Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 37 ffarsniiHafeife STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. RÚTUSLYSIÐ RÚTUSLYSIÐ MIKLA við Hólsselskíl á þjóðveginum .skammt frá Grímsstöðum á Fjöllum er eitt umfangsmesta um- ferðarslys, sem orðið hefur hér á landi. Þá er átt við þann fjölda far- þega, sem slasaðist, svo og það björgunarstarf, sem grípa þurfti til vegna þess, hve afskekktur slysstað- urinn er, þótt nálægt hringveginum sé. Aðstoðin við þá slösuðu gekk sér- lega vel og starf björgunarsveita var vel skipulagt. Einn farþeganna beið bana er bíllinn fór út af brúnni og langflestir farþeganna þrjátíu, flest- ir þýzkir og fáeinir austurrískir, slösuðst meira eða minna, nokkrir all alvarlega. Ástæður slyssins liggja ekki fyrir, en rannsókn er hafin. Brúin yfir Hólsselskíl er einbreið og er slysið enn ein sönnun þess, hve hættulegar slíkar brýr eru, enda fjölmörg óhöpp orðið við þær víða um land. Vega- gerðin vinnur samkvæmt langtíma- áætlun (til 2010) við að taka einbreið- ar brýr úr notkun á hringveginum og helztu umferðarvegum. Þá hafa farið fram tilraunir með blikkandi Ijós við einbreiðar brýr til að vara vegfar- endur við þrengingu vegar á slíkum stöðum. Slysið nú á að vera yfirvöld- um til áminningar um, að nauðsyn- legt er að flýta áætlunum um að taka einbreiðar brýr úr notkun á helztu þjóðvegum, að ekki sé talað um á hringveginum. Þær framkvæmdir þurfa að hafa forgang og kosti það aukin fjárframlög verður svo að vera. Illbúandi er við óöryggið, sér- staklega á sumrin, þegar mikill fjöldi erlendra ferðamanna ekur um þjóð- vegina án þess að gera sér að fullu grein fyrir, hversu frumstætt vega- kerfið er á köflum hér á landi. Nokkur alvarleg rútuslys hafa orðið undanfarin ár, m.a. á Kjalar- nesi sl. vetur, þar sem tveir fórust. Þessi slys hafa beint sjónum að öryggismálum langferðabíla, sér- staklega öryggisbeltum fyrir far- þega. Frá 1. október 1999 er skylt að öryggisbelti séu í nýjum, minni bíl- um, en frá 1. október 2001 við inn- flutning á þeim stærri. Ekki er skylda að setja öryggisbelti í eldri bíla, en hlutfall þeirra er hátt hér á landi. Fyrirtækin hafa kvartað yfir því, að tollar og önnur gjöld geri þeim illkleift að kaupa nýja lang- ferðabíla og þess vegna er iðulega farin sú leið að flytja inn notaða bíla. Þá þarf ekki öryggisbelti fyrir far- þega. Þetta fyrirkomulag er hroll- vekjandi og kominn er tími til, að stjórnvöld, ferðaþjónustufyrirtæki og rútubílaeigendur finni leiðir til að bæta hér úr til að tryggja sem bezt öryggi farþeganna. Slysið á Hóls- fjöllum er alvarleg áminning til allra er málið varðar. Sú var tíðin, að um- ferðarslys af þessu tagi heyrðu til undantekninga. Þeim virðist nú fjölga. Miklar umræður spunnust um öryggi í langferðabílum fyrir nokkr- um árum þegar rúta valt. Það hefur ekki orðið nægilega mikil breyting til batnaðar á þeim tíma, sem liðinn er. Það andvaraleysi má ekki endur- taka sig í kjölfar þessa slyss. SKATTALAG ABREYTING ARN AR í ÞÝSKALANDI SAMÞYKKT Sambandsráðsins, efri deildar þýska þingsins, við skattalækkunartillögum stjórnar- innar er merkileg tíðindi og mikill sigur fyrir Gerhard Sehröder kansl- ara. Með samþykkt frumvarpsins og þeim breytingum sem unnið er að í lífeyrismálunum eru Þjóðverjar að reka af sér slyðruorðið og enginn vafi er á að það mun hafa mikil áhrif í öðrum Evrópuríkjum, jafnt utan Evrópusambandsins sem inn- an. Eru hagfræðingar sammála um að skattalagabreytingarnar muni verða þýsku efnahagslífi mikil lyfti- stöng og treysta þá efnahagslegu uppsveiflu sem verið hefur í Evrópu. Fram til 2005 verða skattar lækk- aðir um nærri 2.300 milljarða ísl. kr. Fer lægsta skattþrepið úr 22,9% í 15% og skattleysismörk verða hækkuð. Tekjuskattur fyrirtækja, sem nú er almennt á bilinu 30-40%, fer í 25% og eigendum hlutabréfa verður aðeins gert að greiða skatt af helmingi arðgreiðslna. Fyrirtæk- in sem nú greiða sérstakan sölu- eða fjármagnsskatt til sveitarfélaga, mega jafna honum við tekjuskattinn en það þýðir að hann mun í raun falla niður. Ein umdeildasta breytingin er sú að frá og með 2002 munu þýsk fyrirtæki losna við að greiða skatt af þeim söluhagnaði sem þau hafa af því að selja hlut sinn í öðrum þýsk- um fyrirtækjum. Er hann nú á bil- inu 40-50%. Bankar og trygginga- félög hafa mikil ítök í atvinnulífinu en sitja á hlutabréfaeign sinni til að komast hjá skattgreiðslu. Nú munu þessir aðilar geta losað um mikið fjármagn, selt sinn hlut á almennum markaði og opnað fyrir eignaraðild útlendinga að þýskum fyrirtækjum. Af fréttum að dæma virðist þetta lagaákvæði taka til söluhagnaðar, þegar um gagnkvæma eignaraðild fyrirtækja er að ræða, hvers í öðru. Skattfrelsi söluhagnaðar er um- deilt enda spyrja margir hvers vegna ekki eigi að greiða skatt af slíkum tekjum eins og t.d. launa- tekjum. Ekki hafði verið búist við að skattalagabreytingarnar yrðu sam- þykktar fyrr en í haust en stjórnar- andstaðan, kristilegir demókratar, er með meirihluta í Sambandsráð- inu. Þótt flokkurinn væri hlynntur frumvarpinu hugðist hann fella það í Sambandsráðinu nema gengið yrði lengra í skattalækkunum gagnvart smáfyrirtækjum og einstaklingum. Um það tókst stjórninni raunar að semja en ekki við Kristilega demó- krata, heldur við þrjá fulltrúa flokksins í Sambandsráðinu. Er það mikið áfall fyrir hina nýju forystu flokksins og Ángela Merkel, leiðtogi flokksins, viðurkenndi að þótt skattalagabreytingarnar væru vissulega í anda flokks hennar væri Schröder sigurvegarinn í þessu máli. Banaslys er rúta valt út af brúnni við Hólsselskíl skammt norðan við Grímsstaði á Fjöllum á sunnudaK V Rútan valt ofan af einbreiðri brú sem var byggð árið 1937. Fjöldi manna kom að björgun á slysstað. Morgunblaðið/Kristján Einn maður lést og: fjölmargir slösuðust EINN maður lést og fjöl- margir slösuðust þegar rúta með 31 innanborðs valt út af brúnni yfir Hólsselskíl, skammt norðan vð Grímsstaði á Fjöllum, sl. sunnudag. Sautján voru lagðir inn á sjúkrahús á Akureyri og í Reykjavík og þrett- án manns til viðbótar fengu að fara af sjúkrahúsinu á Akureyri eftir skoðun í fyrrakvöld og gistu þeir á hóteli í bænum í fyrrinótt. Rútan valt austur af brúnni á hægri hlið- ina og lenti afturhluti hennar í ánni. Maðurinn sem lést var einn þeirra sem lentu í ánni við óhappið. Samkvæmt upplýsingum á vett- vangi voru 27 Þjóðverjar og 3 Aust- urríkismenn í rútunni en bílstjór- inn er íslenskur. Lögreglan á Húsavík fékk tilkynningu um slysið um kl. 13.50 á sunnudag. Að sögn Hreiðars Hreiðarssonar, lögreglu- varðstjóra á Húsavík, sem stjórn- aði aðgerðum á vettvangi, voru hin- ir slösuðu fluttir með flugvél til Reykjavíkur og þyrlu og sjúkra- flutningabílum til Akureyrar. Alls komu 26 ferðalangar til skoðunar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og var helmingur þeirra lagður inn en hinn helmingurinn gisti á hótel- um á Akureyri sem fyrr segir. Mikill viðbúnaður var í kjölfar slyssins og að sögn Hreiðars voru læknar og hjúkrunarfólk kallað til frá Húsavík, Egilsstöðum, Akur- eyri og Kópaskeri og björgunar- sveitarmenn frá Mývatnssveit, Húsavík og Aðaldal, auk þess sem lögreglumenn frá Akureyri komu á vettvang, svo og lögreglumenn frá Egilsstöðum, sem staddir voru í ná- grenninu þegar slysið varð. Um fímmtíu manns að störfum á slysstaðnum Þá sagði Hreiðar að mikið af þrautreyndu fólki sem þarna var á ferðalagi hefði borið að og að aðstoð þess hefði skipt miklu máli á vett- vangi. „Þegar við komum á staðinn var hér fólk sem hafði reynslu í að greina hina slösuðu, þannig að þeg- ar flutningstækin komu var búið að forgangsraða slösuðum. Það gekk því greiðlega að flytja þá af vett- vangi,“ sagði Hreiðar. Þegar mest var voru um fimmtíu manns að störfum á slysstaðnum. Annað rútu- slysið á árinu 26 ferðalangar komu til skoðunar á FSA á sunnudag NOKKUR alvarleg í-útuslys hafa orðið hér á landi á undanförnum ár- um. Fyrr í vetur létust þrír menn í árekstri rútu og jeppa á Kjalarnesi. Fyrir rúmum tveimur árum lést ungur maður á svipuðum slóðum þegar rúta fauk út af veginum. Þá létust tvær konur í rútuslysi í vondu veðri í Hrútafirði fyrir tæpum tveim- ur ámm. Eitt mannskæðasta umferðarslys sem orðið hefur hér á landi varð í febrúar í vetur þegar þrír menn lét- ust og sjö slösuðust alvarlega í árekstri rútu og jeppabifreiðar. Slysið varð á Kjalarnesi. Nítján voru í rútunni sem var ásamt annarri rútu á leið norður í land. Ellefu farþegar í rútunni voru fluttir á slysadeild, þar af einn mikið slasaður. Þeir sem lét- ust í slysinu voru ökumaður nitunn- ar og farþegi og ökumaður jeppans. I janúar 1998 varð banaslys þegar hópferðabíll fauk út af veginum á Kjalamesi norðan við Tíðaskarð. Af- takaveður var þegar slysið varð og fauk rútan út af veginum og endaði í lækjarfarvegi um sjö metra neðan við vegkantinn. Fjórir farþegar voru í bílnum og lést 16 ára piltur. Svo slæmt veður var á þessum slóðum þegar slysið varð að rúða brotnaði í sjúkrabíl sem kom á staðinn, en gijóthnullungai' buldu á bilunum í veðurofsanum. í október 1995 létust tvær konur í alvarlegu slysi þegar ráta með 42 farþegum valt í Hrátafirði. Mikil hálka var á veginum og hvassviðri. Rútan valt ofan í ræsi. Allar rúður brotnuðu í bílnum og köstuðust margh' farþegar út úr honum. Níu farþegar, sem mest voru slasaðir, voru fluttir með þyrlu á sjúkrahús í Reykjavík. Árið áður, eða í ágúst 1994, valt rúta í Bólstaðarhlíðarbrekku við Stóra-Skarð. í bflnum voru 32 er- lendir ferðamenn, aðallega frá Ítalíu. Slysið varð með þeim hætti að bfllinn var rétt kominn upp úr brekkunni þegar hann mætti öðrum langferða- bfl. Vegkanturinn var blautur og háll eftir rigningar og lét hann undan þunga bflsins. Bfllinn fór eina veltu, en við það brotnuðu allar rúður í honum. Ellefu farþegar voru lagðir inn á sjúkrahús, sumir með beinbrot, enpnginn slasaðist lífshættulega. í maí 1995 fór rúta með 21 barni og þremur fullorðnum út af veginum innarlega í Reyðarfirði. Átján barn- anna slösuðust þar af hlutu tvö bein- brot. í júlí 1989 valt rúta með 28 far- þega innanborðs á veginum á Möðradalsöræfum og hrapaði 40 metra niður í gilskorning. Fai’þeg- arnir sluppu flestir með minniháttar meiðsl. ALLS komu 26 ferðalangar til skoðunar á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir rútuslysið við Hólsselskíl á sunnudag, sam- kvæmt upplýsingum frá FSA. Tveir voru fluttir með þyrlu, níu með sjúkrabifreiðum, fjórtán með rútu og einn með einkabifreið. Þá voru fjórir farþegar fluttir með flugvél á sjúkrahús í Reykjavík. Hópslysastjórn FSA var kölluð til og stjórnaði hún öllum aðgerð- um. Greiðlega gekk að taka á Þrettán sjúkling- ar lagðir inn móti fólkinu og veita því nauðsyn- lega aðhlynningu. Fystu sjúkling- arnir komu á FSA um kl. 17.20 á sunnudag og var búið að skoða þá alla um kl. 22.30 og leggja þá inn sem þurftu aðhlynningar við. Þrettán sjúklingar voru lagðir inn á sjúkrahúsið. Tíu þeirra voru beinbrotnir og gengu þrír undir aðgerðir vegna brota. Einn sjúk- lingur hlaut loftbrjóst og annar liðhlaup á öxl. Flestir hlutu einnig mar og skurði sem þurftu að- gerða við. Eftir læknisskoðun og aðstoð sem áfallahjálparteymi FSA veitti fóru 13 einstaklingar á vegum Rauðakross íslands á hótel þar sem þeir gistu í fyi'rinótt. Þeir komu á fund með áfallahjálpar- teymi FSA og fleirum í gærmorg- un. Brá illilega þegar ég sá vatn aftast í bílnum ÞÝSKI ferðamaður- inn, sem lést í rútu- slysinu við Hólsselskíl á sunnudag, lenti undir tveimur öðrum farþegum sem köst- uðust til þegar rútan valt af brúnni, að sögn Helmut Lug- mayers sem var leið- sögumaður ferða- fólksins. Aftasti hluti rútunnar hafnaði í ánni og lentu tveir farþeganna í vatni og var annar þeirra maðurinn sem lést. Lugmayer sat fremst í rútunni þegar óhappið varð en hann sneri aftur í bflinn þegar ekið var inn á brúnna og sá því ekki ná- kvæmlega hvað gerðist. „Eg fann fyrir höggi við fram- hjólið þegar við fórum inn á brúna og kastaðist bfllinn fyrst á vinstri hlið brúarinnar og svo yfir á hægri hliðina og lagðist svo smám saman niður af brúnni hægra megin og á hliðina. Ég kastaðist til hliðar við höggið en þegar ég leit aftur í bfl- inn sá ég vatn aftast í bflnum og þá brá mér illilega. Ég klöngraðist yf- ir fólkið sem hafði hrúgast upp á hvað annað og aftur í bflinn og sá þá að tveir farþegar höfðu lent í vatninu. Kona sem var aftur í gat stungið sér út í gegnum brotna rúðu og komið sér upp úr ánni. Eldri maður sem sat aftast hafði fengið tvær konur ofan á sig og gat sig þvf ekki hreyft." Lugmayer sagðist hafa reynt að draga konurnar af mannin- um og síðan komið honum upp úr ánni en hann sagðist ekki muna þá atburðarás. „Það gekk ágætlega að koma fólkinu út úr rútunni en ég vann aðallega við það að koma fólkinu upp úr vatninu. Fljótlega bar að annað ferðafólk sem veitti aðstoð á slysstaðnum en einn vegfarandi fór upp að Gríms- stöðum til að tilkynna um slysið því ekkert GSM samband var á svæð- inu og farsími rútunnar óvirkur." Árangnrslausar lífgunartilraunir Lugmayer sagði að maðurinn sem lenti í vatninu hafi sýnt lítils háttar lífsmark í upphafi. Eftir að tekist hafi að koma honum upp á árbakkann hafi hann hins vegar verið hættur að anda. Fljótlega bar að hollenska hjúkrunarkonu sem þarna var á ferð og tók hún við lífgunartilraunum en án árangurs. Lugmayer sagðist ekki geta svarað því áþessari stundi hvort bflbelti hefðu skipt sköpum í þessu slysi. „Það er ekki mjög algengt að bflbelti séu í svona bflum á Islandi. Það er ekki víst að bflbelti hefðu hjálpað því fólki sem lenti í vatninu en kannski hefði fólk ekki lent eins mikið ofan á livert öðru hefði það verið í bflbelti.“ Helmut Lugmayer hefur stai'fað sem leiðsögumaður á íslandi í níu sumur. Hann vildi fyrir hönd hóps- ins koma á framfæri sérstöku þakklæti til allra þeirra ljölmörgu sem aðstoðuðu fólkið á slysstað- num og á Akureyri í kjölfarið. Hann sagði að fólkinu liði eftir at- vikum en að ljóst væri að einhverj- ir þyrftu að dvelja á sjúkahúsi eitt- hvað lengur. Fólkið, sem var í hálfsmánaðar ferð um landið, hafði verið á ferðinni í átta daga og var hópurinn á leið frá Norð- firði að Dettifossi þegar óhappið varð. Farþegarnir eru á aldrinum 40-70 ára og koma þeir víða að frá Þýskalandi og Austurríki. I hópn- um voru 17 einstaklingar, fimm hjón og tveir bræður auk leiðsögu- manns og bflstjóra. Helmut Lugmayer Fjórir ferðamenn lagðir inn á Landspítalann í Fossvogi Enginn var lífs- hættulega slasaður FJÓRIR af þeim sem voru í hóp- ferðabílnum sem valt ofan í Hólsselskfl voru fluttir á Landspíta- lann í Fossvogi strax eftir slysið. Að sögn Jóns Baldurssonar, yfirlæknis á slysadeild spítalans, var enginn þeirra lífshættulega slasaður, en ferðamennimir voru lagðir inn á aðrar deildir spítalans til frekari rannsókna og eftirlits. Jón sagðist í fyrstu hafa búist við 25 sjúklingum og þar af 10 illa slösuðum. Var sjúlö'alið sett í viðbragðsstöðu og kallað á enn frekari liðsauka. „Það kom svo í ljós að blessunarlega var ástandið nú ekki svo slæmt,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið í gær og að hans sögn var sjúkrahús- ið vel í stakk búið til þess að taka á móti sjúklingunum. Samræma þarf betur aðgerðir í stórslysum „Fólkið hér vann sitt starf af stakri prýði og var mjög ánægjulegt að sjá það. Hitt er svo annað mál að hópslysakerfi landsins er ekki eins og það á að vera,“ sagði Jón og bætti við að skipulagður viðbúnaður vegna hópslysa mætti vera nánar tengdur hinu daglega kerfi. „Ai- mannavarnir rfldsins setja í gang vettvangsstjórnarskipulag þegar stórslys verða og þar starfar frá- bært fólk sem hefur sérþekkingu á sínu sviði. Gallinn er sá að það skipulag er ekki notað í daglegu starfi, sem er alvarlegur veikleiki á heildarkerfinu. Kerfið verður að þjóna sjúklingum hratt og mark- visst og stærsta vandamálið við nú- verandi kerfi er það að samræming- araðilinn, sem er Almannavarnir ríkisins, tekur ekki til starfa strax. Eðlilegast er að hann sé alltaf virk- ur og tilbúinn þannig að þegar hringt er inn til neyðarlínunnar fari strax í gang markviss stjóm að- gerða. Neyðarlínan er boðunaraðili sem sinnir sínu hlutverki mjög vel en þar hefur enginn umboð til fram- kvæmda. Það sem þarf er samræm- ingaraðili sem er í landræðilegu ná- býli við neyðarlínuna, helst í sama húsi, og hefur vald til að stjórna að- gerðum. Nauðsynlegt er að hann sé alltaf virkur, hvort heldur sem um er að ræða stór slys eða lítil. Al- mannavamakerfið var sett í gang vegna slyssins í fyrradag af tilviljun, en vaktmaður Landhelgisgæslunn- ai- frétti af þessu slysi vegna þess að þyrla Gæslunnar var kölluð út og það er hann sem lét starfsmann stjórnstöðvar Almannavarna vita. Það er engin ein stjórnstöð til í land- inu sem samræmir aðgerðir, en að mínu mati verður það að vera. Það er lífsspursmál fyrir fólk sem lendir í slysi að skipulagið sé gott svo hægt sé að koma því til hjálpar tímanlega og að það sé flutt á rétta staði eins fljótt og auðið er,“ sagði Jón og skorar á stjórnvöld að taka málið til athugunar, en vildi bæta því við að hann hefði ekkert að setja út á ein- staka aðila sem stóðu að björgunar- aðgerðum heldur vfldi koma á fram- færi gagnrýni á kerfið í heild. Verið að endurskoða vett- vangsstjórnarskipulag Að sögn Árna Birgissonar, sviðs- stjóra Almannavarna ríkisins, er stjóm neyðaraðgerða á Islandi í höndum lögreglustjóra í hverju um- dæmi, sem í þessu tilviki var lög- reglustjórinn á Húsavík. „Það er hægt að skipta neyðaraðgerðum í tvo meginflokka," sagði Árni. „Ann- ars vegar í daglegar neyðaraðgerð- ir, þar sem lögreglan er við stjórn- völinn, og hins vegar þegar um er að ræða mjög umfangsmikil slys, nátt- úruhamfarir eða hernaðarátök. Þá taka gildi lög um almannavarnir, en almannavarnaástand er þegar dag- leg neyðarþjónusta hefur ekki und- an. Þegar um er að ræða eins stórt slys og varð á Fjöllum getui' það verið erfitt fyrir minni umdæmi að anna slíku. Ákvæði um það hvenær almannavarnaástand er og hvenær Almannavarnir skuli taka við stjórn geta verið loðin, en nýlega var vett- vangsstjórnarskipulag Almanna- varna endurskoðað með það fyrir augum að það nýtist í öllum tilvik- um,“ sagði Ami. „Það sem við erum að reyna að gera er að yfirfæra vett- vangsstjórnarskipulag Almanna- vama á daglegar neyðaraðgerðir og hafa Almannavarnir og fulltráar ýmissa stofnana og samtaka á sviði y neyðar- og öryggisþjónusu unnið markvisst að því að samræma þessi mál. Enn eigum við þó mikla vinnu fyrir höndum.“ Flestir vilja fara heim sem fyrst Flestir af ferðamönnunum sem vora fai'þegar í hópferðabif- reiðinni em ferðafærir vilja komast heim sem fyrst, að sögn Hallgríms Lárussonar, markaðsstjóra ferðaskrifstofu Snælands-Grímssonar, sam- starfsaðila þýsku ferðaskrif- stofunnar Studiosus. „Ætli það séu ekki um tuttugu manns sem vilja komast heim á morg- un ef hægt er,“ sagði Hallgrím- ur, en hópurinn kom til lands- ins 9. júlí og var áætluð brottfór hinn 23. næstkom- andi. „Þegar svona kemur fyrir vill fólk komast heim og ná átt- um, sem er auðvitað alveg skiljanlegt. Við erum að vinna í því þessa stundina að koma fólkinu til Reykjavíkur og finna fyrir það gistingu. Það er svo Studiosus-ferðaskrifstofan sem mun sjá um að koma ferðamönnunum frá Islandi, en hún bókaði og skipulagði ferð- ina í upphafi,“ sagði Hallgímur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.