Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 21
VIÐSKIPTI
deCOPE á markað
Frum-
útboð
vikunnar
„Fyrir tveimur mánuðum var mikil
neikvæðni á markaðnum og útlitið
var mjög slæmt,“ sagði Bragi Smith
hjá Búnaðarbankanum verðbréfum
þegar hann var spurður út í væntan-
legt frumútboð (e. initial public offer-
ing, IPO) deCODE genetics inc.,
móðurfélags íslenskrar erfðagrein-
ingar, á markað í Bandaríkjunum og
Evrópu. Nú er staðan hinsvegar önn-
ur að hans áliti því frumútboð hafi
gengið vel að undanfömu og markað-
urinn sé að styrkjast.
Bragi sagði sextán frumútboð
verða í þessari viku, þar af sex á svip-
uðu sviði og deCODE. Af þessum 16
fyrirtækjum telur hann að deCODE
kunni að fá bestu viðtökumar og til
marks um það megi hafa að útboð fyr-
irtækisins hafi verið valið „frumútboð
vikunnar“ á þremur helstu heimasíð-
um fyrir framútboð.
deCODE verður boðið út á Nasdaq
í Bandaríkjunum og Easdaq í Evrópu
og er gert ráð fyrir að viðskipti hefjist
með bréfin í dag eða alh'a næstu daga.
Nýtt hlutafé í boði er að minnsta kosti
átta milljónir hluta en getur farið upp
í tæpar tíu milljónir hluta.
Samkvæmt upplýsingum frá
Íslandsbanka-FBA eru stærstu eig-
endur deCODE að útboði loknu SAP-
AC Corporation (10,7%), Kári Stef-
ánsson (7,6%), Alta Partners (Guy
Nohra) (5,6%), Atlas Venture (Jean-
Francois Formela) (5,6%) og Polaris
Venture (Terrance McGuire) (4,5%).
Sex mánaða uppgjör Frumherja
Minni hagnað-
ur vegna auk-
inna afskrifta
Frumherji hf.
Úr milliuppgjöri 30. júní 2000
HAGNAÐUR samstæðu Frum-
herja hf. var 4,6 milljónir króna á
fyrri helmingi ársins og er þetta
töluvert lakari afkoma en á fyrri
helmingi ársins 1999 en þá var hagn-
aður Fmmherja 16,6 milljónir
króna. Hagnaður Framherja allt ár-
ið í fyrra var 21,2 milljónir króna og
var arðsemi eigin fjár 7,4%. Rekstr-
artekjur tímabilsins vora 224,3
milljónir króna og jókst veltan um
25,1 milljón króna eða 12,6% milli
tímabila. Rekstrargjöld fyrir af-
skriftir og fjármagnsliði námu 196,3
milljónum króna og jukust þau um
tæp 17% á milli tímabila. Avöxtun
eigin fjár á tímabilinu var 1,4% á
móti 11,8% á sama tíma í fyrra. Eig-
ið fé Framherja nam 319,2 milljón-
um króna og eiginfjárhlutfall var
63,6%. Veltufé frá rekstri var 25,3
milljónir króna samanborið við 29
milljónir króna í fyrra.
Færri skoðanir og
auknar afskriftir
Að sögn Óskars Eyjólfssonar,
framkvæmdastjóra Framherja, má
einkum rekja verri afkomu Fram-
herja fyrstu sex mánuði ársins til
samdráttar í ökutækjaskoðunum,
hærri launakostnaðar og aukinna af-
skrifta. Ökuskoðanir Frumherja á
landsvísu hafi verið 6,5% færri en á
sama tímabili í fyrra og telur Óskar
líklegt að það skýrist að hluta til af
auknum fjölda nýrra bifreiða.
Launakostnaður Framherja jókst
um 11% en að sögn Óskars er hækk-
un rekstrarkostnaðar hjá félaginu
innan eðlilegra marka en tekjur hafi
hins vegar ekki aukist að sama
skapi. Verri afkomu félagsins megi
þó að miklu leyti rekja til aukinna af-
skrifta en þær jukust um 7,1 milljón
króna eða 49% og er fyrst og fremst
um auknar afskriftir á viðskiptavild
vegna kaupa á dótturfélögum að
ræða. Óskar segir að í reynd hafi
menn verið að afskrifa yfirverð á
dótturfélögum og þær afskriftir
muni koma fram af fullum þunga í ár
og á næstu áram.
Reka tólf
skoðunarstöðvar
A tímabilinu keypti félagið tvær
fasteignir fyrir rekstur skoðana-
stöðva í Skeifunni og Grafarvogi. Þá
keypti Framherji allt hlutafé Athug-
unar hf. í maí fyrir um 25 milljónir
króna en Athugun rak eina skoðun-
arstöð í Reykjavík og var velta fyrir-
tækisins í fyrra um 39 milljónir
Rekstrarreikningur 2000 1999 Breyting
Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld 224.3 196.3 199,2 168,1 +12,6% +16,8%
Afskriftir Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) 21,7 -1 14,6 2,2
Hagnaður fyrir skatta 5,3 18,7
Hagnaður ársins 4,6 16,6
Efnahagsreikningur 30/06 '00 30/06 '99 Breyting
1EIGNIR: 1 Fastafjármunir Milljónir króna Veltufjármunir 393,1 108,9 331,4 110,0 +18,6% -1,0%
Eignir samtals 502,0 441,4 +13,7%
1SKULDIR OG EIGIÐ FÉ: 1
Eigið fé 319,2 305,2 +13,4%
Skuldir 182,8 136,2 +34,2%
Skuldir og eigið fé samtals 502,0 441,4 +13,7%
Kennitölur og sjóðstreymi 2000 1999 Breyting
Eiginfjárhlutfall Arðsemi eigin fjár 63,6% 1,4% 69,0% 11,8%
Veltufjárhlutfall Milljónir króna Veltufé frá rekstri 1,17 25,3 1,47 29,0 -12,8%
króna. Að sögn Óskars rekur Fram-
herji nú tólf skoðunarstöðvar, þar af
fimm á höfuðborgarsvæðinu en sjö á
landsbyggðinni, auk útibúa en
starfsmenn Frumherja era 74 tals-
ins. Óskar segir að félagið gefi ekki
upp neina spá um afkomuna á árinu
sem stendur; menn muni nú setjast
niður og athuga hvernig bæta megi
reksturinn. Eiginfjárstaða Fram-
heija sé þó sterk og menn hafi aug-
un opin fyrir öllum möguleikum á að
stækka fyrirtækið enn frekar.
Vege tíagur i Lyfju Lágmúla
Ráðgjöf frá kf. 14-17 í dag
Lítilsháttar hækkun krónunnar
„KRÓNAN veiktist strax í morgun
um hálft prósent eða svo, en þegar
líða fór á daginn fór hún að styrkj-
ast og á heildina litið hefur styrk-
ingin verið 0,38% í dag,“ sagði
Einar Pálmi Sigmundsson, sér-
fræðingur á gjaldeyrismarkaði hjá
Íslandsbanka-FBA í samtali við
Morgunblaðið í gær. „Vísitala
krónunnar endaði í 114,05 en fór
hæst í 115,01. Við erum þeirrar
skoðunar að það sé áframhaldandi
óvissa eins og verið hefur undan-
farna daga, en þegar vísitalan fer
nálægt 115 eða þar yfir þá hefur
myndast kaupáhugi á krónum, en
vísitalan fór hæst í 115,01 í dag,“
bætti hann við.
Lækkun
ólíkleg
Einar Pálmi sagði deCODE-út-
boðið í dag geta haft jákvæð sál-
fræðileg áhrif ef það gengur vel,
en þó megi búast við frekar mikl-
um sveiflum næstu daga. Hann
sagðist telja miðað við ummæli
forráðamanna Seðlabankans síð-
ustu daga að bankinn muni ekki
hækka vexti á næstunni. Hann
sagði bankann ekki hafa gripið inn
í markaðinn í gær og ennfremur
að viðskipti hefðu verið heldur lítil,
sérstaklega miðað við síðustu
daga. Einar Pálmi sagði að krónan
hefði lækkað mikið að undanförnu
og að hann teldi ekki líklegt að
hún mundi lækka mikið á næst-
unni, vísitalan yrði ef til vill í 115-
116 stigum. Hann sagði jafnframt
að eins og aðstæður væru þessa
dagana þyrftu menn að fylgjast vel
með framvindu mála.
Birgir ísleifur Gunnarsson
seðlabankastjóri sagði að viðskipti
með krónuna hafi verið róleg í
gær, krónan hafi heldur hækkað
og taldi hann þróunina jákvæða.
Kemurþérbe, I efninu!
Ótvíræður kostur þegar draga á úr ólykt.
Lykteyðandi innan frá, vinnur gegn
andremmu, svitalykt og ólykt vegna
vindgangs, kemur lagi á meltinguna.
#LYFJA
Lyf á lágmarksverði
Lyfja Lágmúla *Lyfja Hamraborg eLyfja Laugavegi
Lyfja Setbergi * Útibú Grindavík •
vegna opnunar á einum glæsilegasta sýningarsal í Evrópu á stillanlegum rúmumf
eyðir 1/3 hluta
ævinnar í rúminu!
Með því einu að snerta takka getur þú
stillt rúmið í hvaða stellingu sem er.
Með öðrum takka færð þú nudd sem
þú getur stillt eftir eigin þörfum og látið
þreytuna eftir eril dagsins líða úr þér.
Með stillanlegu rúmunum frá Betra Bak er
allt gert til þess að hjálpa þér að ná hámarks
slökun og þannig dýpri og betri svefni.
...gerðu kröfur um
heilsu & þægindi
Einnig fylgir öllum einbreiðum,
stillanlegum rúmum 20” sjónvarp frá BT í júlí.
gnma gé&mœ tivgí
Betru
Faxafeni 5 • 108 Reykjavik • Sími 588 8477
Opib: Mán. - fös kl. 10-18