suðvesturhomi landsins og sjöundi völlurinn er núna í byggingu á Egilsstöðum iyrir landsmót UMFÍ sem haldið verður þar í júlí á næsta ári.“ - En hvað með peningahliðina? „Það er ekki auðveldur rekstur á frjálsíþróttadeildum frekar en í mörgum öðrum íþróttagreinum. Staðan er í raun sú að íþróttafé- lög hvar sem er á landinu beijast í bökkum hvað fjárhag snertir. Efnahagsmálin eru oftast erfið- asti þáttur í rekstri íþróttafélaga, það er vonandi að ríkisvaldið fari að sýna íþróttahreyfingunni meiri skilning í þessum efnum, __________________ enda íþróttastarfsemi Kepptíkapp- líklega besta forvarn- göngu í fyrsta arstarf S0^11 vímuefn- sinn á Islandi milli keppnisdaga. Það kvöld varð fyrir valinu vegna þess að sumir keppendur fara strax á sunnudagskvöld heim á leið. Sem dæmi um umfangið koma um það bil 70 til 80 starfs- menn að skipulagningu og fram- kvæmd mótsins.“ - I hverju verður keppt? „Það er keppt í öllum hefð- bundnum greinum frjálsra íþrótta auk þess sem keppt verð- um fyrir böm og ungl- _________ inga.“ - Hvaða land er sig- urstranglegast að þínu mati á þessu væntanlegn Norðurlanda- mótf! „Á undanförnum árum hafa Finnar og Svíar barist um sigur- inn á mótinu og verður það ef- laust raunin í ár. ísland og Dan- mörk hafa lagt meiri áherslu á árangur einstaklinga en liða- keppni - eiga enda meiri mögu- leika þar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.