Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 ......... 4 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Rannsókn á útbreiðslu Creutzfeldt-Jakobs-sjúkdómsins meðal ungs fólks í Bretlandi Reuters PHILIP Monk, sem stjórnar rannsókn á útbreiðslu Creutz- feldt-Jakobs sjúkdómsins í Leicestershire, gengnr um bæinn Queniborough sem teng- ist óvenjumörgum dauðsföllum vegna sjúkdómsins. Sýkt kjöt kann að hafa verið notað í barnamat London. Reuters, AFP, The Daily Telegraph. BRESKIR vísindamenn telja hugs- anlegt að kjöt af riðusýktum naut- gripum hafí verið notað í bamamat og máltíðir handa breskum skólaböm- um á níunda áratugnum og að það kunni að hafa stuðlað að útbreiðslu nýs afbrigðis Creutzfeldt-Jakobs- sjúkdómsins. Robert Will, yfirmaður stofnunar í Edinborg sem rannsakar útbreiðslu sjúkdómsins, sagði um helgina að ódýrt hakk, sem unnið var úr kjötleif- um á skrokkum nautgripanna eftir að þeir höfðu verið skomir, hefði verið notað í barnamat og skólamáltíðir á níunda áratugnum. Hamborgarar, pylsur, kjötbökur, tilbúnh- réttir og barnamatur kynnu að hafa innihaldið leifar af mænu nautgripanna, sem sýkist mjög þegar þeir fá riðusjúk- dóminn. Þetta kynni að vera skýring- in á því hvers vegna nýtt afbrigði Creutzfeldt-Jakob væri tiltölulega al- gengt meðal ungs fólks. „Önnur hugs- anleg skýring á aldursdreifingunni er að ungt fólk hneigist meira en full- orðnir til að borða slíkan mat,“ sagði Will. Hann bætti við að skýringin gæti einnig verið sú að heilar bama væm berskjaldaðri íyrir smiti. Kjötið bannað árið 1989 Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómurinn svarar til kúariðu og skyldra sjúk- dóma í dýrum og stafar af prótíni sem nefnist príon. Fjölskyldur þehTa sem hafa smit- ast af CJ-sjúkdómnum hafa krafist ítarlegrar rannsóknar á því hvemig sjúkdómurinn barst í menn áður en sýkta kjötið var fjarlægt úr fæðu- keðjunni. Breska heilbrigðisráðu- neytið sagði hins vegar að „ekkert nýtt“ hefði komið fram sem benti til þess að kúariðusýkt kjöt hafi verið notað í skólamáltíðh' og barnamat á níunda áratugnum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skólamáltíðir era tengdar kúariðu. Breskir skólar tóku að banna nauta- kjöt í mötuneytum sínum árið 1990, sex áram áður en bresk stjórnvöld tilkynntu að kúariðusýkt kjöt gæti valdið CJ-sjúkdómnum. Vísindamenn hafa lengi talið að börnum sé hættara við að smitast af sjúkdómnum þar sem þau taki oft hamborgara og ódýra skyndibita fram yfir annan mat. Aðeins ódýrasta kjötið, svo sem innmatur, mæna, heili og milta, er talið hafa verið sýkt á níunda áratugnum. Slíkt kjöt var bannað í Bretlandi árið 1989. Læknar hafa lengi reynt að svara því hvers vegna hið nýja afbrigði Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómsins er tiltölulega algengt meðal ungs fólks. Áður en nýja afbrigðið kom fram herjaði sjúkdómurinn sjaldan á fólk undir fimmtugu. Meðalaldur þeirra tíu fyrstu sem dóu af völdum nýja af- brigðisins var hins vegar 27 ár. Dauðsföll í Leicestershire rannsökuð Bresk stjórnvöld fyrirskipuðu í vikunni sem leið tafarlausa rannsókn á þremur dauðsföllum af völdum CJ- sjúkdómsins sem tengjast Quenibor- ough, 2.000 manna bæ í Leicester- shire, um 150 km norðan við London. Tveir sjúklinganna höfðu búið í bæn- um og sá þriðji var þar tíður gestur. Tveir aðrir, sem bjuggu í grennd við bæinn, fengu einnig sjúkdóminn og annar þeirra er látinn. 75 manns hafa dáið af völdum sjúk- dómsins í Bretlandi og sérfræðingar telja ólíklegt að það sé tilviljun að fimm hafi dáið á svo litlu svæði. Læknar hafa rætt við ættingja mann- anna til að reyna að komast að því hvort dauðsfölhn tengist með ein- hverjum hætti. Fólkið sem lést var á aldrinum 19- 35 ára. Faðir eins sjúklinganna, Pam- elu Bayles, sem var 24 ára, kvaðst fyrst hafa tekið eftir því að eitthvað amaði að henni þegar hún hefði orðið reikul í gangi, líkt og hún væri drukk- in. Seinna tók minni hennar að versna og hún þjáðist af þunglyndi og ofsóknarkennd. Hún dó tveimm' ár- um siðar. Varað við faraldri Breski farsóttafræðingurinn Roy Anderson sagði að dauðsföllunum af völdum CJ-sjúkdómsins hefði fjölgað svo á árinu að hætta væri á faraldri. „í ár era dauðsföllin þegar orðin tólf og líldegt er að þau verði fleiri en nokkra sinni fyrr, þannig að faraldur- inn er rétt að byrja,“ sagði Anderson. „Þetta getur verið lítill faraldur, og við vonum öll að svo sé, en með- göngutími sóttarinnar er svo langur, þar sem smitið er líklega frá því seint á níunda áratugnum, að það er alltof snemmt að fullyrða hvort þetta verði lítill, meðalstór eða stór faraldur. Vegna þessa langa meðgönguskeiðs, sem getur verið 10,20 eða 30 ár, líður mjög langur tími þar til við skiljum til fulls hvað er að gerast.“ Vitað er að þrír menn dóu af völd- um CJ-sjúkdómsins árið 1995, tíu 1996 og 1997 og 181998. Dauðsfollun- um fækkaði í 14 á síðasta ári en þeim fjölgar nú aftur. Settar vora mjög strangar reglur um dýrafóður í Bretlandi árið 1996 til að reyna að útrýma kúariðu. Reglur- nar stuðluðu að því að Evrópusam- bandið aflétti banni við útflutningi á bresku nautakjöti. Bretar reiðast sögu- túlkun Hollywood London. Morgunblaðið. „BRETAR ættu að reiðast. Þeir eru sýndir eins og Gestapo," sagði bandaríski leikstjórinn Spike Lee í viðtali í morgunútvarpi BBC um við- brögð í Bretlandi við nýrri banda- rískri mynd, „The Patriot". í henni er Mel Gibson í aðalhlutverki, leikur sjálfstæðishetju er berst gegn yfir- ráðum Breta í Bandaríkjunum. Eng- an undrar víst að sjálfstæðishetjan og stuðningsmenn hans era góðu gæjarnir í myndinni, en það fer heldur betur fyrir bijóstið á Bretum að bresku hermennimir í myndinni eru bullur á borð við hefðbundna ímynd nasista í bíómyndum. „Þetta er einmitt kvikmynd, ekki sagnfræði," sagði sendiherra Bandaríkjanna í útvarpsviðtali. Það breytir því þó ekki að Bretar kunna ekki að meta þessu nýjustu söguút- leggingu Hollywood og jafnvel í Bandaríkjunum hefur hún vakið spumingar. „The Patriot" er nýjasta stór- myndaafkvæmi Hollywood, framsýnd í tæka tíð fyrir sjálfstæðisdag Bandaríkjamanna, 4. júlí, sem löngum hefur laðað að sér stórmyndafrumsýningar. Myndin gerist í frelsisstríðinu, þegar Bretar misstu tökin á þeim svæðum í Norð- ur-Ameríku sem þeir réðu þar, að Kanada undanskildu. Sú mynd sem þar er dregin upp af Bretum, að sögn breskra og banda- rískra fjölmiðla, er vægast sagt ekki mjög geðþekk. í breska útvarpinu var leikinn bútur úr myndinni þar sem breskur herforingi virðir að vettugi allar herreglur um heiðar- lega hermannaframkomu og lætur hengja sendiboða frá óvinunum. Þar sem Bretar álíta sig einmitt virða leikreglur og hafa í heiðri drengilega framkomu hefur þessi mynd af þeim sem bullum er einskis svífist snert þá einkar illa. Nærtækasta samlíkingin þykir við nasista og þótti Spike Lee full ástæða til að Bretar reiddust þessari mynd. En það eru fleiri en Lee og Bretar sem býsnast yfir myndinni. I grein í Wall Street Joumal spyr blaðakonan Debra Jo Immergut hvort einhver hafi áður vitað að allir sætu strákamir stóðu með nýlend- unum eða að þrælarnir hafi ham- ingjusamlega varið kúgara sína. En hvernig stendur þá á því að Bretar stökkva svo auðveldlega upp á nef sér yfir einhverri Hollywood- þvælu? Ástæðumar era vísast margvíslegar, en meðal annars að þótt Bretar og Bandaríkjamenn deili saman máli og að hluta sameig- inlegri sögu þá þarf ekki að tala við marga Breta til að finna inn á að það vottar auðveldlega fyrir ríg milli þjóðanna tveggja. Kvikmyndin sem deilt er um hef- ur gefið Bretum tilefni til margvís- legra vangaveltna. „Bandaríkja- menn halda enn sjálfstæðisdaginn hátíðlegan en hvað finnst þeim um okkur nú, tvö hundrað áram síðar?“ spurði breski blaðamaðurinn Duncan Campbell nýlega í The Gu- ardian. Svarið var að þeim þætti greinilega ekki mikið til Breta koma, ef marka mætti áðurnefnda mynd. En spurningin er líka hvort nokk- ur ástæða sé til að kippa sér upp við söguskoðun Hollywood, sem sjaldn- ast hefur þótt styðjast við nákvæma sagnfræði. Að minnsta kosti fannst bandaríska sendiherranum ekki ástæða til að fetta fingur út í mynd- ina, sem hann hafði þó enn ekki sjálfur séð, því í Bandaríkjunum ríkti einmitt tjáningarfrelsi. En það hefur iðulega ekki síður verið grannt á hrifningu Breta í garð Bandaríkjanna, þótt fáir taki kannski jafn djúpt í árinni og breski rithöfundurinn Christopher Is- herwood. „Ég hata alla Bandaríkja- menn,“ sagði Isherwood, þegar hann var þar á ferð, þótt hann lærði reyndar að meta þá síðar. MITSUBISHI - demantar í umferö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.