Morgunblaðið - 15.07.2000, Page 51

Morgunblaðið - 15.07.2000, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 51 IDAG i BRIDS Ilmsjón riiiðmundur I'áll Arnarson HALDI suður vel á spilunum getur hann komið vestri í lag- lega klípu og sett honum þrjá afarkosti. Samningurinn er sex hjörtu og vestur hefur sýnt öll háspilin í vörninni með opnunardobli í byrjun: Suður gefur; enginn á | hasttu. Norður * 1095 * K10975 * AK3 * G10 Vestur Austur * KD76 * 42 v 2 »84 ♦ DG106 ♦ 98542 * K973 ♦ 8642 Suður * ÁG83 * ÁDG63 * 7 *ÁD5 Vestur Norður Austur Suður - - - lhjarta Dobl Redobl 2tíglar Pass Pass 4 hjörtu Pass 6hjörtu Pass Pass Pass Útspil vesturs er tígul- drottning. Sér lesandinn | hvernig hægt er að vinna j spilið? Það er augljóslega hægt að einangra tíguhnn, senda vestur inn á spaða og láta hann spila sér í óhag. Bn það eitt út af fyrir sig er ekki nóg, því vestur fær alltaf annan slag, annaðhvort á laufkóng eða spaða. Vandinn er sá að tígulkóngurinn nýtist ekki sem niðurkast heima. Og i raunar væri betra að skipta á tígulkóng og óbreyttum j hundi, þvi lykilspilamenn- 1 skan felst í því að trompa tvo tígla heima! Bæði fjórði spað- inn og þriðja laufið eru nefni- lega mildlvæg hótunarspil. Nú erum við komin á spor- ið: Sagnhafi trompar báða tíglana og tekur tvisvar ti'ornp, en sendir síðan vestur inn á spaðadrottningu. Þá er staðan þessi: Norður * 95 » 1075 ♦ - + G10 Vestur Austur * K76 + 4 » - v - ♦ G ♦ 98 * K97 Suður * ÁG8 ¥ 6 ♦ - + ÁD5 + 8642 Vestur á út og getur enga björg sér veitt: (1) Ef hann spilar spaða frá kóngnum tekur sagnhafi laufásinn, spilar trompunum til enda og hendir laufum heima. Vestur neyðist þá til að henda lauf- kóng eða fara niður á spaða- kónginn blankan. (2) Spili vestur laufi upp gaffalinn tekur sagnhafi spaðásinn og spilar trompunum og hendir spaða heima. Svipuð þvingun í svörtu litunum. (3) Þriðji kostur vesturs er að spila tígli í tvöfalda eyðu. Þá hend- ir sagnhafi spaða úr borði og stingur heima, en trompsvín- ar síðan íyrir spaðakónginn. Árnað heilla BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. desember sl. í Innri-Njarðvíkurkirkju af sr. Olafi Skúlasyni biskup Sigrún Sævarsdóttir og Paul Griffiths. Heimili þeirra er í London. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. júní sl. í Háteig- skirkju af sr. Sigurði Amar- syni Anna Þorsteinsdóttir og Orri Hauksson. Með morgunkaffinu Nei vina mín, gett ÞÚ hver. SKÁK IJmsjón lleljfi Áss Grétarssnn Staðan kom upp á svæða- mótinu í Jerevan og var á miili stórmeistaranna Vasil- ios Kotronias (2.539), hvítt, og Armenans Ashot Anasta- sjan (2.606). 9. Rxf7! AI- þekkt stef en engu að síður snoturt. 9. ... Bb4+ Hinu nærtæka 9.... Kxf7 væri vel svarað með 10. Rg5+ Ke8 11. Rxe6 Dc812. Bf4 og hvít: ur hefur vinningssókn. I framhaldinu teflir hvítur áfram af íitonskrafti. 10. c3 Bxf3 11. Dxe6+ De7 12. Dxe7+ Bxe7 13. Rxh8 Bd5 14. 0-0 Bg8 15. Hel Kf8 16. h3 Bd6 17. Bg5 Rb6 18. b3 Rbd5 19. c4 Rb4 20. Bf5 Hd8 21. d5! a5 22. He3 b6 23. g4! Ra6 24. Hf3 Rc5 25. Bd2 og svartur gafst upp enda getur hann ekki varist g4-g5 hótuninni með góðu móti. Upphafsleikirnir í þessari stuttu skák voru þessir: 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Bd7 5. Rf3 Bc6 6. Reg5 Be7 7. Bd3 Rd7 8. De2 Rgf6 og núna er stað- an á stöðumyndinni komin upp. ÆTTJARÐARKVÆÐI Vetrarlangt yfir landið leituðu móðir vindar flettu bylgjublöðum blásinn mel lásu þyrluðu ryki rauðu riðu sörlum skýja skimuðu krók og kima á kaldri moldu. Störðu stjörnubleikar stóreygar nætur, fleyguðu kurlaðan gróður, kaljörð kastljósi tungls, féUu skuggar af fjöllum fylltu byggð og dali hrundu í hljóðu brimi um hraunflúð dökka. Sálduðu hvítum salla seiðker ellidauða vöfðu hjúpi af hreinleik hrjóstur sorablökk svo að auðvelt yrði úlfahjörðum vinda reikul spor að rekja renna í dreyraslóð. Hannes Sigfússon. liMiN.RÉTTIiftlGAR Hrútur (21. mars -19. apríl) Það er ýmislegf á seyði í kring um þig og skiptir ákaf- lega miklu máli, að þú getir greint kjarnann frá hisminu. Flýttu þér umfram allt hægt. Naut (20. apríl - 20. maí) Þú getur ekki reiknað með að fá glögga vitneskju um hlut- ina, ef þú nennir ekki að sækja svör við þeim spurn- ingum, sem skipta máli. Harkaðu afþér. Tvíburar . (21. maí-20.júní) nn Þú ættir að gefa þér meiri tíma til þess að taka til hend- inni heima við og láta aðra um sína hluti á meðan. Þú þarft ekki að stjórna öUu og öilum. Krabbi (21.júní-22. júlí) Einhverjir undirstraumar fljóta um vinnustað þinn. Reyndu að halda ró þinni, hvað sem á dynur, því þegar öidurnar iægir stendur þú með pálmann í höndunum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) m Þú ættir að staldra aðeins við og hugleiða þær viðtökur sem störf þín fá. Ef þér finnst eitt- hvað að þeim ættirðu að hug- leiða, hvað kann að valda. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) ðDSL Það er allt í áttina hjá þér og ástæðulaust með öllu að vera með einhverja feimni gagn- vart öðrum. Þú átt eftir að uppskera laun erfiðis þíns. (23. sept. - 22. okt.) Einhver gamall kunningi læt- ur í sér heyra og skilaboðin koma róti á hug þinn. Láttu fortíðina lifa í minningunni en ekki vera þér fjötur um fót. Sporðdreki (23. okt. -21. nóv.) Til þín verður leitað um for- ystu fyrir verkefni, sem þig hefur lengi dreymt um að starfa við. Gríptu tækifærið, annað væri hreint glapræði. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) fllk/ Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. Drífðu í hlutunum í stað þess að sitja bara á rassinum og bíða þess að aðr- ir taki af þér ómakið. Steingeit ^ (22. des. -19. janúar) émt Þú stendur frammi fyrir ákaflega erfiðri ákvörðun, en staðfesta þín mun afla þér virðingar samstarfsmanna þinna. Hlýddu þinni innri rödd. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) Það er skilyrði fyrir árangri að menn kunni að setja sér takmörk. Að ætla sér að gleypa heiminn er vísasta leiðin tH þess að ekkert tak- ist. Fiskar mt (19. feb. - 20. mars) MW* Reyndu að leita samstarfs við aðra um þau verk, sem þú getur ekki hrint einn í fram- kvæmd. Vandaðu val á sam- starfsmönnum svo allt gangi upp sem bezt. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. FRÉTTIR STJÖRIVUSPÁ eftir Franees Hrake KRABBI Afmælisbam dagsins: Rólyndi þitt undirflestum kringumstæðum gerir þig vel til forystu fallinn. Mundu að vera hreinskiptinn. Nýr framkvæmdastjóri Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík Stefnt að því að efla safnaðarstarfið Kristnihátíð í Borgar- fj ar ðarpr ófastsdæmi HÉRAÐSMESSA verður við Kross- laug í Lundarreykjadal, sunnudaginn 16. júlí kl 14. Við Krosslaug í Lundar- reykjadal voru vestanmenn skfrðir á leið frá Alþingi árið 1000. Þessa verð- ur minnst með messu á merkum sögustað. Prestar prófastsdæmisins þjóna í messunni. Séra Flóki Kristinsson, sóknarprestur á Hvanneyri, predik- ar. Félagar úr kirkjukórum prófasts dæmisins leiða söng. Ungmenni fara fyrir skrúðfylkingu. Barn verður borið til skírnar. Borgffrðingar og ferðafólk eru hvattir að mæta til guðsþjónustunn- ar, eiga saman lofgjörðarstund og þakka samfylgd kristni og þjóðar í þúsund ár, segir í frétt frá messuboð- endum. aðarstarfs hjá Bústaðakirlgu. Hreiðar hefur þýtt töluvert af kristilegu barna- og æskulýðsefni frá Danmörku og Bretlandi, m.a. bókina „Fræðslustund í snatri“ sem kom út árið 1998 og bókina „Leikir og létt gaman“ sem er leikjasafn til nota í bama- og æskulýðsstarfi, skólum og á heirralum og kom út árið 1999. Hreiðar Örn er kvæntur Sólveigu Ragnarsdóttur. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík er fjölmennasti söfnuður landsins ut- an þjóðkirkjunnar með um 5.400 safnaðarfélaga, sem búa flestir á höf- uðborgarsvæðinu. Undanfarin tvö ár hefur söfnuðurinn stækkað um 9%. Þá hefur safnaðarstarf verið í tals- verðri þróun. Með hinu nýja starfi framkvæmda- stjóra og ráðningu Hreiðars til Frí- kirkjusafnaðarins er ætlunin að end- urmóta og efla safnaðarstarfið verulega og enn fremur að fylgja eftir hinni jákvæðu þróun sem er í starf- semi safnaðarins. Síðumúla 13 Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir Krosslaug í Lundarreykjadal. HREIÐAR Örn Zoega Stefánsson hefur verið ráðinn í nýtt starf fram- kvæmdastjóra Fríkirkjusafnað- arins í Reykjavík. Hreiðar mun ásamt safnaðar- presti sjá um al- menna uppbygg- ingu á safn- aðarstarfi, eink- um meðal barna og unglinga, og hafa umsjón með útbreiðslumálum og daglegum rekstri safnaðarins. Hreiðar stundaði nám í félags- og æskulýðsmálafi’æði í Danmörku. Hann hefur reynslu af starfi að æsku- lýðs- og safnaðarmálum og hefur sinnt trúnaðarstörfum innan kirkjunnar ásamt því að vera leiðtogi í bama- og æskulýðsstarfi frá árinu 1979. Hann var m.a. æskulýðsfulltrúi hjá Landakirlqu og hefur undanfarin fjögur ár verið umsjónarmaður safn- Hreiðar Örn Zoega Stefánsson «.■ . jkl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.