Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 43 UMRÆÐAN Verndarpólitík Mývatns MÝVATN er 37 ferkílómetra stórt vatn á Norðausturlandi, einstakt fyrir náttúrufegurð og lífríki. Mývatn og Laxá eru Mðuð með sérstökum lög- um frá 1974. Vatnið er yfírleitt ekki dýpra en fjórir metrar og víða miklu gi'ynnra. Lífríki vatnsins byggist m.a. á því hversu grunnt það er því að þannig nýtist sólarljósið niður undii- botn. Til verður við- kvæm lífkeðja sem ein- stakir silungs- og fugla- stofnar byggja afkornu sína á. Námugröftur á botni Mývatns Kísiliðjan, fyrirtæki í meirihlutaeigu íslenska ríkisins, hefur stundað námugröft í Ytri-Flóa Mývatns í rúm 30 ár. Ytri-Flói er átta ferkflómetrar en vatnið allt 37 ferkflómetrar. Nám- an er nú orðin um 40% af Ytri-Flóa eða rúmir þrír ferkflómetrar og allt að fjögurra metra djúp. Námugröftur- inn er ekki sjálfbær því að endumýj- un og hækkun vatnsbotnsins er miklu hægari. Svo virðist sem allir, þ.á rn. Kísiliðjan, séu sammála um að ekki sé óhætt að dæla meira úr Ytri-Flóa. Mér er ekki kunnugt um stærri námu hér á landi en námuna á botni Mývatns. Hins vegar sjá hana fáir og því virðist sumum hún ekki vera vandamál. Getið þið hugsað ykkur slíka námu í hrauninu á Þingvöllum? Úrskurður skipulagsstjóra um kísilnám Kísiliðjan hefur nú farið fram á að mega dæla úr tveimur námum í Syðri-Flóa sem yrðu um 0,86 og 0,4 ferkflómetrar að stærð. Þessar nám- ur eiga að vera 6,5 og 4,5 metrar að dýpt. Dýpri náman er margfóld dýpt vatnsins á þessum slóðum sem eru í nágrenni við Geiteyjarströnd á aust- urbakka Mývatns. Nú er fallinn úrskurður skipulags- stjóra þar sem hann heimilar námu- gröft úr stærra svæðinu. Hann setur m.a. það skilyrði að Kísiliðjan skil- greini „ásættanlegt áhrifasvæði“ námunnar sem er það svæði sem má skemmast, m.a. með flutningi sets niður í holuna djúpu. Úrskurðurinn er byggður á mats- skýrslum frá Kísiliðjunni frá síðasta ári og í apríl á þessu ári þar sem leit- ast var við að svara spumingum skipulagsstjóra frá nóvember á síð- asta ári, auk annarra gagna. Flestir sem hafa lesið aprflskýrslu Kísiliðj- unnar telja að spumingunum sé ekki vel svarað og alls ekki þannig að sýnt hafí verið fram á að námugröfturinn og verksmiðjan séu vatninu og lífrfld þess skaðlaus. Því kemur úrskurður skipulagsstjóra satt að segja nokkuð á óvart jafnvel þótt hann bendi sjálfur á að námuvinnsla í Syðri-Flóa er ekki í samræmi við gildandi aðalskipulag Skútustaðahrepps. Vemdarpólitík vantar í úrskurðinn Við lestur úrskurðarins kemur í ljó.s að hann er ekki byggður á vemd- arpólitískum sjónarmiðum og horft er framhjá mörgum þeirra fyrirvara sem höfundar aprflskýrslu Kísiliðj- unnar setja sjálfir. Hér er tvennt sem þarf að taka tillit til. Varúðarreglan um að sanna þurfi skaðleysi framkvæmda á að gilda á stöðum sem era jafnmikdlvægir og Mývatn og sú staðreynd að vafinn á skaðanum af því að búa til svo stórar, ósjálfbærar námur er orðinn býsna lítill eftir þær rannsóknir á vatn- inu sem stundaðar hafa verið undanfama ára- tugi. Það var ekki út í hött að Alþingi setti lög- in um vemdun Mývatns og Laxár og að íslenska rfldsstjómin hefur sjálf sett Mývatn á svokall- aða Ramsar-skrá um al- þjóðlega mikilvæga vot- lendisstaði. Taka þarf tfflit til fleiri slfla-a al- þjóðlegra samninga við mat á umhverfisáhrif- um í Mývatnssveit og við Laxá. Með úrskurði sínum snýr skipulagsstjóri varúðarreglunni við því að nota á upplýsingar úr vöktun á Náttúruvernd Það mun koma til kasta umhverfisráðherra, segir Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, að taka verndarpólitíska ákvörðun um framtíð Mývatns. setflutningum o.fl. atriðum þannig að til greina komi að afturkalla námu- leyfi ef skaði sannast. I varúðarregl- unni felst aftur á móti að sanna þurfi áður en ráðist er í framkvæmd að hún valdi ekki skaða. Það mun koma til kasta umhverfis- ráðherra að taka vemdarpólitíska ákvörðun um framtíð Mývatns en kærufrestur á úrskm’ðinn er til 16. ágúst nk. Vemdarpólitísk ákvörðun felst í því að farið verði eftir varúðar- reglunni og þeim alþjóðlegu samning- um sem Islendingar eiga aðild að. Umhverfisráðherra hefur óskoraðan stuðning náttúravemdarsinna til að snúa þessum úrskurði við. Fjölgun eða fækkun fólks Helstu rök sem notuð hafa verið til stuðnings áframhaldandi námu- greftri era þau að stærsti atvinnurek- andi í sveitinni, Kísiliðjan þar sem 49 manns vinna, muni hætta starfsemi 'oufv/nrrÝ cava I O I 1 U jUl/d JURTA ÖSTROGEN Fæst í apótekum Ingdlfur Ásgeir Jóhannesson og við það muni fólki fækka um 200 manns. Þá er ekki gert ráð fyrir því að hluti starfsmanna Kísiliðju mun fá aðra atvinnu í Mývatnssveit, t.d. í ferðaþjónustu þar sem umtalsverður vinnuaflsskortur er á sumrin og þarf að flytja inn fullt af fólki. Ekki skal um það deilt að fólki gæti fækkað í Mývatnssveit þegar námu- vinnslunni verður hætt. Hins vegar hafa stjómvöld hvorki gert neitt í því að útvega aðra atvinnumöguleika í Mývatnssveit eða í nágrenni sveitar- innar né mótað þá stefnu að mannvist í Mývatnssveit gæti þurft að tak- marka vegna þess álags sem hún er á náttúranni. Því að það er rétt sem fram kemur í matsgögnum að fleira en Kísiliðjan veldur hættu fyrir lífrfld vatnsins. Mér er vel Ijóst að ef námugreftrin- um verður hætt missa einhveijir vina minna og félaga atvinnu sína á sama hátt og vinir og félagar hafa misst at- vinnu við flutning opinberra stofnana, t.d. Jafnréttisstofu, frá Reykjavík til annarra sveitarfélaga. Eg geri sömu kröfu til rflrisstjómarinnar sem aðal- eiganda Kísiliðjunnar að hún hjálpi fólki að fá nýja vinnu í Mývatnssveit. Eins og fólkinu hjá Byggðastofnun er lofað, flytji það ekki tfl Sauðárkróks. I góðærinu ætti rfldnu heldur ekki að verða skotaskuld úr því að skapa starfsemi mun ásættanlegri fyrir Mývatn frá sjónarhóli vemdar en námugröftur er. Bent skal á nýlega samþykkt SUNN, Samtaka um nátt- úravemd á Norðurlandi, þar sem þess er krafist að landvarsla og nátt- úrurannsóknir verði efldar í Mý- vatnssveit með heilsársbúsetu land- varða og náttúrufræðinga. Um- hverfisráðherra gæti flutt norður hluta af starfsemi Náttúruvemdar rfldsins eða einfaldlega eflt og bætt við þá starfsemi. Eðlilegt er að byggja upp atvinnu- og fræðslustarfsemi í Mývatnssveit sem byggist á náttúra- vemd. Vinna við náttúravemd er ein- hver besta vinna sem hægt er að hugsa sér. Höfundur er dósent við Háskólann á Akureyri og formaður SUNN, Sam- taka um náttúruvernd á Norður- landi. Frábær kynningartilboð - Kaupaukar og óvæntir giaðningar Stendhal dasar í Kringlunni á betra verði en þig grunar! Stendhal p a r i s Snyrtivörudeild Hagkaups, Kringlunni /j SLIMMING/) Í komin aftur á útsölustaði Kemur þér beint að efninu! «-15 4 6 9?0 UTIVISTAR as NARKAÐUR 1 v.f við Faxafen í Reykjavík Sta«á b5Ö0 xtsoo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.