Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiJuly 2000Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    262728293012
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Morgunblaðið - 18.07.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.07.2000, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Golli FRITZ K. Wolff afhendir Geir Haarde Mint-kort. Fjármálaráðherra fékk fyrsta kortið N eytendasamtökin Vilja að Fjármálaeft irlit hraði skoðun á hækkun trygginga Ferða- töskur á víðavangi HARLA óvenjuleg sjón blasti við þeim sem leið áttu um Hveradala- brekku og Kamba í hádeginu í gær, því fjórar ferðatöskur lágu þar á víðavangi. Að sögn lögreglunnar á Selfossi höfðu töskurnar dottið af rútu er- lendra ferðamanna og höfðu veg- farendur komið auga á töskurnar og komið þeim til lögreglunnar. Hún hafði síðan uppi á rútunni og kom töskunum til eigenda sinna sem voru ánægðir með snögg viðbrögð. Eldur í sorptunnu við Seilu- granda SLÖKKVILIÐINU í Reykjavík var um tvöleytið í gærdag til- kynnt að eldur logaði í sorp- tunnu við Seilugranda. Greiðlega gekk að slökkva eldinn en lengri tíma tók að reykræsta. Að mati varðstjóra slökkvilið- sins í Reykjavík varð ekki mikið tjón af völdum elds eða reyks. Upptök eldsins eru ókunn. FRITZ K. Wolff, aðaleigandi og stofnandi Mint Telecom Ltd., af- henti Geir Haarde fjármála- ráðherra fyrsta svokallaða Mint- kortið til notkunar sl. föstudag. Mint Telecom Ltd. og Halló frjáls ijarskipti hf. undirrituðu viljayfir- lýsingu á dögunum um áform um að gera Island að alþjóðlegri miðstöð GSM-Qarskipta. Kerfi Mint-kortanna gengur út á að hægt verði að nota þau um allan heim og greiða sama gjald fyrir. Viðskiptavinir munu nota fyrirfram greidd kort, svokölluð frelsiskort, sem hingað til hefur eingöngu verið hægt að nota í kauplandinu sjálfu. Að sögn Páls Þórs Jónssonar hjá Frjálsum ijarskiptum hefur forsala korta gengið vel, á bilinu 800.000 til milljón korta hafa verið seld í for- sölu og segir hann stefnt að þvf að tengja um 400.000 þeirra á þessu ári. „Kerfið er farið í gang í gegn- um Sviss en stefnt er á að al- heimskerfið fari í gang héðan fyrir áramót. Við stefnum á að mínútan kosti um 100 krónur sem þýðir sparnað fyrir fólk sem er mikið er- lendis.“ NEYTENDASAMTÖKIN hafa sent Fjármálaeftirlitinu bréf þess efnis að það hraði skoðun á hækkunum iögboðinna ökutækjatrygginga og grípi til aðgerða. I bréfi samtakanna til Fjármála- eftirlitsins er m.a. vísað í greinar- gerð þess vegna hækkana trygg- ingafélaganna á lögboðnum ökutækjatryggingum í fyrra, þar sem komið hafi fram að Samkeppnis- stofnun myndi taka til skoðunar hvort ákvæði samkeppnislaga hefðu ÁGÚST Guðjónsson á Hólmavík átti lægsta tilboð í snjómokstur á leiðinni Hólmavík-Guðlaugsvík í Stranda- sýslu til ársins 2002 og S.G. vélar ehf. á Djúpavogi áttu lægsta tilboð í bygg- ingu vegar að flugvellinum í Landeyj- um. Vegagerðin opnaði tilboðin í gær. Alls buðu sex aðilar í verkið Vetrarþjónusta í Strandasýslu, Hólmavík-Guðlaugsvík 2000-2002. Tilboð Ágústs Guðjónssonar hljóðaði upp á 228 krónur á kílómetra, en hæsta tilboð var 249 krónur á kíló- verið brotin. Inna Neytendasamtök- in eftir því hvað kom út úr skoðun Samkeppnisstofnunar. Jafnframt hafa Neytendasamtök- in sent Samkeppnisstofnun bréf þar sem farið er fram á að fá niðurstöður umræddrar könnunar frá í fyrra. Þá fara samtökin einnig fram á við stofnunina að kannað verði hvort vátryggingafélögin hafi viðhaft ólög- mætt samráð við hækkanir á lög- boðnum ökutækjatryggingum nú nýverið. metra. Ekki lá íyrh- kostnaðaráætlun verkkaupa. Einnig voru opnuð tilboð í verkið Hólmavegur (254), Landeyjavegur- Flugvöllur, en þar var um að ræða lagningu 4,4 kílómetra vegar að flug- vellinum í Landeyjum. Alls buðu níu aðilar í það verk. Lægsta tilboð áttu S.G. vélar ehf. á Djúpavogi, 24,3 milljónir en hæsta tilboð var upp á tæpar 29,9 milljónir. Kostnaðaráætl- un Vegagerðarinnar hljóðaði upp á rúmai- 24,9 milljónir. Sex tilboð í snjóruðning V erkfalli Bifreiðaslj órafélagsins Sleipnis frestað til 12. ágúst Óvænt út- spil Sleipn- ismanna Á SÁTTAFUNDI í deilu Bifreiða- stjórafélagsins Sleipnis og Samtaka atvinnulífsins (SA) á laugardags- kvöld varð það að samkomulagi milli viðsemjenda að verkfalli Sleipnis- manna skyldi frestað til laugardags- ins 12. ágúst. Hverfa því félagar í Sleipni aftur til starfa sinna, a.m.k. um tíma, en viðræður milli aðila halda áfram á meðan og hefur næsti sáttafundur verið boðaður föstudag- inn 21. júlí klukkan 14. Að sögn Óskars Stefánssonar, for- manns Sleipnis, var það alfarið ákvörðun Sleipnismanna að.verkfalli yrði frestað fram yfir háannatímann í ferðaþjónustu sumarsins. Sagði Óskar Sleipnismenn hafa tekið þessa ákvörðun þegar Ijóst hefði verið á fundinum á laugardag að ekki næðist saman með samningsaðilum. Sagði hann Sleipnismenn hafa viljað losna undan ásökunum um að þeir væru að valda vinnuveitendum sínum og ferðaþjónustunni í landinu skaða með verkfallinu. Einnig sagði Óskar að á þessum árstíma væri mikið um sumarleyfi meðal fólksflutningabfl- stjóra og að á meðan kæmi sumar- afleysingafólk, skólafólk og aðrir, til staiifa í afleysingum. „Með því að vera í verkfalli erum við auðvitað að hafa sumarvinnuna af þessu fólki og það viljum við ekki. Þess vegna vild- um við frekar bíða þar til menn eru komnir úr sumarfríum og við getum sjálfir verið í verkfalli," sagði Oskar. Þá sagði hann einnig að líta mætti á frestunina sem tilraun Sleipnis- manna til þess að létta pressu af deiluaðilum, a.m.k. um nokkum tíma. Sagði Óskar að lítið hefði miðað að undanfomu í átt að samkomulagi en þó vildi hann benda á að Sleipnir væri þegar búinn að semja við 15 fyr- irtæki og að í þeim hópi væra fyrir- tæki bæði innan og utan Samtaka at- vinnulífsins. Sagðist hann vongóður um að svipaðir samningar næðust við fleiri fyrirtæki. Ágreiningur um hámarkslaun Hvað samningaviðræðumar við SA varðar sagði Oskar htið hafa mið- að að undanfömu, deilan væri enn í höndum sáttasemjara og enn næðust ekki endar saman hvað launaliðinn varðaði. Síðasta tilboð Sleipnis- manna hljóðaði upp á 124.000 króna hámarkslaun og 90.000 króna byrj- unarlaun þar sem hámarkslaunin miðuðust við 12 ára starfsreynslu. Á móti hafa Samtök atvinnulífsins lagt fram tilboð upp á 90.000 króna byrj- unarlaun og 107.000 króna hámarks- laun sem miðast þá við 16 ára starfs- reynslu. Þarna ber því 20.000 krónur á milli en Óskar segir Sleipnismenn hafa upplýst ríkissáttasemjara um það, að bæri hann upp sáttatillögu upp á 117.000 krónur væra þeir til- búnir til að bera slíka tillögu undir atkvæði á félagsfundi hjá sér. Slík tillaga hafi hins vegar aldrei komið frá sáttasemjara sem Óskar segist túlka sem svo að SA hafi hafnað því að slík tillaga kæmi fram. „Sú tala sem þeir gætu hins vegar sætt sig við í sáttatillögu veit ég ekki hver er og hef aldrei fengið upp,“ sagði Ósk- ar. Marklausir bráðabirgðasamningar Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að sér væri Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ferðalangar geta farið í nærri allar áttir nú þegar áætlunarferðir hafa komist í samt lagt eftir að verkfalli var frestað. 1 p vissulega kunnugt um áðurnefnda samninga Sleipnis við 15 fyrirtæki og að þar á meðal væra fyrirtæki sem væra innan vébanda samtak- anna. Umræddir samningar væra hins vegar allir með það ákvæði að þeir rynnu út um leið og semdist með Sleipni og SA. Þetta væra því aðeins bráðabirgðasamningar og þess vegna lítið mark á þeim takandi. Fegnir að vera komnir af stað á ný Ari sagði að það útspil Sleipnis- manna að fresta verkfalli hefði kom- ið nokkuð á óvart en engu að síður teldi hann það vera skynsamlega ráðstöfun og jákvæð skilaboð af þeirra hendi. Sleipnismenn hefðu sennilega gert sér grein íyrir því, að áframhaldandi verkfall yrði frekar til þess að spilla fyrir samningsstöðu þeirra, sem Ari taldi vera rétt mat. ,Áframhaldandi verkfall hefði enn dregið úr möguleikum fyrirtækja til að mæta þeim kröfum sem uppi era í þessari kjaradeilu enda er það stað- reynd sem allir þekkja að það verða engin verðmæti til í verkföllum. Verkföll valda tjóni og hljóta því þegar upp er staðið að skerða kjör þeirra sem starfa í viðkomandi at- vinnugrein. Ég get þess vegna tekið undir það, að á meðan við höfum ekki verkfallið yfir okkur geti þær að- stæður frekar skapast að einhver niðurstaða eða lending finnist í þess- ari erfiðu deilu, “ sagði Ari. Kristján Jónsson, framkvæmda- stjóri Kynnisferða, sagðist í samtali við Morgunblaðið vera feginn því að starfsemi fyrirtækisins væri komin af stað á ný en sagði þó að enn skorti nokkuð á að starfsemin væri með þeim krafti sem hún ætti að sér. „Við höfum ekki tekið það saman enn þá hversu miklum skaða verkfallið hef- ur valdið okkur enda ekki tímabært að gefa það út. Við eram enn í samn- ingaferli og bindum miklar vonir við það að menn nái samkomulagi í deil- unni sem fýrst,“ sagði Kristján. Þorvarður Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Norðurleiðar, sagði að starfsemin þar á bæ færi hægt af stað til að byrja með enda eðlilegt þar sem enginn hefði búist við því fyrir helgi að verkfalli yrði frestað. „Þetta vinnst á eftir því sem dagarn- ir líða og það er bara vonandi að maður þurfi ekki að fara að stoppa aftur. Við vonum bara að það semjist sem fyrst,“ sagði Þorvarður. Hann sagði alla bflstjóra fyrirtækisins vera í Sleipni og að svo hefði verið um ára- raðir. Verkfallið hefði því komið sér- staklega illa niður á þeim en þó bjóst hann ekki við að það yrði til að kasta nokkurri rýrð á traust milli fyrirtæk- isins og starfsmanna þess. „Við eram hér með starfsmenn með langa starfsreynslu hjá okkur, allt upp í 40 ár, og þetta era jafngóðir starfs- menn eftir sem áður.“ Halda fast við skaðabótakröfur Fyrirtækin Teitur Jónasson ehf. og Austurleið hf. höfðuðu fyrir skemmstu mál á hendur Sleipni, annars vegar til staðfestingar á lög- banni sýslumanns við verkfallsað- gerðum gegn þessum fyrirtækjum og hins vegar kröfðust fyrirtækin skaðabóta vegna aðgerðanna. Nið- urstaða héraðsdóms Reykjavíkur var sú að lögbannið var staðfest en skaðabótakröfum var visað frá dómi. Þeir Haraldur Teitsson, fram- kvæmdastjóri ferðasviðs hjá Teiti Jónassyni, og Ómar Óskarsson, framkvæmdastjóri Austurleiðar, sögðu báðir í samtali við Morgun- blaðið að eftir að hafa farið yfir málin teldu fyrirtækin allar forsendur fyrir hendi til að halda skaðabótakröfun- um fram til streitu. Sögðu þeir úr- skurð héraðsdóms taka af öll tvímæli um rétt fyrirtækjanna í þessu máli, lögin væra þeirra megin og þau ættu því fullan rétt á að fá bættan þann skaða sem verkfallsaðgerðir Sleipnis hefðu valdið þeim.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55657
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.07.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 162. tölublað (18.07.2000)
https://timarit.is/issue/133083

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

162. tölublað (18.07.2000)

Iliuutsit: