Morgunblaðið - 15.07.2000, Síða 23

Morgunblaðið - 15.07.2000, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 23 NEYTENDUR Þýskar verslunarkeðjur íhuga bflasölu M' . • mm k ! !| í -í’.- I & | III • ■ '#t f ii 'áiillltlMS Bs. j ; ... § S ÍiTmr' '■ Morgunblaðið/Kristinn Þýsku vöruhúsakeðjurnar eru tilbúnar í bflasöluna en enn sem komið er eiga þær í erfiðleikum með að fá bifreiðar frá bflaframleiðendum. Utlit fyrir allt að 25 pró- sent lækkun á bflverði Berlfn. Morgunblaðið. í VIKUNNI féll dómur hjá Evrópska dómstólnum í Lúxem- borg gegn bílaframleiðandanum Volkswagen. Fyrirtækinu er gert að greiða 176 milljón marka sekt vegna aðgerða sinna í upphafi síðasta ára- tugar. Þá reyndi fyrirtækið að koma í veg fyrir að Volkswagen-umboðið á Ítalíu seldi Þjóðverjum bíla sem á þeim tíma voru allt að 30% ódýrari á Italíu en í Þýskalandi. I kjölfar dómsins íhuga þýskar verslunarkeðjur á borð við Otto og Karstadt nú alvarlega að hefja bíla- sölu. Evrópusambandið leggur mikla áherslu á að koma á frjálsri bflasölu og er útlit fyrir að bundinn verði endi á verðstýringu bflafram- leiðenda í síðasta lagi árið 2003. Mario Monti, formaður samkeppn- isnefndar Evrópusambandsins, hef- ur gagnrýnt verðeinokunina harð- lega og telur hana hvorki viðskiptavinum né söluaðilum í hag. Frjáls samkeppni á bflamarkaðnum mun lækka verð á nýjum bflum um allt að 25% skv. neytendakönnun. Þýskar vöruhúsakeðjur hafa nú þegar reynslu af sölu bfla í verslun- um sínum. Fyrir einu ári buðust til sölu kóreskar Kia-bifreiðar sem voru 43% ódýrari en í hefðbundinni umboðssölu. Aætla má að verð Volkswagen Golf sem kostar nú 35.000 mörk eða um það bil 1.300.000 krónur myndi lækka um 9.000 mörk eða niður í um 975.000 krónur ef sala vöruhúsakeðjanna nær fram að ganga. Forsvarsmenn stórmarkaðanna sjá fyrir sér að selja megi bfla í gegnum verðlista, Netið og í vöruhúsum þeirra. Vöru- húsakeðjumar eru tilbúnar í bílasöl- una en enn sem komið er eiga þær í erfiðleikum með að fá bifreiðar frá bflaframleiðendum. Rök bílaiðnað- arins gegn sölu til vöruhúsanna eru þau að einungis umboðsmenn séu færir um faglega sölu svo og við- gerðarþjónustu. Að mati sérfræð- inga er þó ekkert því til iyrirstöðu að vöruhúsakeðjurnar veiti slíka þjónustu. Fyrirtækin Daimler- Chrysler, Opel, Renault og Peugeot eiga nú yfir höfði sér sambærilega dóma og þann sem Volkswagen hlaut íyrr í vikunni. Neytendur geta því búist við að söluverð bifreiða lækki töluvert þegar verðeinokun- inni verður aflétt og víst er að mark- aður er iyrir sölu bfla á hagstæðu verði. ^úðkaupsveislur—úttsomkomur - skemmtanir — tónleikar — sýningar—kynningar og fi. og fl. og fl. ..og ýmsir fylgihlutir Ekki treysta ó veðrið þegar “ skipuleggja ó eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald ó staoinn - það marg borgar sig. Tjöld af ollum stœrðum fró 20 - 700 m2 Einnig: Borð, stólar, tialdgólf og tjaldhitarar. skátum á heimavelli síml 5621390 • tax 552 6377 • Ws@scout.ls Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 27. útdráttur 4. flokki 1994 - 20. útdráttur 2. flokki 1995 - 18. útdráttur 1. flokki 1998 - 9. útdráttur 2. flokki 1998 - 9. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. september 2000. Ötl númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Ibúðalánasjóður A Magnús Scheving fyrir hönd Latabæjar og og Kári Kárason fyrir hönd Flugleiða undirrita samstarfssamninginn. Samstarfs- samningur Flugleiða- hótela og Latabæjar FLUGLEIÐAHÓTEL hf. sem reka Edduhótelin og Icelandair hotels og Latibær ehf. hafa gert með sér samstarfssamning. Samningurinn gildir í sumar og felur í sér að öll- um börnum sem gista á Eddu- eða Icelandair-hóteli verður gefin Leikjabók Latabæjar sem inni- heldur alls konar þrautir, inyndir, límmiða og margt fleira. Á öllum hótelunum er sérstök Latabæjar- dótakista með dóti sem börn mega Ieika sér að og pappírsfígúra úr Latabæ. Á mörgum hótelanna verða haldnir svokallaðir Lata- bæjarleikar þar sem leikarar úr Latabæ koma á staðinn og sjá um íþrótta- og leikjahátíð og bama- ball að henni lokinni. Börn vilja ekki nota hlífar á línuskautum Nauðsynlegt að nota öryggisbúnað Morgunblaðið/Halldór Lmuskautar eru vinsælir hjá öllum aldurs- hópum en vissara er að nota hjálma og hlíf- ar til að forðast meiðsli. „VIÐ höfum orðið vör við að börn eru treg til að nota öryggisbúnað á línuskautum en nú er sá tími ársins þegar þeir era hvað mest notaðir." segir Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri Ár- vekni. „Það eru helst yngstu bömin sem vilja nota hjálma og hlífar en þau eldri era illfáanleg til þess. Það er auðveld- ara fyrir foreldra að setja notkun öryggis- búnaðar sem skilyrði fyrir því að yngri bömin fái línuskauta en það er öðruvísi þegar börnin era orðin eldri og geta jafnvel stjómað kaupunum sjálf.“ Hún segist ekki vita til þess að nokkurs staðar hafi verið settar reglur um notkun ör- yggisbúnaðar á línuskautum en engu að síður sé nauðsynlegt að nota hann. „Fólk getur slasast illa á línuskautum en áverkarnir eru mis- jafnir eftir því hvað menn em langt komnir. Til dæmis er algengt að byrjendur detti beint á höfuðið en algengara er að þeir sem lengra era komnir setji hendurnar fyrir sig þegar þeir detta.“ Að sögn Herdís- ar era til mjúkar hlífar, einskonar grifflur sem varaa því að húðin á höndunum rispist en líka eru til harðar handhlífar með jámi eða harðplasti sem dreifa högginu og eiga að draga úr líkunum á úlnliðs- broti. Hún mælir sérstaklega með að böm séu látin nota olnbogahlífar því slæmt geti verið fyrir börn á aldrinum sex til tólf ára að olnboga- brotna því þá eru beinin á ákveðnu vaxtarskeiði. Þá mælir hún með notkun hjálma á línuskautum. „Hægt er að nota hjólreiðahjálma á línuskautum því samkvæmt nýjum stöðlum em hjálmarnir hannaðir með það í huga að þeir séu líka not- aðir á línuskautum. Það era líka til svokallaðir brettahjálmar og ef bömin vilja heldur nota þá á línu- skautum er sjálfsagt að leyfa þeim það.“ maestro ÞITT FE HVAR SEM ÞÚ ERT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.