Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Kímni og háð með sakleysis- legu sjónarhorni barns VILBORG Dagbjartsdóttir er sjö- tug í dag. Af því tilefni hefur JPV forlag gefið út btíkina Þrjár sögur eftirSaki, íþýðingu Vilborgar. Vilborg er löngu kunn fyrir Ijtíðagerð sína og þýðingar. Hún hefur einnig unnið að þáttagerð fyrir Ríkisútvarpið, samið barna- bækur og kennt við Austurbæjar- sktílann í Reykjavík, þar sem hún lauk 45 ára kennsluferli í vor sem leið. Vilborg hlaut í maí síðastliðn- um bókmenntaverðlaun IBBY fyrir framlag sitt til menningar barna og störf sín í þeirra þágu og þann 17. jiiní siðastliðinn sæmdi Forseti Is- lands Vilborgu heiðursmerki hinn- ar íslensku fálkaorðu. Bókin Þrjár sb'gur eftir Saki inni- heldur þrjár smásögur. Saki var höfundarnafn Hectors Hughs Munros, ensks skálds og blaða- manns, sem fæddist í Burma árið 1870. Saki var einn snjallasti smá- sagnahöfundur Breta og var eink- um þekktur fyrir leiftrandi kímni og háðsádeilu á enskt smáborgara- lít". Hann tílst upp hjá frænkum sín- um í Bretlandi eftir að mdðir hans lést og er efniviður margra smá- sagna hans sóttur þangað. Svo er með þær sögur sem nú koma út í þýðingu Vilborgar. Sögurnar þrjár fjalla allar um börn og samskipti þeirra við fullorðið fólk. Börnunum tekst í öllum tilfellum að leika á fullorðna fólkið með misjöfnum af- leiðingum. Sögurnar iða af kíiimi, háði og stitírnleysi, en þtí er í þeim undirttínn miskunnarleysis og óhamingju. Vilborg beitir gjarnan háði í ijtíðum sínum, með sakleysis- legu sjtínarhorni barns, líkt og Saki gerir í þessum sögum. „Ég eignaðist fyrir löngu síðan bókina „The Best ofSaki", þar sem Graham Greene valdi bestu sögur Sakis. Mér þtítti óskaplega gaman að þessum sögum," segir Vilborg. „Ég varð strax alveg heilluð af sög- unni Ruslakompan. Þessi lýsing á strákn- um er svo heillandi og fyndin. Eg ftír strax að gh'ma við að þýða sög- una, en gekk ekkert vel. Btíkina og drögin að þýðingunni geymdi ég í iitlum kassa inni í skáp, líkt og Iitlar stelpur eru með. Fyrir þremur til fjórum ár- um tók ég mig svo til og lauk við þýðinguna og þýddi auk þess aðra sögu, Sredni Vashtar, sem líka er í' bókinni. Það var fyrir Ríkisút- varpið og þátturinn nefndist Tvær sögur eftir Saki. Svo þegar kom til að gefa eitthvað út í tilefni af afmælinu mínu ákváðum við Jtíhann Páll Valdimarsson að gefa þessar sögur út. Þó að þessar sögur séu gamlar, skrifaðar fyrir fyrri heimsstyrjöld, eru þær alveg jafn skemmtilegar. Mér finnst líka vanta smásögur, það koma of sjald- an út þannig bækur. Ég vildi endi- lega hafa stelpu líka sem sögu- lietju, svo ég ákvað að þýða eina sögu enn. Það var Opinn gluggi - og ekki er hún síst. Seinasta sagan er náttúrulega mjög átakanleg og fyrsta sagan er það í raun líka á vissan hátt. Þó að sagan sé fyndin sér maður hver kjör söguhel juiiuiii- eru. En það er nú einn sinni þannig, að börn eiga alltaf framtíðina fyrir sér. Þess vegna enda allar barna- sögur vel. Það er svo merkilegt, að þó að þau séu í slæmum aðstæðum eiga þau alltaf bjarta framtíð, alltaf von. Við getum ekki skrifað fyrir börn sem eiga ekki eitthvað fram- undan. Þau eru að byrja lífið." Þessar sögur enda. nú ekki vel. „Nei, þær gera það ekki. Það er ekki hægt að segja það, seinasta sagan er mjög átakanleg. En samt Vilborg Dagbjartsdóttir er það þessi sérkenni- legi húmor Sakis sem er engu öðru líkur, sem gerir þessa hluti þannig að þeir verða svo skemmtilegir." Eru þetta sögur fyr- ir börn eða sögur fyrir fullorðna? „Sögur Sakis hafa nú aldrei svo ég viti til verið gefnar sérstak- lega út fyrir börn. Samt sem áður eru þetta sögur sem börn geta haft gaman af. En þtí að þær séu um börn eru þær ekkert skrifaðar handa börn- um. Þetta eru mjög beittar smásög- ur og hann er þarna að vinna úr sinni eigin æsku." Eruþetta sögur um framandi heim, liðna tíð íöðru landi eða eru þær um eitthvað sem allir kannast við? „Mannleg reynsla og tiifinningar mannsins, þær hafa ekkert breyst. Það er einmitt svo gaman að lesa um umhverfi sem er framandlegt. Það er heillandi að lesa um heim sem er öðruvísi en sá hversdags- heimur sem maður lifir f sjálfur. Það er einmitt það sem bækurnar færa okkur. Það er hægt að fara inn í' annan heim. Btíkin heldur miklu fleiri möguleikum opnum heldur en til dæmis kvikmyndin eða leikhúsið að því leyti til, að lesandinn hann getur skapað um- hverfið. Ef hann hefur þroskað með sér að lesa og njtíta þess sem er Iesið getur hann skapað Iieiui sem er raunverulegur og getur búið með honum." Er eitthvað líkt með þínum stQ ogstíISakis? „Ég yrði mjög stolt ef svo væri. Ég gæti vel trúað þvf að þessar sög- ur hafi haft djúp áhrif á mig, en það hvarflar nú ekki að mér að ég sé komin við hliðina á honum." Sakf hefurþá verið einn afþínum eftirlætisrithöfundum? „ Já, það hefur nokkuð verið þýtt eftir hann og birt í tímaritum. Ég hef lesið margar sögur hans, þar sem mér hefur alltaf þtítt gaman að smásögum. Tungumálið hefur löngum verið ein helst skemmtun íslendinga og þegar ég var barn voru alls konar leikir að tungumál- inu það sem við sóttum mesta gleði í á löngum vetrarkvöidum. Auð- vitað lika að lesa, það var allt lesið upp til agna sem náðist í." Finnst þér þetta hafa breyst? „Það held ég ekki. Það fæðist enginn talandi. Menn eru alla ævi að læra tungumálið og glíma við að Ijá tilfinningar sínar og hugsun á máli sem hæfir. Flest börn eiga núna kost á að læra mörg tungumál og læra strax í grunnsktíla fleiri tungumál en mtíðurmálið. Svo þurfa þau líka að læra myndmál og tjáningu kvikmyndanna, teikni- myndasagna og allt er þetta tengt tungumáiinu. En það byggist allt á lesmálinu. Sá sem hefur ekki lært og tileinkað sér lestur, hann er ekki fær um að njtíta hinna hlutanna. Þess vegna er btíkin ekkert á neinu undanhaldi, í'þeirri merkingu að hún er alltaf jafn mikilvæg. Það getur verið að varan btík, sem alltaf er verið að tala um, þessa hönnuðu vöru sem er sett í selltífan og seld til gjafa og annað slíkl, sé á undan- haldi. En sjálf sagan, þetta að segja öðrum hug sinn eða að Ijá skynjun si'na og list; það heldur alltaf áfram að vera jafn mikilvægt, eftirsókn- arvert og nauðsynlegt og það hefur verið. Þaðeru bara formin sem breytast. I sktílanum fannst mér að áhugi barnanna væri síst minni á þessum hlutum en hann hefur alltaf verið og ég held að þannig sé það almennt." Nikulás! Nikulás!" æpti hún. „Komdu þarna út undireins. Það er ekki til neins fyrir þig að reyna að fela þig; ég sé þig alltaf." Kannski var þetta í fyrsta sinn í tuttugu ár að einhverjum stökk bros í þessari ruslakompu. Skyndilega breyttust reiðileg köll- in í angistaróp og sárbeiðni til ein- hvers að koma henni til hjálpar á stundinni. Nikulás lokaði bókinni, setti hana gætilega á sinn stað í horninu og dustaði svolitlu ryki yfir hana af dagblaðastafla þar hjá. Síðan læddist hann út úr komp- unni, læsti dyrunum og lét lykilinn nákvæmlega á sama stað og hann tók hann. Frænka hans var enn að kalla á hann þegar hann gekk rólega inn í fremri garðinn. „Hver er að kalla?" spurði hann. „Ég," var svarað handan við vegg- inn. „Heyrðir þú ekki til mín? Ég var að leita að þér í stikilsberjagarðinum og hrasaði ofan í regnvatnsþróna, til allrar hamingju var ekkert vatn í henni, en barmarnir eru svo hálir að ég kemst ekki upp úr henni. Sæktu litla stigann undir kirsuberjatrénu." „Mér var bannað að fara inn í stik- ilsberjagarðinn," svaraði Nikulás án tafar. „Ég sagði að þú mættir það ekki og nú segi ég að þú megir það," sagði röddin úr regnvatnsþrónni, frekar óþolinmóðlega. „Röddin í þér hljómar ekki eins og röddin í Frænku," andmælti Niku- lás. „Þú gætir verið Ljóti karlinn að freista mín til að vera óhlýðinn. Frænka segir oft að Ljóti karlinn freisti mín og ég láti alltaf undan. í þetta sinn ætla ég ekki að láta undan freistingunni." „Hættu þessu bulli," sagði fanginn í þrónni, „farðu og sæktu stigann." „Verður jarðarberjasulta út á brauðið í drekkutímanum?" spurði Nikulás sakleysislega. ,Auðvitað verður það," sagði frænkan en ákvað með sér að Niku- lás skyldi ekki fá ögn af sultunni. „Nú veit ég að þú ert Ljóti karlinn en ekki Frænka," hrópaði Nikulás glaðlega. Úr sögunni Ruslakompan. Að þekkja innviðaskip- an barokktónlistar TONLIST Skálholtskirkja KAMMERTÓNLEIKAR Flutt var Ttínaftírnin eftir Johann Sebastian Bach. Flytjendur voru; Katy Bircher, Kati Debretzeni, Mark Levy, Carole Cerasi og James Johnstone. Laugardagurinn 15. júlí, 2000. ÞAÐ var harla lítið sagt um Tóna- fórnina eftir J.S. Bach í efnisskrá, sem er í raun bagalegt fyrir þá sem ekki eiga það í fórum sínum eða hafa þekkingu og hlustunarreynslu til að greina það sem er á seyði í þessu sérstæða verki. Jafnvel sagan um tilorðningu verksins, þ.e. heim- sókn Bachs til hirðar Friðriks mikla, þar sem Carl Philipp Emanúel starfaði, hefði mátt vera tilgreind. Þessi heimsókn Johanns Sebastians tíl Berlínar þótti nokkur tíðindi og tók konungur á móti honum með töluverðri viðhöfn. Meðan á heim- sókninni stóð gerist það, að Johann Sebastian bað konung um stef en konungur var leikinn flautuleikari. Konungur varð við þeirri málaleitan og Johann Sebastian lék af fingrum fram þriggja radda fúgu yfir stefið og einnig sex radda fúgu yfir eigið stef. Heimkominn fullgerði meistar- inn þetta verk en stoðkaflar þess eru nefnd þriggja radda fúga, er hann nefnir Ricercare, annað Ricercare fyrir sex raddir, löng og glæsileg tríósónata og kanón fúga í yfirfimmund. Kanónarnir eru flestir stuttir, þar semkonungsstefið er notað í ýmsum útfærslum, skreytt- um, viðsnúnum, spegil og krabba og í breyttri hrynskipan og á stundum með svo kölluðum obligato viðbótar- röddum, sem mynda kanónumgjörð fyrir konungsstefið. Þessir kanón- þættir eru ótrúlega vel gerðir og það sem merkilegt er, að þessar flóknu samsetningar verða í hönd- um Bachs oft sérlega skemmtileg tónlist. Það er fátt vitað um hyóð- færaskipan, en í flestum útfærslun- um má sem best leika á orgel, eink- um þar sem útfærslurnar verða þrjár raddir. Hið tignarlega sex radda Ricercare og fjögurra radda kanóninn fer vel á að leika á strengi en þeir þættir, þar sem Bach tiltek- ur hljóðfæraskipan, eru í áttundar- kanóninum, sem er í tveimur rödd- um á móti konungsstefinu, þar sem kanónraddirnar skulu leiknar á tvær fiðlur, einnig í tríósónötunni, þar sem gert er ráð fyrir þverflautu, fiðlu og continuo (selló og sembal) og síðasta þættinum í útgáfu Bachs, eilífðarkanóninum, sem er fyrir sömu hljóðfæraskipan og tríósón- atan. Það segir ef til vill nokkuð um formhugsun Bachs, að fyrsti kanón- inn er eilífðarkanón eins og sá síð- asti, en slíka kanóna má leika enda- laust, eru án sérstaks niðurlags. Enska tónlistarfólkið er allt frá- bærir hljóðfæraleikarar. Þar sem Friðrik mikli var flautuleikari fór vel á því að leika upphafið, konungs- stefið, á flautu, þó þennan kafla megi sem best leika á sembal. Ekki var sérstakt bragð af útfærslu 1. þáttarins, sem ekki var hnökralaus, þótt ótrúlegt megi virðast. Það var t.d. ekki alltaf gott samræmi í styrk flautunnar og fiðlunnar, þar sem fiðlan yfirtók styrkinn nokkuð oft og einnig var semballinn frekar daufur. Þá orkar það tvímælis að leika sex radda ricercare þáttinn með tveim- ur sembölum, því flautan, fiðlan og gamban gefa sembalnum lítið hljómrými. Fyrir utan tríósónötuna, sem var mjög vel flutt, sérstaklega af fiðlaranum, voru aðrir kaflar verksins einum of samlitir og sumir jafnvel dauflega fluttir, eins og t.d. hinn tignarlegi sex radda ric- ercare þáttur sem tónleikarnir enduðu á. Því hefur verið haldið fram, að flestir kanónarnir eigi helst erindi í kennslu og víst er, að órlítil leið- sögn fyrir áheyr- endur hefði eklri sakað, til skilnings á þessu einkennilega uppgjöri meistarans, sem birtist með áhrifa- miklum hætti í Tónafórninni og Kunst der Fuge. Á tímum Bachs voru menn vanir slíkri innviðaskip- an í tónlist en nú er það laglínan, með fylgihljómum og jafnvel trymb- ilverki undir, sem allir fá ómælda kennslu og reynslu í að meta sér til ánægju. Barokkmenn vissu um formskipan kanónsins og fúgan (Ricercare) var þeim sínálægt hlust- unarefni og hinn kontrapunktíski ritháttur var tónmál þess tíma. Jón Ásgeirsson Að halda sínu striki TONLIST Nkál hollskiikja EINLEIKUR A SELLÓ Sigurður Halldtírsson flutti 1., 2. og 6. selltísvítuna eftir J.S. Bach. Laugardagurinn 15. júh'2000. ^\ ^|% EINLEIKSVERKIN fyrir fiðlu og selló, eftir J.S. Bach hafa verið mönnum nokkur ráðgáta, bæði vegna þess hve krefjandi þessi verk eru tæknilega og einnig sú stað- reynd, að þessi verk eru í raun stórbrotin að allri gerð og þótt nokkrir þættir þeirra standi upp úr, eins og t.d. d-moll chaconnan, sem lengi var við- fangsefni róm- antísku tón- skáldanna, í tilraun þeirra til að umskrifa verkið. Sellósvíturnar eru af mörgum taldar heilsteyptari, hvað snertir formskipan og innra jafnvægi en fiðlueinleiksverkin (þrjár sónötur og þrjár partítur) enda eru þar minni frávik frá hefðbundna svítuforminu en í fiðluverkunum, eins og t.d. fúg- urnar í þremur sónötunum og chconnan, sem er hvað snertir form- skipan, viðbót við d-moll partítuna (nr.2). Það að ætla sér að leika allar selló- svíturnar á tvennum tónleikum er nokkuð djarft tiltæki og í raun ekki ætlandi öðrum en þrautreyndum ein- leikara, ef vel skal að verki staðið, því þótt hver einasti sellisti, sem hefur metnað og getu til, ævi öll þessi verk, er samt varla auðhlaupið að því að skila þeim á tónleikum undir því álagi sem slíku tilstandi fylgir. Sigurður skiptir þessum verkum á tvenna tón- leika og verða þeir seinni 28. júlí nk. og mun hann þá leika 3.,4. og 5. svít- una. Á fyrri tónleikunum í Skálholts- kirkju, sl. laugardag, lék Sigurðar Halldórssonar tvær fyrstu svíturnar og þá sjöttu og stillir þá saman þeim léttustu (nr. 1 og 2) á móti þeirri erf- iðustu (nr. 6), enda hallaði mjög á hvað sú 6. reyndist Sigurði erfið, þó hann kynni tónferli verkanna og léki þau af nokkru öryggi, og í raun nokk- uð vel, sérstaklega þá fyrstu (BWV 1007) í G-dúr. það var hins vegar í seinni hluta þeirrar nr. tvö, þar sem gæta tók þess, að Sigurður ætti í erf- iðleikum með inntónun hljóðfærisins. Hvað sem hefur valdið, var sú sjötta nánast í molum, hvað snertir tón- stöðu og hljóman, sérstaklega í þremur síðustu köflunum, báðum gavottunum og gikknum, sem eru, ásamt saraböndunni (og reyndar allir kaflarnir), sérlega erfið viðfangsefni. Þrátt fyrir þetta, er óhætt að full- yrða, að Sigurður er vaxandi sellisti og má hann ekki láta deigan síga en verður að halda sínu striki og stefna að því, að ná enn betri tökum á þessu galdraviðfangsefni, sem sellósvíturn- ar eru og þá verða þessir tónleikar honum til lærdóms en ekki neinn endadómur, um hvað hann kann, get- ur og hefur metnað til að keppa að og trúir sjálfur, að hann eigi erindi við. Jón Ásgeirsson ¥
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.