Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Reuters „Rúmið mitt“ eftir Tracey Emin í Tate-g-allernnu í Lundúnum. Óumbúið rúm fyrir um tuttugu milliónir London. Morgunblaðið. EFTIR nokkra umhugsun hefur Charles Saatchi, eigandi samnefnds samtímalistasafns og stofnandi víð- frægrar auglýsingastofu með sama nafni, keypt listaverkið „My Bed“, Rúmið mitt, eftir Tracey Emin, einn af þekktustu ungu listamönnum Breta. Hvort umhugsun Saatchi stafaði af verðinu, 150 þúsund pundum, um 20 milljónum islenskra króna, eða af efasemdum um list- ræn gæði verksins skal ósagt látið, en salan hefur óneitanlega vakið mikla athygli í breska listaheimin- um. Það skiptist nokkuð í tvö horn hvort menn eru hrifnir af verkum Emin. Sumir ásaka hana fyrir óhóf- lega auglýsingamennsku á eigin vegum. Verkið er einfaldlega óumbúið og heldur óþrifalegt rúm listakonunn- ar, þar sem í kring er stráð dóti sem stundum liggur við rúm, til dæmis óhrein nærföt og notaður smokkur. Verkið var tilnefnt til hinna eftir- sóttu Turner-verðlauna í fyrra, helstu myndlistarverðlauna Breta, en hlaut þó ekki náð fyrir augum dómnefndar. Emin hefur sagt frá því að hún hafi sjálf legið í rúminu og reyndar hugleitt sjálfsmorð, sem hún freistaði þó ekki að fram- kvæma. Eftir á að hyggja má segja að það hafi verið nokkur heppni, því óneitanlega hefur rúmið skilað meira af sér en almennt genst og gengur með óumbúin rúm. Charles Saatchi hefur á undan- fömum áratugum byggt upp áhugavert safn nútímalistar, eink- um breskrar listar, og þar er verk Emin nýjasta viðbótin. Menn skiptast mjög í tvo hópa um gildi verka hennar og hún á sér vissulega aðdáendur, eins og kaup Saatchi sýna, en það eru líka ýmsir gagnrýnendur, sem telja henni það helst til tekna að hún sé slyng að koma sjálfri sér og verkum sinum á framfæri. Á sýningu fyrir nokkru tóku tvö ungmenni upp á því að hoppa í óum- búna rúminu hennar. Fyrir það vora þau tekin föst, með tilheyrandi íjölmiðlaathygli, en sögðu síðan frá því að Emin hefði sjálf fengið þau til þess. Þau sluppu sektarlaust. Ann- að dæmi sem gagnrýnendur taka um það hversu tilbúin hún sé til að setja sjálfa sig á sýningu er tjald, sem hún sýndi fyrir nokkrum árum. Á það hafði hún saumað út nöfn all- ra þeirra sem hún hafði sængað hjá. Eftir á að hyggja er hún varla fyrsti listamaðurinn sem setur líf sitt fram á listrænan hátt, en henni hef- ur sumsé tekist að fara rækilega í taugaraar á mörgum þótt Saatchi hafi verið tilbúinn til að reiða fram íbúðarverð fyrir list hennar. Hin mörgu andlit Cruise KVIKMYJ\PIR H á s k íí I a b í ó, Laugarásbíó, Sam- bfóin Áll'abakka og Borgarbíó Akureyri „Mission: Impossible 2“: ★ ★ ★ Leikstjóri: John Woo. Handrit: Robert Towne. Framleiðandi: Tom Cruise. Aðalhlutverk: Tom Cruise, Thandie Newton, Dougray Scott og Anthony Hopkins. Paramount 2000. MAN einhver eftir Chris Cool, njósnara merktum X? Eg held að Tom Cruise sé að leika hann í Miss- ion-myndunum sínum. Póstmódern- ískan Cool, reyndar. Báðir eru ofur- svalir njósnarar óskilgreindrar stofnunar, það er eitthvað strákslegt við þá báða í hættulegum sendiförum gegn enn óskilgreindari ógnaröflum, sem jafnvel James Bond gæti lent í erfiðleikum út af. Þeir eru tæknifrík báðir. Cool smellti skónum einhvern veginn og allt bjargaðist. Cruise ríf- ur af sér andlitið og hann er ekki Cruise (þessi mynd hefði auðvitað átt að heita Pace Off). Já, ég held að Cruise sé Cool. Og undir stjóm Hong Kong-leikstjórans Johns Woos í „Mission: Impossible 2 er hann ekkert minna en ofsa Cool. Sennilega var það hárrétt ákvörð- un hjá Cruise, sem líka er framleið- andi myndarinnar og hagnast einna mest á sumargróðanum, að fá Woo til verksins. Hann er leikstjóri sem getur haldið sig við efnið þegar efnið gerir það ekki lengur. Hann getur sviðsett eltingarleik á mótorhjóli eins og um grískan harmleik sé að ræða. Hann getur fundið dramatísk- an þunga í skotbardaga. Og hann er sögumaður. I fyiri Mission-mynd- inni, sem Brian De Palma gerði, týndist plottið í tæknibrellunum. Woo lætur það ekki gerast. Hann passar upp á söguna. Ástarsagan í handriti Roberts Townes (það eru engir smákallar fengnir í þessar B- myndir, hann gerði Chinatown) fær aldrei að drukkna í hávaðanum af hasarbrellunum. Það er einhver við- kvæmni í myndinni byggð á sam- bandi njósnarans og stelpunnar hans, sem setur merkingu í eltingar- leikina. Hún þarf ekki að vera merki- leg en það er gott að vita af henni. Og það er ósvikinn Hong Kong- bragur á myndinni. Skotbardagarnir eru ákafari, slagsmálin hönnuð eins og dansatriði: Lokaslagsmálin drag- ast um of á langinn reyndar, þau ætla engan enda að taka, en Bruce Lee hefði sjálfsagt orðið ánægður, segi það ekki. Cruise er auðvitað stálsleginn hangandi á fingurgómun- um fram af klettasnös eins og það sé fyndið. Algjör ráðgáta frá byrjun til enda. Það er eins og við þurfum ekki lengur að vita neitt um þessar hetjur nema að þær kunna að skjóta úr byssum og vita hvenær rétt er að skipta um andlit. Spretta alskapaðar fram í líki Cruise og vinna hetjudáðir sem, þótt þær séu ekki mennskar, eru heilmikið og skemmtilegt bíó. Það er eins og hann sé einn í heimin- um. Anthony Hopkins, góðlega föðurimyndin, kemur fram í mynd- inni rétt nógu lengi til þess að láta hann hafa nýjasta verkefnið (þetta er ekki erfitt, segir hann, þú færir létt með það, þetta er óframkvæm- anlegt). Cruise hóar í tvo vini sína, sem hafa í raun aðeins statistahlut- verk, en að öðru leyti er hann einn í heiminum. Þögli einfarinn og kona í nauðum. Towne kann sitt fag. Thandie Newton er stelpan sem hann er tilbúinn að deyja fyrir og hún lætur okkur skilja hvers vegna án þess að neinni raunverulegi dýpt sé fyrir að fara heldur er þetta efni sem sumarmyndir eru gerðar úr: ábyrgðarlaus skemmtun. Af þeirri tegund sem gleymist um leið og ljós- in kvikna aftur. Arnaldur Indriðason Gradualekórinn í Reykjahlíðarkirkju. Morgunblaðið/BFH B ar nakór atónleikar í Mývatnssveit Mývatnssveit. Morgunblaðið. GRADUALEKÓR Langhollskirkju hélt tónleika í Reykjahlíðarkirkju fyrir skemmstu. Á efnisskránni voru sígild íslensk lög, kunnugleg erlend lög frá ýmsum löndum og kirkjuleg verk, m.a. eitt eftir Tryggva M. Baldvinsson. Einsöngv- arar voru þær Dóra S. Ár- mannsdóttir og Regína V. Ólafs- dóttir, söngkonur framtíðarinnar. Undirleikari var Lára B. Egg- ertsdóttir, ættuð frá Brún f Reykja- dal, og Iék hún af krafti og öryggi í stíl stjórnandans, Jóns Stefánsson- ar. Húsfyllir var í kirkjunni og lista- fólkinu forkunnarvel tekið. Elín Osk syngur á listahátíð í Bodo ELÍN Ósk Ósk- arsdóttir syngur aðalhlutverkið í óperunni Aidu eftir Verdi sem sett verður upp í Bodo í Noregi í tilefni af listahá- tíð þar í bæ sem nefnist Nordland Óskarsdóttir Musikkfestuke. Operan verður flutt á opnunardegi hátíðarinnar 28. júlí og aftur tveimur dögum síðar. I henni taka einnig þátt söngvarar frá Mariinsky leikhúsinu í Sankti Pét- ursborg sem og norskir söngvarar. A hátíðinni sem stendur yfir í 10 daga verða yfir hundrað listviðburð- ir á dagskrá sem ná allt frá óperu og klassískri tónlist til jazz- og rokk- tónlistar. Hátíðin er árviss viðburð- ur í Bodp og hefur Eh'n Ósk áður tekið þátt í henni, það var árið 1997 er hún söng aðalhlutverkið í upp- færslu á norsku óperunni Fredkulla. URKLÆÐNING Kynntu þér ELGO múrklæðningu áður en þú ákveður annað ELGO múrklæðningin er létfc og sterk, sem fegrar, ver og einangrar Traust íslensk múrefni síðan 1972 IÁ verði við allra hæfi tar á nýtt og eldra hús Varist eftirlýkingar Leifcið tilboða! ■■ ■I steinprýói Stangarhyl 7 — Pósthólf 10058 — 130 fleykjavík Sími 567 2777 — Fax 567 2718 V __________ Ráðhús Ölfuss, Þorlákshöfn ELGO MÚRKLÆÐNINGIN hefur verið undir eftirliti RB síðastliðin 9 ár og hefur farið í gegnum ýmsar prófanir, svo sem NORDEST NT Build 6G, og staðist þær allar. ELGO MURKLÆÐNINGIN var tekin út af Birni Marteinssyni, verkfræðingi hjá RB, ÁN ATHUGASEMDA. Flest ELGO efnin hafa verið prófuð hjá M-2000 Þriðjudagur 18. júlí SIGLUFJARÖARKIRKJA KL. 20:30 Þjóðlagahátíð Á hátíðinni munu mætast tónlistar- menn fjögurra þjóða við norðanvert Atlantshaf. Auk íslendinga koma þar fram Samar frá Norður-Noregi, Inúíti frá Norður-Kanada og fær- eyskir dansarar. Fjöldi tónieika verður á hátíðinni auk fyrirlestra og námskeiða. Börnum verður boöið upp á dagskrá fyrir hádegi, sungin verða þjóðtög og rímnalög, dansað, farið í leiki, spilað og lærðar barna- gælur og þulur. Hátíðin stendur til 23. júlí. www.siglo.is/festival. GRAND HÓTEL KL. 8. „ The Extremes of the Extremes Alþjóðieg ráðstefna á vegum Vatna- mæiingar Orkustofnunar þar sem hamfaraflóö, eitt mesta eyðingarafl náttúrunnar verður í brennidepli. Lokadagur ráðstefnunnar er á Þjóðlagahátíð á Siglufirði verður sett í dag. morgun en erindi eru flutt á ensku. www.os.is/vatnam/extremes2000. www.reykjavik2000.is, wap.olis.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.