Morgunblaðið - 18.07.2000, Síða 14

Morgunblaðið - 18.07.2000, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Hugmyndir uppi um 2.500 manna byggð við sjávarsíðuna í Garðabæ Nýtt bryggjuhverfi í Arnarnes- vogi Garðabær HUGMYNDIR cru uppi um að fylla upp í hluta Arnar- nesvogar, gera þar smábáta- höfn og breyta þungaiönað- arsvæði í um 2.500 manna íbúðarhverfí. Fyrirtækin Björgun ehf. og Byggingar- félag Gylfa og Gunnars ehf. (BYGG) hafa sent bæjaryfir- völdum Garðabæjar bréf þar sem hugmyndirnar eru kynntar, en í bréfinu fara fyrirtækin fram á að fá út- hlutað um 14 hektara lóð. Að sögn Sigurðar Helgason- ar framkvæmdastjóra Björgunar er fyrirhugað byggingarsvæði um 17 hekt- arar. „Ef hugmyndin verður að veruleika þá er þarna að koma nýtt andlit á Garða- bæinn,“ sagði Sigurður. „I staðinn fyrir að þungaiðnað- arsvæði blasi við fólki sem ekur Hafnarfjarðarveginn þá mun það sjá fallegt bryggjuhverfi." Framkvæmdir gætu hafíst á næsta ári Bæjarráð Garðabæjar hefur tekið jákvætt í hug- myndirnar og á fundi í síð- ustu viku samþykkti það að fela bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn fyrirtækjanna um nánari útfærslu og sagði Sigurður að sá fundur hefði þegar verið haldinn. Hann sagði að skipulagsnefnd bæjarins myndi fjalla um málið upp úr miðjum ágúst og að verið væri að semja við fyrirtæki til að fram- kvæma mat á umhverfis- áhrifum vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Eftir það myndi umhverfisnefnd bæj- arins fá málið til umfjöllun- ar. Sigurður sagði að ef allt gengi að óskum ætti að vera hægt að heíja framkvæmdir á svæðinu í lok næsta árs. Svæðið sem um ræðir er vestast í Garðabæ og af- markast af Arnarnesinu í norðri, Gálgahrauni í suðri og Hraunsholti í austri. I bréfi fyrirtækjanna, þar sem hugmyndirnar eru kynntar, kemur fram að Arnar- nesvogur sé fjölbreytilegri en flestir vogar á höfuð- borgarsvæðinu. Gálgahraun flæði inn í hann að suðvest- an og óvenjuleg Ijara taki við af hrauninu sunnan hans. Vogurinn sé víður, um 1,6 km á breidd, en benda má á að breidd Kópavogs er aðeins hálfur kílómetri. Lág byggð og lítil bátahöfn I bréfinu kemur fram að útsýni í norður yfir byggð og Qallahring sé í senn vítt og vinalegt. Mjög lítil alda nái inn í voginn og Hrauns- holt veiti skjól fyrir land- synningi. Fyrirtækin telja að helsta landslýti svæðisins sé hnignandi iðnaðarhverfi á miðri suðurströnd vogsins, en það eru aðallega verk- stæði og vörugeymslur. Fyr- irtækin fara fram á að fá að hreinsa núverandi bygging- ar af lóðinni og vinna að deiliskipulagi í samvinnu við skipulagsyfirvöld Garðabæj- ar. Kópavogur Arnarnes Lamb húsa- tjörn Arnarnesvogur Gálgahraun hMÉbIIÍ H Hraunsholj Teikning af hugsanlegu útliti umhverfis og byggðar í nýju hverfi í Arnarnesvogi. Hugmyndin er að reisa lága byggð, sem fellur vel inn í landslagið. Hverfið verður aðallega byggt með- fram sjávarsíðunni, norðan tengibrautar sem nú er ver- ið að leggja. Uppfylling og kvi sem nú eru á staðnum verða framlengd út í voginn og mynduð lítil bátahöfn í skjóli nýja tangans sem við það myndast. A tanganum verður til fallegt byggingar- land, þar sem rísa mun hluti hins nýja hverfis og verður útsýni þaðan til allra átta. Umhverfisvænt útivistarsvæði Gert er ráð fyrir að meg- inhluti hins nýja hverfis verði íbúðir, en einnig verði í hverfinu dagheimili, leik- og sparkvellir auk verslunar og hvers konar þjónustu. Bflastæði eiga að vera að 2/3 hluta í bflageymslum þannig að íbúðir og um- hverfi verði í háum gæða- flokki og íbúunum verði tryggt umhverfisvænt úti- vistarsvæði. Þá er gert ráð fyrir að fjaran vestan megin í voginum verði óhreyfð og opin öllurn ibúum bæjarins. Félagsstarf eldri borgara í Kópavogi gefst einkar vel í ljósi breyttrar hugmyndafræði Eyjólfur segir enga ástæðu til að láta sér leiðast þó maður sé hættur að vinna. Morgunblaðið/Ami Sæberg Sigríður og Siguijdn telja félagsstarfid mikils virði. Dýr- mætt starf Kópavogur ALLA virka daga streymir hópur eldri borgara Kópa- vogs að félagsheimilinu Gjá- bakka þar sem snæddur er hádegisverður í góðum fé- lagsskap. Morgunblaðið slóst í hópinn í gærdag og fræddist um félagsstarfið í Kópavogi. Frumkvæði fólksins Með breyttum áherslum og viðhorfum hefur félagsstarf aldraðra í Kópavogi tekið miklum breytingum eins og fram kom í Morgunblaðinu á laugardag. í Kópavogi er lögð áhersla á að vinna með eldri borgurum og að styðja þá og hvetja til eigin frumkvæðis og framkvæmda. Félags- og tómstundastarf eldra fólks í Kópavogi fer fram í félagsheimilinu Gjá- bakka og félagsheimilinu Gullsmára sem tók til starfa í lok árs 1997. Ný hugmyndafræði hefur verið að ryðja sér til rúms, en hún felst meðal annars í því að starfsfólk félagsheimil- anna í Kópavogi vinnur ekki lengur fyrir þá sem sækja fé- lagsstarfið heldur með þeim. Frumkvæði fólksins eykst því stöðugt og sér það um skipu- lag starfseminnar að miklu leyti sjálft. Eitthvað við allra hæfi Hádegisverðargesth' Gjá- bakka kváðu félagsstarf aldr- aðra í Kópavogi einkar fjöl- breytt og skemmtilegt. Eyjólfur Guðbrandsson er einn þeirra sem snæða hádeg- isverð daglega í Gjábakka og líkar maturinn vel. Hann seg- ist taka virkan þátt í því fjöl- breytta félagsstarfi sem boðið er upp á. Tvisvar í viku spilar hann félagsvist og reglulega bobb, sem er eins konar kúlu- spil. Einnig lætur hann til sín taka þegar spilað er brids. „Maður þarf ekki að láta sér leiðast þótt maður sé hættur að vinna,“ segir Eyjólfur. Hann segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi í félags- starfinu. Reglulega er farið í gönguferðir og ferðalög og boðið er upp á leikfimi, handavinnu og námskeið af ýmsum toga. Fyrst og fremst er þetta þó skemmtilegur fé- lagsskapur, segir Eyjólfur. Félagsstarfíð mikils virði Sigríður Helgadóttir og Sigurjón H. Sigurjónsson eru einnig virkir þátttakendur í félagsstarfinu í Kópavogi. Sigríður kveðst ánægð með það hve mikið tillit er tekið til óska fólksins sjálfs. Hlustað sé á það sem það hefur fram að færa og því sé fært að taka þátt í mótun tómstunda- iðjunnar. Sigríður og Sigurjón syngja með kór eldri borgara í Kópavogi sem kallast Söngvinir en stjórnandi hans er Sigurður Bragason. Bæði kveða þau söngstarfið mjög líflegt og einkar gefandi. Kór- inn heldur reglulega tónleika og ferðast um landið og heils- ar gjarnan upp á aðra kóra. Sigurjón segir félagsstarfið mjög dýrmætt þar sem auð- velt sé að einangrast eftir að vinnu er hætt. Oft sé það erf- itt tímabil þegar aðlagast þarf breyttum lífsháttum eftir- launaáranna. Því sé mikil- vægt að leggjast ekki í kör, heldur halda áfram athafna- seminni. Oft sé erfiðast að drífa sig af stað og krefjist það ákveðins átaks. Sigríður segist hafa eignast marga góða vini í gegnum fé- lagsstarfið. Útlistun hennar á starfinu er stutt og hnitmið- uð; hún segir starfið „alveg til fyrirmyndar". Samstaða kynslóðanna Á ári aldraðra, 1999, voru félagsheimilin Gjábakki og Gullsmári opnuð öllum. Allir eru velkomnir, segir Sigur- björg Björgvinsdóttir, for- stöðumaður félagsheimil- anna. Hún segir tíma til kominn að brúa kynslóðabilið. Til að stuðla að samstöðu kynslóðanna eru reglulega haldnir fjölskyldudagar í fé- lagsheimilunum. Á slíkum dögum hefur fólk á öllum ald- ri lagt fram krafta sína og boðið upp á vandaða dagskrá. Eldra fólkið hefur fengið tækifæri til að bjóða börnum sínum og barnabörnum og saman hefur fólk á öllum aldri notið stundarinnar. Sigurbjörg leggur áherslu á að eðlilegt sé að eldast. Með aukinni virkni eldra fólks í samfélaginu geti lífslöngun aukist sem aftur sé líkleg til að viðhalda andlegu og líkam- legu atgervi. Félagsstarfið geti því haft mikil áhrif á líf eldri borgara.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.