Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 18.07.2000, Blaðsíða 54
MORGUNBLAÐIÐ 54 ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ 2000 ■■■■■"■.. ■ ' 1,1 FRÉTTIR Endurreisn sagnahefð- arinnar ÞRIÐJUDAGINN 18. júlí mun Rögnvaldur Guðmundsson, ferða- málaráðgjafi, flytja erindi á jökla- sýningunni í Sindrabæ, Höfn í Hornafirði. Erindið nefnir hann: Menning og ferðaþjónusta undir Vatnajökli. Þar mun hann ræða þró- un og tækifæri í menningarferða- þjónustu á íslandi, m.a. Evrópuverk- efnið: Endurreisn sagnahefðarinnar. Það er unnið í samvinnu við Frá- sagnarmiðstöð Skotlands (Seottish Storytelling Centre) og mögulega þróun-jöklasýningar í lifandi jökla- safn - með áherslu á menningarþátt- inn. Rögnvaldur er menntaður í sögu og íslensku frá HÍ og nam síðar ferðamálafræði í Noregi. Af óviðráðanlegum orsökum mun næsti þriðjudagsfyrirlestur á eftir Rögnvaldi færast fram um fjóra daga eða til fóstudagsins 21. júlí, en þá mun Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, flytja erindi sem hann nefnir: Frost og funi. Fjallar erindið um eldvirkni í Vatnajökli á nútíma. Sagt verður frá eldstöðva- kerfunum undir ísnum, þ.á m. virk- a«ta eldstöðvakerfí landsins, Gríms- vötnum, sem er um leið eitt öflugasta háhitasvæði heimsins. Að lokum verður sagt frá ýmsum eldfjalla- athugunum sem ísienskir vísinda- menn stunda á Vatnajökli og velt upp hugmyndum um framtíð eldvirkninnar í Vatnajökli. Fyrirlestrarnir eru í bíósal Sindrabæjar og hefjast kl. 20:00. Kynningar og fræðslu- rit um Namibíu Námskeið um þyrlu- móttöku REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir eins kvölds nám- skeiði um það hvernig á að taka á mdti þyrlu á slysstað. Það verður fimmtudaginn 20. júlí og hefst kl 18:30 en kennt verður til kl. 23. Þegar slys eiga sér stað eða maður veikist alvarlega getur það haft úrslitaþýðingu fyrir hann að komast í hendur læknis sem fyrst. Gildir það sérstaklega utan svæða sem njóta þjónustu sjúkrabfla og getur sjúkraflutningur með þyrlu verið nauðsynlegur. Námskeiðið er gott fyrir fararsljóra, leiðsögu- menn, rútubflstjóra, rjúpnaskytt- ur, sportsiglingamenn, vélsleða- menn og aðra sem fara um óbyggðir og verður Flugdeild Landhelgisgæslunnar m.a. heim- sótt, segir í frétt frá RKÍ. ÚT ER komið ritið Namibía sem er annað í ritröðinni Smárit ÞSSÍ sem Þróunarsamvinnustofnun ís- lands gefur út. „Þróunarsamvinnustofnun Is- lands er ríkisstofnun sem heyrir undir utanríkisráðuneytið og hefur það hlutverk að annast tvíhliða þróunarsamstarf íslands. Eitt af hlutverkum stofnunarinnar er að annast kynningar- og fræðslustarf um þennan málaflokk fyrir al- menning og skólafólk á íslandi. Stofnunin hefur um árabil gefið út tímaritið Fréttabréf um þróunar- mál, þar sem fjallað er um verk- efni stofnunarinnar og ýmis önnur mál er varða þróunarsamstarf. Smáritum ÞSSÍ er ætlað að fjalla nánar um Malaví en að þessu sinni er fjallað um Namibíu. Ætlunin er að gefa næsta rit út um Mósambík en þessi þrjú lönd eru helstu sam- starfslönd Þróunarsamvinnustofn- unar íslands. Ritinu er dreift án endurgjalds til skóla, bókasafna og ýmissa annarra stofnana á landinu. Er það von okkar að ritin nýtist til fróðleiks og náms um aðstæður og kjör fólks í þróunarlöndunum. Einnig er hér vakin athygli á því að á sl. vetri var gert myndband um starfsemi ÞSSÍ í Malaví, Namibíu og Mósabík. Myndbandið nefnist Svipmyndir frá Afríku og er 21 mínúta að lengd. Skólar og aðrir sem áhuga kunna að hafa á þróunarsamstarfi íslands geta fengið myndbandið lánað hjá stofnuninni,“ segir i fréttatilkynn- ingu frá Þróunarsamvinnustofnun íslands. SPRON styrkir lagningu fræðslustígs SPARISJÓÐUR Reykjavíkur og ná- grennis og garðyrkjudeild Reykja- víkurborgar hafa gert með sér sam- komulag um að SPRON kosti að hluta lagningu fræðslustígs í Elliða- árdal sem garðyrkjudeildin vinnur að um þessar mundir. Við stíginn hefur verið komið íyrir upplýsingaskiltum um sögu þessa skemmtilega dals sem Elliðaárdal- urinn er og þeirra mannvirkja sem þar eru. Hér er um að ræða fræðslu- efni sem verður einnig að finna á Netinu ásamt því að gefinn verður út bæklingur með nánari upplýsingum. Áður hefur SPRON staðið víðar að uppsetningu á skiltum. --------------- LEIÐRÉTT Nafn umsjónarmanns misritast Nafn umsjónarmanns dægurlaga- síðunnar sl. sunnudags misritaðist. Hann heitir Arnar Eggert Thorodd- sen. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Fallið var 3,5 metrar Stúlkan sem slasaðist í Viðey sl. föstudag féll 3,5 m en ekki 7-8 m eins og greint var i frétt Mbl. á laugar- dag. Er það samkvæmt mælingum lögreglunnar að sögn forsvarsmanna leikjanámskeiðs ÍTR. Einnig vildu þau taka fram að börnin hefðu ekki verið að leik nálægt grýttri fjörunni heldur hefði aðeins eitt bamanna tekið sig út úr hópnum. ' RAÐAUGLYSINGA TILK YNNINGAR NAUÐUNGARSALA HUSNÆGI I BOQI Aðalfundur Aðalfundur Norðvesturbandalagsins hf. verður haldinn fimmtudaginn 27. júlí 2000 kl. 15.00. Fundurinn verður haldinn í matsal sláturhúss NVB á Norðurbraut 24, Hvammstanga. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Skýrsla framkvæmdastjóra. 3. Ársreikningur 1999. 4. Kosning stjórnar og endurskoðanda. 5. Ráðstöfun hagnaðar. <S. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 7. Sameiningarmál. 8. Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur 1999 verðurtil sýnis á skrifstofu viku fyrir aðalfund. Stjórn Norðvesturbandalagsins hf. Deiliskipulag frístunda- svæðis að Ofanleiti í Vestmannaeyjum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 8. maí sl. tillögu að deiliskipulagi frístunda- svæðis að Ofanleiti í Vestmannaeyjum, sem afmarkast að sunnan við girðingu flugbrautar, að norðan um Höfðaveg og Ofanleitisveg, um framtíðaríbúðarsvæði í austri og girðingu flug- brautar og Ofanleitisveg í vestri. Tillagan var auglýst þann 19. maí og lá frammi til kynningar til 16. júní sl. Fresturtil að skila athugasemdum rann út 30. júní sl. og bárust engar athuga- semdir. Deiliskipulagið hefur verið sent Skipu- lagsstofnun til athugunar, sem mun gera at- hugasemdir, ef form- og/eða efnisgallar eru á því. Jíeiliskipulagið hlýtur gildi við auglýsingu í B- deild Stjórnartíðinda. Þeir, sem óska nánari upplýsinga um deiliskip- ulagið og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sértil skipulags- og byggingafulltrúa Vest- mannaeyja. Bæjarstjóri Vestmann- aeyja. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum sem hér segir: Hagatún 7, þingl. eig. Runólfur Jónatan Hauksson og Árný Jóhanns- dóttir, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður og Landsbanki íslands hf„ höfuðst., mánudaginn 24. júlí 2000 kl. 15.00. Hólabraut 20, þingl. eig. Guðrún Snorradóttir, gerðarbeiðandi Sóley Herborg Skúladóttir, mánudaginn 24. júlí 2000 kl. 14.00. Sýslumaðurinn á Höfn, 12. júlí 2000. ATVINNUHÚ5NÆÐI til leigu Til leigu 140 fm skrif- stofuhúsnæði í 1. hæð í þessu glæsilega húsi við Skúlagötu 17, Rvík. Um er að ræða nýtt og ónotað húsnæði sem skiptist í þrjú rúm- góð skrifstofuherbergi auk opins vinnurýmis, móttöku og eldhúss. Húsnæðið er eitt hið glæsilegasta sinnar tegundar, m.a. er gegnheilt harðviðarparket á gólfum, rafstýrð gluggaopn- un, stillanleg halogen-lýsing, tölvu- og síma- lagnir sem og fullkomið sjónvarpskerfi. Einnig bruna- og þjófavarnarkerfi, svo og aðgangs- kortakerfi. Aðgangur að netþjóni/símkerfi ef vill. Húsnæðið er laust til afhendingar. Upplýsingar í síma 893 4284. TIL SÖLU Rýmingarsala Skrifstofustólar — 30-50% afsláttur. Inn X innréttingar ehf., Bíldshöfða 16, sími 577 1170. Skúlagata — íbúð í 101 Reykjavík Til leigu frá 1. ágúst falleg 102 fm íbúð í mið- borginni. Aðeins reyklausir, reglusamir og traustir leigjendur koma til greina. Upplýsingar í síma 899 3386. ÝMISLEBT Viltu stofna prentsmiðju? Til sölu lítil prentsmiðja sem hentarvel til flutnings, t.d. út á land. Tvær prentvélar, skurðarhnífur og setningatölvur. Hóll fasteignasala, sími 893 4284. s G ' , n111i'ji iim sh E3 3 FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MöfíKINNI 6 - SlMI 56B-2S33 Hellaskoðunarferð í Bláfjöll miðvikudaginn 20. júlí kl. 20:00 í fylgd sérfræðinga frá Hellarannsóknafélaginu. Verð kr. 800. Allir velkomnir. Takið með ykkur Ijós og hjálm eða góða húfu. Fimmvörðuháls um helgina. Notum dagsbirtuna til útiveru og hollrar hreyfingar. Nokkur saati laus í nýja ferð um Lónsöræfi 21. júlí. Farar- stjóri: Sigríður Þorbjarnardóttir. Pantið sæti í Þjóðlendugöng- unum strax. Nýjar ferðir, nýjar leiðir í fylgd heimamanna. Brottfarir í dags- og kvöldferðir F.í. eru frá BSI og Mörkinni 6, í aðrar ferðir eingöngu frá BSl. Pantið tímanlega á skrifstofu, s. 568 2533. www.fi.is, texta- varp RUV bls. 619. KENNSLA Finndu það fegursta í sjálfum þér Viltu auka kærleikann í lífi þínu? Hugleiðsla. Þjálfun í teikn- ingu og litameð- ferð. Að miðla af sér og deila með öðrum. Sjálfsþekking. Upplýsingar í sima 520 6133.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.